
Landsmót Fálkaskáta

Um viðburðinn:
Landsmót fálkaskáta verður fjögurra daga tjaldbúðarmót sem verður 30. júní til 3. júlí á Úlfljótsvatni. Komið á fimmtudagskvöldi og heim á sunnudegi.
Þemað verður „Þjóðlegt“ og með svipuðu sniði og mótið sem var á Laugum í Sælingsdal 2018.
Í umgjörðinni verður leitast við að draga fram þjóðlega arfinn í sögum og sögnum gamla tímans ásamt mismunandi handverki og öðrum viðfangsefnum.
Mótsgjaldið er 27.000 krónur en skátafélögin fá 1 skátaforingja frían með á mótið fyrir hverja 6 þátttakendur. Innifalið í mótsgjaldi er tjaldsvæðisgjald, dagskrá, öll dagskrá, einkenni og matur á meðan mótinu stendur. Sameiginlegur kostnaður félaganna vegna þátttöku er ekki innifalið í mótsgjaldi svo fyrirvari er gefin á að skátafélagið gæti lagt ofan á þetta gjald til að standa kostnað t.d. af sameiginlegri rútu eða öðru.
Skráning er opinn á https://skraning.skatarnir.is, skráning lokar 31. maí.
Fyrsta upplýsingabréf mótstjórnar með nákvæmari upplýsingum um tjaldbúð, dagskrá og önnur efni tengt mótinu má finna hér:
Fréttabréf – Fálkaskátamót 22 – Bréf 1
Fréttabréf – Fálkaskátamót 22 – Bréf 2
Staðsetning viðburðar á korti
Klst
Min
Sek
Lykilupplýsingar
- Byrjar:
- 30. júní @ 19:00
- Endar:
- 3. júlí @ 17:00
- Kostnaður:
- 27000kr
- Aldurshópar:
- Fálkaskátar
Staðsetning
- Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni
-
Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni
Grafningsvegur efri, Selfoss 801 Iceland - Sími:
- 482-2674
- Vefsíða:
- www.ulfljotsvatn.is