Kynning á frambjóðendum - Auður Sesselja Gylfadóttir

Auður Sesselja Gylfadóttir

Framboð : Meðstjórnandi í stjórn BÍS

Ferill þinn í skátastarfi?

Ég byrjaði í skátnunum árið 1998 þegar ég átti heima í Brussel. Ég var í alþjóðlegum skóla og þar voru starfandi American Girl Scouts sem ég gekk til liðs við. Árið 2002 flutti ég aftur til Íslands og byrjaði þá í Ægisbúum en þar sinnti ég foringjastörfum til 2012. Ég sat í stjórn SSR 2019-2021.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Öll skátamót, þó sérstaklega alheimsmótin.

Hví gefur þú kost á þér sem meðstjórnanda í stjórn BÍS?

Mig langar að taka þátt í að viðhalda og byggja upp sterka skátahreyfingu á Íslandi.


Kynning á frambjóðendum - Fanný Björk Ástráðsdóttir

Fanný Björk Ástráðsdóttir

Framboð : Starfsráð

Ferill þinn í skátastarfi?

Hóf feril mín í skátafélaginu Kópum þegar ég er 9 ára gömul , á þeim skátaferli klára ég flest öll þau námskeið sem voru í boði á þeim tíma. 1991 fór ég á Gilwell og er stolt ugla, lauk Gilwellþjálfun 1992. Starfaði með skátafélaginu Stróki á árunum 2011 til 2018 þar sem ég varð aðstoðarar félagsforingi, félagsforingi , ritari að ógleymdu drekaskátaforinginn og fararstjóri á landsmót 2012 og 2014. Varð félagsforingi Vogabúa á árunum 2020-2022. Í dag starfa ég með skátafélagi Sólheima og er þar sem aðstoðar félagsforingi, ég starfa með kvenskátaflokknum Viljunum þar sem tilgangur þess flokks er að taka að okkur stærri og minni verkefni fyrir BÍS og má þar nefna Fálkaskátamótin sem voru haldin 2018 í Laugum í Sælingsdal og 2022 á Úlfljótsvatni, á landsmótinu 2024 verða fjöslkyldubúðir í höndum Viljana. Viljurnar hafa komið að skátasafninu á Úlfljótsvatni og komið að skipulagi á móttöku skátahópa á skátamótum sem koma og heimsækja okkur. Frá 2022 hef ég setið í stjórn skátasafnsins. Hef einnig farið á nokkur skátamót og má þar nefna World Scout Moot 1992 sem haldið var í Kandersteg Sviss, ég var IST á World Scout Moot 2017 sem haldið var á Íslandi. Ég hef aldrei farið á Jamboree og er það á áætluna að fara við fyrsta tækifæri

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Skátastarf er klárlega skemmtilegasta starf í heimi, það sem stendur upp úr er að skipuleggja skemmtilegan viðburð og sjá gleðina skína úr augum þátttakanda.

Hví gefur þú kost á þér í Starfsráð?

Ég gef kost á mér í starfsráð þar sem ég tel að menntun mín sem þroskaþjálfi og tómstunda og félagsmálafræðingur, getur ýtt undir að skátastarf er fyrir alla og allir geti stundað skátastarf óháð getu og stöðu.


Kynning á frambjóðendum - Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir

Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir

Framboð : Uppstillinganefnd

Ferill þinn í skátastarfi?

Hóf skátaferil minn í Svíþjóð 6 ára gömul. Þegar ég flutti svo aftur til Íslands 1989 taldi ég ekkert sjálfsagðara en að halda skátastarfi áfram hérlendis. Starfaði í nokkrum skátafélögum þar til ég eignaðist fjölskyldu og festi rætur í Mosfellsbæ. Þá lá beinast við að hefja skátastarf í Mosverjum sem ég hef starfað með sem drekaskátaforingi síðan 2003. Áríð 2016 tók ég einnig við sem félagsforingi Mosverja en lét af því starfi í febrúar sl.
Ég hef starfað í Dagskrárráði (nú starfsráð) BÍS og Fræðsluráði (nú skátaskólinn) en er að ljúka störfum í skátaskólanum á þessu þingi. Ég sit í stjórn Gilwellskólans og held því starfi áfram ásamt starfinu mínu í Mosverjum.
Ég hef starfað í fararstjórnum BÍS á Jamboree 2011 og 2019 ásamt því að fara sem sveitarforingi 1995.
Ég býð mig hermeð fram í Uppstillingarnefnd 2024-2026.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Að sjá drekaskáta sigrast á sjálfum sér, þroskast, vaxa úr grasi og taka svo jafnvel sæti í félagsráði samhliða mér og verða minn jafningi í skátastarfi. Að upplifa svo ævintýrin og áskoranirnar með þeim mér við hlið.

