Takmarkanir á skátastarfi vegna COVID-19
TAKMARKANIR Á SKÁTASTARFI VEGNA COVID-19
ALMENNT UM TAKMARKANIR
Samkomutakmarkanir og leiðbeiningar yfirvalda hafa breyst hratt á undanförnu ári. Hér er gerð tilraun til að halda utan um allar þær upplýsingar og reglur sem gilda um skátastarf og hefur BÍS leitað staðfestingar frá yfirvöldum um vafaatriði.
Það er mikilvægt að leita leiða til þess að bjóða upp á uppbyggilegt og ævintýralegt skátastarf fyrir alla skáta á þátttakendaaldri, enda ljóst að börn og ungmenni þrá félagsstarf eftir langan aðskilnað. Þó þurfa foringjar ávallt að hafa smitvarnir í fyrirrúmi og taka ábyrgar ákvarðanir sem lágmarka dreifingu smits, en útiloka þó ekki ánægjulega upplifun skátanna. Þannig hvetjur BÍS foringja landsins til að nýta sér heimildir á ábyrgan máta.
HAFIÐ Í HUGA:
- Hámarksfjöldi á skátafundum eru 50 skátar (20 fullorðnir).**
- Aðstaðan skal þrifin reglulega og snertifletir sótthreinsaðir milli allra hópa.
- Sameiginleg áhöld skulu sótthreinsuð a.m.k. tvisvar á dag (t.d. í útilegum).
- Loftræsting skal vera í lagi og loftað reglulega út yfir daginn.
- Bjóða skal góða aðstöðu til handþvotts.
- Spritt skal vera aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
YFIRLIT YFIR TAKMARKANIR
ALDURSBIL | FUNDIR | ÚTILEGUR | GRÍMUR | NÁND | GILDIST. |
DREKAR | Leyfðir, hámark 50 | Leyfðar* | Nei | Engin | Til 28. feb |
FÁLKAR | Leyfðir, hámark 50 | Leyfðar* | Nei | Engin | Til 28. feb |
DRÓTTIR | Leyfðir, hámark 50 | Leyfðar* | Nei | Engin | Til 28. feb |
REKKAR | Leyfðir, hámark 50 | Ekki leyfðar | Já, ef ekki er hægt að virða nándarmörk | 2 m | Til 17. feb |
RÓVER+ | Leyfðir, hámark 50 | Ekki leyfðar | Já, ef ekki er hægt að virða nándarmörk | 2 m | Til 17. feb |
FORINGJAR | Leyfðir, hámark 20 | Ekki leyfðar | Já, ef ekki er hægt að virða nándarmörk | 2 m | Til 17. feb |
SKÁTAFUNDIR OG ÚTILEGUR
SKÁTAFUNDIR
Sé þess kostur skal skátastarf fara fram utandyra. Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými. Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa.
ÚTILEGUR
Samkvæmt svörum frá yfirvöldum við fyrirspurn BÍS eru útilegur ungmenna á grunnskólaaldri heimilar. Það er þó grundvallaratriði að smitvarna sé gætt í hvívetna: Sameiginleg áhöld sótthreinsuð tvisvar á dag, loftað vel út og aðstaða til handþvotta góð (rennandi vatn, sápa og spritt).
Ráðlegt er að nýta sér heimildir en sýna þó aðgát, til dæmis með því að lágmarka blöndun hópa og miða við að fararhópur sé sá hópur sem þegar er að hittast í vikulegu fundastarfi (flokkur eða sveit).
ÞÁTTTAKA OG VIÐVERA FULLORÐINNA
SKÁTAFORINGJAR
Skátaforingjar skulu að hámarki vera 20 á skátafundum, þeim ber að gæta 2 metra fjarlægðar frá hvoru öðru og þátttakendum en bera grímu ef ekki er unnt að tryggja nálægðartakmörk. Mælst er til þess að skátaforingjar allra aldursbila beri andlitsgrímur öllum stundum á meðan að skátafundir standa yfir. Ef skátafélög hafa starfsmann gilda sömu reglur um viðkomandi og skátaforingja á skátafundum.
FORRÁÐAMENN OG AÐSTANDENDUR
Forráðamenn og aðstandendur þátttakenda skulu ekki koma inn í skátaheimili eða á skátafundi nema brýna nauðsyn beri til en þá skulu þau vera með andlitsgrímu. Um foreldra og aðstandendur sem leiðbeina á skátafundum gilda að sjálfsögðu sömu reglur og um skátaforingja.
AÐRIR AÐILAR
Öll umferð annarra en skátaforingja og þátttakenda skal bönnuð á svæði skátafélagsins meðan skátafundir standa yfir nema brýna nauðsyn beri til en þá er grímuskylda.
Reglugerðir:
- Reglugerð um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, gildir 1. janúar – 28. febrúar 2021
- Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, gildir 13. janúar – 17. febrúar 2021.
*Skv. Staðfestingu Menntamálaráðuneytisins við erindi BÍS, 20. janúar.
**Skv. Túlkun á ákvæði um íþróttastarf í Reglugerð um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sem staðfest hefur verið af Menntamálaráðuneytinu að skátafundir falli undir sama ákvæði.
Skráning á Dróttin - daðrað við dauðann. Prufukeyrsla fyrir foringja
Dróttin – daðrað við dauðann
Dróttin – daðrað við dauðann er morðgáta fyrir dróttskáta og eldri.
Fyrsta prufukeyrslan á gátunni verður 17.nóvember og býðst þá drótt-, rekka- og róversveitarforingjum að prófa leikinn. Síðar geta foringjar nálgast leiðbeiningar og efni til að spila leikinn með sveitinni sinni. Leikurinn fer fram með fjarfundarforritinu Discord.
Athugið að þar sem um ákveðin hlutverk er að ræða er mikilvægt að afbóka sig ekki nema með að minnsta kosti 48 tíma fyrirvara.
Skráningafrestur er til og með 15. nóvember og verða frekari upplýsingar sendar út 16. nóvember á alla skráða.
Skráning
Hefjum störf!
Hefjum störf!
