Starfsárið 2024 - 2025

Starfsárið 2024 - 2025

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 5 files.

Fjölskylduskátar

Félagsgjöld

Annað skátastarf og bakland

Stjórn skátafélags

Selected Value: 1

Félagsforingi

Félagaþrennan

Merkið eingöngu já ef öll þrjú hlutverk voru talin upp á meðal stjórnarfólks, merkið nei ef eitthvað vantaði og fyllið út fyrir þau sem vöntuðu

Starfsmaður skátafélags

Starfmaður fær fullan aðgang að Sportabler aðgangi fyrir félagið. Að auki verður tilgreint netfang starfsmanns bætt á póstlista Skátamiðstöðvarinnar fyrir sendingar sem varða félagið svo vinsamlegast tilgreinið vinnunetfang. Eins óskum við eftir vinnusíma starfmanns. Nafn, vinnunetfang og vinnusími ásamt viðverutíma starfmanns verður sett inn á upplýsingasíðu félagsins á heimasíðu Skátanna.

Samfélagsmiðlar


Kynning á frambjóðendum - Andri Rafn Ævarsson

Andri Rafn Ævarsson

Framboð : Alþjóðaráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég hef verið í skátunum síðan 2015 og hef alla mína skátaæfi starfað með Skátafélagi Ægisbúa sem er í Vesturbæ Reykjavíkur. Síðustu þrjú starfsár hef ég verið dreka og svo fálkaskátaforingi og finnst það vera rosalega skemmtilegt.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það skemmtilegasta sem ég hef gert í Skátunum er að fara á Heimsmót Skáta 2023 sem var haldið í Kóreu, þar kynntist ég fullt af erlendum skátum og lærði margt um alþjóða skátun.

Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?

Áhugi minn á alþjóðastarfi kviknaði upp þegar ég var í dróttskátum, ég hef kynnst fullt af erlendum skátum í gegnum árin og þekki marga þeirra mjög vel. Ég fylgist mjög vel hvað er að gerast í skátunum alls staðar í heiminum og veit margt núorðið um alþjóðastarf. Mér finnst gaman að vinna í verkefnum og sérstaklega ef þau eru með tilgang.


Kynning á frambjóðendum - Sunna Dís Helgadóttir

Sunna Dís Helgadóttir

Framboð : Alþjóðaráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátunum 5 ára að verða 6 ára, fékk að byrja fyrr. Ég hef verið í skátunum í 15 ár og 7 ár sem foringji hjá drekaskátum í skjöldungum. Ég er virk í starfi inni í félaginu eins og að halda fundi, plana útilegur, kvöldvökustjóri og fleira. Ég og vinkona mín gunnhildur erum frekar þekktar fyrir að vera kvöldvökustjórar ekki bara í skjöldungum heldur einnig á vetraskátamóti, hátíðarkvöldvöku SSR, landsmóti fálkaskáta og svo miklu meira Ég hef farið á mörg námskeið og ferðir heimsmót 2019 og 2023, landsmót í Noregi, Agora og Crean. Stærstu verkefnin sem ég hef tekið að mér er forsetismerkið sem ég kláraði 2022 og að plana og halda skátasumarið 2023 þar sem ég var dagskrástjóri. Það var algjör há punktur í skátunum hjá mér þegar ég fékk það í gegn að 16 ára fengu kosningarétt á skátaþingi. Skátarnir hafa verið staður þar sem mér hefur liðið öruggri og óhrædd um að vera ég sjálf, þessi hreyfing er mér svo gríðarlega mikilvæg. Þetta er í mjög grófum dráttum ferillinn minn í skátastarfi en ég sæti örugglega skrifað heila bók ef ég stopa mig ekki af núna

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er marg að velja úr og þetta er erfitt að velja um en skemmtilegasta sem ég hef gert var að fara á Agora í Portúgal 2023. Að fara og læra um starf í örðum löndum og kynnast skátum frá örðum löndur er alltaf eitthvað sem ég hef haft gaman af. Þetta var ótrúleg upplifun sem opnaði fyrir mér nýjan heim af skátastarfi sem ég hefði ekki séð áður. Ég og íslenski hópurinn minn þróuðum samfélagsverkefni sem er mjög mikilvægt fyrir mér og ég vona að ég seti það upp hér á landi. Þetta var áhugaverð ferð þar sem ég fékk sýkingu í góminn og fór til neyðartannlæknis í Portúgal til að fá sýklalif og fleira, gerist ekki á neinum öðrum stað nema í alþjóðastarfi.

Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?

Alþjóðarstarf hefur alltaf heillað mig og ég heyrði margar reynslusögum frá Þóreyju systur minni þegar hún var í alþjóðaráði, ég var gríðarlega móðguð þegar ég komst að því að ég gæti ekki boðið mig fram 16 ára gömul. Núna þegar ég hef loksins aldur og tíma til að bjóða mig fram er ekkert annað í stöðuni en það. Ég átti æðislega upplifun á Agora 2023 sem opnaði fyrir mér þessar dyr af alþjóðastarfi og þetta eru dyr sem ég vil opna fyrir aðra skáta. Skátamál er eitthvað sem ég hef alltaf haft brennandi áhuga á og ég væri til í að fá þann möguleika til að gera alþjóðaráð sýnilegra og að vera partur af þessu samfélagi. Ég hef reynslu, áhuga og tækifæri til að halda alþjóðastarfi lifandi og það er eitthvað sem æeg vona að ég fái tækifæri til að gera og stíga í fótspor systur minnar.


Kynning á frambjóðendum - Sigurður Viktor Úlfarsson

Sigurður Viktor Úlfarsson

Framboð : Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði í skátunum 1986 í Skjöldungum (flokks-, sveitar- og deildarforingi) og elti síðan börnin mín í Landnema 2019 og hef verið dróttskátaforingi þar síðan. Jamboree í Suður Kóreu 1991 og Chile 1998-1999 (sveitarforingi), World Moot Kandersteg 1992 og Íslandi 2017, Vetluga (Rússlandi) 1996 og 1998, skátamót í Belgíu, Austurríki og víðar. Starfsmaður í Kandersteg 1992, forsetamerki 1992, Gilwell 1992, starfsráð BÍS 1995-2004 og 2022-2024, dagskrárráð SSR 1991-1995, fánaborg (þátttakandi og foringi í mörg ár), Skátakórinn (formaður í nokkur ár), IMWe í Rieneck skátakastalanum nokkrum sinnum, vinnuhópar WOSM og WAGGGS, norrænt skátaþing á Íslandi og í Noregi, leiddi móttöku erlendra þátttakenda á landsmóti skáta 1999, Nordjamb 2000 og landsmóti skáta 2002, uppstillingarnefnd (formaður í nokkur ár), leiddi Reykjavíkurbúðir World Scout Moot 2017, kvöldvökugítarkall, alls kyns námskeið innanlands og utan, vann á Úlfljótsvatni 1993 og 1995 og í útilífsskóla Skjöldunga og endalaust fleira skemmtilegt. Skátastarf bíður upp á endalaus ævintýri!

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Útilíf, ævintýri og samskipti við alls konar fólk. Sjá fólk vaxa og eflast í útilífi og ævintýrum.
Til dæmis þegar við skipulögðum 500 manna flash mop niður Skólavörðustíginn í Reykjavíkurbúðum World Scout Moot 2017. Ævintýri með dróttskátunum mínum.

Hví gefur þú kost á þér í Starfsráð?

Mér finnst vera töluvert rúm fyrir betri hjálparefni fyrir foringja.


Kynning á frambjóðendum - Védís Helgadóttir

Védís Helgadóttir

Framboð : Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég var 13 ára þegar ég fór á minn fyrsta skátafund í dróttskátasveitinni Hvítu fjöðrinni í Ægisbúum og eftir þann fund var ekki aftur snúið. Ég var í frábæru dróttskátastarfi þar sem okkur gáfust mörg tækifæri til að taka þátt í millifélagaviðburðum eins og Vetraráskorun Crean, Saman, Ds. Vitleysu og auðvitað Landsmóti skáta. Haustið 2017 fór ég að starfa með Landnemum og hef verið að sinna foringjastörfum síðan þá; fyrst sem dróttskátaforingi, síðan drekaskátaforingi og nú fálkaskátaforingi. Núna er ég líka dagskrárforingi í Landnemum sem er hlutverk sem rímar vel við þau mál sem við fáumst við í starfsráði en ég hef setið í starfsráði síðan á Skátaþingi 2022. Þá um vorið hóf ég líka störf með Leiðbeinendasveitinni sem er vinnuhópur á vegum Skátaskólans og hefur það hlutverk að skipuleggja og halda leiðtogaþjálfunar- og foringjanámskeið. Í byrjun febrúar þessa árs lauk ég Gilwellþjálfuninni minni en námskeiðið hafði ég sótt í Slóveníu og var mér mjög lærdómsríkt.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er svo margt skemmtilegt sem ég hef gert í skátastarfi! Mér finnst til dæmis mjög gaman að vera sveitarforingi og það er einhvern veginn þar sem maður kemst inn að kviku skátastarfsins og svo er maður líka alltaf að læra eitthvað nýtt í foringjastörfum, sama hvað maður hefur verið lengi skátaforingi. Það er einhvern veginn alltaf hægt að sjá nýjar hliðar foringjahlutverksins og spreyta sig á nýjum áskorunum. Aldrei eins, en alltaf gaman. Síðan finnst mér líka mjög gaman að búa til og leiðbeina á foringjanámskeiðum eins og við höfum verið að gera í Leiðbeinendasveitinni og svo fannst mér algjörlega frábært á Gilwell!

