Fararstjórn og sveitarforingjar á WSJ23

UM ALHEIMSMÓT SKÁTA Í SUÐUR-KÓREU

Alheimsmót skáta er fastur liður í viðburðarhaldi á vegum heimssamtaka skáta, WOSM. Það hefur verið haldið í 24 skipti á fjögurra ára fresti fyrir skáta á aldrinum 14 til 17 ára og 25. mótið fer fram í Suður-Kóreu 2023. Mótið verður haldið dagana 1.-12. ágúst, íslenskur fararhópur stefnir að því að sækja mótið, mun hópurinn halda út nokkrum dögum fyrir mót og dvelja í nokkra daga til viðbótar. og geta skátar fædd á tímabilinu 22. júlí 2005 til 31. júlí 2009 verið þátttakendur, þau sem eldri eru geta farið sem alþjóðlegir þjónustuliðar (e. ISTs) eða sótt hér um að fá að fara sem sveitarforingjar (e. leaders) eða sem hluti fararstjórnarhóps (e. CMTs).

HLUTVERK

Sveitarforingjar

Með hverjum 9 þátttakendum í fararhópnum þarf að fylgja 1 sveitarforingi á mótinu, þau mynda saman 1 flokk og hverjir 4 flokkar mynda síðan sveit sem verður saman á mótinu sjálfu. Sveitaforingjar eru ábyrg fyrir skátum sinnar sveitar á meðan að á ferð stendur, þau dvelja með þeim í tjaldbúð, fylgja þeim í dagskrá á mótinu sjálfu og reyna hvað þau geta til að tryggja þátttakendum góða upplifun af ferðinni. Sveitarforingjar verða í miklum samskiptum við fararstjórnarteymið og þurfa að fylgja öllum þeirra leiðbeiningum á meðan að á ferð stendur.

Fararstjórar

Fararstjórar eru hluti af fararstjórnarteymi fararhópsins (e. Contingent management team), þau annast undirbúning ferðarinnar og sinna allri upplýsingagjöf fram að ferð. Þau undirbúa þátttakendur, sveitarforingja og IST liða fyrir það sem koma skal á mótinu. Fararstjórn stýrir öllum ferðalögum hópsins frá því að farið er út og þar til komið er heim aftur en nýtur dyggrar aðstoðar sveitarforingja. Meðan dvalið er úti fyrir og eftir mót stýrir fararstjórn og hefur yfirumsjón með öllu skipulagi en njóta dyggrar aðstoðar sveitarforingja.  Á mótinu sjálfu annast fararstjórnin miðstöð fararhópsins í miðbæ mótsins, mætir á fararstjórnarfundi og miðlar upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða fararhópsins. Þau fylgjast með að allt gangi eftir óskum hjá sveitum fararhópsins og eru til taks ef eitthvað kemur upp. Þau annast einnig upplýsingagjöf til Skátamiðstöðvar og til forráðafólks þátttakenda eftir því sem við á.

SKYLDUR OG ÁBYRGÐ

Sveitarforingjar

Fyrir mót þurfa sveitarforingjar  að taka virkan þátt í undirbúningi, að kynnast skátum sinnar sveitar að skuldbinda sig til að taka þátt í undirbúningsviðburðum fararhópsins og að mæta á upplýsingafund fyrir forráðafólk sinnar sveitar. Á mótinu sjálfu dvelja sveitarforingjar í tjaldbúð með þátttakendum, þau skipuleggja tjaldbúð, halda reglulega upplýsingafundi með þátttakendum, tryggja að þátttakendur mæti í dagskrá og fylgja þeim í dagskrá, skipuleggja matseld með þátttakendum og fylgjast vel með líðan sinnar sveitar. Á mótinu gætu sveitarforingjar þurft að mæta á fundi með fararstjórn eða með fulltrúum mótstjórnar og skipta því með sér eftir þörfum og leiðbeiningum frá viðkomandi aðilum. Á ferðalögum með fararhópnum aðstoða sveitarforingjar fararstjórn hafa þá líka umsjón með skátum sem eru ekki úr þeirra sveitum.  Sveitarforingjar þurfa að vera tilbúin til að fylgja fararhópnum hvert skref frá Íslandi og heim aftur. Sveitarforingjum eru ábyrgir fyrir velferð skáta í þeirra sveitum á meðan að á móti stendur og að skátarnir fylgi reglum fararhópsins og mótsins meðan að á því stendur.