VERKFÆRI FYRIR UPPHAF STARFSÁRS
Í UPPHAFI VEGFERÐAR
Á þessu vefsvæði hafa verið tekin saman allskonar verkfæri sem Skátamiðstöðin telur að komi skátafélögunum að gagni í upphafi starfsárs við skipulag og kynningu starfsársins.
Efnið er sett fram í sömu röð og gátlistinn hér til hliðar.
Hægt er að fara á milli kafla og velja hvaða verkfæri megi nýta í þágu þíns skátafélags og hvaða efni sé sniðugt að deila með öðrum sjálfboðaliðum og starfsfólki félagsins sem kemur að undirbúningi vetrarstarfsins svo að þið getið skipt með ykkur verkefnunum.
Stjórnendur skátafélaga geta og eru hvött til að leita ráðgjafar og aðstoðar Skátamiðstöðvarinnar sé þess þörf. Þá má alltaf senda okkur ábendingar um verkfæri sem vantar eða má bæta á þessu vefsvæði.
Mikilvægt er að staðfesta hvaða upplýsingar skátafélagið vill hafa á heimasíðu Skátanna. Hægt er að fylla út þetta form hér til þess að staðfesta réttar upplýsingar um stjórn félagsins, fundartíma og almennar upplýsingar um skátafélagið.
MÁLEFNI SKÁTAFORINGJA Í UPPHAFI STARFSÁRS
GERUM VEL SKILGREIND SAMKOMULÖG
Í upphafi starfsárs eru stjórnir og skátaforingjar hvött til að eiga samtal um gagnkvæmar skyldur og væntingar. Þá gefst öllum aðilum tækifæri til að segja frá helstu áskorunum og tækifærum í starfinu, óska eftir viðeigandi stuðning og aðstoð, setja fram skilyrði um mætingar í vissar ferðir, útilegur, fundi og fleira.
Skátafélög eru hvött til þess að nýta sniðmáta að sjálfboðaliðasamkomulagi við skátaforingja til að skilgreina á skipulegan máta gagnkvæmar skyldur og væntingar skátaforingja og skátafélagsins. Þannig er líka tryggt að öll innan félagsins gangi að sömu skilgreiningu um hvað foringjastarfið feli í sér. Hvert skátafélag getur síðan þróað áfram sína útgáfu af samninginum samkvæmt ríkjandi hefðum.
MUNUM EFTIR VIÐEIGANDI PAPPÍRUM
Skátaforingjum ber að veita BÍS heimild til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins í upphafi starfstímabils. Gott er að skátafélög geymi möppu með frumriti undirritaðra endurnýjanlegra heimilda allra sjálfboðaliða og starfsfólks sem starfa fyrir þau. Þá ber þeim samkvæmt reglugerð að skrifa undir sæmdarheit sjálfboðaliða (áður drengskaparheit) samkvæmt reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja.
TRYGGJUM GÓÐA ÞJÁLFUN
Sjálfboðaliðar í innra starfinu eiga að sækja verndum þau á fjögurra ára fresti hið minnsta og ber að þekkja siðareglur og viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins. Siðareglur Æskulýðsvettvangsins tóku breytingum í júní 2022, frekari upplýsingar um breytingarnar má nálgast hér.
Þá er fjöldi námskeiða haldin ár hvert fyrir skátaforingja. Skátafélögin eiga innistæðu fyrir námskeiðum og eru hvött til að tryggja að þeirra skátaforingjar sæki sér fræðslu og þjálfun.
FÉLAGSGJÖLD SKÁTAFÉLAGSINS
HVAÐ ER INNIFALIÐ Í GJALDINU?
Skátafélög skilgreina félagsgjald sitt á skipulagðan máta og gæta þess að öll séu meðvituð um hvað sé innifalið í þeim. Fólki finnst mikilvægt að vita hvað það greiðir fyrir. Það er líka mikilvægt fyrir okkur að geta svarað því þegar um það er spurt. Til dæmis hvort, félagsútilega, einkenni eða annað sé innifalið eða ekki.
Félagsgjaldamódelinu er ætlað að hjálpa skátafélögum að ákveða félagsgjöld en það getur líka nýst til að áætla hvernig fyrirfram ákveðnu félagsgjaldi skuli skipta á milli fyrirséðra kostnaðarliða í skátastarfi.
Skátafélög eru beðin upplýsa Skátamiðstöðina um félagsgjöldin.
GÆTUM MEÐALHÓFS
Varist að félagsgjöld standi ekki í stað í mörg ár í röð en ríghækki svo eitt árið. Þótt góðar ástæður geti verið að baki slíkum hækkunum getur samt verið flókið að útskýra það fyrir foreldrum og umsjónarfólki frístundarstyrkja. Á sama tíma er ekki æskilegt að þurfa að hækka eða lækka verð á hverju ári. Best er hafa stefnu um hvert félagsgjaldið stefni innan nokkurra ára og þynna breytingar í átt að því yfir nokkurra ára skeið.
STENDUR FÉLAGSSTARFIÐ UNDIR SÉR?
Skátafélög eru hvött til að áætla félagsgjöld út frá þeim kostnaði sem þau eiga að þekja. Æskileg fjárhagsstaða skátafélags er þegar félagsgjöld auk opinbers fjárstuðnings stendur undir félagsstarfinu. Þegar svo er ekki og fjöldi þátttakenda þykir sæmilegur gæti þurft að endurskoða hvort félagsgjöld séu of lág.
HVERNIG ER SAMANBURÐUR VIÐ ÖNNUR FÉLÖG?
Það er mikilvægt að skátafélögin þekki verðlagningu á öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi á þeirra starfsvæði en svo er líka gott að félagið kynni sér félagsgjöld annarra skátafélaga. Það getur verið áskorun fyrir foringjaráð og/eða stjórnir sem ákveða félagsgjöldin að rýna í pottinn hjá öðrum og geta sér til um hvað kunni að valda verðmuninum. Verja önnur félög meiri fjármunum í dagskrá, ferðir, mannauð, einkenni, aðstöðu eða annað?
