Fundarboð Skátaþings 2023
Stjórn Bandalags íslenskra skáta boðar til Skátaþings 2023.
Þingið verður haldið dagana 24.-26. mars í Háskólanum á Akureyri og hefst með setningu kl. 20:30 föstudaginn 24. mars og lýkur sunnudaginn 26. mars kl. 13:00. Aðstaðan opnar kl. 18:30 og frá þeim tíma er hægt að fá þinggögn afhent. Kl. 19:30 verða opnar kynningar fram að setningu. Vakin er athygli á að ekki verður boðið upp á kvöldmat á föstudegi.
Dagskrá þingsins er skv. 21. grein laga BÍS og er sérstök athygli vakin á því að skv. 17. grein laga BÍS er ekki kosningaár. Einnig er rétt að vekja sérstaka athygli á greinum 18-20 í lögum BÍS sem fjalla um Skátaþing.
Allir starfandi skátar hafa rétt til að sitja Skátaþing með málfrelsi og tillögurétt óháð aðildarleið. Skátar 16 ára og eldri geta farið með 1 atkvæði félags sem þau eru skráð í. Skátafélög eru hvött til að vekja athygli sinna skáta á þinginu. Öll sem hyggjast taka þátt skulu skv. 18. grein laga BÍS skrá sig á skraning.skatarnir.is fyrir 17 mars klukkan 20:30. Félagsforingjar eða annað stjórnarfólk skátafélaganna skal skila kjörbréfum rafrænt þar sem tilgreindir eru aðal- og varafulltrúar skátafélags á þinginu.
Þátttökugjald er 6.000 kr., innifalin eru þinggögn, léttar veitingar á föstudagskvöldi, morgunverður báða morgna, hádegisverður á laugardegi og sunnudegi og almenn dagskrá sem verður boðið upp á samhliða þinginu.
Skátafélagið Klakkur er gestgjafi þingsins. Þau munu bjóða svefnpláss í Valhöll, skátaskála Klakks á Vaðlaheiði og í Hyrnu, skátaheimili Klakks í Þórunnarstræti. Þá mun félagið standa fyrir sérstökum hátíðarkvöldverði á laugardegi þingsins. Öll skráning fyrir slíkt mun fara fram í Sportabler og verður eingöngu aðgengileg þeim sem eru þegar skráð á Skátaþing.
Mikilvægar dagsetningar fram að Skátaþingi:
Rétt er að vekja athygli á eftirfarandi dagsetningum fram að þingi samkvæmt gildandi lögum BÍS.
- febrúar kl. 20:30– Fresti til að skila tillögum að lagabreytingum til stjórnar BÍS lýkur.
3. mars kl. 20:30– Fresti til að skila beiðnum um upptöku mála á Skátaþingi til stjórnar BÍS lýkur.
10. mars kl. 20:30 – Fresti stjórnar BÍS til að senda félagsforingjum þinggögn og drög að dagskrá Skátaþings lýkur.
17. mars kl. 20:30 – Fresti til að skila athugasemdum um útsend gögn til Skátamiðstöðvarinnar lýkur.
17. mars kl. 20:30 – Skráning á Skátaþing lýkur.
24. mars kl. 20:30 – Fresti skátafélaga til að skila gögnum og kjörbréfum til skrifstofu BÍS lýkur.
24. mars kl. 20:30 – Skátaþing er sett.24
Upplýsingasíðu Skátaþings má finna á skatarnir.is/skatathing en þar má finna allar upplýsingar um Skátaþing í rauntíma, þangað verður gögnum hlaðið upp þegar þau berast og í síðasta lagi fyrir tilgreindan frest samkvæmt lögum. Öll þinggögn verða aðgengileg þar á rafrænu formi þegar Skátaþing verður sett.
Reykjavík 20. janúar 2023
Fyrir hönd stjórnar BÍS
Harpa Ósk Valgeirsdóttir
Skátahöfðingi
Nýtt fyrirkomulag námskeiða Æskulýðsvettvangsins

