Skátasumarið 2023
Hvað er skátasumarið ?
Skátasumarið er skátamót haldið á Úlfljótsvatni fyrir öll skátafélög á Íslandi og er ætlað dreka-, fálka-, drótt- og rekkaskátum. Sjóræningjaþema verður ríkjandi á mótsinu í ár þar sem þátttakendur munu kynnast öðrum sjóræningjum og vinna saman við að finna hin dulda fjarsjóð Úlfljótsvatns sem ógurlegt sæskrímsli verndar.
Hvenær:
Mótið er haldið er á Úlfljótsvatn dagana 12.-16. júlí 2023.
Verð:
Mótsgjaldið er 43.000 kr. fyrir þátttakendur og innfalið í gjaldinu er öll dagskrá, matur og utanumhald á mótinu sjálfu.
Einnig verður í boði fjölskyldubúðir þar sem hægt verður að kaupa dagskrá armband og geta fjölskyldur tekið þátt í þeirri dagskrá sem er opin þeim. 50% afsláttur er af almennu tjaldsvæðarverði á meðan á mótinu stendur fyrir fjölskyldubúðir. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um tjaldsvæðið og aðstöðuna á Úlfljótsvatni inn á heimasíðu Úlfljótsvatns.
Skráning:
Skráning opnar 1. mars og fer fram inn á skraning.skatarnir.is, Skráningu lýkur 20.apríl.
Fyrir skátafélög/skátaforingja
Hvert félag fær að taka einn frían foringja á hverja 10 þátttakendur en gjald fyrir auka foringja, umfram það, er 31.000 ISK. Einnig verður gerð undantekning fyrir þau félög sem vilja koma degi fyrr eða fara degi seinna vegna vegalengdar að kostnaðarlausu.
Hér er tímalína með helstu dagsetningum fram að mótinu:
1. mars – Skráning þátttakanda opnar
20. apríl – Skráning þátttakanda lokar
24. apríl – Skráning sjálfboðaliða opnar
30. apríl – Endanleg dagskrá tilbúin og send út
Við bendum ykkur á að það er alltaf hægt að senda póst á okkur á netfangið skatasumarid@skatarnir.is þar sem við svörum tölvupóstum á hverjum föstudegi, en einnig má hafa samband við Skátamiðstöðina á skatarnir@skatarnir.is
Upplýsingabréf mótstjórnar:
Bandalag íslenskra skáta fær styrk úr samfélagssjóði Landsbankans
Bandalag íslenskra Skáta fékk styrk frá samfélagssjóði Landsbankans að upphæð 250.000 kr. síðast liðin 20.desember. Styrkurinn er fyrir verkefnið Fjölskylduskátadagur fyrir flóttafólk frá Úkraínu en við buðum fjölskyldum flóttafólks frá Úkraínu í dagsferð á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Markmiðið með viðburðinum var að bjóða flóttafólki frá Úkraínu jákvæða, heilbrigða og verðmæta upplifun á Úlfljótsvatni. Þar komu fjölskyldur frá Úkraínu saman, kynntust hver annarri og sköpuðu minningar saman með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá og nutu samverustundar sem fjölskylda.
Vinalegt á Úlfljótsvatni
Það var vinamargt á Úlfljótsvatni um helgina, en auk tjaldgesta, þátttakenda í Frisbýgolfmóti og annarra sem leið áttu um, tóku 30 ungir skátar þátt í hópefli og örnámskeiði. „Við skipulögðum þessa helgi til að ná til yngri skátaforingja sem geta lagt Úlfljótsvatni lið,“ segir Pani, en hann heitir fullu nafni Javier Paniagua og er dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni.
Markmiðið var að stækka hópinn sem getur kallað sig Vini Úlfljótsvatns, en það er fjöldi skáta með hlýjar tilfinningar til Úlfljótsvatns og starfseminnar þar. Pani og Jakob Guðnason, forstöðumaður á Úlfljótsvatni eru ánægðir og þakklátir fyrir góða þátttöku. „Þetta fór fram úr okkar björtustu vonum,“ segir Jakob. „Við viljum stækka hópinn sem finnst hann eigi heima hérna,“ segir Jakob. „Þetta er ekki og má ekki vera lokaður hópur, hvort sem við köllum hann Vini Úlfljótsvatns eða heimalinga. Það eru allir velkomnir“. Þeir sem komust ekki um helgina geta haft samband við Pani og Jakob, sem koma nýju fólki inn í hópinn.
Gagnast í félagsútilegunni í sumar
Auður Eygló úr skátafélaginu Landnemum var ánægð með helgina. Við hittum hana við klifurturninn og þó hún sé vön sem skátaforingi að leiða krakka í skátastarfi lærði hún margt gagnlegt.
Landnemar halda félagsútilegu á Úlfljótsvatni í sumar. „Það verður frábært að nýta sér þessa kunnáttu til að geta hjálpað þeim og vera með dagskrána,“ segir Auður Eygló.