Skátafélög eru hvött til að skoða yfirlit um félagsgjöld 2022-2023 og sjá hvar þeirra félagsgjöld standa í samanburði við önnur skátafélög.
STARFSMANNAMÁL Í UPPHAFI STARFSÁRS
AUGLÝSUM STÖRFIN VEL
Skátafélög sem ráða til sín starfsfólk geta auglýst starfið á starfstorgi skáta, hægt er að sjá sniðmát að auglýsingu með að smella hér. Þegar auglýsingar birtast eingöngu á samfélagsmiðlum og í lokuðum hópum getur verið erfitt að finna auglýsinguna aftur og auglýsingin birtist oft ekki í leitarvélum. Því auðveldar það margt að auglýsingin birtist á vefsíðu þar sem hægt er að vísa í slóðina og auðveldar fólki að finna auglýsinguna aftur og hún skilar sér í niðurstöðum leitarvéla.
VERUM TIL FYRIRMYNDAR
Mikilvægt er að starfsfólk skátafélaganna hafi góða mynd af starfi sínu og að enginn vafi leiki á um laun, starfstímabil eða skyldur starfsfólks. Skátafélög eru því beðin um að nýta sér sniðmát fyrir ráðningasamning við starfsmann
MUNUM PAPPÍRA, SIÐAREGLUR OG MEÐMÆLI
Þegar skátafélög ráða starfsfólk skulu þau leita meðmæla jafnvel þótt þau þekkji viðkomandi. Skátafélög skulu kynna viðkomandi fyrir siðareglum og viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins og tryggja að viðkomandi sækji Verndum þau námskeið, hafi það ekki verið gert á síðastliðnum fjórum árum. Athugið að siðareglur Æskulýðsvettvangsins tóku breytingum í júní 2022, frekari upplýsingar um breytingarnar má nálgast hér. Að lokum er lagaleg skylda að fá undirritaða sakavottorðsheimild frá viðkomandi.
GÆTUM GÓÐRAR VERKSTÝRINGAR
Það er vandasamt að sinna yfirmennsku launaðs starfsfólks í sjálfboðaliðastarfi og verkstjórn því ekki jafn tíð og í hefðbundnu starfi. Æskilegt er að hafa fyrirfram ákveðið samkomulag um verkefnalista yfir árið sem byggir á þeim mánaðarbundnu önnum sem við þekkjum í skátastarfi auk þarfar í hverju skátafélagi. Skátafélögin geta nýtt sér sniðmáta fyrir verkefnalista starfsfólks.
Á stjórnarfundum með starfsmanneskju má einnig skoða hvort einhverju þurfi að bæta við eða taka út sem ekki á lengur við. En þannig er hægt að undirbúa næsta starfsár fram í tímann og eins ef ráðið yrði nýtt starfsfólk, þá er grunnurinn til.
Einnig er æskilegt að skilgreina verkefni sem megi alltaf grípa til í dauðum stundum s.s. tiltektar verkefni í ákveðnum rýmum, skipulag á dagskrárbúnaði félagsins eða annað.
SKRÁNINGARMÁL
NÝTUM VIRKNINA Í ABLER
Abler kerfið hefur ýmsa virkni sem styður mjög vel við þær umbreytingar sem verða í upphafi starfsárs og því hefur Skátamiðstöðin útbúið góðar leiðbeiningar fyrir félögin. Félögin skulu endilega nýta þessar leiðbeiningar til að búa til sem besta upplifun fyrir sig sjálf, sjálfboðaliða sína, starfsfólk sitt, þátttakendur sína og forráðafólk.
Með góðu verklagi sem er samræmt milli ára má líka spara gríðarlega vinnu við viðhald í kerfinu og í eftirfylgni með fjármálum.
FÉLAGSÚTILEGUR Í ABLER
Skátamiðstöðin hefur einnig útbúið leiðbeiningar til að setja upp félagsútilegu í Abler. Með því að nýta þessar leiðbeiningar getur kerfið fullnýst félaginu og hjálpað þeim að sjá skýra mætingu og geta tryggt gott aðgengi fyrir öll, sama hvaða hlutverki þau kunna að gegna. Einnig auðveldar þetta að dreifa upplýsingum og fylgja eftir skráningum.
FYLGJUMST MEÐ FJÁRMÁLUM OG HREINSUM REGLULEGA TIL Í KERFINU
Með tíð og tíma þarf reglulega að fara yfir Abler gátt félagsins, stjórnendamegin frá og taka til í þjónustum og fjármálunum. Hægt er að lágmarka þá vinnu og jafnvel útrýma henni alveg með góðu verklagi og skipulegri upplýsingagjöf.
Þó geta hlutir alltaf fallið á milli, að neðan má finna leiðbeiningar til að hjálpa fólki að fylgjast með fjármálunum, fylgja eftir útistandandi kröfum og hreinsa til í Abler.
KYNNINGARMÁL Í UPPHAFI STARFSÁRS
BJÓÐUM SKÁTUNUM OKKAR AFTUR!
Áður en ráðist er í kynningarátak er algengast að skátafélög bjóði virkum skátum síðasta starfsárs aftur til starfa. Hægt er að senda tölvupóst eða birta upplýsingar í foreldrahópum. Skemmtilegra er að gera þetta á persónulegri máta en eingöngu með því að birta upplýsingar á samfélagsmiðlum. Hér að neðan má nálagst sniðmát fyrir upplýsingabréf til starfandi skáta.
BJÓÐUM ÞÁTTTAKENDUM SUMARSTARFSINS!
Skátafélög sem héldu úti útilífsskóla eða annarskonar sumarnámskeiðum eru eindregið hvött til að bjóða þátttakendum slíkra námskeiða til að taka þátt á komandi starfsári. Þessi hópur þekkir þegar félagið, aðstöðuna og jafnvel stóran hluta skátaforingjanna. Þessi hópur þarf oft ögn betri upplýsingar um vetrarstarfið og þá hjálpar að skýra í auðskildu máli frá því skemmtilega sem skátafélagið hyggst gera á komandi starfsári. Skátafélögin eru hvött til að nýta sér sniðmát fyrir upplýsingabréf til þátttakenda á sumarnámskeiðum til að bjóða þessum hóp í starfið.
