Nýtt fyrirkomulag erindreksturs

Um lok seinasta árs voru gerðar talsverðar breytingar á skipulagi Skátamiðstöðvarinnar. Breytingar sem ætlaðar eru til þess að auka þjónustu og stuðning við skátafélög og sjálfboðaliða. Meðal breytinga voru að nú starfa þrír erindrekar, með það markmið að þjónusta og styðja félögin í starfi sínu en tveir nýir erindrekar voru ráðnir inn um áramótin; Halldór Valberg og Sædís Ósk.

Þau hafa síðustu mánuði verið að kynnast starfsemi Skátamiðstöðvarinnar, fá fræðslu um stöðu skátahreyfingarinnar á hinum ólíku sviðum og um starfsemi hvers skátafélags fyrir sig og verkefnum tengdum erindrekstrinum til þessa. En einnig hefur nýtt teymi erindreka verið að endurmeta þessi verkefni og huga að því hvernig megi áfram bæta þjónustuna í framtíðinni og einfalda mikilvæg ferli.

Fyrsta skrefið sem ákveðið var að taka er að skipta félögunum formlega niður svo að hvert félag eigi sinn erindreka sem stjórnir og skátaforingjar viti að þau geti leitað til eftir stuðningi. Þannig er vonandi betur hægt að tryggt jafna þjónustu við öll skátafélög, byggja upp traustara samband við félagsráð hvers skátafélags en einnig einfalda skátafélögum öll samskipti við Skátamiðstöðina.

Erindrekarnir halda þó áfram að vinna sem teymi að öllum verkefnum og munu áfram vinna saman þvert á þessa skiptingu við stuðning verkefna eftir þeirra styrkleikum og þekkingu hverju sinni. En nú geta félögin alltaf treyst á þennan aðila til að hjálpa sér að finna bestu lausnina á sínum áskorunum. Þar að auki verður þessi erindreki tengiliður skátafélagsins þegar kemur að nokkurs konar upplýsingamiðlun til Skátamiðstöðvarinnar eða BÍS og geta sent öll gögn, allar fyrirspurnir og öll önnur mál sem þau vita ekki alveg nákvæmlega hverjum öðrum þau ættu að berast tengt skátastarfinu.

Erindrekarnir munu í næstu viku senda sínum skátafélögum ögn persónulegri póst og reyna að dagsetja fund með stjórnum í mars og apríl. Þá fara núna að berast nokkuð ört upplýsingar um aldursbilamótin í sumar, Skátaþing og ýmislegt annað sem mun héðan af berast félögunum í gegnum erindreka.

Skipting erindreka á skátafélög er eftirfarandi:

Sigurgeir B. Þórisson

Netfang: sigurgeir@skatarnir.is
Sími: 550 9801 / 867 0604

  • Skátafélag Akranes
  • Skátafélagið Árbúar
  • Skátafélagið Farfuglar
  • Skátafélagið Faxi
  • Skátafélagið Garðbúar
  • Skátafélagið Hafernir
  • Skátafélagið Heiðabúar
  • Skátafélagið Klakkur
  • Skátafélagið Mosverjar
  • Skátafélagið Kópar
  • Skátafélagið Svanir
  • Skátafélagið Vogabúar

 

Sædís Ósk Helgadóttir

Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805 / 661 6433

  • Skátafélagið Eilífsbúar
  • Skátafélagið Fossbúar
  • Skátafélagið Hraunbúar
  • Skátafélagið Landnemar
  • Skátafélagið Segull
  • Skátafélagið Skjöldungar
  • Skátafélagið Stígandi
  • Skátafélagið Strókur
  • Skátafélagið Vífill
  • Skátafélagið Ægisbúar
  • Skátafélagið Örninn

Til hamingju með Þankadaginn í dag!

Kæru skátar,
Til hamingju með Þankadaginn í dag!
Árlega halda skátar hátíðlega upp á 22. febrúar og minnast bæði stofnenda hreifingarinnar Lord Baden-Powell og Olave Baden-Powell, sem áttu bæði afmæli þann dag. Þankadagurinn, nefndur á ensku "Thinking Day", er verkefni mótað af kvennskátahreyfingunni WAGGGS, með þeim tilgangi að skátar fagni vináttunni og nýti tækifærið til þess að láta í sér heyra um málefnin sem skiptir þau máli.
Til þess að fagna deginum hafa skátar á Íslandi oft sett upp skátaklút, deilt sínum uppáhalds skátaminningum og tekið þátt í þankadags verkefnapakkanum frá WAGGS.
Hægt er að lesa meira um það á heimasíðunni okkar: https://skatarnir.is/thankadagurinn/

Skátaþing 2022 - Fundarboð

Skátaþing

Hægt er að sækja fundarboð Skátaþings 2022 á pdf með því að smella hér.

Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2022.

Þingið verður haldið dagana 1.-3. apríl á Bifröst og hefst með setningu kl. 18:00 föstudaginn 1. apríl og lýkur sunnudaginn 3. apríl kl. 15:00. Aðstaðan opnar kl. 16:00 og afhending þingagna fer fram frá kl. 17:00.

Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og skv. 17. grein laga BÍS skal kosningaár fara fram á sléttu ártali. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18.-20. í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 25. mars klukkan 18:00. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.

Þátttökugjald er 4.500 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi og báða morgna, hádegisverður á laugardegi og sunnudegi og dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.

Hægt verður að bóka herbergi og íbúðir til að gista í á Bifröst fyrir einstaklinga eða hópa og verður það auglýst sérstaklega þegar lokatala herbergja berst frá Bifröst. Einnig verður auglýstur sérstakur hátíðarkvöldverður á laugardegi þingsins. Öll skráning fyrir slíkt mun fara fram í Sportabler og verður eingöngu aðgengileg þeim sem skráð eru á Skátaþing.

Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:

Stjórn
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur

Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði

Annað
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Kjörin á Ungmennaþingi 2022
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði

Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 18:00 á uppstillingarnefnd á netfangið uppstillingarnefnd@skatarnir.is. Með fundarboði fylgir tilkynning frá uppstillingarnefnd þar sem má finna nánari upplýsingar og lýsingu á hverju hlutverki fyrir sig.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.

Uppstillingarnefnd skipa:
Berglind Lilja Björnsdóttir s. 659-1366 berglindliljab@gmail.com
Birgir Ómarsson s. 895-7551 biggiomars@gmail.com
Katrín Kemp Stefánsdóttir s. 824-1865 katrinkemp@kopar.is
Sigurður Viktor Úlfarsson, form s. 854-0074 siggiulfars@gmail.com
Sædís Ósk Helgadóttir s. 661-6433 saedis@skatarnir.is

 

Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:

Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.

  1. mars kl. 00:01 – Fresti skátafélaga til að standa skil á gögnum til skrifstofu BÍS lýkur.
    4. mars kl. 18:00– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
    11. mars kl. 18:00– Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
    11. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
    15. mars kl. 18:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
    18. mars kl. 18:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
    25. mars kl. 18:00 Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
    25. mars kl. 18:00  – Skráning á Skátaþing lýkur
    1. apríl kl. 18:00
      – Skátafélög skulu afhenda kjörbréf. Skátaþing er sett.

Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing þar sem má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þingögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.

Reykjavík, 18. febrúar 2022
Fyrir hönd stjórnar BÍS,
Helga Þórey Júlíudóttir
Framkvæmdastjóri BÍS


Útivistarsvæði skáta við Hafravatn

Dagbjört Brynjarsdóttir félagsforingi Mosverja og Helgi Þór Guðmundsson formaður SSR innsigla samkomulagið með handabandi.

Skátasamband Reykjavíkur og skátafélagið Mosverjar undirrituðu á dögunum samning um samstarf um uppbyggingu á Útivistarsvæði skáta við Hafravatn sem hefur verið í umsjón Skáta í Reykjavík síðan 1938 þegar Kvenskátafélag Reykjavíkur fékk landið á leigu og nýtti um áratugaskeið. Skátasamband Reykjavíkur fékk svo landið til leigu árið 1997 fyrst til 25 ára en árið 2020 var lóðarsamningurinn framlengdur til ársins 2045.

 

Nú þegar lóðarleigusamningur hefur verið framlengdur og samningur við Mosverja um samstarf undirritaður er loksins kominn tími til þess að hefja frekari uppbyggingu á landinu sem nýtist öllum skátum. Fyrirhugað er að setja upp salernisaðstöðu, geymslu og grillskýli svo skátahópar geti komið á svæðið og gist á tjaldsvæðinu og fengið lámarksþjónstu. Á landinu er gert ráð fyrir allt að 8 flokkaskálum sem á eftir að hanna og verður það hlutverk Hafravatnsráð að ákveða útlit og hönnun á skálunum. Vonandi verður hægt bjóða upp á frábæra útivistar aðstöðu fyrir skáta á Hafravatni í nánustu framtíð.

Dagbjört Brynjarsdóttir og Helgi Þór Guðmundsson undirrita samkomulag um samstarf um útivistarsvæði skáta við Hafravatn.

