Ungmennaþing 2019

Ungmennaþing fór fram í Borgarnesi um helgina. Mætingin í ár sló öll met og voru hvorki meira né minna en 50 þátttakendur!

Þátttakendur voru ánægðir með dagskrá helgarinnar og andinn í hópnum var frábær! Ýmis mikilvæg málefni voru rædd á þinginu, meðal annars aðgengi ungs fólk að ákvarðanatökum innan BÍS, kosningaaldur, foringjaþjálfun og umhverfismál hjá skátahreyfingunni á Íslandi. Kosið var um þau mál sem Ungmennaþing myndi leggja fram á Skátaþingi og það verður spennandi að sjá hvað þau ná langt!

Ungmennaþing sannaði sig enn og aftur sem frábær vetvangur fyrir ungt fólk í hreyfingunni til þess að hafa áhrif og ræða sín málefni og þeirra starf.

Ungmennaþing var í annað skipti heil helgi þar sem dagskráin var blanda af almennum þingstörfum, hópefli og eflingu rekka- og róverskátastarfs. Settur var saman hópur af rekka- og róverskátum sem ætla að hrinda í framkvæmd nokkrum dagskrárhugmyndum fyrir rekka- og róverskáta.

Rekka- og róverskátar skemmtu sér konunglega í hinum ýmsu leikjum og verkefnum um helgina, og ekki má gleyma að nefna árshátíðina sem fór fram á laugardagskvöldinu! Nú hefur skapast hefð fyrir því að halda árshátíð rekka- og róverskáta samhliða Ungmennaþingi, og hún hefur slegið rækilega í gegn.


Dróttskátar til dáða

Vetraráskorun Crean hófst um helgina!

Íslenskir og írskir dróttskátar hittust á Úlfljótsvatni á föstudaginn og hófu þetta vetrarævintýri saman. Þau hafa gist síðustu tvær nætur úti í snjónum á Úlfljótsvatni, og á morgun leggja þau af stað í göngu yfir hellisheiðina.

Þessir skátar eru alger hörkutól og munu fara létt með þessa áskorun. Þau hafa undirbúið sig vel fyrir þessa ferð og í vikunni munu þau fá fyrsta flokks reynslu af vetrarskátun og öllu sem því fylgir að stunda útivist í ekta vetrar aðstæðum!

Áfram dróttskátar!


Dæmi um Dagskrá

Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar. Lýsandi texti fyrir verkefnið og myndina hérna til hliðar.

Aldur:           Drekaskátar
Týpa:            Útivera og samvinna
Tímalengd:    60 mínútur

INSTRUCTIONS

You can make your scouts familiar with the dark in different ways. Here is a suggestion and at the bottom you can find links to other good pages.

 

BE CONFIDENTIAL WITH THE PLACE IN DAYLIGHT

Take a walk in your area in daylight. Notice the paths, look at the trees, what is it for some? Is it a spruce forest, or is it a more open ground? Stay safe at the place where you want to go out in the dark.

 

FLØJTELEG

A scout hides and whistles in a flute at regular intervals. The others then have to list for the sound and find the scout with the whistle. Whoever comes first hides a new place.

LEG GEMMELEG

Let the scouts play hide-and-seek in the dark a place they know well in advance. let them possibly hide two and two at first.

 

 

COOKING ABOUT BALLS

The fire works both as a heat source and a light source and it is very cozy in the dark to make the food on the fire.

 

GO TOUR IN THE DARK AND SCREEN FANTASY

Take a walk in the area and notice the contours of the area. What do the trees look like in the dark? What other things do you notice popping up? Notice how the sensor is amplified. Sounds and smells seem stronger.

Try to move without lights or lights. You will slowly find that it becomes easier to orientate as the eyes get used to the dark.

Try to use your imagination to create a story of why you are walking in the dark.

  • Which points in the Scout Act fit the activity?
  • Which of the following development areas has the activity affected: Social, physical, intellectual, emotional, creative

  • What have you learned from the activity?
  • How has the activity challenged you?


Gilwell útskrift

5. skref Gilwell leiðtogaþjálfunar og útskrift Gilwell nema fór fram á Úlfljótsvatni um helgina. 22 nemar luku sinni Gilwell vegferð með glæsibrag! Við óskum þeim til hamingju með áfangann.

Gilwell leiðtogaþjálfun er frábært tækifæri fyrir skáta 18 ára og eldri til þess að efla sig í starfi og eigin lífi. Gilwell eflir leiðtogahæfileika og skerpir og eykur þekkingu einstaklinga, hvort sem það er í skátastarfi eða utan þess.
Fullorðnir sjálfboðaliðar eru mjög mikilvægir innan skátahreyfingarinnar. Án þeirra væri ómögulegt að hafa öruggt og eflandi starf fyrir skátana okkar. Þess vegna er mikilvægt að bjóða upp á góða þjálfun fyrir fullorðnu sjálfboðaliðana okkar, og mjög ánægjulegt að sjá þann fjölda af áhugasömum og kröftugum einstaklingum sem taka þátt í leiðtogaþjálfuninni.

