Verkefni 10 – Gítar og hrista
GÍTAR OG HRISTA
Nú er komið að því! Búðu til þína eigin hljómsveit með heimatilbúnum hljóðfærum. Skoðaðu leiðbeiningarnar hér að neðan og finndu til þá hluti sem þarf í þetta verkefni.
Gítar
Það sem þið þurfið:
- Skókassi eða annar kassi, t.d. kassi utan af íspinnum eða morgunkornskassi
- 6 teygjur
- Sterkt límband
- Skæri
- Snæri
- Blýantar
- Hólkur innan úr eldhúspappír
- Byrjið á því að teikna hring á kassann. Hafið hringinn nær öðrum endanum, ekki alveg í miðju kassans.
2. Klippið hringinn út. Gætið ykkar, kannski er gott að fá hjálp frá fullorðnum í þessu skrefi!
3. Klippið teygjurnar og festið þær vel með límbandi á þann enda kassans sem er nær gatinu.
4. Strekkið teygjurnar yfir gatið og festið með límbandi. Farið varlega hér, passið að teygjurnar skjótist ekki í ykkur.
5. Setjið tvo blýanta hvor sínum megin við gatið. Blýantana getiði notað til þess að stilla strengina.
6. Klippið upp í hólkinn.
7. Festið hólkinn með límbandi á kassann.
8. Festið snæri í gítarinn svo að hægt sé að hafa gítarinn um hálsinn. Þetta er þó ekki nauðsynlegt. Skreytið að vild.
Nú eruði komin með sannkallaðan kassagítar!
Hrista
Það sem þið þurfið:
- Tómt ílát, t.d. skyrdós, sultukrukka eða annað sem þið finnið í endurvinnslutunnunum heima.
- Hrísgrjón, poppbaunir, Cheerios eða annað smágert sem þið finnið í skúffunum heima.
- Dagblöð
- Límband
- Setjið hrísgrjón eða annað sem heyrist í ofan í ílátið.
2. Finnið skemmtilega síðu í dagblaðinu og festið hana á ílátið með límbandi. Gætið þess að festa dagblöðin vel á ílátið svo að hljóðgjafinn sullist ekki úr ílátinu.
Nú er bara að semja góðan slagara!
#stuðkví
Skemmtu þér vel! Sýndu okkur hljóðfærin þín með því að setja mynd eða myndband á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá!
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…