Forsíða

Velkomin í skátana!

Skátastarf á Íslandi hefur í yfir 100 ár mótað ungmenni og framtíð þeirra. Með því að efla leiðtogahæfni, sköpunargleði og sjálfstraut ungra skáta aukum við jákvæð áhrif þeirra á samfélagið sem er rauði þráðurinn í öllu starfi skátanna á Íslandi.

lesa meira

Færni fyrir lífið

Skátastarf gerir ungu fólki kleift að byggja upp þá færni sem það þarf til að hámarka tækifæri lífsins.

vera með

DREKASKÁTAR

7-9 ára

FÁLKASKÁTAR

10-12 ára

DRÓTTSKÁTAR

13-15 ára

REKKASKÁTAR

16-18 ára

RÓVERSKÁTAR

19-25 ára

FULLORÐNIR

26 ára og eldri

Opnunartími



What is scouting

What is scouting ?


The scouts are an international organization that ....

Shapes the future of young people and engages them as active members of society

Scouting promotes the growth and development of young people, both as individuals and as members of society, with projects and initiative as guiding principles. In the Scouting movement, young people have the opportunity to gain independence, take initiative, be solution-oriented, and become good leaders who are always ready to offer assistance and contribute to positive changes in society.

Builds friendships, experiences, and skills that stay with the scout for life

Scouting is constantly evolving to continue promoting the growth, development, and progress of young people. The unique aspect of the Scouting movement is that young people have the opportunity to learn through fun, challenging, and developmental activities, outdoor adventures, and social interaction. Through these activities, they gain stronger self-confidence and courage. Scouting also helps them form friendships that often last a lifetime.

Each scout can take a path that suits them at any given time, as individual skills and abilities vary. Scouting should, however, be a platform for scouts to test themselves with new and challenging tasks. The program also takes into account the age of the scouts, who are organized into appropriate age groups. This allows for activities to be planned with regard to the scouts development and abilities.

Offers adventure and togetherness in nature

Scouting activities take place largely outdoors. Emphasis is placed on an adventurous and challenging program where scouts have the opportunity to try tasks such as lighting a campfire, singing scout songs, camping in tents, hiking, orienteering, learning first aid, lashing hammocks, and so much more! It can be an adventure to enjoy scouting in nature, even when the weather isn’t perfect, as it’s often the camaraderie and the activity itself that matter most.


Questions and answers

In scouting, scouts take on tasks and challenges suited to their age and level of development. These can include learning to light a fire, learning games and songs, making hammocks, popping popcorn over an open fire, tackling group challenges, learning first aid, preparing for outdoor activities, carving, kayaking, and much more, as the activities are as varied as the imagination allows.

Through all these tasks, the scout gains experience and knowledge that will benefit them throughout life. In scouting, the scout is expected to take responsibility for and complete the tasks they undertake, live life with joy, and gain the courage to make their dreams come true and seize the opportunities that arise.

Here you can find all scout groups on a map  where the scout groups are located, along with contact information and meeting times.

You can also contact the scout center by phone at 550 9800 or by email at skatarnir@skatarnir.is to find a scout group.

Yes scouting is for everyone and anyone is welcome to join!

You can find a scout group in your neighbourhood here or contact our office for more information in this phone number 550 9800 or send us an email skatarnir@skatarnir.is

Our office is open as says on the bottom of the page.

In our office we have staff that will gladly answer your questions and guide you in the right direction to start your scouting adventure in Iceland.

It costs nothing to come and try scouting, for example, by attending a few scout meetings. If you intend to continue, you need to register with the scout group and pay the membership fee.

Membership fees are paid to the group the scout is registered with. What is included in the membership fee can vary between scout groups. In some groups, everything is included, while in others, camps and scouting trips are not included, and payment for those is required separately when applicable. The scout groups provide more detailed information about their membership fees and what is included.

In all municipalities across the country, leisure grants can be used to pay for membership fees. However, the amount of the leisure grant and the age it applies to can differ between municipalities. Information about the grant can be found on the municipalities’ websites or at the relevant town hall. Scout groups can also assist with gathering information on these matters.

Cost should not be a barrier to scouting activities, and solutions can always be sought in collaboration with the scout group.“**

No! The only requirement to be part of scouting is the desire to participate!

There is no requirement for language proficiency, physical ability, or any other skill. Everyone should be able to participate in scouting activities, and this is precisely the advantage of scouting: how easy it is to adapt to anyone who wants to join, thereby warmly welcoming diverse individuals with varying needs.