 

Deiliskipulagið við Hafravatn


Tilkynning frá uppstillingarnefnd

Sækja tilkynningu á pdf formi.

Á Skátaþingi helgina 1.-3. apríl n.k. verður kosið í neðangreind hlutverk í samræmi við lög BÍS.

Uppstillingarnefnd hvetur skáta sem hafa áhuga og hugsjónir fyrir skátastarfi í landinu að skoða þau hlutverk sem eru laus til kjörs, að gefa kost á sér til starfa og hvetja aðra til þess. Lýsingar á þeim hlutverkum sem kosið er í má finna neðst í þessari tilkynningu.

Athygli skal vakin á eftirfarandi:

  • Kosið er í öll hlutverk annað hvert ár til tveggja ára.
  • Við kosningu í stjórn BÍS er kosið sérstaklega um skátahöfðingja og gjaldkera en fimm meðstjórnendur eru kjörnir í einni kosningu.
  • Kosið er í fjögur fastaráð: starfsráð, alþjóðaráð, útilífsráð og stjórn Skátaskólans. Kosið er um þrjá fulltrúa í hvert ráð.
  • Kosið er í ungmennaráð (16-25 ára) og áheyrnarfulltrúa ungmenna í stjórn BÍS á ungmennaþingi 6. febrúar. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með undirbúningi ungmennaþings, sækja þingið og bjóða sig fram.
  • Kosið er um fimm sæti í uppstillingarnefnd, þrjá félagslega skoðunarmenn og löggiltan endurskoðanda.

Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:

 

 

Stjórn

Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur

Fastaráð

Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði

Annað

Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Kjörin á Ungmennaþingi 2022

Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði

Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar uppstillingarnefnd hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 12:00.

Tilkynningar um framboð þurfa að berast í tölvupósti á netfang uppstillingarnefndar uppstillingarnefnd@skatarnir.is.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.

 

 

Uppstillingarnefnd skipa:
Berglind Lilja Björnsdóttir s. 659-1366 berglindliljab@gmail.com
Birgir Ómarsson s. 895-7551 biggiomars@gmail.com
Katrín Kemp Stefánsdóttir s. 824-1865 katrinkemp@kopar.is
Sigurður Viktor Úlfarsson, form s. 854-0074 siggiulfars@gmail.com
Sædís Ósk Helgadóttir s. 661-6433 saedis@skatarnir.is

Hér eru skýringar um helstu verkefni sem þau hlutverk sinna sem kosið verður í á Skátaþingi. Athugið að þetta eru ekki tæmandi listar og verkefnin geta verið jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ennfremur starfa ráð oft saman að ýmsum verkefnum.

Stjórn

Skátahöfðingi er formaður stjórnar BÍS og leiðtogi alls skátastarfs í landinu.

Gjaldkeri situr í stjórn BÍS. Hann ber m.a. ábyrgð á fjármálum BÍS og vinnur náið með framkvæmdastjóra hreyfingarinnar að stjórn þeirra, framkvæmd fjáraflana, vinnslu bókhalds, áætlanagerð o.þ.h.

Meðstjórnendur (5): Sitja í stjórn BÍS sem skiptir með sér verkum og ber m.a. sameiginlega ábyrgð á starfi stjórnar, ráða og nefnda. Sitja eftir atvikum í fastaráðum samkvæmt ákvörðun stjórnar.

Áheyrnarfulltrúi ungmenna hefur áheyrnarrétt í stjórn BÍS en ekki atkvæðisrétt. Kosið er í hlutverkið á ungmennaþingi.

Fastaráð og fleiri hlutverk

Hlutverk starfsráðs er að styðja við og efla starf skátafélaganna í samráði við stjórnir skátafélaga, sveitarforingja og flokksforingja.

Hlutverk alþjóðaráðs er að stuðla að því að að BÍS fylgi stefnum og nýti sér stuðningsefni frá alþjóðasamtökum skáta, WOSM og WAGGGS, ásamt því að annast samskipti við erlend skátabandalög, kynningu á erlendu skátastarfi á Íslandi og íslensku skátastarfi erlendis.

Hlutverk stjórnar Skátaskólans er að stuðla að þjálfun með skipulagningu námskeiða, er taki mið af Grunngildum Bandalags íslenskra skáta.

Hlutverk útilífsráðs er að hvetja til viðburða sem fela í sér útilíf og styðja við þá útilífsviðburði sem bæði skátafélög og BÍS standa fyrir.

