Aðalfundur Skógarskáta 2025
Aðalfundur félags skógarskáta Úlfljótsvatni
Verður haldinn í húsakynnum BÍS Hraunbæ 123 í Reykjavík miðvikudaginn 21. maí 2025 kl. 20:00
Dagskrá
Fundarsetning, kjör fundarstjóra og fundarritara.
- Lesin fundargerð síðasta aðalfundar.
- Skýrsla stjórnar og umræður um hana.
- Ársreikningar lagðir fram til umræðu og samþykktar.
- Lagabreytingar.
- Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna; ritara og gjaldkera
- Kosning skoðunarmanns/endurskoðanda og varamanns hans.
- Ákvörðun félagsgjalda.
- Önnur mál.
- Veitingar að venju í boði félagsins
- Ungmennaráð koma með kynningu á verkefninu sínu Tré og tjútt sem þau munu vinna í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur.
- Elisabeth hjá Skógræktarfélagi Úlfljótsvatns kíkir í einnig í heimsókn
„Skógarskátar hafa starfað að skógrækt við Úlfljótsvatn allt frá 1987 og lagt þar með vel til „undralands skátanna“.
Vonumst eftir góðri mætingu.
Með skógarkveðju,
Ragnheiður, Brynjar og Valgerður
Skátaþing 2023
Þingið verður haldið dagana 24.-26. mars í Háskólanum á Akureyri og hefst með setningu kl. 20:30 föstudaginn 24. mars og lýkur sunnudaginn 26. mars kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 18:30 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent.
Kl. 19:30 verða opnar kynningar fram að setningu. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi.
Þátttökugjaldið er 6.000kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður báða morgna og hádegismatur bæði laugardag og sunnudag. Ásamt almennri dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.
Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing en þar má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.
Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og er sérstök athygli vakin á því að skv. 17. grein laga BÍS er ekki kosningaár. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.
Skráning er hafin á Sportabler en skráningu lýkur 17. mars kl. 20:23
Sækja fundarboðið á skátaþing á pdf-formi hér.
Skátaþing 2022 - Fundarboð

Hægt er að sækja fundarboð Skátaþings 2022 á pdf með því að smella hér.
Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2022.
Þingið verður haldið dagana 1.-3. apríl á Bifröst og hefst með setningu kl. 18:00 föstudaginn 1. apríl og lýkur sunnudaginn 3. apríl kl. 15:00. Aðstaðan opnar kl. 16:00 og afhending þingagna fer fram frá kl. 17:00.
Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og skv. 17. grein laga BÍS skal kosningaár fara fram á sléttu ártali. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18.-20. í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 25. mars klukkan 18:00. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Þátttökugjald er 4.500 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi og báða morgna, hádegisverður á laugardegi og sunnudegi og dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.
Hægt verður að bóka herbergi og íbúðir til að gista í á Bifröst fyrir einstaklinga eða hópa og verður það auglýst sérstaklega þegar lokatala herbergja berst frá Bifröst. Einnig verður auglýstur sérstakur hátíðarkvöldverður á laugardegi þingsins. Öll skráning fyrir slíkt mun fara fram í Sportabler og verður eingöngu aðgengileg þeim sem skráð eru á Skátaþing.
Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:
Stjórn
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur
Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði
Annað
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi
Kjörin á Ungmennaþingi 2022
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði
Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 18:00 á uppstillingarnefnd á netfangið uppstillingarnefnd@skatarnir.is. Með fundarboði fylgir tilkynning frá uppstillingarnefnd þar sem má finna nánari upplýsingar og lýsingu á hverju hlutverki fyrir sig.
Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.
Uppstillingarnefnd skipa: | ||||
Berglind Lilja Björnsdóttir | s. 659-1366 | berglindliljab@gmail.com | ||
Birgir Ómarsson | s. 895-7551 | biggiomars@gmail.com | ||
Katrín Kemp Stefánsdóttir | s. 824-1865 | katrinkemp@kopar.is | ||
Sigurður Viktor Úlfarsson, form | s. 854-0074 | siggiulfars@gmail.com | ||
Sædís Ósk Helgadóttir | s. 661-6433 | saedis@skatarnir.is | ||
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:
Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.
- mars kl. 00:01 – Fresti skátafélaga til að standa skil á gögnum til skrifstofu BÍS lýkur.
4. mars kl. 18:00– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
11. mars kl. 18:00– Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
11. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
15. mars kl. 18:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
18. mars kl. 18:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
25. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
25. mars kl. 18:00 – Skráning á Skátaþing lýkur
1. apríl kl. 18:00 – Skátafélög skulu afhenda kjörbréf. Skátaþing er sett.
Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing þar sem má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þingögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.
Reykjavík, 18. febrúar 2022
Fyrir hönd stjórnar BÍS,
Helga Þórey Júlíudóttir
Framkvæmdastjóri BÍS