BÍS emphasizes that those who serve as group leaders in scout groups have completed a 12-hour first aid course, as well as the Verndum course and leadership training. Additionally, all adults involved in scouting activities must consent to BÍS obtaining a criminal record check and sign the BÍS code of honor.

Generally, scouts attend meetings on their own.

Parents and guardians of children in scouting activities are invited to contribute to support the work through volunteer efforts. Participation by parents, guardians, or other relatives in scouting can take the form of joining and experiencing scout trips and outings, assisting at scout meetings, organizing fundraising activities, maintaining the scout house, and much more.

However, family scouts are the exception to this, as families attend scout meetings together in family scouting activities.

The scouting movement is open to all who adhere to its goals, Fundamental Values, and the Scout Method, regardless of race, color, sex, language, religion, political beliefs or other opinions, nationality, origin, property, lineage, sexual orientation, or other reasons. The final decision to participate or not rests with each individual. The scouting movement is not an exclusive movement. However, it is clear that the scouting movement can only accept individuals with significant special needs when the circumstances and manpower are sufficient to meet their needs

Scouting activities take place mainly outdoors, and it is essential to dress appropriately for the weather for all scout programs, whether it is a scout meeting, camping trip, or another event.

When going on camping trips, competitions, or other events, scouts often need to bring a sleeping bag and a sleeping pad, as well as a backpack that can carry everything. It’s also good to have a smaller daypack for shorter hikes and/or trips.

It can often be expensive to invest in gear, so it may be helpful to check with friends or family to see if anyone has equipment to lend or give away. It can also be smart to look at thrift stores or online selling sites to see if used equipment is available for purchase.

Scout shirts and other clothing can be bought at the Scout shop or purchased second-hand from older scouts who may have outgrown their clothing.

For example, there is a Facebook group dedicated to buying and trading used scouting gear.

  • The Scout Promise is a pledge that the scout makes to themselves, a sort of personal challenge to do their best. When the scout fulfills the Scout Promise, they are taking their first conscious step on the path of self-education to become an independent, active, and responsible member of society.
  • The moral values of the scout movement are presented systematically in the Scout Laws. However, the Scout Laws are much more than just a system of ideas. They are, in fact, patterns of behavior that young people can choose to follow and use to shape their direction in life. To be true to oneself, each individual must think and behave in accordance with their own values.


Gagnaskil

Gagnaskil skátafélaga


Í UPPHAFI VEGFERÐAR

Á þessu vefsvæði hafa verið tekin saman þau gögn sem stjórnum skátafélaga ber að senda skrifstofu BÍS fyrir Skátaþing. Ef skátafélög ná ekki að senda gögnin fyrir Skátaþing eiga þau samt sem áður að senda gögnin. Þetta yfirlit getur verið gagnlegt við undirbúning aðalfundar félaganna og hvetjum við stjórnir að fara yfir listann tímalega. Efnið er sett fram í sömu röð og tékkalistinn.

Ef skátafélagið er meðlimur af Skátasambandi Reykjavíkur þarf að muna að félaginu ber einnig að senda sömu gögn til SSR.

Hægt að sækja yfirlitið á pdf. skjali ásamt verkefnalista yfir ýmiss málefni sem stjórnir þurfa að hafa í huga við stjórnarskipti eftir aðalfund.

Stjórnendur skátafélaga geta og eru hvött til að leita ráðgjafar og aðstoðar hjá Skátamiðstöðinni sé þess þörf. Þá má alltaf senda okkur ábendingar um verkfæri sem vantar sem við getum bætt við þetta vefsvæði.

Stjórnarskipti - Verkefnalisti

ÁRSSKÝRSLA SKÁTAFÉLAGSINS

Ár hvert er rituð ársskýrsla fyrir skátafélagið sem er síðan afhent BÍS. Ársskýrslan er söguleg heimild um starf félagsins ár hvert og því mikilvægt að vanda til verka. Í ársskýrslu er gott að nefna eftirfarandi hluti og eru félögin hvött til þess að myndskreyta ársskýrsluna með myndum úr viðburðunum sem minnst er á í skýrslunni og öðru starfi félagsins.

