SKÁTAÞINGI HEFUR VERIÐ FRESTAÐ

Stjórn BÍS hefur ákveðið að fresta Skátaþingi til síðari tíma í ljósi samkomubanns íslenskra stjórnvalda og heimsfaraldurs sem nú gengur yfir.

Skátaþing verður boðað að nýju eins hratt og auðið er og treystum við að íslenska skátahreyfingin sýni þessari ákvörðun skilning.


Mikilvægar dagsetningar fram að þingi

28. febrúar – Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
1. mars kl. 14:00 – Drekaskátadagurinn byrjar í skátaheimili Kópa
6. mars kl. 12:00 – Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
6. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
10. mars kl 18:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
13. mars kl. 18:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
13. mars kl. 19:00 – Útipepp hefst
20. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
20. mars kl. 23:59  – Skráning á Skátaþing lýkur
27. mars kl. 18:00 – Skátaþing er sett


Kjör á Skátaþingi 2020

Samkvæmt 16. grein laga fara kosningar fram á Skátaþingi 2020.  Kosið er í öll hlutverk til tveggja ára.

Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs:

Stjórn:
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur

Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í ungmennaráði

Önnur hlutverk:
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Tilkynningar um framboð áttu að berast skriflega eða í tölvupósti til uppstillingarnefndar eigi síðar en 6. mars kl. 12:00 á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@gmail.com.

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og skilað lista frambjóðenda til stjórnar fyrir tilsettan tíma.

Uppstillingarnefnd skipuðu:
Andri Týr Kristleifson
Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Helga Rós Einarsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson


Tillögur frá skátafélögum, stjórn BÍS, ráðum þess og nefndum

Eftirfarandi tillögur bárust stjórn BÍS fyrir tilsettan tíma.

Tillögur frá stjórn BÍS:

Um árgjald skátafélaga til BÍS starfsárið 2020-2021
Tillaga um framkvæmd Skátaþings 2020 – DREGIN TIL BAKA

Tillaga frá skátafélaginu Landnemum:

Um persónuverndarmál BÍS


Dagskrá þingsins

Í ljósi stöðunnar varðandi heimsfaraldur COVID-19 og samkomubanns leggur stjórn BÍS til að Skátaþing verði haldið í Skátamiðstöðinni með breyttu sniði og verði sett klukkan 18:00 föstudaginn 27. mars nk. Reiknað er með að þingið standi til kl 20:00.

Tillaga verður lögð fram um að fresta ákveðnum liðum vegna COVID-19, tillagan er kynnt og rökstudd fyrir þinginu og borin undir atkvæði um leið og tillaga að dagskrá þingsins verður lögð fram. Lagt verður til að aukaskátaþing verði haldið í haust og þar teknir fyrir þeir dagskrárliðir sem frestað verður. Vísað er til tillögu frá stjórn BÍS í heild sinni hér að ofan.

Skátaþing – aðalfundarstörf (SAMKVÆMT TILLÖGU STJÓRNAR UM FRAMKVÆMD SKÁTAÞINGS 2020)

  1. Setning Skátaþings
  2. Ávarp
  3. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  4. Kosning í kjörnefnd og allsherjarnefnd
  5. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
  6. Tillaga að dagskrá Skátaþings og frestun ákveðinna dagskrárliða til aukaskátaþings – afgreiðsla
   Dagskrárliðum sem yrði frestað:
   a. Afhending heiðursmerkja og viðurkenninga
   b. Úthlutun úr Styrktarsjóði skáta
   c. Afhending skipunarbréfa
   d. Niðurstaða kjörnefndar kynnt
   e. Tillaga að dagskrá aukaskátaþings – afgreiðsla
   f. Inntaka nýrra skátafélaga/skátahópa
   g. Stefnumótun 2020-2025 – umræður – afgreiðsla
   h. Lagabreytingar – framsaga – umræður – afgreiðsla
   i. Þingsályktanir – framsaga – umræður – afgreiðsla
   j. Kynningar/tilkynningar frá skátafélögum og hópum
   k. Umræðuhópar
  7. Skýrsla stjórnar BÍS – umræður
  8. Undirbúningur kosninga (sækja kosningamiða, tengja rafræna kosningu?)
  9. Kosning í embætti
  10. Reikningar BÍS – framsaga – umræður – afgreiðsla
  11. Árgjald – framsaga – umræður – afgreiðsla
  12. Fjárhagsáætlun BÍS fyrir 2 ár – framsaga – umræður
  13. Stefnumótun 2020-2025 – framsaga
  14. Starfsáætlun BÍS til 5 ára – framsaga – umræður
  15. Endurskoðaðir reikningar BÍS fyrir síðasta almanaksár kynntir, ræddir og afgreiddir
  16. Fjárhagsáætlun BÍS fyrir 2 ár, yfirstandandi ár og það næsta, kynnt, rædd og afgreidd
  17. Tillaga að félagsgjaldi skáta til BÍS kynnt, rædd og afgreidd
  18. Afgreiðsla:
   a. Ársreikningur
   b. Fjárhagsáætlun
   c. Starfsáætlun
  19. Tillaga að stað og stund fyrir aukaskátaþing lögð fram
  20. Önnur mál
  21. Þingslit