KYNNUM OKKUR!
Kynningarstarf er mikilvægur liður í upphafi starfsárs hjá skátunum. Það getur bæði aukið þátttöku og sýnileika félagsins og jafnvel laðað að fleiri sjálfboðaliða.
Hér má nálagst sniðmát og myndir sem velkomið er að nýta í kynningarstarf en svo er að sjálfsögðu alltaf hægt að fara aðrar leiðir. Munið bara að hafa texta stutta, hnitmiðaða og skýra svo öll geti lesið. Nýtið myndir úr skátastarfi, hvort sem það eru myndir frá BÍS eða ykkar félagi og forðist AI myndir.
TILBÚIÐ AUGLÝSINGAEFNI
Skátamiðstöðin hefur útbúið sniðmát í Canva sem skátafélögin geta nýtt í kynningum. Skátafélögin þurfa að skipta sínum upplýsingum út fyrir ímyndaðar upplýsingar skátafélagsins Búbúabúa og eru hvött til að nota myndefni úr eigin starfi.
NÝ STARFSÁÆTLUN
VIÐBURÐADAGATALIÐ
Áður en starfsárið hefst er gott að setjast niður og skipuleggja komandi starfsár. Mikilvægt er að vera tímanlega í að ákveða mikilvægar dagsetningar eins og fundartíma, dagsferðir, sveitarútilegur, félagsútilegu, skátamót, hverfishátíðir, jólakvöldvökur og einnig skoða hvenær mikilvæg frí eru í skólum hverfisins. Gott er að renna yfir viðburðadagatal BÍS til þess að skoða hvenær fræðslur og námskeið eru ásamt áhugaverðum viðburðum sem þarf að taka mið af.
SNIÐMÁT TIL AÐ FYLLA INN Í
Skátamiðstöðin hefur útbúið sjónrænt dagatal sem skátafélögin geta fyllt inn í fyrir sitt félag. Í sniðmátinu má finna helstu dagsetningar á viðburðum BÍS sem þegar eru komnir inn í viðburðardagatalið. Félagið bætir svo inn sínum fundartímum, viðburðum og öðru.
ERLEND SKÁTAMÓT OG VIÐBURÐIR Á DÖFINNI
Skátamót eru ekki bara skemmtilegar upplifanir fyrir skátaforingja og þátttakendur í skátastarfi, heldur geta þau líka þjónað sem frábært verkfæri fyrir skátafélög til að hafa sem markmið í félagsstarfinu, til að skapa eftirvæntingu og halda skátum áhugasömum í starfi. Að neðan má finna yfirlit yfir erlend skátamót á döfinni og eru öll félög hvött til að velja sér mót og byrja að undirbúa fararhóp á það.
Landsmót skáta í Ástralíu | 1.-8. janúar 2025 | Ástralíu | 10-17 ára | Smella hér |
---|---|---|---|---|
Landsmót skáta í Noregi | 5.-12. júlí 2025 | Gjøvik í Noregi | Fálka-Róverskátar | Smella hér |
World Scout Moot | 25. júlí-3. ágúst 2025 | Portugal | Róverskátar | Smella hér |
Kent International Jamboree | 2.-9. ágúst 2025 | Kent County Showground, Detling, Englandi | 10-17 ára | Smella hér |
2nd Africa Rover Moot | 2026 | Suður-Afríku | Róverskátar | Smella hér |
Landsmót skáta í Danmörku | 2026 | Danmörku | Fálka-Róverskátar | Smella hér |
Alheimsmót skáta | 2027 | Póllandi | Drótt- og Rekkaskátar | Smella hér |
Landsmót skáta í Finnlandi | 2028 | Finnlandi | Óljóst | Vantar |
Flakk og flandur
Flakk og flandur
Útivistaráskorun skáta sumarið 2020
Sumarið 2020 verður útivistar- og ferðasumarið mikla! Þar sem ekki er mikið um utanlandsferðir í sumar er kjörið að nýta tækifærið og eyða tíma úti í náttúrunni okkar og prófa nýja hluti. Ungmennaráð Bís setti saman áskorun sem er beint að rekka- og róverskátum en öllum er velkomið að taka þátt. Til að taka þátt þarf að framkvæma áskorun, taka mynd og setja á samfélagsmiðla með myllumerkjunum #flakkogflandur og #skátarnir eða senda myndirnar á netfangið ungmennarad@skatar.is ef þið viljið ekki birta þær á netinu. Áskoranirnar eru miserfiðar og miserfitt að ná fullkláruðu verkefni á mynd en hér ætti að vera eitthvað fyrir alla og við treystum á að allir sýni heiðarleika við að klára einstakar áskoranir og senda þær inn. Allir sem klára a.m.k. fimm áskoranir fá þátttökuverðlaun og þau sem klára þær allar fá sérstaka viðurkenningu.
Síðasti dagurinn til að senda inn myndir er 31. ágúst
Gakktu á 5 fjöll
Það eru ótalmörg fjöll um allt land sem gaman er að klífa. Það er skemmtilegast að fara á fjöll sem þú hefur ekki farið á áður, fara nýja leið upp fjall sem þú þekkir vel eða reyna að bæta tímann þinn frá því þú labbaðir það seinast.
Klifra
Klifur er að verða sífellt vinsælla með tímanum enda mjög góð og oft spennandi líkamsrækt. Til að klára þessa áskorun þarf að klifra samtals 50 metra og læra að þræða áttuhnút.
Ef þú vilt klifra úti er gott að skoða https://www.klifur.is/ til að finna upplýsingar um klifurleiðir á víð og dreif um Ísland. Ef þú vilt klifra inni getur þú skoðað staði eins og Klifurhúsið, Smiðjuloftið eða Klifurfell.
Plokka rusl
Fylla heilan svartan ruslapoka af rusli úr umhverfinu. Verum dugleg að kíkja í smá göngutúr í hverfinu okkar eða út á landi í sumar og plokka rusl. Þú getur t.d. skellt í eitt tiktok af þér plokka rusl. Ekki gleyma að setja #flakkogflandur og #skátarnir þegar þú birtir myndbandið.
