Úlfur Kvaran nýr sölu- og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar

Okkur er sönn ánægja að tilkynna að Úlfur Kvaran hefur verið ráðinn sem sölu- og markaðsfulltrúi Skátabúðarinnar og mun meðal annars sinna daglegum rekstri og þjónustu Skátabúðarinnar, hafa umsjón með pöntunum birgða, útgáfu bæklinga og bóka og umsjón með sölu- og markaðsetningu Sígrænna jólatrjáa. Úlfur byrjaði sem ylfingur í skátafélaginu Fossbúum og hefur verið skátaforingi og er nú starfandi aðstoðarfélagsforingi og starfsmaður Fossbúa. Hann hefur ríka reynslu af sölu- og lagerstjórnun en hann var deildarstjóri húsgagna hjá Rúmfatalagernum.

Úlfur hóf störf 2. janúar og við hlökkum til samvinnunnar!

 

EN:

We are pleased to announce that Úlfur Kvaran has been hired as a sales and marketing representative for Skátabúðin. He will, among other things, handle the day-to-day operations and services of the Scout shop, supervise the ordering of supplies, the publication of brochures and books, and the management of sales and marketing of the Evergreen Christmas trees. Úlfur started scouting as a cub scout in his home town with the scout group Fossbúar. He has been a scout leader with his group as well as being the assistant club leader and an employee of Fossbúar.  He has extensive experience in sales and inventory management as he was the head of the furniture department at Rúmfatalager.

Úlfur started work on January 2nd and we look forward to the cooperation!