Uppstillingarnefnd skal leita eftir fólki til starfa í stjórn og fastaráð fyrir Bandalag íslenskra skáta. Við störf sín skal nefndin ávallt leita eftir sem hæfustum frambjóðendum og gæta þess, eftir því sem hægt er, að jafnræði sé með kynjunum í stjórn, nefndum og ráðum BÍS.

Félagslegir skoðunarmenn reikninga: Félagsleg skoðun reikninga BÍS og dótturfélaga er í höndum þriggja manna félagslegrar skoðunarnefndar sem Skátaþing kýs. Félagslegir skoðunarmenn reikninga mega ekki sinna öðrum störfum fyrir BÍS sem snerta fjármál. Þeir bera ábyrgð gagnvart Skátaþingi og skulu eiga greiðan aðgang að öllu bókhaldi BÍS og er stjórninni skylt að veita þeim allar nauðsynlegar upplýsingar um fjármál og reikningshald þess.

Löggiltur endurskoðandi: Reikningar BÍS og dótturfélaga skulu skoðaðir ár hvert af löggiltum endurskoðanda, kosnum af Skátaþingi.

Hlutverk ungmennaráðs er að hvetja til og auka ungmennalýðræði innan stjórnkerfis hreyfingarinnar og stuðla að virkri þátttöku ungmenna við stefnumótun eigin skátastarfs og hreyfingarinnar. Kosið er í ráðið á ungmennaþingi.

 


Heimaverkefni - Ramba

Ramba

Heimaverkefni fyrir fjarskáta

Færnimerki Ramba

Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Ramba. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.

Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.

Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni

Um merkið

Sem skáti þarftu að vera ábyrgur og geta tekist á við ólíkar áskoranir. Því er mikilvægt að þér líði vel við nýjar og framandi aðstæður og vitir hvert á að halda og hvað á að gera hverju sinni.

Verkefnin

  • Kannið umhverfið ykkar
    • Ef þið þekkið ekki vel svæðin í kringum heimilið ykkar eða skólann ykkar er sniðugt að byrja þetta verkefni á því að fara í leiðangur og skoða ykkur um. Hvað er merkilegt á leiðinni í skólann, eða heim til vinar, hvernig munið þið hvert á að fara?
  • Búa til kort
    • Aðal verkefni vikunnar er að búa til kort, eins og fjarsjóðskort. Á kortinu eiga að koma fram kennileiti, hlutir sem að er auðvelt að þekkja og rata eftir. Hér fyrir neðan eru svo hlutir sem gott er að hafa á kortinu ykkar.
      • Heima
      • Skólinn
      • Heimili vina
      • Besta leiðin í skólann
      • Skátaheimilið
      • Besti staðurinn til að fela fjársjóð
    • Kunna símanúmer foreldra
      • Kannt þú símanúmerið hjá foreldrum þínum utan af? Ef ekki skaltu taka smá tíma í að reyna að leggja það á minnið. Gott er að reyna nokkrum sinnum að slá það inn í símann til að prófa. Það er mjög mikilvægt að geta hringt í foreldra sína ef þú skildir óvart týnast.
    • Rata eftir korti.
      • Þegar kortið er tilbúið er kominn tími til að prófa það. Finndu þér góðann tíma til að fara í stuttan göngutúr. Ef þú hefur tök á því bjóddu einhverjum með og fáðu þau til að reyna að rata eftir kortinu þínu sem þú teiknaðir.
    • Aukaverkefni
      • Láta vin fylgja kortinu
        • Þú og vinir getið skipts á kortum og reynt að finna hvar þið mynduð fela fjársjóðinn hjá hvor öðru.
      • Skátadulmál
        • Skátarnir eiga sitt eigið dulmál og geta þannig sent skilaboð til hvors annars án þess að neinn annar veit af. Þú getur notað það til þess að fela leyni skilaboð á kortinu þínu.
          https://skatarnir.is/verkefni-7-gatur-og-thrautir/
      • Náttúrubíngó

 


Heimaverkefni - Endurvinnsla

Endurvinnsla

Heimaverkefni fyrir fjarskáta

Færnimerki Endurvinnsla
Færnimerki endurvinnsla

Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Endurvinnsla. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.

Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.

Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni

Um merkið

Við eigum aðeins eina jörð og til þess að við sem hana byggjum getum notið hennar sem lengst er mikilvægt að við göngum vel um hana. Skátar taka virkan þátt í að reyna að vernda jörðina og viðhalda henni og það er best gert með því að vita hvernig við höfum áhrif á hana og hvað við getum gert til að minnka skaðleg áhrif okkar.

