Verkefni 11 – Góðverkagangan
Skáti er hjálpsamur og á tímum sem þessum er mikilvægt að halda í útiveru og vera dugleg að fá okkur ferskt loft. Verkefni dagsins sameinar þetta tvennt en það er að fara í göngutúr og gera góðverk í leiðinni. Góðverkið má vera af hvaða toga sem er en hér eru nokkrar hugmyndir:
Gefðu fuglunum að borða.
Þú getur nýtt verkefni 8 þar sem sýndar voru ýmsar aðferðir til að búa til fuglafóður. Svo tekuru fóðrið með þér í göngutúr og setur þar sem fuglarnir eru.
Mundu bara að taka það niður þegar fuglarnir eru búnir að borða fóðrið.
Gleðja fólk í sóttkví
Hefur þú séð myndbönd af fólki syngja fyrir þau sem sitja heima í sóttkví? Lesa fyrir börn í gegnum netið? Nýttu göngutúrinn til að banka á glugga hjá þeim sem eru í sóttkví og gleðja þau með skemmtilegum bröndurum, söng eða jafnvel smá leikþætti. Ef það er nóg af snjó getur þú líka sett upp skemmtilega snjófígúru til að gleðja.
Moka innkeyrslur eða göngustíga
Nú þar sem enn snjóar þá er um að gera að grípa með sér skóflu í göngutúrinn og moka hjá nágrönnum þínum! Fátt sem kætir jafn mikið og aðstoð frá nágrönnum og þú færð góða hreyfingu í þokkabót.
Góðverk smita
Segðu frá hvernig þú nærð að gleðja þá sem eru í kringum þig, það smitar og getur gefið öðrum hugmyndir um góðverk til að gefa áfram. Það er svo gaman að sjá hvernig þið tæklið þessi verkefni þannig ekki gleyma að sýna okkur undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví. Haldið áfram að gera heiminn að betri stað!
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…