Hví gefur þú kost á þér í Uppstillingarnefnd?

Ég gef kost á mér í uppstillingarnefnd því ég tel mig góðan mannþekkjara auk þess sem ég þekki orðið svo marga skáta sem gætu látið gott af sér leiða í ráðum og nefndum BÍS.


Kynning á frambjóðendum - Elín Esther Magnúsdóttir

Elín Esther Magnúsdóttir

Framboð : Stjórn Skátaskólans

Ferill þinn í skátastarfi?

Skáti frá 1988.
Flokksforingi, sveitarforingi og félagsforingi í Fossbúum 1989-2000.
Sumarbúðir skáta 1993-1995.
Gilwell 1994-1995.
Alheimsmót í Hollandi 1995.
Leiðbeinandi á foringjanámskeiðum frá 1995.
Umsjón með DS. Ögrun fyrir SSR 2000-2002.
Starfsmaður og sveitarforingi í Garðbúum 2001-2003.
Fræðslustjóri BÍS 2001-2003.
Fararstjóri BÍS á Evrópumót skáta í Englandi 2005.
Dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni 2014-2017.
Leiðbeinendasveitin 2021-2023.
Leiðbeinandi á fjölþjóðlegu Gilwell í Slóveníu 2022-2024.

Í gegnum tíðina verið þátttakandi á ráðstefnum, námsstefnum og námskeiðum um útinám, dagskrárgerð, óformlegt nám, samskipti, inngildingarmál, öryggi og fleira.

… og ég samdi textann við Sumarbúðalagið 1993 🙂

(Með fyrirvara um að ártölin séu rétt munuð.)

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er erfitt að velja eitthvað eitt úr starfi sem hefur verið stór hluti af mínu lífi í meira en 30 ár, ég hef verið svo ótrúlega heppin og fengið að upplifa mjög margt í skátastarfi. Einstakir viðburðir eins og Gilwell 1994, námstefna í Tyrklandi um dagskrá fyrir ungt fólk árið 2000, ferð til Kandersteg 2023 og Slóveníu-Gilwell 2022 og 2023 eru viðburðir sem ég mun aldrei gleyma.
Þjálfunar- og fræðslumál hafa líka verið mér hugleikin lengi, og ég nýt þess enn að læra og prófa eitthvað nýtt í þeim efnum.
Í fullri hreinskilni eru það þó árin á Úlfljótsvatni sem hafa líklega haft mest áhrif á líf mitt í seinni tíð. Þar naut ég hverrar mínútu, og er þakklát fyrir þau fjölmörgu tækifæri sem mér gáfust í starfinu til að læra og vaxa.

Hví gefur þú kost á þér í stjórn Skátaskólans?

Eins og fyrr segir hef ég mjög gaman af þjálfunar- og fræðslumálum. Eftir að hafa nýverið starfað tvö ár með algjörum snillingum í Leiðbeinendasveitinni langar mig að styðja áfram við það starf og vinna að framþróun námskeiðahalds í samvinnu við Leiðbeinendasveitina og aðra vinnuhópa innan Skátaskólans. Til dæmis tel ég að áframhaldandi vinna við námskrár skólans geti skilað sér í enn markvissari þjálfun foringja, en ég er þeirrar skoðunar að foringjaþjálfun sé eitt besta verkfæri hreyfingarinnar til að stuðla að góðu skátastarfi. Þar hefur mikið og gott verk verið unnið síðustu ár, en þar leynast líka mörg ný tækifæri.
Ég hef líka mikinn áhuga á hvers kyns öryggismálum og hefði áhuga á að koma að þeim, ekki síst á grundvelli þjálfunar og fræðslu. Þar má til dæmis nefna fræðslu og/eða verkferla sem snúa að barnavernd (Safe From Harm) og áhættugreininga í skátastarfi.
Ég held að Skátaskólinn sé því sá vettvangur sem passar best fyrir þau verk sem mig langar að fást við næstu misseri.


