Kveðjukaffi í Skátamiðstöðinni

Síðastliðinn föstudag var haldin hugguleg kveðjustund þar sem þremur skátum voru þökkuðum vel unnin störf í þágu skátahreyfingarinnar. Þau Helga Þórey Júlíudóttir framkvæmdastjóri og Halldór Valberg Skúlason erindreki hafa nú hætt störfum fyrir Skátamiðstöðina en munu starfa áfram í sínum skátafélögum af krafti nú sem fyrr. Við færum þeim bestu þakkir fyrir sín störf síðastliðið ár.

Marta Magnúsdóttir sem lét af störfum sem skátahöfðingi í apríl síðastliðinn fékk afhentan silfurúlf til eignar líkt og hefð er fyrir fráfarandi skátahöfðingja að viðstöddu starfsfólki BÍS, stjórn og Margréti Tómasdóttur fyrrum skátahöfðinga. Marta var skátahöfðingi og formaður stjórnar frá 2017-2022. Hún var yngsti kjörni skátahöfðingi í sögunni þá 23 ára og má því segja að hún hafi brotið blað í átt að auknu ungmennalýðræði hreyfingarinnar.