Bandalag íslenskra skáta fær styrk úr samfélagssjóði Landsbankans

Bandalag íslenskra Skáta fékk styrk frá samfélagssjóði Landsbankans að upphæð 250.000 kr. síðast liðin 20.desember. Styrkurinn er fyrir verkefnið Fjölskylduskátadagur fyrir flóttafólk frá Úkraínu en við buðum fjölskyldum flóttafólks frá Úkraínu í dagsferð á Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Markmiðið með viðburðinum var að bjóða flóttafólki frá Úkraínu jákvæða, heilbrigða og verðmæta upplifun á Úlfljótsvatni. Þar komu fjölskyldur frá Úkraínu saman, kynntust hver annarri og sköpuðu minningar saman með fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá og nutu samverustundar sem fjölskylda.