Verkefnin

  • Skoða hvernig er flokkað heima
    • Gott er að byrja þetta verkefni á að skoða vel hvernig hlutum er hent heima. Athugið hvernig flokkun er háttað til að geta svarað eftirfarandi spurningum
    • Er flokkað pappír og plast sér?
    • Eru glerkrukkur og annað gler flokkað eða endurnýtt eftir notkun?
    • Eru áldósir flokkaðar eða endurnýttar eftir notkun?
  • Flokka í fimm daga
    • Núna er markmiðið ykkar að flokka i fimm daga á heimilinu ykkar. Gott er að taka til fötur eða kassa sem hægt er að merkja og safna saman í eftir flokkum. Markmiðið ykkar er að flokka eftirfarandi flokka, en auðvitað er hægt að vera með fleiri flokka.
      • Pappír
      • Plast
      • Málmur
      • Gler
    • Fara með það sem flokkað var í endurvinnslu.
      • Þegar þið eruð búin að flokka í fimm daga er komið að því að tæma flokkunar tunnurnar. Finnið næsta flokkunarstöð frá ykkar heimili. Það getur verið flokkunartunna úti, grenndargámar eða flokkunarstöð Sorpu.

Aukaverkefni

  • Gefa gamalt dót
    • Ef þið eigið dót sem þið eruð ekki að leika ykkur með lengur, getur verið gott að gefa einhverjum það. Hægt er að gefa yngri systkinum eða skyldmennum, eða að fara með dót á nytjamarkaði eins og góða hirðinn þar sem dótið fær að halda áfram að gleðja einhvern annan.
  • Búa til innkaupapoka úr gömlum bol
    • Ef þið eigið gamlan bol sem þið passið ekki lengur í, eða er orðinn tættur og skemmdur getið þið búið til endurnýtanlegan poka úr honum eins og sýnt er hér https://www.youtube.com/watch?v=zgpaM3u2zng

Aðstoðarkokkur

Heimaverkefni fyrir fjarskáta

Færnimerki Aðstoðarkokkur

 

Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Aðstoðarkokkur. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.

Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.

Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni

Um merkið

Matur er ekki bara öllum nauðsynlegur, að taka þátt í að búa hann til er líka afar spennandi og skemmtilegt verkefni, sem bíður upp á fullt af möguleikum. Hér færð þú tækifæri til að læra hvernig á að elda einfaldan mat og að geta gert það sjálf/ur.

Verkefnin

  • Búa til matseðil
    • Fyrsta skrefið í þessu verkefni er að ákveða hvað á að vera í matinn. Ákveðið með foreldrum hvað á að vera í matinn næstu fimm daga og skoðið hvað þarf af hráefni í þær máltíðir. Við mælum með að skoða uppskriftir annaðhvort í bókum eða á netinu, til að finna eitthvað sem er gott, fjölbreytt og næringarríkt.
  • Innkaup
    • Næsta skref er að aðstoða foreldra við að setja saman innkaupalista og ef tækifæri gefst að hjálpa til við innkaupin sjálf. Ef þið komist ekki með í innkaupin, þá er það allt í lagi. Gott er að skoða hvað er til nú þegar heima, og athuga hvort það sé hægt að nota það.
  • Eldamennska
    • Seinasta skrefið í þessu verkefni er að hjálpa til við að elda að minnsta kosti eina máltíð. Passið að fara vel eftir leiðbeiningum foreldra, bæði til að geta fylgt uppskrift vel, og svo þið slasið ykkur ekki.
  • Aukaverkefni
    • Eftirréttur
      • Eftir góða máltíð getur verið gott að fá sér smá eftirrétt. Sem aukaverkefni getið þið búið til eftirrétt. Það getur verið eitthvað skemmtilegt eins og kókosbollur eða annan gómsætan eftirmat.
    • Frágangur
      • Aðstoðið við tiltekt eftir mat, að taka af borði, ganga frá matnum, og vaska upp. Ef þið eruð með uppþvottavél getið þið hjálpað við að raða í hana og í leiðinni lært hvað má fara í uppþvottavélina og hvert það fer.

 

 

 

 

 

 

Félagsstarf skáta til og með 3. febrúar

Tvær nýjar reglugerðir vegna yfirstandandi heimsfaraldurs taka gildi 13. janúar, önnur um takmörkun á samkomum og hin um takmörkun á skólastarfi sem tekur m.a. til æskulýðs og tómstundastarfs þ.m.t. skátastarfs. Samkvæmt því getur félagsstarf skáta á grunnskólaaldri hafist aftur með nokkrum takmörkunum þó, félagsstarf rekkaskáta þarf áfram að fylgja almennum samkomutakmörkunum. Fjölskylduskátastarf getur farið fram ef fjöldi fullorðinna er undir 20, ekki fleiri en einn forráðaraðili fylgir hverju barni í starfinu og þau fylgja reglum um almennar samkomutakmarkanir, börn á leikskólaaldri eru undanskilin nálægðartakmörkunum og grímuskyldu.