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK á Íslandi, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Ungmennafélags Íslands. Æskulýðsvettvangurinn vinnur að sameiginlegum hagsmunamálum barna og ungmenna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og stuðlar að heilbrigðum, uppbyggjandi, vönduðum og öruggum aðstæðum í slíku starfi.
Eitt af markmiðum Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum í íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi í þeim tilgangi að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara. Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru liður í því. Áður hafa aðildarfélög ÆV óskað eftir námskeiðunum inn í sínfélög eftir þörfum en nú verður gerð breyting þar á. Námskeiðin verða sameiginleg fyrir öll aðildarfélögin og fara fram eftir námskeiðaáætlun.
Það er mikilvægt að öll sem starfa með börnum og ungmennum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð og viti hvernig á að bregðast við þegar upp koma atvik eða áföll í starfinu. Því hvetjum við sem flest til að sækja námskeiðin en þau eru frí fyrir starfsfólk og sjálfboðaliða Skátanna.
NÁMSKEIÐAÁÆTLUN VOR 2023
8. febrúar Hinsegin fræðsla
8. mars Samskipti og siðareglur
29. mars Inngilding og fjölmenning
Skráning er opin á öll námskeiðin hér
Pantaðu skátabúning fyrir 30. janúar
Pöntunardagur nálgast ört en hann er 30. janúar!
Skátafatnaður er keyptur inn eftir pöntunum og pantar Skátabúðin tvisvar á ári.
Hægt er að koma Í Skátabúðina, Hraunbæ 123, 110 Reykjavík, til þess að máta og panta. Skátafélögin geta safnað saman pöntunum sinna þátttakanda og sent inn sameiginlega pöntun.
Allar pantanir þurfa að vera greiddar fyrir pöntunardag.
Pöntunardagarnir eru 30. janúar og 30. september
Þar sem styttist í næsta pöntunardag viljum við minna öll sem vilja fá sér búning, að panta fyrir þann dag.
Við minnum á að næsti pöntunardagur er 30. september svo ef þú vilt búning fyrir viðburði sumarsins þá þarf að panta hann núna!
Hvernig skátafélög panta:
- Lesið yfir upplýsingaskjalið
- Hægt er að óska eftir því að fá mátunarsett í allt að 3 daga til skátafélagsins.
- Fyllið út pöntunarskjalið
- Sendið pöntun á skatabudin@skatarnir.is
Hvernig einstaklingar panta:
- Komið við í Skátabúðinni og mátað þær stærðir sem í boði eru
- Pantað skátabúningin í vefverslun Skátabúðarinnar
Tækifæri mánaðarins í alþjóðastarfi #JANÚAR
13/01/2023Fréttir,alþjóðastarf
Tækifæri mánaðarins í janúar er kynning á öllum erlendum skátamótum sem íslenskir skátar geta heimsótt árið 2023.
Vasalägret Svíþjóð 30.7 - 5.8 2023

Þátttakendaaldur: 8-18 ára
Þátttakendagjald: 1800 SEK (Preliminary)
Áhugaskráning: 31.1.2023
https://vasa2023.scout.se/international-scouts/
Litháen 8.-16. júní 2023

Þátttakendaaldur: 12-17 ára
Þátttökugjald: 225 - 270 evrur, ódýrara ef skráð er snemma
Skráningarfrestur: 31.05.2023
https://skautai.lt/renginiai/113-jubiliejine-stovykla-tarp-triju-vandenu
Austurríki, 7.-16. ágúst 2023

Þátttakendaaldur: 13 - 21 ára
Þátttökugjald: 320 evrur
Skráningarfrestur: 28.02.2023
https://www.together23.at/home-en/
Norður - Makedónía 12.-21. Júlí 2023

Þátttakendaaldur: 11 - 17 ára
Þátttökugjald: 315 evrur
Þátttökugjald: 266 - 326 evrur ódýrara ef skráð er snemma
Starfsmannagjald: 85-95 evrur ódýrara ef skráð er snemma
Skráningarfrestur: 12.07.2023
https://smotra.izvidnici.mk/
Serbía 22.-31. júlí 2023
Þátttökugjald: 315 evrur
Mótsstjórar Skátasumarsins 2023

Næstu sex mánuði munu þær ásamt mótstjórnarteyminu vinna hörðum höndum að því að skipuleggja og undirbúa mótið svo það verði ógleymanleg og skemmtileg upplifun. Hægt er að hafa samband við þær í netfangið skatasumarid@skatarnir.is, þær munu svara tölvupóstum alla föstudaga svo endilega heyrið í þeim ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið hvetja þær áfram.
Mikið fjör á Neista 2023

