Fundargerð Skátaþing 2020

Hægt er að sækja fundargerð Skátaþings 2020 á pdf formi með því að smella hér.

Hér neðar á síðunni má einnig finna ýmsar fróðlegar upplýsingar um Skátaþingið s.s. allar tillögur sem afgreiddar voru á þinginu, niðurstöður kosninga, upplýsingar um atkvæðadreifingu og aldursskiptingu þingfulltrúa með atkvæðisrétt.

Athygli er vakin á því að þar sem vísun í gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS leiðir alltaf á útgáfu sem er í gildi þegar þau plögg eru skoðuð en ekki eins og þau voru þegar þingið fór fram.


Rafrænt Skátaþing 2020

Skátaþing verður haldið laugardaginn 31. október 2020 með notkun Microsoft Teams og fá allir skráðir fundarmenn tölvupóst með hlekk á fundinn.

Kosningar verða rafrænar og innskráning á kosningasvæði er með rafrænum skilríkjum.

Rafrænt fundarými opnar 8:30 og er setning þingsins klukkan 9:00.


TILLÖGUR AÐ NAFNI STEFNU

 • Fyrirmynd til framtíðar
 • SJÁ (Skátar eru jákvæðir og ákveðnir)
 • ÁST (Ákveðnir skátar tíðarandans)
 • SteBbi (Stefna BÍS), má stafa Stebbi eða STEBBI eða öðruvísI
 • Finnum leiðir
 • Allt í áttina
 • Fylkjum liði
 • Öll í takt
 • Í sömu átt
 • Færni í heimi breytinga
 • Skátinn á ferð
 • Vísum veginn
 • Framúrskarandi framtíð
 • Skáti McSkátfeis
 • Vörðum saman leiðina á toppinn“

Kosið verður um nafn síðar í dag.


Dagskrá þingsins er þannig:

1. Þingsetning – Framsaga
2. Ávarp – Framsaga
3. Kosning um breytingu á Skátaþingi 2020 – Framsaga – andmælaréttur í viðburði
4. Kosning fundarstjóra og fundarritara – Framsaga – andmælaréttur í viðburði
5. Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd – Framsaga – andmælaréttur í viðburði
6. Gjöf til BÍS – Framsaga
7. Úthlutun úr Styrktarsjóði skáta – Framsaga
8. Niðurstaða kjörnefndar kynnt – Framsaga
9. Tillaga að dagskrá Skátaþings – Framsaga – andmælaréttur
10. Stefna BÍS – Framsaga – umræður – rafræn kosning
11. Inntaka nýrra skátafélaga/skátahópa – Framsaga
12. MoViS módelið kynnt – Framsaga
13. Skýrsla stjórnar BÍS – Framsaga – rafræn kosning
14. Kosningar í embætti – Framsaga – sjálfkjörið er í embætti
15. Hugvekja um stjórnarsetu – Framsaga
16. Reikningar BÍS – Framsaga – umræður – rafræn kosning
17. Tillaga að félagsgjaldi skáta til BÍS – Framsaga – umræður – rafræn kosning
18. Fjárhagsáætlun BÍS 2020-2021 – framsaga – umræður – rafræn kosning
19. Starfsáætlun BÍS til fimm ára – framsaga
20. Lagabreytingar – Framsaga – umræður
21. Tillaga um persónuverndarmál – framsaga – umræður – rafræn kosning
22. Sögur af skátastarfi – Framsaga
23. Landsmót skáta – Framsaga – umræður
24. Lagabreytingar – rafræn kosning
25. Önnur mál – Framsaga – mælendaskrá
26. Þingslit – Framsaga

Tillaga að breyttri dagskrá Skátaþings 2020


Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi

3. október kl. 09:00 – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
10. október kl. 09:00 – Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
10. október kl. 09:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
14. október kl 09:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
17. október kl. 09:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
24. október kl. 09:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
24. október kl. 9:00  – Skráning á Skátaþing lýkur
31. október kl. 9:00 – Skátaþing er sett


Kjör á Skátaþingi 2020

Samkvæmt 16. grein laga fara kosningar fram á Skátaþingi 2020.  Kosið er í öll hlutverk til tveggja ára.

Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs:

Stjórn:
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur

Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í ungmennaráði

Önnur hlutverk:
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Tilkynningar um framboð áttu að berast skriflega eða í tölvupósti til uppstillingarnefndar eigi síðar en 6. mars kl. 12:00 á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@gmail.com.

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og skilað lista frambjóðenda til stjórnar fyrir tilsettan tíma.

Uppstillingarnefnd skipuðu:
Andri Týr Kristleifson
Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Helga Rós Einarsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson


Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum

Eftirfarandi tillögur bárust stjórn BÍS fyrir tilsettan tíma.