Fararstjórar

Meðlimir fararstjórnarteymisins þurfa að skuldbinda sig til að mæta á reglulega undirbúningsfundi fararstjórnar að vera tilbúin að deila ábyrgð og verkefnum með aðalfararstjórum. Fararstjórn þarf að sinna hverju atriði sem mótstjórn alheimsmóts skáta ætlast til af þeim og þurfa því að fylgjast með og lesa fréttabréf mótstjórnar. Fararstjórn er ábyrg fyrir kynningu mótsins til skátafélaga og skáta og leggur sig alla fram við að vekja áhuga sem flestra á mótinu. Fararstjórn skiptir þátttakendum í flokka og velur þeim sveitarforingja, síðan hefur hún yfirumsjón með að sveitirnar undirbúi sig með viðeigandi hætti. Hún auglýsir eftir og velur inn þjónustuliða innan þeirra takmarkana sem mótið setur. Fararstjórn skipuleggur undirbúningsferð sveita og fararhópsins í heild og virkjar þar sveitarforingjana. Fararstjórn skipuleggur og er ábyrg fyrir upplýsingafundi fyrir forráðafólk fram að móti og annast reglulega upplýsingagjöf til forráðafólks t.d. í formi reglulegra upplýsingabréfa. Fararstjórn skipuleggur og leiðir öll ferðalög tengd mótinu og stýrir hópnum þegar ferðast er á milli staða. Hún skipuleggur einnig og stýrir dvöl úti utan mótsvæðis fyrir og/eða eftir mót.

Á mótinu annast fararstjórn miðstöð fararhópsins í miðbæ tjaldbyggðar mótsins, þar er staðið fyrir kynningu á Íslandi og íslensku skátastarfi. Mótstjórn skipuleggur hvernig sú kynning fer fram og aflar samstarfsaðila um það. Fararstjórn fylgist með sveitum og þjónustuliðum á mótinu og tryggir að allt gangi vel hjá þeim. Þau mæta á fararstjórnarfundi með mótstjórn og miðla upplýsingum áfram til sveitarforingja og þjónustuliða eins og ætlast er til. Þau bregðast við ákalli um aðstoð innan fararhópsins og mæta reglulega í heimsókn til skátasveitanna til að gera úttektir, leiðbeina og benda á hvað megi gera betur. Mótstjórn tryggir að upplýsingaflæði sé gott milli allra aðila og miðlar frá mótinu til íslenskra skáta, Skátamiðstöðvar og forráðafólks þátttakenda eins og er viðeigandi.

Fararstjórn er endanlega ábyrg fyrir öllum störfum fararhópsins og skal gera hvað hún getur til að tryggja öllum góða upplifun og góðan stuðning á meðan að á ferð stendur.

HÆFNI OG AÐRAR KRÖFUR

Sveitarforingjar

Þurfa að hafa náð 18 ára aldri hið minnsta, þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku en kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Sveitarforingjar starfa mjög náið með þátttakendum og því er reynsla af starfi með ungmennum nauðsynleg, gott er að viðkomandi búi yfir ríkri ábyrgðarkennd, jákvæðu viðhorfi, útsjónarsemi og góðum samskiptahæfileikum. Reynsla af ferðalögum með ungmenni, þá sérstaklega til útlanda, er kostur. Sveitarforingjar munu að einhverju leiti endurspegla félagsdreifingu þátttakenda. Sveitarforingjar skulu hafa sótt Verndum þau á tímabilinu 2019-2023 en annars er nauðsynlegt að það sé sótt áður en farið er út, þau skulu skila inn sakavottorðsheimild til BÍS og skulu þekkja og starfa eftir siðareglum ÆV og kynna sér og starfa eftir reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Sveitarforingjar skulu skila öllum upplýsingum til móts sem kallað er eftir um þau og sækja Safe from harm og önnur námskeið sem mótið gæti farið fram á fyrir mót.

Fararstjórar

Þurfa að hafa náð 18 ára aldri hið minnsta, þurfa að hafa góða kunnáttu í ensku en kunnátta í öðrum tungumálum er kostur. Fararstjórar þurfa að kynna sér mjög vel mikið af upplýsingum fyrir mót, vera vakandi fyrir breytingum og miðla upplýsingum áfram, því þarf viðkomandi að hafa góða skipulagshæfni og samskiptatækni. Fararstjórn vinnur ýmist með þátttakendum, sveitarforingjum, þjónustuliðum, forráðafólki og starfsfólki Skátamiðstöðvar, gott er að viðkomandi hafi gaman af því að vinna með öðrum og sé tilbúið að tileinka sér þjónandi forystustíl. Reynsla af fararstjórn, verkefnastjórn stærri verkefna og forystustarfi er kostur. Fararstjórar skulu hafa sótt Verndum þau á tímabilinu 2019-2023 en annars er nauðsynlegt að það sé sótt áður en farið er út, þau skulu skila inn sakavottorðsheimild til BÍS og skulu þekkja og starfa eftir siðareglum ÆV og kynna sér og starfa eftir reglugerð BÍS um utanferðir skáta. Fararstjórar skulu skila öllum upplýsingum til móts sem kallað er eftir um þau og sækja Safe from harm og önnur námskeið sem mótið gæti farið fram á fyrir mót.

UMSÓKNIN SJÁLF

Veldu þá stöðu sem þú vilt gefa kost á þér í
Vinsamlegast skrifaðu bara önnur tungumál ef þú myndir treysta þér að vera í samskiptum við erlenda skátahópa á því tungumáli
Vinsamlegast skrifaðu starfsheiti eða stutta lýsingu á hvað þú fæst við.
Segðu í stuttu máli frá því hvers vegna þú hefur áhuga á hlutverkinu. Hvernig reynsla þín nýtist farhóp Íslands á mótið og hvers vegna þú ættir að verða fyrir valinu.