Skátamiðstöðin

Skátamiðstöðin í Hraunbæ 123 hýsir starfsólk Bandalags íslenskra skáta, á efri hæð hússins er stór og góður salur, vel búið fundarherbergi og skrifstofur BÍS. Auk daglegrar starfsemi starfsfólks er góð funda og vinnuaðstaða í húsinu fyrir sjálfboðaliða skátanna og reglulega fara þar fram ýmis fundir, hittingar og námskeið. Skátum með félagsaðild að BÍS er ávallt velkomið að óska afnota af húsnæðinu.

Opnunartímar skátamiðstöðvarinnar:

Mánudaga – fimmtudaga: 09:00 – 17:00
Föstudaga: 09:00 – 13:00
Lokað um helgar

Framkvæmdastjóri BÍS

Helga Þórey Júlíudóttir

Netfang: helga@skatarnir.is
Sími: 550 9809 / 659 3740

Helga Þórey Júlíudóttir er framkvæmdarstjóri BÍS, hún stýrir daglegum rekstri og framþróun Skátamiðstöðvarinnar og framfylgir stefnu BÍS.  Hún á tryggt samstarf við sjálfboðaliðana sem skipa stjórn BÍS og fylgir samþykktum hennar eftir en einnig á Helga í nánu samstarfi við framkvæmdastjóra og stjórnir dótturfyrirtækja. Helga er í forsvari fyrir BÍS gagnvart hinu opinbera, fjölmiðlum og helstu samstarfsaðilum skátahreyfingarinnar á Íslandi. Áherslur Helgu í starfi eru að renna styrkari stoðum undir fræðslu, stuðning við dagskrá, miðlun og þjónustu við skátafélögin í landinu.

Fræðsla og þjálfun

Katrín Kemp Stefánsdóttir

Verkefnastýra fræðslumála

Netfang: katrin@skatarnir.is
Sími: 550 9804

Katrín er verkefnastýra fræðslumála, hún hefur yfirumsjón með fræðsluefni, námskeiðaframboði og þjálfunum á vegum BÍS. Katrín vinnur að markmiðum BÍS um Skátaskólann og er í nánu samstarfi við sjálfboðaliðana sem mynda stjórn skólans. Hún vinnur líka með leiðbeinendasveit BÍS sem sinnir skipulagi og framkvæmd námskeiða með dyggum stuðningi hennar. Katrín og erindrekar BÍS vinna líka oft saman að átaksverkefnum sem snúa að fræðslu- og þjálfunarmálum.

Javier Paniagua Petisco

Verkefna- og leiðtogaþjálfi

Netfang: pani@skatarnir.is
Sími: 550 9803

Pani gegnir stöðu verkefna- og leiðtogaþjálfa í hlutastarfi fyrir Bandalag íslenskra skáta en hann er einnig framkvæmdastjóri Úlfljótsvatns. Sem verkefna- og leiðtogaþjálfi mun Pani stýra því að staðla viðburðaferla, vinnuaðferðir og skilvirkari skjölun hjá Skátamiðstöðinni. Hann mun starfa náið með leiðbeinendasveitinni og styrkja þau að verða hágæða þjálfunarteymi fyrir leiðtoganámskeið. Hann mun einnig vinna að innleiðingu leiðtogaþjálfunar á öllum stigum BÍS svo að sjálfboðaliðar geti best vaxið í sínum hlutverkum.

Erindrekar

Halldór Valberg

Netfang: halldor@skatarnir.is
Sími: 550 9806

Sigurgeir B. Þórisson

Netfang: sigurgeir@skatarnir.is
Sími: 550 9801

Sædís Ósk Helgadóttir

Netfang: saedis@skatarnir.is
Sími: 550 9805

Allir erindrekar

Netfang: erindrekar@skatarnir.is
Sími: 550 9800

Erindrekar BÍS vinna með sjálfboðaliðum BÍS og í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Sem erindrekar eru þau í samskiptum við skátafélög um allt land og styðja þau í fjölbreyttum verkefnum sem styrkja félagsstarf þeirra, miðla reynslu á milli félaga og vinna að lausnum á sameiginlegum áskorunum þeirra. Erindrekar sinna líka allskyns átaksverkefnum sem miða að því að því að styðja sjálfboðaliða í þeirra hlutverkum s.s. með útgáfu fræðsluefnis og verkfæra, með þjálfun og með virkri handleiðslu. Þau vinna líka að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi.

Erindrekar vinna líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem ekki fyrirfinnst skátastarf nú þegar. Í slíkum verkefnum bjóðast þau að koma hvert á land sem er að kynna starfið fyrir áhugasömum sjálfboðaliðum og þátttakendum, halda námskeið fyrir nýja sjálfboðaliða og reka dagskrá fyrir þátttakendur í nokkur skipti.
Skiptingu erindrekanna milli félaga má sjá hér

Fjármál og miðlun

Halldóra Inga Ingileifsdóttir

Fjármálastjóri

Netfang: halldora@skatarnir.is
Sími: 550 9807

Halldóra Inga er fjármálastjóri BÍS og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja. Sem fjármálastjóri ber Halldóra ábyrgð á daglegri fjármálastjórn og bókhaldi ásamt fjárreiðum BÍS og dótturfyrirtækjum þess.

Hilda Ösp Stefánsdóttir

Bókari

Netfang: hilda@skatarnir.is
Sími: 550 9811

Hilda er bókari og vinnur með framkvæmdastjórum BÍS og dótturfyrirtækja ásamt fjármálastjóra. Hennar helstu verkefni snúa að innheimtu, launamálum og færa bókhald BÍS og dótturfyrirtækja þess. Hilda aðstoðar einnig oft við yfirlestur efnis áður en það er gefið út af BÍS.

Rita Osório

Kynningarmálastýra

Netfang: rita@skatarnir.is
Sími: 550 9802

Rita stýrir ímyndarmálum BÍS og dótturfyrirtækja þeirra. Hún stýrir samfélagsmiðlum og býr til skemmtilegt efni til að sýna frá starfinu. Rita vinnur einnig að því að lyfta heimasíðum BÍS og dótturfyrirtækja í nýjar hæðir, búa til nútímalegt og lifandi kynningarefni fyrir skátafélögin og að gera stuðningsefni fyrir skátaforingja og aðra sjálfboðaliða aðgengilegt og flott. Hún tekur einnig myndir og myndbönd úr starfi BÍS.