Ferðast samtals 200 km á eigin vegum
Það má hjóla, synda, ganga, hlaupa, róa o.fl. til að ná þessum kílómetrum. Aðalmálið er að það má bara ekki nota tæki knúin af orku annarri en þinni eigin. Þú ræður hvernig þú skráir kílómetrana en munum að skáti er heiðarlegur.
10 nætur í tjaldi
Þetta sumar eru útilegusumarið mikla. Þú þarft að sofa samtals tíu nætur í tjaldi en þær þurfa ekki endilega að vera allar í röð.
Sofa undir berum himni
Það er fátt betra en að sofna undir stjörnunum (eða miðnætursólinni) og anda að sér fersku lofti alla nóttina (við mælum ekki með að gera þetta í rigningu).
Synda í sjónum
Hvað er betra á heitum degi en að skella sér í kaldan sjóinn og synda smá. Góðar ráðleggingar fyrir byrjendur í sjósundi má finna hér.
Eldamennska í náttúrunni
Umhverfið á Íslandi býður oft upp á frábært útsýni þar sem þið getið eldað og jafnvel fundið hráefni til að nota í matseldina. Til að klára þessa áskorun þarf að elda minnst þriggja rétta máltíð úti í náttúrunni og þarf máltíðin að innihalda minnst 2 hráefni sem finnast þar. Kynnið ykkur vel hvað þið notið úr náttúrunni, passið að það megi örugglega borða það. Auk þess skulu þið gæta fyllstu varúðar ef þið eruð með opinn eld úti og í kringum annað fólk.
Prófa nýja íþrótt
Það er alltaf gaman að stíga út fyrir þægindaramman. Margir æfa einhverja íþrótt en eiga enn eftir að prófa aðrar íþróttir. Hérna eru nokkrar hugmyndir af íþróttum sem þú hefur mögulega ekki prófað en ef þú hefur prófað þær allar þá verður þú að nota hugmyndaflugið og finna nýja!
-
- Sjálfsvörn, crossfit, fótbolti, handbolti, körfubolti, dans (tiktok), blak, lyftingar, kayak, ruðningur, badminton, borðtennis, spretthlaup, golf, hjólaskautar, hjólabretti, keila og svo margt fleira.
Synda í stöðuvatni
Tilvalin dagskrá fyrir eina helgi í sumar væri að skella sér í einn af þeim mörgu skátaskálum sem standa við stöðuvatn og taka sundsprett í vatninu til að hressa sig við.
- Hugmyndir: Úlfljótsvatn, Skátalundur við Hvaleyrarvatn og Skátafell við Skorradalsvatn
Sigla bát eða fleka
Það er alltaf gaman að skella sér út á vatn og blotna smá. Þú getur til dæmis skellt þér á Úlfljótsvatn og kíkt á bátaleiguna þar eða reynt á sköpunargáfu þína og byggt þinn eigin fleka. Passaðu bara að allir séu vel syndir áður en flekanum er siglt á vatni.
GANGI YKKUR VEL
#flakkogflandur
#skátarnir
STUÐKVÍ
#STUÐKVÍ
Ekki láta þér leiðast þó að samfélagið sé í sóttkví. Tökumst á við ástandið með glaðværð og forvitni að vopni, með því að leysa skemmtileg skátaverkefni!
Ávallt COVIDbúin!
Skátarnir takast á við allar áskoranir af ábyrgð og bjartsýni. Það á við um allt frá skipulagningu skátamóta til viðbragða við heimsfaraldri! Til þess að reyna að létta lund þeirra sem sitja heima í sóttkví, eða bara þeirra sem leiðist í samkomubanninu, höfum við ákveðið að bjóða upp á skemmtileg skátaverkefni sem hægt er að vinna heima eða úti í garði á meðan þetta ástand varir. Við köllum þetta #STUÐKVÍ, bæði af því að við viljum veita ykkur stuðning okkar, og líka bara af því að það getur alveg verið stuð að takast á við svona aðstæður!
Saman í sóttkví
Stuðkvíin virkar þannig að við setjum eitt verkefni á vefinn á hverjum degi sem hver sem er getur gert heima hjá sér. Þetta getur verið föndur, fræðsla, tilraun, þraut eða bara hvað sem er! Þú getur tekið þátt með því að vinna verkefnið og deila því á samfélagsmiðlum með myllumerkinu #STUÐKVÍ. Þannig getum við fylgst með hvoru öðru gera skemmtilega hluti, án þess að þurfa að hittast í raunheimum!
Veirulaus merki
Allir sem vinna 10 verkefni geta sent okkur afraksturinn og fengið til baka sérstakt merki, sem er alvöru skátamerki sem búið var til, sérstaklega fyrir #STUÐKVÍ!
SKOÐAÐU VERKEFNIN OG LÁTTU HENDUR STANDA FRAM ÚR ERMUM
Nothing found.
[instagram-feed]
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði
Umsókn fyrir ungmennaráðstefnuna:
Ungt fólk og lýðræði
Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+
Yfirskrift ráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára og þarf fullorðinn einstaklingur að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 4-5 skátar á ráðstefnuna.
Þetta er kjörið tæfifæri til að kynnast drífandi fólki utan skátanna sem eru að vinna að sömu gildum og við, að valdefla ungmenni.
Sæktu um hér að neðan en umsóknarfrestur er til 4. september og munum við vera í sambandi við alla umsækjendur 5. september.
Skátaþing 2020
Fundargerð Skátaþing 2020
Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2020 á pdf formi með því að smella hér.
Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.
Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.
Rafrænt Skátaþing 2020
Skátaþing verður haldið laugardaginn 31. október 2020 með notkun Microsoft Teams og fá allir skráðir fundarmenn tölvupóst með hlekk á fundinn.
Kosningar verða rafrænar og innskráning á kosningasvæði er með rafrænum skilríkjum.
Rafrænt fundarými opnar 8:30 og er setning þingsins klukkan 9:00.