Stjórnir skátafélaga eru samt hvattar til að taka mið af ástandi í þeirra nærsamfélagi og leita líka leiðbeininga frá sínum sveitarfélögum og hverfastjórnum ef þau vita að aðrar æskulýðsstofnanir í kringum þær hafa lokað vegna smita.

Athygli er vakin á að blikur eru á lofti um að þessar leiðbeiningar gætu breyst hratt aftur

Dreka- fálka- og dróttskátar (7 – 15 ára)

Þátttakendur:

  • Drekaskátar, Fálkaskátar og Dróttskátar mega vera 50 saman á skátafundi
  • Blöndun er leyfileg á milli hópa.

Staðsetning skátafunda:

  • Mælst til að vera utandyra. Ef stór hluti er í sóttkví og/eða einangrun er mælst til að hafa fundinn á rafrænum vettvangi til að auka aðgengileka.
  • Fari starf fram innanhúss skal gæta góðra þrifa á almennum snertiflötum og loftræsa rými.
  • Áfram skal gæta persónubundinna smitvarna og bjóða góða aðstöðu til handþvotts og hafa spritt aðgengilegt þátttakendum og skátaforingjum.
  • Ráðstafanir skulu gerðar til að sótthreinsa rými eftir hvern dag og á milli hópa í sama rými.

Skátaforingjar:

  • Reyna skal að halda fjölda skátaforingja í lágmarki þó ávallt vera nægur til að anna ungmennunum og gæta öryggis, samkvæmt reglugerð má fjöldi skátaforingja að hámarki vera 20.
  • Skátaforingjar skulu gæta 2 metra nálægðartakmörkunar á milli hvors annars og milli sín og barnanna eins og kostur er.
  • Skátaforingjar skulu bera andlitsgrímur þegar ekki er unnt að gæta fjarlægðartakmarkanna og er mælst til þess að þær séu bornar öllum stundum í starfi.

Starfsfólk:

Séu starfsmenn í skátafélögum gilda sömu reglur um þau og skátaforingja.

Forráðamenn, aðstandendur og aðrir aðilar:

Ekki er sérstaklega talað um forráðafólk og aðstandendur þátttakenda í reglugerð en mælst er til þess að þau ásamt öðrum sem ekki tilheyra félagsstarfi hverrar skátasveitar skulu lágmarka viðveru í skátaheimili þegar skátafundir eru haldnir. Þau skulu bera grímu öllum stundum ef þau þurfa að mæta í persónu þar sem skátasveitin er að störfum og gæta nálægðartakmarkana gagnvart þátttakendum, skátaforingjum og öðrum.

Rekka-, róver- og eldri skátar (16 ára og eldri)

Vilji skátar á þessum aldursbilum koma saman er þeim ráðlagt að færa allt það starf utandyra, vera aldrei fleiri en 20, gæta nándartakmarkana og bera grímur sé ekki hægt að tryggja þær. Áfram er mælst til að allar samkomur sem snúa að skipulagi félagsins s.s. foringjaráðsfundir, stjórnarfundir, baklandsfundir og samanbærilegt sé framkvæmt rafrænt.

Ferðir og útilegur á öllum aldursstigum

Mælst er til þess að fara eingöngu í dagsferðir. Að svo stöddu er augljóslega meiri smithætta að fara og dvelja til lengri tíma saman í stórum hópi og erfitt að tryggja að sóttvarnartakmörkum sé fylgt í einu og öllu meðan á dvöl stendur.


Fararstjórn og sveitarforingjar á WSJ23

UM ALHEIMSMÓT SKÁTA Í SUÐUR-KÓREU

Alheimsmót skáta er fastur liður í viðburðarhaldi á vegum heimssamtaka skáta, WOSM. Það hefur verið haldið í 24 skipti á fjögurra ára fresti fyrir skáta á aldrinum 14 til 17 ára og 25. mótið fer fram í Suður-Kóreu 2023. Mótið verður haldið dagana 1.-12. ágúst, íslenskur fararhópur stefnir að því að sækja mótið, mun hópurinn halda út nokkrum dögum fyrir mót og dvelja í nokkra daga til viðbótar. og geta skátar fædd á tímabilinu 22. júlí 2005 til 31. júlí 2009 verið þátttakendur, þau sem eldri eru geta farið sem alþjóðlegir þjónustuliðar (e. ISTs) eða sótt hér um að fá að fara sem sveitarforingjar (e. leaders) eða sem hluti fararstjórnarhóps (e. CMTs).

