Landsmót drekaskáta 2022 verður haldið á Úlfljótsvatni dagana 10. – 12. júní. Mótið byggir á hinu hefðbundna drekaskátamóti sem haldið er árlega en er lengra og stærra í sniðum. Þemað í ár verður ævintýraþema og eru drekaskátasveitir hvattar til að undirbúa ferðina samkvæmt því.
Mótsgjaldið til BÍS verður 7.000 krónur fyrir þátttakendur og 3.000 krónur fyrir foringja. Staðfestingargjald er 10% af mótsgjaldi og fæst ekki endurgreitt ef þátttakandi hættir við skráningu eða aflýsa þarf mótinu af óviðráðanlegum ástæðum. Fyrir hverja 10 þátttakendur fær félagið 1 skátaforingja frían á mótið. Innifalið í mótsgjaldi er gisting, öll dagskrá, einkenni og kvöldmáltíð á laugardegi. Athygli er vakin á að félögin bæta sameiginlegum kostnaði ofan á en þar er gjarnan innheimt fyrir sameiginlegum ferðakostnaði, ef það er sameiginlegur matur hjá félaginu og öðru.
Skráning á mótið er opin í Sportabler en hana má finna á hlekkinum skraning.skatarnir.is, skráning lokar 31. maí.
Fyrir frekari upplýsingar er vísað til upplýsingabréfa mótstjórnar sem birtast reglulega á þessari síðu og verða send félögum og drekaskátaforingjum.
Upplýsingabréf mótstjórnar:
Fyrsta upplýsingabréf drekaskátamótstjórnar
Annað upplýsingabréf drekaskátamótstjórnar
Þriðja upplýsingabréf drekaskátamótstjórnar