Dróttin – daðrað við dauðann
Dróttin – daðrað við dauðann er morðgáta fyrir dróttskáta og eldri.
Fyrsta prufukeyrslan á gátunni verður 17.nóvember og býðst þá drótt-, rekka- og róversveitarforingjum að prófa leikinn. Síðar geta foringjar nálgast leiðbeiningar og efni til að spila leikinn með sveitinni sinni. Leikurinn fer fram með fjarfundarforritinu Discord.
Athugið að þar sem um ákveðin hlutverk er að ræða er mikilvægt að afbóka sig ekki nema með að minnsta kosti 48 tíma fyrirvara.
Skráningafrestur er til og með 15. nóvember og verða frekari upplýsingar sendar út 16. nóvember á alla skráða.