HLUTVERK

Sveitarforingjar

Með hverjum 9 þátttakendum í fararhópnum þarf að fylgja 1 sveitarforingi á mótinu, þau mynda saman 1 flokk og hverjir 4 flokkar mynda síðan sveit sem verður saman á mótinu sjálfu. Sveitaforingjar eru ábyrg fyrir skátum sinnar sveitar á meðan að á ferð stendur, þau dvelja með þeim í tjaldbúð, fylgja þeim í dagskrá á mótinu sjálfu og reyna hvað þau geta til að tryggja þátttakendum góða upplifun af ferðinni. Sveitarforingjar verða í miklum samskiptum við fararstjórnarteymið og þurfa að fylgja öllum þeirra leiðbeiningum á meðan að á ferð stendur.

Fararstjórar

Fararstjórar eru hluti af fararstjórnarteymi fararhópsins (e. Contingent management team), þau annast undirbúning ferðarinnar og sinna allri upplýsingagjöf fram að ferð. Þau undirbúa þátttakendur, sveitarforingja og IST liða fyrir það sem koma skal á mótinu. Fararstjórn stýrir öllum ferðalögum hópsins frá því að farið er út og þar til komið er heim aftur en nýtur dyggrar aðstoðar sveitarforingja. Meðan dvalið er úti fyrir og eftir mót stýrir fararstjórn og hefur yfirumsjón með öllu skipulagi en njóta dyggrar aðstoðar sveitarforingja.  Á mótinu sjálfu annast fararstjórnin miðstöð fararhópsins í miðbæ mótsins, mætir á fararstjórnarfundi og miðlar upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða fararhópsins. Þau fylgjast með að allt gangi eftir óskum hjá sveitum fararhópsins og eru til taks ef eitthvað kemur upp. Þau annast einnig upplýsingagjöf til Skátamiðstöðvar og til forráðafólks þátttakenda eftir því sem við á.

SKYLDUR OG ÁBYRGÐ

Sveitarforingjar

Fyrir mót þurfa sveitarforingjar  að taka virkan þátt í undirbúningi, að kynnast skátum sinnar sveitar að skuldbinda sig til að taka þátt í undirbúningsviðburðum fararhópsins og að mæta á upplýsingafund fyrir forráðafólk sinnar sveitar. Á mótinu sjálfu dvelja sveitarforingjar í tjaldbúð með þátttakendum, þau skipuleggja tjaldbúð, halda reglulega upplýsingafundi með þátttakendum, tryggja að þátttakendur mæti í dagskrá og fylgja þeim í dagskrá, skipuleggja matseld með þátttakendum og fylgjast vel með líðan sinnar sveitar. Á mótinu gætu sveitarforingjar þurft að mæta á fundi með fararstjórn eða með fulltrúum mótstjórnar og skipta því með sér eftir þörfum og leiðbeiningum frá viðkomandi aðilum. Á ferðalögum með fararhópnum aðstoða sveitarforingjar fararstjórn hafa þá líka umsjón með skátum sem eru ekki úr þeirra sveitum.  Sveitarforingjar þurfa að vera tilbúin til að fylgja fararhópnum hvert skref frá Íslandi og heim aftur. Sveitarforingjum eru ábyrgir fyrir velferð skáta í þeirra sveitum á meðan að á móti stendur og að skátarnir fylgi reglum fararhópsins og mótsins meðan að á því stendur.

Fararstjórar

Meðlimir fararstjórnarteymisins þurfa að skuldbinda sig til að mæta á reglulega undirbúningsfundi fararstjórnar að vera tilbúin að deila ábyrgð og verkefnum með aðalfararstjórum. Fararstjórn þarf að sinna hverju atriði sem mótstjórn alheimsmóts skáta ætlast til af þeim og þurfa því að fylgjast með og lesa fréttabréf mótstjórnar. Fararstjórn er ábyrg fyrir kynningu mótsins til skátafélaga og skáta og leggur sig alla fram við að vekja áhuga sem flestra á mótinu. Fararstjórn skiptir þátttakendum í flokka og velur þeim sveitarforingja, síðan hefur hún yfirumsjón með að sveitirnar undirbúi sig með viðeigandi hætti. Hún auglýsir eftir og velur inn þjónustuliða innan þeirra takmarkana sem mótið setur. Fararstjórn skipuleggur undirbúningsferð sveita og fararhópsins í heild og virkjar þar sveitarforingjana. Fararstjórn skipuleggur og er ábyrg fyrir upplýsingafundi fyrir forráðafólk fram að móti og annast reglulega upplýsingagjöf til forráðafólks t.d. í formi reglulegra upplýsingabréfa. Fararstjórn skipuleggur og leiðir öll ferðalög tengd mótinu og stýrir hópnum þegar ferðast er á milli staða. Hún skipuleggur einnig og stýrir dvöl úti utan mótsvæðis fyrir og/eða eftir mót.