 


Dagskrárstjóri Útilífsmiðstöðvar skáta á Úlfljótsvatni

Dagskrárstjóri ÚSÚ óskast
Í boði er spennandi starf í kraftmiklu umhverfi. Leitað er að einstaklingi sem getur axlað ábyrgð og tekist á við krefjandi verkefni auk þess að sýna frumkvæði og metnað í starfi. Starfinu fylgir húsnæði á staðnum. Starfið er tímabundið til haustsins til að byrja með en getur orðið heilsárs staða.

Starfssvið dagskrárstjóra:

  • Vinnur að stefnumótun og þróun dagskrárliða
  • Stýrir dagskrá fyrir skólabúðir, tjaldbúðagesti og innlenda og erlenda skátahópa
  • Umsjón með hópeflis- og hvataferðum fyrir fyrirtæki og hópa
  • Markaðssetning, kynning og samskipti við viðskiptavini
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntun og reynsla:

  • Háskólamenntun eða reynsla sem nýtist í starfi
  • Lipurð í samskiptum, frumkvæði og sjálfstæði
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar með áherslu á skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslensku- og enskukunnátta ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Reynsla af skátastarfi er skilyrði

Nánari upplýsingar veitir Jakob Guðnason staðarhaldari ÚSÚ í síma 894-2074 eða á jakob@skatar.is Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 4. febrúar 2019 og skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað á skrifstofu BÍS merkt „Dagskrárstjóri“ eða sent á netfangið kristinn@skatar.is


Neisti 2019

Síðustu helgi komu saman yfir 100 skátar á sveitarforingjanámskeiði á Úlfljótsvatni.

Skátaforingjar og leiðtogar fengu tækifæri til þess að efla þekkingu sína á ýmsum sviðum og höfðu gaman af!Alls voru í boði 36 mismunandi smiðjur sem þátttakendur gátu valið um. Hægt var að læra kvöldvökustjórnun, varðeldagerð, allt um færnimerkin, photoshop, samfélagsmiðlanotkun, fundarsköp, verkefnastjórnun, leðurgerð og allt þar á milli.

Námskeiðið heppnaðist einstaklega vel og allir lærðu eitthvað nýtt eða uppfærðu hugmyndabankann.

Við vonum að allir foringjar séu endurnærðir og uppfullir áhuga og spennu fyrir næstu misserum!

Skoðaðu myndir frá viðburðinum hér.

Myndir í færlsu: Margrethe Grønvold Friis

 


Nýtt skátaár er hafið

Gleðilegt nýtt skátaár öllsömul!

Árið 2019 verður svo sannarlega viðburðaríkt og skemmtilegt. Fundir hefjast að nýju hjá flestum skátafélögum í vikunni og skátarnir fara að undirbúa sig fyrir áskoranir og ævintýri ársins. Sumir eru að fara í sínar fyrstu tjaldútilegur, aðrir á fyrsta Alheimsmótið sitt í sumar og enn aðrir halda ótrauðir áfram með sín verkefni og markmið. Eitt er víst að skátar á öllum aldri mega búast við frábæru skátaári 2019!

Viðburðir á döfinni;

11. - 13. janúar - Neisti leiðtogaþjálfun.
Rúmlega 100 skátar, 16 ára og eldri, munu koma saman á Úlfljótsvatni og taka þátt í þessu frábæra og fjölbreytta sveitarforingjanámskeiði!

19. - 20. janúar - Gilwell leiðtogaþjálfun 5. skref og útskrift Gilwell nema.

9. - 10. febrúar - Gilwell leiðtogaþjálfun 1. og 2. skref.

15. - 22. febrúar - Vetraráskorun Crean fyrir dróttskáta.
Hópur írskra skáta mun koma til landsins og slást í för með nokkrum íslenskum dróttskátum þar sem allir læra að bjarga sér í alvöru vetrar aðstæðum.

15. - 17. febrúar - Ungmennaþing og árshátíð rekka- og róverskáta.
Skátar á aldrinum 16 - 25 ára koma saman og láta sér málefni skátahreyfingarinnar varða, undirbúa sig fyrir Skátaþing og gera sér jafnframt glaðan dag saman í Borgarnesi.

23. febrúar - Dróttskátadagurinn.
Öllum dróttskátum landsins er boðið að koma á Selfoss og taka þátt í spennandi dagskrá!

3. mars - Drekaskátadagurinn.
Drekaskátar koma saman og skemmta sér í leikjum og þrautum.