Lagabreytingartillögur

Eftirfarandi lagabreytingartillögur bárust stjórn BÍS fyrir tilsettan tíma.

Lagabreytingartillaga á 9., 19., 22., og 25. grein:

Um auðveldara aðgengi ungra skáta að Skátaþingi auk embætti og ráða innan BÍS – Flutningsaðili: Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Lagabreytingartillögur á 19. grein frá Ungmennaþingi 2020:

Um atkvæðagreiðslu á Skátaþingi – Flutningsaðili: Rafnar Friðriksson
Um atkvæði ungmenna á Skátaþingi – Flutningsaðili: Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir
Um atkvæði sveitarforingja á Skátaþingi – Flutningsaðili: Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir

Lagabreytingartillögur á 21., 22. og 25. grein:

Um stofnun nýs fastaráðs; Útilífsráðs – Flutningsaðili: Finnbogi Jónasson

Lagabreytingartillögur á 25. grein frá Ungmennaþingi 2020:

Um kosningar í Ungmennaráð BÍS – Flutningsaðili: Hildur Bragadóttir
Um aldurstakmark í Ungmennaráð BÍS – Flutningsaðili: Ásgerður Magnúsdóttir


Kynning frambjóðenda

Uppstillingarnefnd bárust framboð frá eftirtöldum aðilum í eftirfarandi embætti.

Listi frambjóðenda fyrir Skátaþing 2020

Skátahöfðingi til tveggja ára – Sjálfkjörið

Marta Magnúsdóttir

Gjaldkeri til tveggja ára – Sjálfkjörið

Sævar Skaptason

Fimm meðstjórnendur til tveggja ára – Sjálfkjörið

Ásgerður Magnúsdóttir
Björk Norðdahl
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Jón Halldór Jónasson
Þórhallur Helgason

Þrír meðlimir í alþjóðaráð til tveggja ára – Sjálfkjörið

Aron Gauti Sigurðarson
Þórey Lovísa Sigurmundsdóttir
Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir

Þrír meðlimir í starfsráð til tveggja ára – Sjálfkjörið

Birta Ísafold Jónasdóttir
Eva María Sigurbjörnsdóttir
Páll Kristinn Stefánsson

Þrír meðlimir í stjórn Skátaskólans til tveggja ára – Sjálfkjörið

Dagbjört Brynjarsdóttir
Halldór Valberg Skúlason
Inga Jóna Þórisdóttir

Þrír meðlimir í ungmennaráð til tveggja ára – Sjálfkjörið

Ísold Vala Þorsteinsdóttir
Thelma Líf Sigurðardóttir
Úlfur Leó Hagalín

Fimm meðlimir í uppstillingarnefnd – Sjálfkjörið

Berglind Lilja Björnsdóttir
Birgir Ómarsson
Jóhanna Björg Másdóttir
Katrín Kemp Stefánsdóttir
Sigurður Viktor Úlfarsson

Þrír félagslegir skoðunarmenn til tveggja ára – Sjálfkjörið

Guðmundur Þór Pétursson
Kristín Birna Angantýsdóttir
Jón Þór Gunnarsson