Á mótinu annast fararstjórn miðstöð fararhópsins í miðbæ tjaldbyggðar mótsins, þar er staðið fyrir kynningu á Íslandi og íslensku skátastarfi. Mótstjórn skipuleggur hvernig sú kynning fer fram og aflar samstarfsaðila um það. Fararstjórn fylgist með sveitum og þjónustuliðum á mótinu og tryggir að allt gangi vel hjá þeim. Þau mæta á fararstjórnarfundi með mótstjórn og miðla upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða eins og ætlast er til. Þau bregðast við ákalli um aðstoð innan fararhópsins og mæta reglulega í heimsókn til skátasveitanna til að gera úttektir, leiðbeina og benda á hvað megi gera betur. Mótstjórn tryggir að upplýsingaflæði sé gott milli allra aðila og miðlar frá mótinu til íslenskra skáta, Skátamiðstöðvar og forráðafólks þátttakenda eins og er viðeigandi.

Fararstjórn er endanlega ábyrg fyrir öllum störfum fararhópsins og skal gera hvað hún getur til að tryggja öllum góða upplifun og góðan stuðning á meðan að á ferð stendur.

HÆFNI OG AÐRAR KRÖFUR

Sveitarforingjar

Þurfa að hafa náð 18 ára aldri hið minnsta, þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku en kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Sveitarforingjar starfa mjög náið með þátttakendum og því er reynsla af starfi með ungmennum nauðsynleg, gott er að viðkomandi búi yfir ríkri ábyrgðarkennd, jákvæðu viðhorfi, útsjónarsemi og góðum samskiptahæfileikum. Reynsla af ferðalögum með ungmenni, þá sérstaklega til útlanda, er kostur. Sveitarforingjar munu að einhverju leiti endurspegla félagsdreifingu þátttakenda. Sveitarforingjar skulu hafa sótt Verndum þau á tímabilinu 2019-2023 en annars er nauðsynlegt að það sé sótt áður en farið er út, þau skulu skila inn sakavottorðsheimild til BÍS og skulu þekkja og starfa eftir siðareglum ÆV og kynna sér og starfa eftir reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Sveitarforingjar skulu skila öllum upplýsingum til móts sem kallað er eftir um þau og sækja Safe from harm og önnur námskeið sem mótið gæti farið fram á fyrir mót.

Fararstjórar

Þurfa að hafa náð 18 ára aldri hið minnsta, þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku en kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Fararstjórar þurfa að kynna sér mjög vel mikið af upplýsingum fyrir mót, vera vakandi fyrir breytingum og miðla upplýsingum áfram, því þarf viðkomandi að hafa góða skipulagshæfni og samskiptatækni. Fararstjórn vinnur ýmist með þátttakendum, sveitarforingjum, þjónustuliðum, forráðafólki og starfsfólki Skátamiðstöðvar, gott er að viðkomandi hafi gaman af því að vinna með öðrum og sé tilbúið að tileinka sér þjónandi forystustíl. Reynsla af fararstjórn, verkefnastjórn stærri verkefna og forystustarfi er kostur. Fararstjórar skulu hafa sótt Verndum þau á tímabilinu 2019-2023 en annars er nauðsynlegt að það sé sótt áður en farið er út, þau skulu skila inn sakavottorðsheimild til BÍS og skulu þekkja og starfa eftir siðareglum ÆV og kynna sér og starfa eftir reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Fararstjórar skulu skila öllum upplýsingum til móts sem kallað er eftir um þau og sækja Safe from harm og önnur námskeið sem mótið gæti farið fram á fyrir mót.

UMSÓKNIN SJÁLF

Veldu þá stöðu sem þú vilt gefa kost á þér í
Vinsamlegast skrifaðu bara önnur tungumál ef þú myndir treysta þér að vera í samskiptum við erlenda skátahópa á því tungumáli
Vinsamlegast skrifaðu starfsheiti eða stutta lýsingu á hvað þú fæst við.
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á hlutverkinu. Hvernig reynsla þín nýtist farhóp Íslands á mótið og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.


Privacy Preference Center