Kynning á frambjóðendum - Harpa Hrönn Grétarsdóttir

Harpa Hrönn Grétarsdóttir

Framboð : Stjórn Skátaskólans

Ferill þinn í skátastarfi?

Hef verið skáti síðan ég var 8 eða 9 ára.
Hef verið Sveitarforingi á öllum aldursstigm nema Rekka og Róver.
Hef setið í stjórn Hraunbúa, alloft verið í Vormótsstjórn.
Hef verið í fjölskyldubúðateyminu á Landsmóti þrisvar sinnum.
Hef tvisvar verið sveitarforingi í fararhóp á stórt mót erlendis, núna síðast til Kóreu 2023.
Undanfarin 6 ár hef ég verið sveitarforingi í Hraunbúum.

Skemmtilegasta sem þú hefur fengist við í skátunum?

Það er erfitt að velja. Yfirleitt eru öll verkefni skemmtileg með skemmtilegu fólki.
Það er líka ómetanlegt, dýrmætt og skemmtilegt að vera samferða börnunum sínum í starfi.
Það sem mér er kannski efst í huga núna er annars vegar Jamboree en hins vegar Dróttskáta starfið undanfarin ár með einstöku teymi.
Og fyrst ég er byrjuð, fjölskyldubúðir á Hömrum 2014 og Vormót 2019 voru ofboðslega skemmtileg verkefni.

Hví gefur þú kost á þér í stjórn Skátaskólans?

Ég tel að ég hafi margt fram að færa og geti látið gott af mér leiða. Ég hef mikla reynslu af skátastarfi og í gegnum vinnuna hef ég reynslu af þjálfun og kennslu.
Ég er spennt fyrir því að starfa með góðu fólki að áframhaldandi metnaðarfullu starfi Skátaskólans.


Kynning á frambjóðendum 2024

Kynning á frambjóðendum - Skátaþing 2024
Lýstu í minna en 500 orðum ferli þínum í skátastarfi, hvenær þú byrjaðir, með hvaða félögum þú hefur starfað, þeim hlutverkum sem þú hefur sinnt og þér finnst vert að minnast á
Segðu stuttlega frá skemmtilegustu upplifun þinni úr skátastarfi, sé það viðburður, verkefni, hlutverk eða annað.
Vinsamlegast segðu í stuttu máli hví þú gefur kost á þér í það hlutverk sem þú ert að bjóða fram í. Reyndu að tala t.d. um hvað vakti áhuga þinn eða hvaða markmiðum þú vonast til að ná í þessu hlutverki.

Skátaþing 2024

Þema skátaþings í ár er “Leiðtogar í 100 ár”.
Á þinginu verður lögð sérstök áhersla á leiðtogastörf í skátastarfi í gegnum árin til að fagna 100 ára afmæli Bandalagi íslenskra skáta.


Fundargerð Skátaþings 2024

Samkvæmt 21.gr laga BÍS skulu fundarstjórar auk allsherjarnefndar yfirfara og undirrita fundargerð frá fundarriturunum.

Sækja fundargerð Skátaþings 2024 í pdf formi

Upptaka skátaþings 2024

Upptaka frá föstudeginum 5. apríl

Upptaka frá aðalfundarhluta laugardags 6. apríl


Dagsetning Skátaþings

Skátaþing 2024 fer fram helgina 5.-7. apríl á Sólheimum og á Úlfljótsvatni.

Skátaþing verður sett á föstudegi klukkan 19:00 og slitið á sunnudegi klukkan 13:00.

Sækja fundarboð í pdf formi


Mikilvægar dagsetningar fram að skátaþingi

Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.

8. mars kl. 19:00– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 19:00– Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 12:00 – Framboðsfrestur í stjórn og fastaráð BÍS rennur út.
22. mars kl. 19:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
29. mars kl. 19:00 Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
29. mars kl. 19:00  – Skráning á Skátaþing lýkur.
5. apríl kl. 19:00 Fresti skátafélaga til að skila gögnum og kjörbréfum til skrifstofu BÍS lýkur.
5. apríl kl. 19:00  – Skátaþing er sett. 

Erindi skulu berast með tölvupósti til stjórnar BÍS eða Skátamiðstöðvar.


Skráning þingfulltrúa

Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 29.mars klukkan 19:00 Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.


Skil kjörbréfa

Félagsforingi eða annað stjórnarfólk skal fylla út rafrænt kjörbréf áður en Skátaþing er sett.


