Verkefni 37 – Kort til að gróðusetja
Verkefni dagins er að búa til kort sem viðtakandi getur gróðursett og fengið fallegt blóm í staðinn. Kortið er hægt að nota sem afmæliskort, jólakort, senda vinum eða ættingjum póstkort eða til að senda vinum góðar kveðjur. Þetta er auðveld leið til að nýta afganga af pappír sem fellur til á heimilum og minnka úrgang sem kemur úr keyptum kortum. Þetta tengist vel inn á heimsmarkmið 12 (Ábyrg framleiðsla) og heimsmarkmið 15 (Líf á landi). Þið getið lesið um heimsmarkmiðin og undirmarkið þeirra hér.
Kort sem hægt er að gróðursetja
Fyrsta skref: Finna pappír
Til að byrja verkefnið þarf að finna góðan pappír til að nota í kortagerðina. Þú þarft að finna fullt af endurvinnanlegum pappír. Góður pappír til að nota í verkið er til dæmis dagblöð, eggjabakki, bréfpoki úr búðinni eða hvít blöð. Þegar þú ert búin að finna góðan bunka af blöðum þá skalt rífa þau niður í mjög litla bita. Settu bitana í blandara þangað til þú ert búin að fylla upp að helmingi.
Annað skref: Blanda saman við vatn
Næst skalt þú hella volgu vatni yfir blöðin og fylla eins mikið og blandarinn leyfir. Svo skaltu setja blandarann í gang á lága stillingu og blanda í um 10 sekúndur. Svo skaltu auka hraðann og blanda í 30 sekúndur í viðbót. Þá ætti pappírinn að hafa blandast vel við vatnið og engar pappír flygsur að sjást.
Þriðja skref: Blanda fræ við pappírinn
Nú er komið að því að setja inn fræ. Við mælum með að nota kál, en kál er fljótt að vaxa og miklar líkur á að þau spíri og því gaman að fylgjast með því vaxa. Settu teskeið af fræjum og hrærðu. Ekki nota blandara í þetta verk heldur notaðu skeið og hrærðu fræunum rólega við. Þegar þú ert búin að blanda fræunum við, sigtaðu blönduna og reyndu að losna við eins mikið vatn og þú getur. Þú getur notað skeið eða sleif til að þrýsta á blönduna til að ná sem mestu vatni úr.
Fjórða skref: Þerra pappírskvoðann
Nú þarftu að leggja gróft handklæði, míkrófíber klúta eða annað svipað efni á flatt yfirborð. Settu pappírskvoðann (því sem þú varst að blanda saman) á efnið og notaðu skeið eða sleif til að dreifa pappírskvoðanum um efnið. Þú getur búið til hvaða form sem þú vilt, kassa, hring eða jafnvel hjarta. Eina sem þú þarft að passa er að reyna að dreifa því eins þunnt og þú getur svo það þorni fljótt og vel. Þegar formið er tilbúið getur þú notað svamp til að tryggja að yfirborðið á pappírskvoðanum sé eins flatt og mögulegt er og til að þerra vatn ef það er enn í pappírskvoðanum. Þegar pappírskvoðinn er alveg þurr á einni hliðinni, snúðu honum þá við til að leyfa hinni hliðinni að þorna alveg. Þegar báðar hliðarnar eru orðnar alveg þurrar, þá er kortið þitt tilbúið.
Nú getur þú skreytt kortið þitt eins og þú vilt. Þessi kort eru sniðug sem boðskort, afmæliskort, jólakort og gjafamiða. Mundu bara að láta viðtakanda vita að þau geta sett kortin í mold og vökvað þau og þá byrja fræin að vaxa og dafna.
Sýndu okkur þín kort undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…