TILLÖGUR AÐ NAFNI STEFNU
- Fyrirmynd til framtíðar
- SJÁ (Skátar eru jákvæðir og ákveðnir)
- ÁST (Ákveðnir skátar tíðarandans)
- SteBbi (Stefna BÍS), má stafa Stebbi eða STEBBI eða öðruvísI
- Finnum leiðir
- Allt í áttina
- Fylkjum liði
- Öll í takt
- Í sömu átt
- Færni í heimi breytinga
- Skátinn á ferð
- Vísum veginn
- Framúrskarandi framtíð
- Skáti McSkátfeis
- Vörðum saman leiðina á toppinn“
Kosið verður um nafn síðar í dag.
Dagskrá þingsins er þannig:
1. Þingsetning – Framsaga
2. Ávarp – Framsaga
3. Kosning um breytingu á Skátaþingi 2020 – Framsaga – andmælaréttur í viðburði
4. Kosning fundarstjóra og fundarritara – Framsaga – andmælaréttur í viðburði
5. Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd – Framsaga – andmælaréttur í viðburði
6. Gjöf til BÍS – Framsaga
7. Úthlutun úr Styrktarsjóði skáta – Framsaga
8. Niðurstaða kjörnefndar kynnt – Framsaga
9. Tillaga að dagskrá Skátaþings – Framsaga – andmælaréttur
10. Stefna BÍS – Framsaga – umræður – rafræn kosning
11. Inntaka nýrra skátafélaga/skátahópa – Framsaga
12. MoViS módelið kynnt – Framsaga
13. Skýrsla stjórnar BÍS – Framsaga – rafræn kosning
14. Kosningar í embætti – Framsaga – sjálfkjörið er í embætti
15. Hugvekja um stjórnarsetu – Framsaga
16. Reikningar BÍS – Framsaga – umræður – rafræn kosning
17. Tillaga að félagsgjaldi skáta til BÍS – Framsaga – umræður – rafræn kosning
18. Fjárhagsáætlun BÍS 2020-2021 – framsaga – umræður – rafræn kosning
19. Starfsáætlun BÍS til fimm ára – framsaga
20. Lagabreytingar – Framsaga – umræður
21. Tillaga um persónuverndarmál – framsaga – umræður – rafræn kosning
22. Sögur af skátastarfi – Framsaga
23. Landsmót skáta – Framsaga – umræður
24. Lagabreytingar – rafræn kosning
25. Önnur mál – Framsaga – mælendaskrá
26. Þingslit – Framsaga
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi
3. október kl. 09:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
10. október kl. 09:00 – Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
10. október kl. 09:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
14. október kl 09:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
17. október kl. 09:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
24. október kl. 09:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
24. október kl. 9:00 – Skráning á Skátaþing lýkur
31. október kl. 9:00 – Skátaþing er sett
Kjör á Skátaþingi 2020
Samkvæmt 16. grein laga fara kosningar fram á Skátaþingi 2020. Kosið er í öll hlutverk til tveggja ára.
Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs:
Stjórn:
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í ungmennaráði
Önnur hlutverk:
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Tilkynningar um framboð áttu að berast skriflega eða í tölvupósti til uppstillingarnefndar eigi síðar en 6. mars kl. 12:00 á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@gmail.com.
Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og skilað lista frambjóðenda til stjórnar fyrir tilsettan tíma.
Uppstillingarnefnd skipuðu:
Andri Týr Kristleifson
Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Helga Rós Einarsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson
Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum
Eftirfarandi tillögur bárust stjórn BÍS fyrir tilsettan tíma.
Tillögur frá stjórn BÍS:
Tillaga um framkvæmd Skátaþings 2020 – DREGIN TIL BAKA
Tillaga frá skátafélaginu Landnemum:
Um persónuverndarmál BÍS – Samþykkt með 84,62% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 44, Nei – 5, Tek ekki afstöðu – 3)
Þinggögn
Fundarboð Skátaþings 2020:
Uppgjör ársins 2019:
Drög að ársskýrslu BÍS 2019
Undirritaður ársreikningur BÍS 2019 – Samþykkt með 94,64% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 1, Tek ekki afstöðu – 2)
Stefnumál framtíðar:
Endurskoðuð fjárhagsáætlun BÍS 2021 – Samþykkt með 92,31% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 1, Tek ekki afstöðu – 3)
Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árin 2020 og 2021 – DREGIN TIL BAKA
Tillaga að árgjaldi til BÍS – Samþykkt með 92,73% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 4, Tek ekki afstöðu – 0)
Starfsáætlun BÍS árin 2020 – 2024
Drög að stefnu BÍS 2020 – 2025 – Samþykkt með 88,89% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 3, Tek ekki afstöðu – 3)
Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:
Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta
Forvarnarstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS
Lagabreytingartillögur
Eftirfarandi lagabreytingartillögur bárust stjórn BÍS fyrir tilsettan tíma.
Lagabreytingartillaga á 9., 19., 22., og 25. grein:
Um auðveldara aðgengi ungra skáta að Skátaþingi auk embætti og ráða innan BÍS – Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir
Breyting á 9. grein – Felld, náði eingöngu samþykkt 51,79% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 26, Tek ekki afstöðu – 1)
Breyting 1 á 19. grein – Felld með 60% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 33, Já – 21, Tek ekki afstöðu – 1)
Breyting 2 á 19 grein – Felld með 54,39% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 31, Já – 21, Tek ekki afstöðu – 5)
Breyting á 22. grein – Kosning fór ekki fram um þessa tillögu.