Þinggögn

Embætti laus til kjörs á Skátaþingi 2024: 

STJÓRN

Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Áheyrnarfulltrúi ungmenna var kosinn á ungmennaþingi 2.-4. Febrúar

FASTARÁÐ

Fjögur sæti í alþjóðaráði
Fjögur sæti í starfsráði
Fimm sæti í sjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
Fimm sæti í ungmennaráði voru kosin á ungmennaþingi 2.-4. febrúar

ANNAÐ

Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi embætti óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 15. mars kl. 12:00.

Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar. Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.

Bent er á tilkynningu frá uppstillingarnefnd til að nálgast nánari upplýsingar um embættin og hlutverk ráðanna.

UPPSTILLINGARNEFND SKIPA:

Berglind Lilja Björnsdóttir, form s. +45 50 18 13 25 berglind@skatarnir.is
Hafdís Bára Kristmundsdóttir s. 617-1591 barahafdis@gmail.com
Jón Ingvar Bragason s. 699-3642 joningvarbragason@gmail.com
Reynir Tómas Reynisson s. 698-6226 reynirtomas@gmail.com
Sædís Ósk Helgadóttir s. 661-6433 saedis@skatarnir.is


Kynning frambjóðenda

Framboðslisti á pdf. 

Skátahöfðingi til tveggja ára

Harpa Ósk Valgeirsdóttir – Skátafélagið Ægisbúar

Gjaldkeri til tveggja ára

Sævar Skaptason – Skátafélagið Kópar

Fimm meðstjórnendur til tveggja ára

Auður Sesselja Gylfadóttir – Skátafélagið Ægisbúar
Davíð Þrastarson – Skátafélagið Garðbúar
Guðrún Stefánsdóttir – Skátafélagið Hraunbúar
Unnur Líf Kvaran – Skátafélagið Skjöldungar
Þórhallur Helgason – Skátafélagið Segull

Fjórir meðlimir í Alþjóðaráð til tveggja ára

Andri Rafn Ævarsson – Skátafélagið Ægisbúar
Daði Már Gunnarsson – Skátafélagið Árbúar
Sunna Dís Helgadóttir – Skátafélagið Skjöldungar
Sandra Óskarsdóttir – Skátafélagið Heiðabúar

Fimm meðlimir í Starfsráð til tveggja ára

Jóhanna Björg Másdóttir – Skátafélagið Kópar
Sigurður Viktor Úlfarsson – Skátafélagið Landnemar
Valur Kári Óskarsson – Skátafélagið Skjöldungar
Védís Helgadóttir – Skátafélagið Landnemar
Fanný Björk Ástráðsdóttir – Skátafélag Sólheima

Fimm meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára

Björk Norðdahl – Skátafélagið Kópar
Elín Esther Magnúsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
Harpa Hrönn Grétarsdóttir – Skátafélagið Hraunbúar
Kristín Hrönn Þráinsdóttir – Skátafélagið Kópar
Sebastian Fjeldal Berg – Skátafélagið Klakkur

Fjórir meðlimir í Útilífsráð til tveggja ára

Anna Margrét Tómasdóttir – Skátafélag Akraness
Erla Sóley Skúladóttir – Skátafélagið Kópar
Jakob Frímann Þorsteinsson – Skátafélagið Garðbúar
Ævar Aðalsteinsson – Skátafélagið Mosverjar

Fimm meðlimir í Uppstillinganefnd

Ásgeir Ólafsson – Skátafélagið Hraunbúar
Dagbjört Vatnsdal Brynjarsdóttir – Skátafélagið Mosverjar
Hafdís Bára Kristmundsdóttir – Skátafélagið Vífill
Ingimar Eydal – Skátafélagið Klakkur
Reynir Tómas Reynisson – Skátafélagið Garðbúar

Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára

Elfa Björg Aradóttir – Skátafélagið Hraunbúar
Guðmundur Þór Pétursson – Skátafélagið Skjöldungar
Hanna Guðmundsdóttir – Skátafélagið Árbúar

Löggiltur endurskoðandi

Endurskoðun fer fram hjá PWC


Afgreitt á ungmennaþingi 2024

Lára Marheiður Karlsdóttir – Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS

Fimm sæti í ungmennaráði:

