Umsókn fyrir ungmennaráðstefnuna:
Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráðstefnan Ungt fólk og lýðræði leggur áherslu á að efla lýðræðislega þátttöku ungs fólks í leik og starfi. Þar er lögð áhersla á að einstaklingar geti styrkt sjálfsmynd sína og tekið upplýstar ákvarðanir um eigið líf og lífsstíl. Ráðstefnan hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og hefur því fest sig í sessi á meðal mikilvægustu viðburða fyrir ungt fólk á Íslandi. Aðalstyrktaraðili ráðstefnunnar eru Erasmus+

Yfirskrift ráðstefnunnar er: Lýðræðisleg áhrif. Hvar, hvenær og hvernig getur ungt fólk haft áhrif?

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16–25 ára og þarf fullorðinn einstaklingur að fylgja þátttakendum yngri en 18 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður og komast aðeins 4-5 skátar á ráðstefnuna.

Þetta er kjörið tæfifæri til að kynnast drífandi fólki utan skátanna sem eru að vinna að sömu gildum og við, að valdefla ungmenni.

Sæktu um hér að neðan en umsóknarfrestur er til 4. september og munum við vera í sambandi við alla umsækjendur 5. september.