Útivistarsvæði skáta við Hafravatn

Dagbjört Brynjarsdóttir félagsforingi Mosverja og Helgi Þór Guðmundsson formaður SSR innsigla samkomulagið með handabandi.

Skátasamband Reykjavíkur og skátafélagið Mosverjar undirrituðu á dögunum samning um samstarf um uppbyggingu á Útivistarsvæði skáta við Hafravatn sem hefur verið í umsjón Skáta í Reykjavík síðan 1938 þegar Kvenskátafélag Reykjavíkur fékk landið á leigu og nýtti um áratugaskeið. Skátasamband Reykjavíkur fékk svo landið til leigu árið 1997 fyrst til 25 ára en árið 2020 var lóðarsamningurinn framlengdur til ársins 2045.

 

Nú þegar lóðarleigusamningur hefur verið framlengdur og samningur við Mosverja um samstarf undirritaður er loksins kominn tími til þess að hefja frekari uppbyggingu á landinu sem nýtist öllum skátum. Fyrirhugað er að setja upp salernisaðstöðu, geymslu og grillskýli svo skátahópar geti komið á svæðið og gist á tjaldsvæðinu og fengið lámarksþjónstu. Á landinu er gert ráð fyrir allt að 8 flokkaskálum sem á eftir að hanna og verður það hlutverk Hafravatnsráð að ákveða útlit og hönnun á skálunum. Vonandi verður hægt bjóða upp á frábæra útivistar aðstöðu fyrir skáta á Hafravatni í nánustu framtíð.

Dagbjört Brynjarsdóttir og Helgi Þór Guðmundsson undirrita samkomulag um samstarf um útivistarsvæði skáta við Hafravatn.

 

Deiliskipulagið við Hafravatn