Tillögur frá stjórn BÍS:

Tillaga um framkvæmd Skátaþings 2020 – DREGIN TIL BAKA

Tillaga frá skátafélaginu Landnemum:

Um persónuverndarmál BÍS  – Samþykkt með 84,62% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 44, Nei – 5, Tek ekki afstöðu – 3)


Þinggögn

Fundarboð Skátaþings 2020:

Skátaþing 2020 – Fundarboð

Uppgjör ársins 2019:

Drög að ársskýrslu BÍS 2019
Undirritaður ársreikningur BÍS 2019 – Samþykkt með 94,64% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 53, Nei – 1, Tek ekki afstöðu – 2)

Stefnumál framtíðar:

Endurskoðuð fjárhagsáætlun BÍS 2021 – Samþykkt með 92,31% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 1, Tek ekki afstöðu – 3)
Fjárhagsáætlun BÍS fyrir árin 2020 og 2021 – DREGIN TIL BAKA
Tillaga að árgjaldi til BÍS – Samþykkt með 92,73% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 51, Nei – 4, Tek ekki afstöðu – 0)
Starfsáætlun BÍS árin 2020 – 2024
Drög að stefnu BÍS 2020 – 2025 – Samþykkt með 88,89% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 48, Nei – 3, Tek ekki afstöðu – 3)

Gildandi lög, reglugerðir og stefnur BÍS:

Lög BÍS
Grunngildi BÍS

Reglugerð BÍS um einkennismerki skáta
Reglugerð BÍS um heiðursmerki
Reglugerð BÍS um hæfi skátaforingja
Reglugerð BÍS um hæfi leiðbeinenda
Reglugerð BÍS um Landsmót
Reglugerð BÍS um skátamót
Reglugerð BÍS um styrktarsjóð skáta
Reglugerð BÍS um utanferðir skáta

Forvarnarstefna BÍS
Vímuvarnarstefna BÍS
Umhverfisstefna BÍS


Lagabreytingartillögur

Eftirfarandi lagabreytingartillögur bárust stjórn BÍS fyrir tilsettan tíma.

Lagabreytingartillaga á 9., 19., 22., og 25. grein:

Um auðveldara aðgengi ungra skáta að Skátaþingi auk embætti og ráða innan BÍS – Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Breyting á 9. grein – Felld, náði eingöngu samþykkt 51,79% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 26, Tek ekki afstöðu – 1)
Breyting 1 á 19. grein – Felld með 60% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 33, Já – 21, Tek ekki afstöðu – 1)
Breyting 2 á 19 grein – Felld með 54,39% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 31, Já – 21, Tek ekki afstöðu – 5)
Breyting á 22. grein – Kosning fór ekki fram um þessa tillögu.
Breyting á 25. grein – Felld með 50% atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 28, Já – 28, Tek ekki afstöðu – 0)

Lagabreytingartillögur á 19. grein frá Ungmennaþingi 2020:

Um atkvæðagreiðslu á Skátaþingi – Flutningsaðili: Rafnar Friðriksson
Felld með 64,29% atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 36, Já – 17, Tek ekki afstöðu – 3)

Um atkvæði ungmenna á Skátaþingi – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir
Felld með 50% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Nei – 28, Já – 24, Tek ekki afstöðu – 4)

Um atkvæði sveitarforingja á Skátaþingi – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir
Felld, náði eingöngu samþykkt 53,70% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 23, Tek ekki afstöðu – 2)

Lagabreytingartillögur á 21., 22. og 25. grein:

Um stofnun nýs fastaráðs; Útilífsráðs – Flutningsaðili: Finnbogi Jónasson
Breytt tillaga Finnboga um útilífsráð – Flutningsaðili: Finnbogi Jónasson
Samþykkt með 66,67% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 38, Nei – 16, Tek ekki afstöðu – 3)

Lagabreytingartillögur á 25. grein frá Ungmennaþingi 2020:

Um kosningar í Ungmennaráð BÍS – Flutningsaðili: Hildur Bragadóttir
Breytingartillaga á tillögu Hildar um kosningar í ungmennaráð BÍS – Flutningsmaður: Jón Lárusson
Samþykkt með 65,45% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 36, Nei – 15, Tek ekki afstöðu – 4)

Endanlega lagabreytingatillaga um kosningar í ungmennaráð
Samþykkt með 80,36% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 45, Nei – 11, Tek ekki afstöðu – 0)

Um aldurstakmark í Ungmennaráð BÍS – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir
Felld, náði eingöngu samþykkt 53,70% greiddra atkvæða (Greidd atkvæði: Já – 29, Nei – 25, Tek ekki afstöðu – 0)


Kynning frambjóðenda

Uppstillingarnefnd bárust fyrir skátaþing í mars framboð frá eftirtöldum aðilum í eftirfarandi embætti.