Breyting á 25. grein – Felld með 50% atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 28, Já – 28, Tek ekki afstöðu – 0)
Lagabreytingartillögur á 19. grein frá Ungmennaþingi 2020:
Um atkvæðagreiðslu á Skátaþingi – Flutningsaðili: Rafnar Friðriksson
Felld með 64,29% atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 36, Já – 17, Tek ekki afstöðu – 3)
Um atkvæði ungmenna á Skátaþingi – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir
Felld með 50% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 28, Já – 24, Tek ekki afstöðu – 4)
Um atkvæði sveitarforingja á Skátaþingi – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir
Felld, náði eingöngu samþykkt 53,70% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 23, Tek ekki afstöðu – 2)
Lagabreytingartillögur á 21., 22. og 25. grein:
Um stofnun nýs fastaráðs; Útilífsráðs – Flutningsaðili: Finnbogi Jónasson
Breytt tillaga Finnboga um útilífsráð – Flutningsaðili: Finnbogi Jónasson
Samþykkt með 66,67% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 38, Nei – 16, Tek ekki afstöðu – 3)
Lagabreytingartillögur á 25. grein frá Ungmennaþingi 2020:
Um kosningar í Ungmennaráð BÍS – Flutningsaðili: Hildur Bragadóttir
Breytingartillaga á tillögu Hildar um kosningar í ungmennaráð BÍS – Flutningsmaður: Jón Lárusson
Samþykkt með 65,45% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 36, Nei – 15, Tek ekki afstöðu – 4)
Endanlega lagabreytingatillaga um kosningar í ungmennaráð
Samþykkt með 80,36% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 11, Tek ekki afstöðu – 0)
Um aldurstakmark í Ungmennaráð BÍS – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir
Felld, náði eingöngu samþykkt 53,70% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 25, Tek ekki afstöðu – 0)
Kynning frambjóðenda
Uppstillingarnefnd bárust fyrir skátaþing í mars framboð frá eftirtöldum aðilum í eftirfarandi embætti.
Listi frambjóðenda fyrir Skátaþing 2020
Skátahöfðingi til tveggja ára
Marta Magnúsdóttir
Gjaldkeri til tveggja ára
Sævar Skaptason
Fimm meðstjórnendur til tveggja ára
Ásgerður Magnúsdóttir
Björk Norðdahl
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Jón Halldór Jónasson
Þórhallur Helgason
Þrír meðlimir í alþjóðaráð til tveggja ára
Daði Björnsson
Selma Sif Ísfeld Óskarsdóttir
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir
Þrír meðlimir í starfsráð til tveggja ára
Birta Ísafold Jónasdóttir
Páll Kristinn Stefánsson
Jóhanna Björg Másdóttir
Þrír meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára
Dagbjört Brynjarsdóttir
Halldór Valberg Skúlason
Inga Jóna Þórisdóttir
Þrír meðlimir í ungmennaráð til tveggja ára
Ísold Vala Þorsteinsdóttir
Thelma Líf Sigurðardóttir
Úlfur Leó Hagalín
Fimm meðlimir í uppstillingarnefnd
Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Sædís Ósk Helgadóttir
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson
Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára
Guðmundur Þór Pétursson
Kristín Birna Angantýsdóttir
Jón Þór Gunnarsson
Kosningar um nafn á stefnu BÍS
Niðurstöður úr fyrri umferð – Greidd atkvæði: 46
Fyrirmynd til framtíðar | 11 | 23,91% |
SteBbi (Stefna BÍS) | 7 | 15,22% |
Vísum veginn | 6 | 13,04% |
Öll í takt | 5 | 10,87% |
Finnum leiðir | 4 | 8,70% |
Allt í áttina | 2 | 4,35% |
Fylkjum liði | 2 | 4,35% |
Skáti McSkátfeis | 2 | 4,35% |
Skátinn á ferð | 2 | 4,35% |
Vörðum saman leiðina á toppinn | 2 | 4,35% |
Framúrskarandi framtíð | 1 | 2,17% |
Færni í heimi breytinga | 1 | 2,17% |
Í sömu átt | 1 | 2,17% |
SJÁ (Skátar eru jákvæðir og ákveðnir) | 0 | 0,00% |
Tek ekki afstöðu | 0 | 0,00% |
ÁST (Ákveðnir skátar tíðarandans) | 0 | 0,00% |
Öll í takt | 0 | 0,00% |
Niðurstöður úr seinni umferð – Greidd atkvæði: 55
Fyrirmynd til framtíðar | 28 | 50,91% |
SteBbi (Stefna BÍS), má stafa öðruvísi | 14 | 25,45% |
Vísum veginn | 13 | 23,64% |
Tölfræði um kjörmenn á Skátaþingi 2020
Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða
Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98
Atkvæði eftir félögum
Skátafélag Akraness | 1 |
Skátafélagið Árbúar | 4 |
Skátafélag Borgarness | 2 |
Skátafélagið Eilífsbúar | 1 |
Skátafélagið Fossbúar | 4 |
Skátafélagið Garðbúar | 4 |
Skátafélagið Hafernir | 4 |
Skátafélagið Heiðarbúar | 4 |
Skátafélagið Hraunbúar | 4 |
Skátafélagið Klakkur | 4 |
Skátafélagið Kópar | 4 |
Skátafélagið Landnemar | 3 |
Skátafélagið Mosverjar | 3 |
Skátafélagið Radíóskátar | 1 |
Skátafélagið Segull | 2 |
Skátafélagið Skjöldungar | 4 |
Skátafélagið Svanir | 4 |
Skátafélagið Vífill | 4 |
Skátafélagið Vogabúar | 2 |
Skátafélagið Ægisbúar | 3 |
Samtals | 62 |
Skiluðu ekki inn kjörbréfi fyrir Skátaþing 2020
Skátafélagið Einherjar Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélag Sólheima
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Örninn
Um ungmennaþátttöku meðal kjörmanna
