Heimaverkefni – Ramba

Ramba

Heimaverkefni fyrir fjarskáta

Færnimerki Ramba

Verkefni vikunnar er áskorun að vinna ykkur inn færnimerkið Ramba. Markmiðið er að klára verkefnin hérna fyrir neðan og senda á foringjana ykkar. Þegar þið hafið klárað verkefnið hafið þið unnið ykkur inn merkið sjálft.

Aukaverkefni eru verkefni sem þarf ekki að klára til að fá merkið, en getur verið skemmtilegt að gera. Bæði getur það verið góð áskorun, eða skemmtileg viðbót.

Þið hafið þangað til í næstu viku til að klára þetta verkefni

Um merkið

Sem skáti þarftu að vera ábyrgur og geta tekist á við ólíkar áskoranir. Því er mikilvægt að þér líði vel við nýjar og framandi aðstæður og vitir hvert á að halda og hvað á að gera hverju sinni.

Verkefnin

 • Kannið umhverfið ykkar
  • Ef þið þekkið ekki vel svæðin í kringum heimilið ykkar eða skólann ykkar er sniðugt að byrja þetta verkefni á því að fara í leiðangur og skoða ykkur um. Hvað er merkilegt á leiðinni í skólann, eða heim til vinar, hvernig munið þið hvert á að fara?
 • Búa til kort
  • Aðal verkefni vikunnar er að búa til kort, eins og fjarsjóðskort. Á kortinu eiga að koma fram kennileiti, hlutir sem að er auðvelt að þekkja og rata eftir. Hér fyrir neðan eru svo hlutir sem gott er að hafa á kortinu ykkar.
   • Heima
   • Skólinn
   • Heimili vina
   • Besta leiðin í skólann
   • Skátaheimilið
   • Besti staðurinn til að fela fjársjóð
  • Kunna símanúmer foreldra
   • Kannt þú símanúmerið hjá foreldrum þínum utan af? Ef ekki skaltu taka smá tíma í að reyna að leggja það á minnið. Gott er að reyna nokkrum sinnum að slá það inn í símann til að prófa. Það er mjög mikilvægt að geta hringt í foreldra sína ef þú skildir óvart týnast.
  • Rata eftir korti.
   • Þegar kortið er tilbúið er kominn tími til að prófa það. Finndu þér góðann tíma til að fara í stuttan göngutúr. Ef þú hefur tök á því bjóddu einhverjum með og fáðu þau til að reyna að rata eftir kortinu þínu sem þú teiknaðir.
  • Aukaverkefni
   • Láta vin fylgja kortinu
    • Þú og vinir getið skipts á kortum og reynt að finna hvar þið mynduð fela fjársjóðinn hjá hvor öðru.
   • Skátadulmál
    • Skátarnir eiga sitt eigið dulmál og geta þannig sent skilaboð til hvors annars án þess að neinn annar veit af. Þú getur notað það til þess að fela leyni skilaboð á kortinu þínu.
     https://skatarnir.is/verkefni-7-gatur-og-thrautir/
   • Náttúrubíngó