  • Ávarp félagsforingja – Stuttur inngangur frá félagsforingja um starfsemi félagsins á tímabilinu eða hugvekja um skátastarf.
  • Forystufólk félagsins – Yfirlit yfir stjórnarmeðlimi og hlutverk þeirra.
  • Sveitarstarf félagsins – Yfirlit yfir starfandi sveitir félagsins, foringja þeirra, aðstoðarforingja, stutt
    samantekt, tvær til þrjár málsgreinar, yfir það sem sveitin tók sér fyrir á starfsárinu.
  • Ráð og nefndir – Gott að minnast á hver eru að sinna öðrum störfum fyrir félagið s.s. skálanefnd, birgðanefnd, skemmtinefnd, bakland, 17. júní nefnd og fleira.
  • Nefndarstörf eða vinnuhópastörf félaga utan félags – eru einhverjir meðlimir félagsins í öðrum störfum innan skátahreyfingarinnar t.d. í mótstjórnum, í stjórn BÍS, í vinnuhópum BÍS, ráðum BÍS eða annað.
  • Þátttökutölur – Greinagott yfirlit yfir fjölda skáta eftir aldursbili og kyni. Jafnvel væri gott að hafa samanburð fjölda þátttakenda yfir síðustu ár.
  • Viðburðir – Kafli um helstu viðburði sem félagið tók þátt í. Hægt er að skipta þessum kafla í tvennt, annars vegar viðburðir innan félagsins eins og sveitarútilegur, dagsferðir, félagsútilegur, jólakvöldvaka eða afmæli. Svo hins vegar viðburðir sem félagið tók þátt í sem voru skipulagðir utan félagsins eins og af BÍS eða öðrum skátafélögum, erlendir skátaviðburðir, hverfahátíðir eða viðburðir á vegum annara félagasamtaka.
  • Námskeið og fræðsla – Yfirlit yfir hvaða námskeið og fræðslu skátar í félaginu sóttu á tímabilinu, bæði á vegum BÍS og annarra samtaka. Sem dæmi, foringjaþjálfun (sveitarforingjanámskeið BÍS, neisti…), skyndihjálparnámskeið og verndum þau námskeið.
  • Aðrar vörður í starfinu –  Voru veitt heiðursmerki til félagsmeðlima. Var samfélagsverkefni sem gekk vel. Hélt félagið upp sumarstarfi, smíðaskóla, útilífsskóla eða annað.
  • Rekstur og aðstaða – Hvert er ársgjaldið, hvernig er aðstaðan í skátaheimilinu, á skátafélagið einhverjar eignir eins og skátaskála. Voru viðhaldsverkefni tengd eignum á árinu. Hér undir er hægt að hafa ársreikningana og rekstraráætlun fyrir næsta starfsár.
  • Starfsáætlun fyrir næsta starfsár –  Eru einhverjir viðburðir sem félagið tekur þátt í ár hvert og eru einhverjir nýir viðburðir sem félagið mun taka þátt í.
  • Félagatal – hægt er að hafa félagatal í lokin sem inniheldur einungis nöfn skátanna í félaginu eftir sveitum. Þetta eru sögulegar heimildir sem gott er að hafa skrá yfir.


AFRIT AF LÖGUM FÉLAGSINS

Gildandi lög félagsins að loknum aðalfundi, aðlöguð að þeim breytum sem kunna að hafa orðið á nýyfirstaðnum aðalfundi ber að senda til BÍS. Félög eru hvött til að renna yfir lög sín og bera saman við kröfur 9. greinar laga BÍS um ákvæði sem skulu vera í lögum hvers skátafélags og við kröfur í 5. grein laga nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.

Vanti ákvæði í lög eru stjórnir hvattar að undirbúa breytingar á lögum sínum fyrir næsta aðalfund.


STARFSÁÆTLUN NÆSTA STARFSÁRS

VIÐBURÐIR OG VERKEFNI NÆSTA STARFSÁRS

Starfsáætlun er mikilvægt verkfæri til þess að setja stefnu í starfi fyrir næsta ár. Þannig geta skátar, foringjar, stjórn og forráðafólk í félaginu öll gengið að sömu upplýsingum um hvað sé á döfinni í starfinu næsta árið. Hægt er að hafa hana sem viðauka í ársskýrslunni en félög eru hvött til að auglýsa starfsáætlunina með því að hafa hana sýnilega á heimasíðu félagsins eða hengja hana upp í skátaheimilinu.

SNIÐMÁT FYRIR FÉLÖGIN AÐ FYLLA INN Í

Hér er sniðmát að starfsáætlun sem félögin geta nýtt sér en hægt er að aðlaga þau eftir hentugleika. Ekki er þó nauðsynlegt að nota þetta sniðmát en það gefur góða hugmynd af hvernig starfsáætlun gæti litið út.

