Verkefni 12 – Tilraunir með sápu

Það er hægt að leika sér endalaust með sápu. Hér koma nokkrar hugmyndir að tilraunum sem hægt er að gera með sápustykkjum! Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi börnunum sínum vel í þessum tilraunum.

Sápuský

Fyrsta tilraunin er að sjá hvað gerist þegar þú setur sápu í örbylgjuofn. Fylgdu leiðbeiningunum vel og fylgstu með hvað gerist. Verður þín sápa að sápuskýi?

Það sem þú þarft:

  • Disk
  • Sápustykki
  • Örbylgjuofn

Aðferð:

  • Sápustykkið tekið úr umbúðum og sett á disk
  • Diskurinn er settur í örbylgjuofn
  • Settu tímann á 80-90 sekúndur, fylgstu vel með
sápuský 1
sápuský 2
sápuský 3
sápuský 4

Sápufroða

Önnur tilraunin snýst um að búa til froðu úr sápunni. Við mælum með að taka froðuna með í baðið eða út að leika! Þú getur skipt froðunni upp í nokkrar skálar og litar þær allar með sitthvorum litnum!

Það sem þú þarft:

  • Matskeiðar
  • Desilítramál
  • Blandara eða hrærivél
  • Uppþvottalög
  • Maíssterkju
  • Matarliti

Aðferð:

  • 0,75 dl vatn
  • 2 msk uppþvottalögur
  • 2 msk maíssterkja
  • Matarlitur (ég var með grænan uppþvottalög sem blandaðist síðan við litina)
  • Allt sett í blandara og blandað saman
  • Þegar ágætis froða er komin þá er henni hellt í baðið, balann eða vaskinn
  • Litunum blandað við og þá er ekkert eftir nema leika sér með froðuna 
sápufroða1
sápufroða2
sápufroða3
sápufroða4

Tunglsandur

Næsta tilraun er að búa til leir eða tungsland (moon sand fyrir þau sem þekkja það) með sápu sem hægt er að nýta til handþvottar eftir tilraunina.

Það sem þú þarft:

  • Skál
  • Skeið til að hræra
  • Maíssterkju
  • Kókosolíu
  • Sturtusápa (body wash) (handsápa var notuð í sýnimyndum)
  • Matarlitur (getur splittað deiginu og sett nokkra liti, mæli með að vera í hönskum)
  • Ilmolía (valkvætt, ekki nauðsynlegt)

Aðferð:

  • 2,5 dl maíssterkja
  • 1,25 dl sturtusápa
  • 1 msk kókosolía
  • Dropar af ilmolíu (þarf ekki)
  • Öllu blandað vel saman
  • Matarlitum bætt við ef þið viljið
  • Leika sér með áferðina og litina
  • Gaman að nýta þetta í bað eða sturtu
tungsandur1
tungsandur2
tungsandur3
tungsandur4

Óvæntur glaðningur inn í sápunni

Það er líka hægt að búa til óvæntan glaðning fyrir fjölskyldu og/eða vini 🙂 Búðu til sápubolta og feldu óvænta glaðninginn (lítið leikfang, skopparabolta…) inn í boltanum.

Það sem þú þarft:

  • Sápustykki
  • Lítið leikfang
  • Rifjárn
  • Skál
  • Örlítið af vatni, gott að hafa það í spreybrúsa

Aðferð:

  • Notaðu rifjárnið til að skræla sápuna í spænir
  • Taktu síðan smá sápu í hendina og leikfangið
  • Sprautaðu nokkrum dropum af vatni á sápuna og byrjaðu að móta
  • Bættu síðan við sápu og vatni eftir þörfum 
  • Gott að setja meira vatn en lítið svo hún haldist vel saman, líka hægt að bæta við kókosolíu. 
  • Hægt að setja í ísskápinn í smá stund til að hún festist betur saman
  • Leika sér með sápuna í baði eða gefja einhverjum hana
Óvæntur glaðningur1
Óvæntur glaðningur2
Óvæntur glaðningur3
Óvæntur glaðningur4