Mótsstjórar Skátasumarsins 2023

Egle og Hanna Greta hafa tekið að sér að vera mótstjóri og aðstoðar mótstjóri Skátasumarsins 2023.

Næstu sex mánuði munu þær ásamt mótstjórnarteyminu vinna hörðum höndum að því að skipuleggja og undirbúa mótið svo það verði ógleymanleg og skemmtileg upplifun. Hægt er að hafa samband við þær í netfangið skatasumarid@skatarnir.is, þær munu svara tölvupóstum alla föstudaga svo endilega heyrið í þeim ef þið hafið einhverjar spurningar eða viljið hvetja þær áfram.