Stjórn Bandalags íslenskra skáta

Skátaþing fer með æðstu stjórn í málefnum Bandalags íslenskra skáta, en þeirra á milli kemur sjö skáta stjórn BÍS fram fyrir hönd íslenskra skáta gagnvart einstaklingum, lögaðilum og ríkisvaldi í sameiginlegum málefnum hreyfingarinnar.

Í stjórn sitja skátahöfðingi sem er formaður stjórnar, gjaldkeri og fimm meðstjórnendur sem deila með sér verkum. Á vegum stjórnar BÍS starfa síðan fimm fastaráð; alþjóðaráð, starfsráð, ungmennaráð, útilífsráð og stjórn Skátaskólans en í hvert þeirra skipar Skátaþing að lágmarki þrjá fulltrúa en að hámarki fimm fulltrúa.

Meðal helstu verkefna stjórnar eru félagsmál, námskeiða- og viðburðarhald, samskipti við alþjóðasamtök skáta, markaðsmál og stefna samtakanna. Stjórn hefur heimild til að setja reglugerðir um vissa þætti skátastarfs og að skipa ráðgjafa, nefndir og vinnuhópa sér til aðstoðar við verkefni sem stjórn fæst við eða telur brýnt að sinna.

Öllum skátum er heimilt að bera erindi undir stjórn Bandalags íslenskra skáta, og er þessi heimild lögfest í 21. grein laga BÍS. Hafir þú erindi sem þú vilt bera undir stjórn BÍS getur þú fylgt þessum slóða.

Stjórnarfólk

Fundir, fundargerðir og önnur gögn

næsti fundur stjórnar

Stjórnarfundir eru alla jafna 2. og 4. þriðjudag hvers mánaðar klukkan 18:00

Fundargerðir

Eldri fundargerðir stjórnar BÍS má nálgast með því að hafa samband við Skátamiðstöðina.