Hví gefur þú kost á þér í Starfsráð?

Undanfarin tvö ár höfum við í starfsráði unnið mikið með starfsgrunninn sem hefur þróast talsvert undanfarið. Hvatakerfið hefur þróast með tilkomu könnuðamerkjanna og hæða- og stikumerkjanna og á þessum tímapunkti finnst mér t.d. mikilvægt að sigla þeim úr vör og skoða hvernig þau virka í praktík.

Það er heill hafsjór þekkingar á skátastarfi til meðal skátaforingja og mér finnst að við eigum að vera dugleg að deila sniðugum ráðum og hugmyndum úr foringjastörfunum hvert með öðru. Mér finnst mikilvægt að finna þessum samtölum farveg og það hefur til dæmis verið gert með hringborðum skátaforingja, en svo er alltaf hægt að spjalla meira og meira um skátastarf.

Þá finnst mér mjög mikilvægt að við hlúum vel að rekkaskátaaldursbilinu næstu árin og dagskrárgrunni rekkaskáta sem byggist að miklu leyti á forsetamerkisvegferðinni, og að við styðjum rekkaskáta á þeirri vegferð.


Kynning á frambjóðendum - Sandra Óskarsdóttir

Sandra Óskarsdóttir

Framboð : Alþjóðaráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði í Heiðabúum þegar ég var 8 ára og hef verið starfandi slitlaust síðan þá, tók að mér félagsforingjann þegar ég var 20 ára og lét af því embætti sl febrúar.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Að fá að kynnast fólkinu og vinunum sem maður hefur eignast og öll skátamótin sem maður hefur farið á.

Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?

Fékk ábendingu frá 2 öðrum skátum um að þetta gæti verið skemmtilegt og hví ekki að bjóða sig fram.


Kynning á frambjóðendum - Daði Már Gunnarsson

Daði Már Gunnarsson

Framboð : Alþjóðaráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Byrjaði í Árbúum árið 2007 og hef starfað með þeim alla tíð síðan.
Starfaði sem sveitarforingi í nokkur ár.
Ég var í dagskrárráði í eitt kjörtímabil.
2017 fór ég á Agora í Hollandi.
Var í leiðbeinendasveitinni.
Fór á Gilwell í Slóveníu 2022 og lauk því vor 2023.
Sit í stjórn Árbúa og var félagsforingi þeirra í eitt ár.
Sat seinasta kjörtímabil í Alþjóðaráði og vill gera slíkt aftur 🙂

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Skemmtilegast var líklegast þegar ég fór í félagsútilegu hjá skátunum í Kranj, slóveníu og tók þátt í fánaleik sem entist alla nóttina.
grenjandi rigning og myrkur skógur gerði þetta að ævintýri sem seint mun gleymast.

Hví gefur þú kost á þér í Alþjóðaráð?

Ég var og er í alþjóðaráði, finnst það svo yndislegt starf að sinna að ég myndi gjarnan vilja fá að halda áfram. Ég byrjaði í alþjóðaskátun árið 2011 og hef ekki séð eftir því einn einasta dag. tengslanetið mitt um heiminn er þétt og er það ekkert annað en nytsamlegt sérstaklega þegar kemur að störfum mínum í Alþjóðaráði.
Það sem ég er búinn að sitja í alþjóðaráði síðastliðin 2 ár, er fínt að styðjast við fyrsta lögmál Newtons, af því eg er kominn af stað, þá er erfitt að hætta í alþjóðastarfi 🙂


Kynning á frambjóðendum - Ingimar Eydal

Ingimar Eydal

Framboð : Uppstillinganefnd

Ferill þinn í skátastarfi?