8. - 10. mars - Rekkaskátaruglið.
Rekkaskátar mæta í fjöruga og frjálsa dagskrá í Skorradal.

5. - 6. apríl - Skátaþing á Úlfljótsvatni.

1. - 2. júní - Drekaskátamót.
Drekaskátamót er árlegt tveggja daga mót stútfullt af frábærri dagskrá. Þemað 2019 verður ofurhetjuþema!
Mótsstjórn leitar að áhugasömum einstaklingum til að ganga til liðs við sig. Ef þú hefur áhuga fylltu þá út þetta umsóknareyðublað.

22. júlí - 2. ágúst - Alheimsmót skáta í Bandaríkjunum!
Nokkur sæti hafa losnað fyrir bæði þátttakendur og IST, svo ef þú misstir af skráningarfresti en vilt ennþá fara...
... sendu þá línu á rakelyr@skatar.is og tryggðu þér sæti!

Þetta eru þeir viðburðir sem Bandalag íslenskra skáta er með á sínum snærum á árinu og það má búast við að þeim fjölgi heilan helling!
Fylgstu með dagatalinu á Skátamálum svo þú missir ekki af þegar nýjir viðburðir bætast við!

Svo má ekki gleyma skemmtilegu skátafundunum og hinum ýmsu viðburðum hjá skátafélögunum.

Auðvitað verða svo á sínum stað fastir liðir eins og Sumardagurinn fyrsti og 17. júní.


Jólakveðja frá Skátamiðstöðinni

Starfsfólk Skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári!

Salan á Sígræna jólatrénu verður opin fram að jólum, 9 - 18 á virkum dögum og 12 - 18 um helgina.

Lokað verður í Skátamiðstöðinni milli jóla og nýárs, en við mætum öll hress til vinnu 2. janúar 2019 og hlökkum til að sjá ykkur á nýju ári!

Neðri röð frá vinstri: Páll Árnason, Margrethe Grønvold Friis og Sigríður Ágústsdóttir.
Efri röð frá vinstri: Sigurgeir B. Þórisson, Hilda Ösp Stefánsdóttir, Unnur Líf Kvaran, Rakel Ýr Sigurðardóttir og Kristinn Ólafsson.

Hilda hefur störf sem bókari BÍS í janúar 2019.
Við bjóðum hana hjartanelga velkomna til starfa.


Allt að gerast - 2 útköll í vinnuhópa!

Einföldum báknið

Í dag starfa hátt í 40 skátar í fastaráðum og stjórn BÍS (7 ráð með 4 kjörnum fulltrúum ásamt formanni sem einnig situr í stjórn BÍS). Margir telja að kerfið okkar gæti verið skilvirkara. Markmiðið er að finnaleiðir til að einfalda stjórnskipulagið og „minnka báknið”. Við ætlum að vinnahratt og vel í jan-feb – vantar fleiri í vinnuhópinn. Sjá nánar hér

Byggjum betri heim – Stýrihópur um heimsmarkmiðin

Að byggja betri heim er meginmarkmið skátastarfs. Heimsbandalögin WOSM og WAGGGS vinna bæði markvisst að heimsmarkmiðunum ískátastarfi og skátaþing 2018 samþykkti þingsályktunartillögu þess efnis aðskátafélög væru hvött til að vinna að heimsmarkmiðunum. Fjölmörg atriði ískátastarfi falla að heimsmarkmiðunum og tækifærin til að byggja betri heim erumörg. Til að grípa þessi tækifæri og hvetja skáta á Íslandi til að vinna aðheimsmarkmiðunum í orði og borði hefur stjórn BÍS ákveðið að stofna stýrihóptil tveggja ára. Sjá nánar hér


Alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn

Í dag er alþjóðlegi sjálfboðaliðadagurinn, dagurinn var fyrst haldinn árið 1985 að frumkvæði félags Sameinuðu þjóðanna. Markmið skátastarfs er að hvetja ungt fólk til að vera virkt í samfélaginu og þegar fjöldinn allur af einstaklingum gefur tíma sinn til þess að svo verði má með sanni segja að þar sé verið að sýna fyrirmynd í verki. Það er einstakt lærdómstækifæri fólgið í því fyrir ungt fólk (á öllum aldri) að gefa tíma sinn og vinnuframlag án þess að fá greitt fyrir það inn á bankabókina, því launin fyrir það að láta gott af sér leiða verða seint metin til fjár.
Það er stöðugt verkefni og áskorun að skapa umhverfi þar sem sjálfboðaliðar fá að njóta sín og vaxa í starfi, það er mjög mikilvægt að veita sjálfboðaliðum skýrar verkefnalýsingar á sama tíma og þeim er veitt frelsi til að ákveða hvað þeir taka sér fyrir hendur.

Til hamingju með daginn sjálfboðaliðar og takk fyrir ómetanlegt framlag!


Privacy Preference Center