  • Annika Daníelsdóttir Schnell – Skátafélagið Akraness
  • Grímur Chunkuo Ólafsson – Skátafélagið Fossbúar
  • Hafdís Rún Sveinsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
  • Lára Marheiður Karlsdóttir – Skátafélagið Fossbúar
  • Þorkell Grímur Jónsson – Skátafélagið Garðbúar
Lagabreytingartillaga samþykkt á Ungmennaþingi 2024 – Áheyrnafulltrúi ungmenna


Dagskrá


Tillögur til afgreiðslu á skátaþingi

Engar tillögur bárust til afgreiðslu á Skátaþingi 2024


Lagabreytingatillögur

Yfirlit yfir lagabreytingatillögur á pdf. 

Lagabreytingartillaga – Lög BÍS kynhlutlaus Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Dregið til baka á þinginu

Lagabreytingartillaga – 2. grein – Félagsaðild að BÍS: Lagfæring á 2. grein Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 96,23% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 1, Sátu hjá – 1)

Lagabreytingartillaga – 14. grein Aðkoma fullorðinna í skátastarfi: um styrktarpinna Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98,08% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 0, Sátu hjá – 1)

Lagabreytingatillaga – 16. grein. Ungmennaþing: Skýrari hlutverkslýsing á áheyrnarfulltrúa. Flutningsaðili: Ungmennaráð – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða. (Greidd atkvæði: Já – 49, Nei – 0, Sátu hjá – 0)

Lagabreytingartillaga – 17. grein Skátaþing: um fundarboð og rafræna þátttöku Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 0, Sátu hjá – 0)

Lagabreytingartillaga – 19. grein Uppstillingarnefnd: Aðkoma uppstillingarnefndar varðandi ungmennaþing Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 92,16% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 47, Nei – 1, Sátu hjá – 3)

Lagabreytingartillaga – 20. grein Réttur til setu á Skátaþingi: um rafræna atkvæðagreiðslu Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 100% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 50, Nei – 0, Sátu hjá – 0)

Lagabreytingartillaga – 21. grein Dagskrá Skátaþings: um staðfestingu fundargerðar Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 98% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 49, Nei – 0, Sátu hjá – 1)

Lagabreytingartillaga – 26. grein Fastaráð BÍS: um kosningu í fastaráð BÍS Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 83,33% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 40, Nei – 5, Sátu hjá – 3)

Lagabreytingartillaga – 29. grein Slit BÍS: um slit BÍS Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 95,74% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 1, Sátu hjá – 1)

Lagabreytingartillaga – Ábendingar frá WOSM v. GSAT Flutningsaðili: Stjórn BÍS – Samþykkt með 89,8% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 44, Nei – 0, Sátu hjá – 5)

Tillaga um breytingu á reglugerð um styrktarsjóð skáta– Samþykkt samhljóða


tölfræði um kjörmenn

Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða

Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2024 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98.

Atkvæði eftir félögum

Skátafélagið Árbúar 4
Skátafélagið Fossbúar 4
Skátafélagið Garðbúar 4
Skátafélagið Heiðabúar 4
Skátafélagið Hraunbúar 4
Skátafélagið Klakkur 4
Skátafélagið Kópar 4
Skátafélagið Landnemar 4
Skátafélagið Mosverjar 4
Skátafélagið Radíóskátar 1
Skátafélagið Skjöldungar 4
Skátafélagið Sólheimar 1
Skátafélagið Strókur 1
Skátafélagið Svanir 4
Skátafélagið Vífill 4
Skátafélagið Ægisbúar 4
Samtals 55

Skiluðu ekki inn kjörbréfi

Skátafélag Akraness

Voru ekki viðstödd á Skátaþingi

Skátafélag Borgarness

Skátafélagið Eilífsbúar

Skátafélagið Einherjar/Valkyrjan

Skátafélagið Farfuglar

Skátafélagið Faxi

Skátafélagið Hafernir

Skátafélagið Segull

Skátafélagið Stígandi

Skátafélagið Vogabúar

Skátafélagið Örninn

Hlutur ungmenna meðal atkvæðisbærra fulltrúa

Kjörmenn á þátttökualdri (13-25 ára) voru 36 af 55 aðalfulltrúum (65%) og 14 af 26 varafulltrúum (54%)

