Skátaþing

Skátaþing 2023

Þingið verður haldið dagana 24.-26. mars í Háskólanum á Akureyri og hefst með setningu kl. 20:30 föstudaginn 24. mars og lýkur sunnudaginn 26. mars kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 18:30 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent.
Kl. 19:30 verða opnar kynningar fram að setningu. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi.

 

Þátttökugjaldið er 6.000kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður báða morgna og hádegismatur bæði laugardag og sunnudag. Ásamt almennri dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.

 

Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing en þar má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.

Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og er sérstök athygli vakin á því að skv. 17. grein laga BÍS er ekki kosningaár. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

 

Skráning er hafin á Sportabler en skráningu lýkur 17. mars kl. 20:23

 

Sækja fundarboðið á skátaþing á pdf-formi hér.

Fundarboð - Skátaþing 2023


Skátaþing 2022 - Fundarboð

Skátaþing

Hægt er að sækja fundarboð Skátaþings 2022 á pdf með því að smella hér.

Með bréfi þessu boðar stjórn Bandalags íslenskra skáta til Skátaþings 2022.

Þingið verður haldið dagana 1.-3. apríl á Bifröst og hefst með setningu kl. 18:00 föstudaginn 1. apríl og lýkur sunnudaginn 3. apríl kl. 15:00. Aðstaðan opnar kl. 16:00 og afhending þingagna fer fram frá kl. 17:00.

Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og skv. 17. grein laga BÍS skal kosningaár fara fram á sléttu ártali. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18.-20. í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.

Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 25. mars klukkan 18:00. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.

Þátttökugjald er 4.500 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi og báða morgna, hádegisverður á laugardegi og sunnudegi og dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.

Hægt verður að bóka herbergi og íbúðir til að gista í á Bifröst fyrir einstaklinga eða hópa og verður það auglýst sérstaklega þegar lokatala herbergja berst frá Bifröst. Einnig verður auglýstur sérstakur hátíðarkvöldverður á laugardegi þingsins. Öll skráning fyrir slíkt mun fara fram í Sportabler og verður eingöngu aðgengileg þeim sem skráð eru á Skátaþing.

Eftirtalin hlutverk eru laus til kjörs á Skátaþingi 2022:

Stjórn
Skátahöfðingi
Gjaldkeri
Fimm meðstjórnendur

Fastaráð
Þrjú sæti í alþjóðaráði
Þrjú sæti í starfsráði
Þrjú sæti í stjórn Skátaskólans
Þrjú sæti í útilífsráði

Annað
Fimm sæti í uppstillingarnefnd
Þrír félagslegir skoðunarmenn reikninga
Löggiltur endurskoðandi

Kjörin á Ungmennaþingi 2022
Áheyrnarfulltrúi ungmenna í stjórn BÍS
Þrjú sæti í ungmennaráði

Framboðstilkynningar og tillögur um fólk í þessi hlutverk óskast sendar hið fyrsta og eigi síðar en 11. mars kl. 18:00 á uppstillingarnefnd á netfangið uppstillingarnefnd@skatarnir.is. Með fundarboði fylgir tilkynning frá uppstillingarnefnd þar sem má finna nánari upplýsingar og lýsingu á hverju hlutverki fyrir sig.

Sérstök athygli er vakin á því að ekki er hægt að skila framboðum á þinginu sjálfu.

Uppstillingarnefnd skipa:
Berglind Lilja Björnsdóttir s. 659-1366 berglindliljab@gmail.com
Birgir Ómarsson s. 895-7551 biggiomars@gmail.com
Katrín Kemp Stefánsdóttir s. 824-1865 katrinkemp@kopar.is
Sigurður Viktor Úlfarsson, form s. 854-0074 siggiulfars@gmail.com
Sædís Ósk Helgadóttir s. 661-6433 saedis@skatarnir.is

 

Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:

Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.

  1. mars kl. 00:01 – Fresti skátafélaga til að standa skil á gögnum til skrifstofu BÍS lýkur.
    4. mars kl. 18:00– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
    11. mars kl. 18:00– Fresti til að tilkynna framboð til uppstillingarnefndar lýkur.
    11. mars kl. 18:00 – Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
    15. mars kl. 18:00 – Fresti uppstillinganefndar til að ljúka störfum lýkur.
    18. mars kl. 18:00 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn, framboðslista og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
    25. mars kl. 18:00 Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
    25. mars kl. 18:00  – Skráning á Skátaþing lýkur
    1. apríl kl. 18:00
      – Skátafélög skulu afhenda kjörbréf. Skátaþing er sett.

Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing þar sem má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þingögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.

Reykjavík, 18. febrúar 2022
Fyrir hönd stjórnar BÍS,
Helga Þórey Júlíudóttir
Framkvæmdastjóri BÍS