Listi frambjóðenda fyrir Skátaþing 2020

Skátahöfðingi til tveggja ára

Marta Magnúsdóttir

Gjaldkeri til tveggja ára

Sævar Skaptason

Fimm meðstjórnendur til tveggja ára

Ásgerður Magnúsdóttir
Björk Norðdahl
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Jón Halldór Jónasson
Þórhallur Helgason

Þrír meðlimir í alþjóðaráð til tveggja ára

Daði Björnsson
Selma Sif Ísfeld Óskarsdóttir
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir

Þrír meðlimir í starfsráð til tveggja ára

Birta Ísafold Jónasdóttir
Páll Kristinn Stefánsson
Jóhanna Björg Másdóttir

Þrír meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára

Dagbjört Brynjarsdóttir
Halldór Valberg Skúlason
Inga Jóna Þórisdóttir

Þrír meðlimir í ungmennaráð til tveggja ára

Ísold Vala Þorsteinsdóttir
Thelma Líf Sigurðardóttir
Úlfur Leó Hagalín

Fimm meðlimir í uppstillingarnefnd

Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Sædís Ósk Helgadóttir
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson

Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára

Guðmundur Þór Pétursson
Kristín Birna Angantýsdóttir
Jón Þór Gunnarsson


Kosningar um nafn á stefnu BÍS

Niðurstöður úr fyrri umferð – Greidd atkvæði: 46

Fyrirmynd til framtíðar 11 23,91%
SteBbi (Stefna BÍS) 7 15,22%
Vísum veginn 6 13,04%
Öll í takt 5 10,87%
Finnum leiðir 4 8,70%
Allt í áttina 2 4,35%
Fylkjum liði 2 4,35%
Skáti McSkátfeis 2 4,35%
Skátinn á ferð 2 4,35%
Vörðum saman leiðina á toppinn 2 4,35%
Framúrskarandi framtíð 1 2,17%
Færni í heimi breytinga 1 2,17%
Í sömu átt 1 2,17%
SJÁ (Skátar eru jákvæðir og ákveðnir) 0 0,00%
Tek ekki afstöðu 0 0,00%
ÁST (Ákveðnir skátar tíðarandans) 0 0,00%
Öll í takt 0 0,00%

Niðurstöður úr seinni umferð – Greidd atkvæði: 55

Fyrirmynd til framtíðar 28 50,91%
SteBbi (Stefna BÍS), má stafa öðruvísi 14 25,45%
Vísum veginn 13 23,64%

Tölfræði um kjörmenn á Skátaþingi 2020

Birt vegna áskorunar á Skátaþingi 2020.

Mögulegur hámarksfjöldi atkvæða

Fjöldi starfandi skátafélaga með A aðild voru 24 og fjöldi starfandi skátafélaga með B aðild voru 2 þegar Skátaþing 2020 fór fram. Því hefði mögulegur hámarksfjöldi atkvæða getað verið 98

Atkvæði eftir félögum

Skátafélag Akraness 1
Skátafélagið Árbúar 4
Skátafélag Borgarness 2
Skátafélagið Eilífsbúar 1
Skátafélagið Fossbúar 4
Skátafélagið Garðbúar 4
Skátafélagið Hafernir 4
Skátafélagið Heiðarbúar 4
Skátafélagið Hraunbúar 4
Skátafélagið Klakkur 4
Skátafélagið Kópar 4
Skátafélagið Landnemar 3
Skátafélagið Mosverjar 3
Skátafélagið Radíóskátar 1
Skátafélagið Segull 2
Skátafélagið Skjöldungar 4
Skátafélagið Svanir 4
Skátafélagið Vífill 4
Skátafélagið Vogabúar 2
Skátafélagið Ægisbúar 3
Samtals 62

Skiluðu ekki inn kjörbréfi fyrir Skátaþing 2020

Skátafélagið Einherjar Valkyrjan
Skátafélagið Faxi
Skátafélag Sólheima
Skátafélagið Stígandi
Skátafélagið Örninn

Um ungmennaþátttöku meðal kjörmanna

Kjörmenn á þátttökualdri (25 eða yngri) voru 23 af 62 kjörmönnum og 6 af 15 varamönnum

Ungmennaþátttaka eftir skátafélögum

Skátafélag Kjörmenn á
þátttökualdri
Kjörmenn yfir
þátttökualdri
Varamenn á
þátttökualdri
Varamenn yfir
þátttökualdri
Skátafélag Akraness 0 1 0 0
Skátafélagið Árbúar 1 3 0 1
Skátafélag Borgarness 0 2 0 0
Skátafélagið Eilífsbúar 0 1 0 0
Skátafélagið Fossbúar 2 2 3 1
Skátafélagið Garðbúar 1 3 0 1
Skátafélagið Hafernir 1 3 0 1
Skátafélagið Heiðarbúar 1 3 0 1
Skátafélagið Hraunbúar 3 1 0 1
Skátafélagið Klakkur 0 4 1 1
Skátafélagið Kópar 3 1 2 0
Skátafélagið Landnemar 2 1 0 0
Skátafélagið Mosverjar 1 2 0 0
Skátafélagið Radíóskátar 0 1 0 0
Skátafélagið Segull 2 0 0 0
Skátafélagið Skjöldungar 2 2 0 1
Skátafélagið Svanir 3 1 0 0
Skátafélagið Vífill 1 3 0 1
Skátafélagið Vogabúar 0 2 0 0
Skátafélagið Ægisbúar 0 3 0 0
Alls 23 39 6 9