Skátastörf:
Verið í skátastarfi samfellt síðan 1975.
Fór á Alheimsmót skáta í Kanada 1983 sem almennur þátttakandi.
Í stjórn Skátafélags Akureyrar 1984-1987.
Stjórnarstörf í Hjálparsveit skáta Akureyri frá 1985-1989 (gjaldkeri) og aftur frá 1991-1999, varaformaður 1994-1997).
Sveitarforingi á Alheimsmóti skáta í Hollandi 1995.
Formaður Hjálparsveitar skáta Akureyri frá 1997 til 1999.
Formaður Súlna, björgunarsveitarinnar á Akureyri frá stofnun 1999-2003.
Í stjórn Skátafélagsins Klakks á Akureyri frá 2009-2013
Í fararstjórn á Alheimsmót skáta í Vestur Virginíu í USA sumarið 2019.
Í stjórn Hamra, umhverfis- og útilífstöðvar skáta frá 2020 og formaður frá 2022.
Í fararstjórn á Alheimsmót skáta í Kóreu sumarið 2023

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Kynnast aragrúa af skemmtilegu ungu fólki á öllum aldri!

Hví gefur þú kost á þér í Uppstillinganefnd?

Dagga plataði mig í uppstillingarnefnd. Hún er svo skemmtileg að ég gat ekki sagt nei. Vonast til að geta kynnst fleiri góðum skátum allsstaðar af landinu og fá þá til starfa fyrir samtökin, sem bera þetta gamaldags nafn Bandalag íslenskra skáta…(eigum við ekki að ræða það?) Skátar á Íslandi, Skáís finnst mér t.d. betra.


Kynning á frambjóðendum - Þórhallur Helgason

Þórhallur "Laddi" Helgason

Framboð : Meðstjórnandi í stjórn BÍS

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátastarfi hjá Segli vorið 1990, gagngert til að fara á Landsmót um sumarið. Það var svo gaman á mótinu að ég hélt bara áfram að skátast og er hér enn! Ég sinnti öllum foringjastörfum í Segli, allt frá því að vera flokksforingi í að vera sveitarforingi og síðar í stjórn félagsins þar sem ég var meðstjórnandi, aðstoðarfélagsforingi og svo síðar félagsforingi. Jafnframt því var ég um tíma í fræðsluráði BÍS og svo síðar í dagskrárráði. Ég hef svo undanfarin 4 ár setið sem meðstjórnandi í stjórn BÍS. Ég hef auk þess bæði leiðbeint og stýrt ótal námskeiðum og viðburðum, listinn er langur og fjölbreyttur, allt þó ákaflega skemmtilegt og spennandi, auðvitað!

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Þegar stórt er spurt! Það er svo margt, allar ferðirnar í Bæli með dróttskátasveit Seguls, Jamboree 1995, Gilwell 1998, Gilwell Park 1999, öll námskeiðin auk allra landsmótanna sem og annarra minni móta, þar sem ný vinatengsl voru mynduð og gömul treyst. Ætli stutta svarið sé ekki bara upplifunin með frábærum félögum, það er það sem var, er og verður alltaf það skemmtilegast sem ég geri í skátunum!

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda í stjórn BÍS?

Einfalt, því ég tel að ég hafi eitthvað fram að færa og geti látið gott af mér leiða. Ég trúi því að skátastarf sé eitt það allra besta sem hefur komið fyrir mig og gert mig að því sem ég er í dag og ég vil hjálpa til við að leyfa öðrum að upplifa það sama.


Kynning á frambjóðendum - Auður Sesselja Gylfadóttir

Auður Sesselja Gylfadóttir

Framboð : Meðstjórnandi í stjórn BÍS

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátnunum árið 1998 þegar ég átti heima í Brussel. Ég var í alþjóðlegum skóla og þar voru starfandi American Girl Scouts sem ég gekk til liðs við. Árið 2002 flutti ég aftur til Íslands og byrjaði þá í Ægisbúum en þar sinnti ég foringjastörfum til 2012. Ég sat í stjórn SSR 2019-2021.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Öll skátamót, þó sérstaklega alheimsmótin.

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda í stjórn BÍS?

Mig langar að taka þátt í að viðhalda og byggja upp sterka skátahreyfingu á Íslandi.