Mikið fjör var á Neista sem var haldinn helgina 6.-8. janúar á Úlfljótsvatni. Þar komu saman hátt í 80 skátar, 16 ára og eldri, til að læra nýja hluti, kynnast öðrum skátum og skemmta sér saman.
Á Neista fá þátttakendur að velja sína eigin dagskrá en boðið er upp á margvíslegar smiðjur sem miða að því að efla margvíslega færni í skátastarfi.
Það var einstaklega gaman að ná að halda Neista á Úlfljótsvatni aftur en fárviðri og síðan heimsfaraldur ollu 4 ára fjarveru viðburðarins og tók Undralandið heldur betur vel á móti okkur!
Þema helgarinnar var Vættir Íslands sem var m.a. nýtt í flokksheiti og kvölddagsrká helgarinnar.
Á föstudagskvöldi var póstaleikur þar sem flokkarnir kynnutst betur, bjuggu til grímu fyrir sinn vætt og lærðu íslenska þjóðdansa.
Smiðjurnar voru keyrðar á laugardag og sunnudag en boðið var upp á alls 22 smiðjur yfir helgina, t.d. klifur og sig, birtingarmyndir ólíkra þarfa og hegðunar, verkstæði skátaforingjans, kvöldvökur og gítar og táknmál. Einnig fengu öll fastaráð BÍS tækifæri á því að kynna sitt starf og nýttu Starfsráð, Alþjóðaráð, Útilífsráð og Ungmennaráð það.
Kvölddagsskrá á laugardegi var að sönnum Neista sið þar sem byrjað var á Eldleikum og eftir flugeldasýningu var haldið inn á kraftmikla kvöldvöku frá þátttakendum á kvöldvökustjórnunar smiðjunni.
Sérstakar þakkir fá sjálfboðaliðar viðburðarins sem aðstoðuðu okkur við það að gera þennan viðburð að veruleika.
Takk öll fyrir góðar stundir!
Úlfur Kvaran nýr sölu- og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Úlfur Kvaran hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar og mun meðal annars sinna daglegum rekstri og þjónustu Skátabúðarinnar, hafa umsjón með pöntunum birgða, útgáfu bæklinga og bóka og umsjón með sölu- og markaðsetningu Sígrænna jólatrjáa. Úlfur byrjaði sem ylfingur í skátafélaginu Fossbúum og hefur verið skátaforingi og er nú starfandi aðstoðarfélagsforingi og starfsmaður Fossbúa. Hann hefur ríka reynslu af sölu- og lagerstjórnun en hann var deildarstjóri húsgagna hjá Rúmfatalagernum.
Úlfur hóf störf 2. janúar og við hlökkum til samvinnunnar!
EN:
We are pleased to announce that Úlfur Kvaran has been hired as a sales and marketing representative for Skátabúðin. He will, among other things, handle the day-to-day operations and services of the Scout shop, supervise the ordering of supplies, the publication of brochures and books, and the management of sales and marketing of the Evergreen Christmas trees. Úlfur started scouting as a cub scout in his home town with the scout group Fossbúar. He has been a scout leader with his group as well as being the assistant club leader and an employee of Fossbúar. He has extensive experience in sales and inventory management as he was the head of the furniture department at Rúmfatalager.
Úlfur started work on January 2nd and we look forward to the cooperation!
Bandalag íslenskra skáta fær styrk úr samfélagssjóði Landsbankans
30/12/2022FréttirÚlfljótsvatn,Styrkur,Landsbankinn,fjölskyldudagur,úkraína

Bandalag íslenskra Skáta fékk styrk frá samfélagssjóði Landsbankans að upphæð 250.000 kr. síðast liðin 20.desember. Styrkurinn er fyrir verkefnið Fjölskylduskátadagur fyrir flóttafólk frá Úkraínu en við buðum fjölskyldum flóttafólks frá Úkraínu í dagsferð á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Markmiðið með viðburðinum var að bjóða flóttafólki frá Úkraínu jákvæða, heilbrigða og verðmæta upplifun á Úlfljótsvatni. Þar komu fjölskyldur frá Úkraínu saman, kynntust hver annarri og sköpuðu minningar saman með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá og nutu samverustundar sem fjölskylda.
Skátamiðstöðin lokuð milli jóla og nýárs

Skátamiðstöðin verður lokuð milli jóla og nýárs. Opnum aftur mánudaginn 2. janúar.
Starfsfólk skátamiðstöðvarinnar óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
Kveðjukaffi í Skátamiðstöðinni

Síðastliðinn föstudag var haldin hugguleg kveðjustund þar sem þremur skátum voru þökkuðum vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar. Þau Helga Þórey Júlíudóttir framkvæmdastjóri og Halldór Valberg Skúlason erindreki hafa nú hætt störfum fyrir Skátamiðstöðina en munu starfa áfram í sínum skátafélögum af krafti nú sem fyrr. Við færum þeim bestu þakkir fyrir sín störf síðastliðið ár.
Marta Magnúsdóttir sem lét af störfum sem skátahöfðingi í apríl síðastliðinn fékk afhentan silfurúlf til eignar líkt og hefð er fyrir fráfarandi skátahöfðingja að viðstöddu starfsfólki BÍS, stjórn og Margréti Tómasdóttur fyrrum skátahöfðinga. Marta var skátahöfðingi og formaður stjórnar frá 2017-2022. Hún var yngsti kjörni skátahöfðingi í sögunni þá 23 ára og má því segja að hún hafi brotið blað í átt að auknu ungmennalýðræði hreyfingarinnar.









