SKÁTAFÉLAG AÐALFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI AÐALFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI VARAFULLTRÚAR Á ÞÁTTTÖKUALDRI VARAFULLTRÚAR YFIR ÞÁTTTÖKUALDRI
Árbúar 3 1 1
Fossbúar 3 1 2 2
Garðbúar 3 1 1 2
Heiðabúar 2 2
Hraunbúar 2 2 1 1
Klakkur 2 2 2 1
Kópar 3 1
Landnemar 2 2 2 1
Mosverjar 4 3 1
Radíóskátar 1
Skjöldungar 3 1 2 1
Sólheimar 1
Strókur 1 1
Svanir 4 1
Vífill 2 2 1
Ægisbúar 3 1
Alls 36 19 14 12



Leiðtogaþjálfun

Leiðtogaþjálfun skátanna


Á þessari síðu getur þú fræðst um leiðtogaþjálfun skátanna, námskeiðin sem boðið er upp á og viðfangsefni þeirra

Leiðtogaþjálfun Skátanna má skipta í 2 námslínur:

  • leiðtogaþjálfun frá 10 ára aldri sem stuðlar að persónulegum framförum skátanna og gera þá að virkum þátttakendum í skátastarfi sem og samfélaginu
  • hagnýta foringjaþjálfun frá 16 ára aldri sem skiptist í aðstoðar sveitaforingjanámskeið og sveitarforingjanámskeið.

Þannig er reynt að bjóða upp á ólík námskeið sem henta mismunandi einstaklingum innan hreyfingarinnar en öll byggja þau á sama grunnstefinu; að styrkja sjálfstæði og þor þátttakenda.


persónulegar framfarir

Námskeiðin nota skátaaðferðina, sérstaklega flokkastarf, lýðræði, táknræna umgjörð og reynslunám.

FálkaKraftur er leiðtogaþjálfunarnámskeið fyrir fálkaskáta

DróttKraftur er leiðtogaþjálfunarnámskeið fyrir dróttskáta

RekkaKraftur er leiðtogaþjálfunarnámskeið fyrir rekkaskáta

Gilwell leiðtogaþjálfun er námskeið fyrir skáta 20 ára og eldri


foringjaþjálfun

Foringjaþjálfun skátanna miðar að því að efla færni starfsfólk og sjálfboðaliða hreyfingarinnar til að sinna sínum hlutverkum af kostgæfni og fagmennsku.

Foringjaþjálfunin skiptist í námskeið fyrir aðstoðarsveitarforingja og námskeið fyrir sveitarforingja.

námskeið fyrir aðstoðarsveitarforingja

Helgarlangt námskeið þar sem starfandi aðstoðarsveitaforingjar fá innsýn í hlutverk sitt, ábyrgðina og félagslegu skyldurnar sem því fylgir.


námskeið fyrir sveitarforingja

Helgarlangt námskeið sem ætlað er starfandi sveitarforingjum. Námskeiðið miðar að því að veita þeim innsýn í hlutverk sveitarforingja ásamt því að fjalla um ábyrgð og skyldur sem fylgja hlutverkinu.


Rafræn umsókn - Júrójambó

Umsókn á Euro Mini Jam 2024
Fyllið út eyðublaðið hér að neðan með helstu upplýsingum um flokkinn. Athugið að senda myndbandið sjálft á alþjóðaráð í gegnum tölvupóst.
Selected Value: 6

Starfsárið 2023-2024

Starfsárið 2023 – 2024

Endilega fyllið út formið fyrir ykkar skátafélag

Click or drag files to this area to upload. You can upload up to 5 files.

Fjölskylduskátar

Félagsgjöld

Annað skátastarf og bakland

Stjórn skátafélags

Selected Value: 1

Félagsforingi

Félagaþrennan

Merkið eingöngu já ef öll þrjú hlutverk voru talin upp á meðal stjórnarfólks, merkið nei ef eitthvað vantaði og fyllið út fyrir þau sem vöntuðu

Starfsmaður skátafélags

Starfmaður fær fullan aðgang að Sportabler aðgangi fyrir félagið. Að auki verður tilgreint netfang starfsmanns bætt á póstlista Skátamiðstöðvarinnar fyrir sendingar sem varða félagið svo vinsamlegast tilgreinið vinnunetfang. Eins óskum við eftir vinnusíma starfmanns. Nafn, vinnunetfang og vinnusími ásamt viðverutíma starfmanns verður sett inn á upplýsingasíðu félagsins á heimasíðu Skátanna.

Samfélagsmiðlar