Kjörmenn á þátttökualdri (25 eða yngri) voru 23 af 62 kjörmönnum og 6 af 15 varamönnum
Ungmennaþátttaka eftir skátafélögum
Skátafélag | Kjörmenn á þátttökualdri |
Kjörmenn yfir þátttökualdri |
Varamenn á þátttökualdri |
Varamenn yfir þátttökualdri |
Skátafélag Akraness | 0 | 1 | 0 | 0 |
Skátafélagið Árbúar | 1 | 3 | 0 | 1 |
Skátafélag Borgarness | 0 | 2 | 0 | 0 |
Skátafélagið Eilífsbúar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Skátafélagið Fossbúar | 2 | 2 | 3 | 1 |
Skátafélagið Garðbúar | 1 | 3 | 0 | 1 |
Skátafélagið Hafernir | 1 | 3 | 0 | 1 |
Skátafélagið Heiðarbúar | 1 | 3 | 0 | 1 |
Skátafélagið Hraunbúar | 3 | 1 | 0 | 1 |
Skátafélagið Klakkur | 0 | 4 | 1 | 1 |
Skátafélagið Kópar | 3 | 1 | 2 | 0 |
Skátafélagið Landnemar | 2 | 1 | 0 | 0 |
Skátafélagið Mosverjar | 1 | 2 | 0 | 0 |
Skátafélagið Radíóskátar | 0 | 1 | 0 | 0 |
Skátafélagið Segull | 2 | 0 | 0 | 0 |
Skátafélagið Skjöldungar | 2 | 2 | 0 | 1 |
Skátafélagið Svanir | 3 | 1 | 0 | 0 |
Skátafélagið Vífill | 1 | 3 | 0 | 1 |
Skátafélagið Vogabúar | 0 | 2 | 0 | 0 |
Skátafélagið Ægisbúar | 0 | 3 | 0 | 0 |
Alls | 23 | 39 | 6 | 9 |
Sveitaforingjastaða á Júrójambó 2020
Umsókn um stöðu sveitarforingja á Júrójambó 2020
Evrópumót skáta fer fram í Gdańsk, Póllandi dagana 27.-7. ágúst. Bandalag íslenskra skáta myndar fararhóp á mótið og munu 45 íslenskir þátttakendur fara út á mótið. Þá eru einnig 15 IST liðar skráðir á mótið en hægt verður að skrá sig sem IST liða til 30. nóvember 2019. Það er því ljóst að það stefnir nokkuð fjölmennur hópur til Póllands og vonum við að sem flestir bætist við hópinn til viðbótar!
FRAM AÐ MÓTI:
Hlutverk sveitarforingja fram að móti er að fylgjast vel með upplýsingagjöf frá fararstjórn mótsins og bregðast skjótt og örugglega við þegar óskað er eftir viðbrögðum frá þeim. Sveitarforingjar skuldbinda sig til að taka frá helgina 17. -19. apríl 2020 til að fara í undirbúningsútilegu ásamt þátttakendum íslenska fararhópsins og fararstjórum. Sveitarforingjum er einnig ætlað að skipuleggja og framkvæma saman einn hitting með þeim þátttakendum sem verða í þeirra sveit og síðan verða þeir að mæta á einn foreldrafund á sumarmánuðum.
Á FERÐALAGI KRINGUM MÓTIÐ:
Þegar farið er á mótið skuldbinda sveitarforingjar sig til að fylgja fararhópnum frá Keflavíkurflugvelli og á mótsvæði. Þeir eru skyldugir til að dvelja með þátttakendum á mótsvæði og styðja þau í þátttöku og tryggja velferð þeirra á meðan að á mótinu stendur. Að móti loknu verður dvalið á gistiheimili í Gdańsk í þrjár nætur og borgin könnuð fram að heimför. Yfir það tímabil skuldbinda sveitarforingjar sig til að dvelja með fararhópnum og fylgja þátttakendum í könnunarferðum sínum um borgina. Þá er einnig krafa að sveitarforingjar fylgi hópnum heim á leið til Keflavíkurflugvallar þar sem starfi þeirra líkur eftir að allir þátttakendur eru komnir í gegnum flughöfnina.
UM SAMSETNINGU SVEITA:
Íslensku þátttakendurnir verða 45 í 5 ólíkum flokkum, sveitir á mótinu samanstanda hins vegar af 4 flokkum. Því er ljóst að í hið minnsta 1 flokkur verður í alþjóðlegri sveit á mótinu ásamt skátaflokkum frá öðrum löndum. Líkur eru hins vegar á því að þátttakendahópnum verði skipt um þannig að 3 íslenskir skátaflokkar myndi alþjóðlega sveit með 1 erlendum skátaflokki og 2 íslenskir skátaflokkar myndi aðra alþjóðlega sveit með 2 erlendum skátaflokkum. Því er afar mikilvægt að umsækjendur séu jákvæð og áhugasöm um að starfa saman með erlendum sveitarforingjum á meðan að á mótinu stendur og að styðja við og tryggja velferð erlendra þátttakenda eftir bestu getu.
ÁBYRGÐ OG REGLUR:
Sveitarforingjar þurfa að hafa sótt ‘Verndum þau’ á síðastliðnum 4 árum eða sækja það áður en að haldið verður á mótið. Sveitarforingjar þurfa samkvæmt 10. grein Æskulýðslaga nr. 70/2007 að gefa BÍS heimild til að tryggja að þau hafi aldrei fengið dóm fyrir kynferðisafbrot eða dóm fyrir fíkniefnabrot síðastliðin 5 ár og þurfa að skila inn drengskaparheiti áður en þau taka til starfa. Sveitarforingjar starfa samkvæmt skátaheiti, skátalögum og grunngildum BÍS en þar að auki samkvæmt siðareglum og stefnum Æskulýðsvettvangsins. Sveitaforingjar eru meðvitaðir um að forvarnarstefna BÍS og 10. grein Æskulýðslaga nr. 70/2007 banna alla neyslu áfengis og annarra vímuefni í ferðum með börnum. Sveitarforingjar tileinka sér jákvætt hugarfar, samvinnufýsni, lausnarmiðaða hugsun og eru aðgengileg í samskiptum við bæði þátttakendur, fararstjórn og aðra samstarfsaðila í kringum ferðina.
Sveitarforingjar leggja sig alla fram um að hafa gaman!
FARARSTJÓRN:
Fararstjórn skipar: Benedikt Þorgilsson (s. 8675212, vesturas@gmail.com), Sigurgeir B. Þórisson (s. 8670604, sigurgeir@skatar.is) og Þórey Lovísa Sigmundsdóttir (s. 6623465, totalius1@gmail.com). Ekki hika við að setja ykkur í samband ef eitthvað skyldi vera óljóst.