Hér eru einnig sniðmát að viðburðadagatölum sem félögin geta fyllt inn í með sínum viðburðum til þess að hafa skipulag félagsins sjónrænt fyrir þátttakendur og foringja. Í þeim má finna helstu viðburði BÍS sem eru komnir í viðburðardagatal BÍS. En svo getur félagið bætt við sínum fundum, útilegum og öðrum viðburðum á vegum félagsins.


ÁRSREIKNINGAR SÍÐASTA STARFSÁRS

Senda skal ársreikninga síðasta starfsárs til BÍS. Hægt er að hafa þá inn í ársskýrslunni sem viðauka.


UPPLÝSINGAR UM STJÓRNARMEÐLIMI

Senda skal BÍS yfirlit yfir stjórnarmeðlimi félagsins, þær upplýsingar skulu innihalda:

  1. Fullt nafn
  2. Kennitölu
  3. Netfang
  4. Hlutverk í stjórn

Félögin geta líka sent BÍS staðfestingu á að búið sé að uppfæra stjórnendahópinn inn á Abler skráningarsíðu félagsins með réttum upplýsingum. Tengiliður félagsins getur þá sótt upplýsingarnar um stjórnarmeðlimina þar.

Til þess að bæta hlutverkunum við stjórnarhópinn er farið inn í þjálfaraviðmótið í sjálfboðaliðasviðið þar er hægt að finna stjórn félagsins. Þegar búið er að velja stjórnina er ýtt á litlu örina við hliðina á valmöguleikanum hópar, þá er ýtt á ,,stofna hóp“. Búið til hópa fyrir hvert hlutverk og bætið stjórnarmeðlimum í réttan hóp.


FÉLAGATAL

Skátafélög sem halda utan um félagatal í Abler þurfa ekki að skila sérstaklega inn félagatali s.s. í formi excel skjals. Félagatal þeirra félaga er alltaf í skilum enda hefur Skátamiðstöðin beinan aðgang að því. Einungis þarf að yfirfara Abler og staðfesta við Skátamiðstöðina að skráning sé rétt.

Félög sem ekki halda utan um félagatal sitt í Abler þurfa að senda inn nafnalista sinna félaga ásamt kennitölum og netföngum sem hægt er að ná á viðkomandi í gegnum sé það þeirra eigið eða forráðafólks.


SAKAVOTTORÐSHEIMILDIR

Öllum starfandi skátum innan skátafélaga 18 ára og eldri ber að skila inn heimild til BÍS til öflunar upplýsinga úr Sakaskrá ríkisins.

Eftir að einstaklingur hefur undirritað heimildina er hún endurnýtanleg svo lengi sem einstaklingurinn er í samfelldu starfi fyrir félagið. Því skulu félögin geyma heimildirnar í möppu á skrifstofu félagsins eða í rafrænni möppu.

Á hverju ári áður en afrit af heimildunum eru send til BÍS skal yfirfara möppuna og fjarlægja þau sem hafa farið í hlé frá ábyrgðarstöðum innan félagsins og bæta við þeim sem bæst hafa í hóp 18 ára og eldri.

Til að senda afrit er nóg að taka ljósmynd af hverri heimild, Skátamiðstöðin mælir einnig með adobe scan snjallforritinu fyrir snjallsíma.

Vakin er athygli á því að einnig er ætlast til þess að sjálfboðaliðar sem koma og aðstoða á viðburðum eins og skátamótum eða útilegum eiga einnig að skrifa undir sakavottorðsheimild.


Viltu gerast sjálfboðaliði?

Viltu gerast sjálfboðaliði?

Á þessari síðu finnur þú virk útköll eftir sjálfboðaliðum, upplýsingar um sjálfboðaliðastörf og ólíkar leiðir til að gerast sjálfboðaliði.

Skátahreyfingin á Íslandi og um allan heim hefur reitt sig á krafta sjálfboðaliða sem eru reiðubúin til að starfa í þágu æskulýðsstarfs sem stuðlar að valdeflingu ungmenna, alþjóðlegu bræðralagi og bættum heimi.

Virk útköll eftir sjálfboðaliðum

Nothing found.

7 leiðir til að taka þátt sem sjálfboðaliði


1 - Skapa upplifanir fyrir ungt fólk

Við leggjum kapp á að bjóða ungu skátunum okkar spennandi starf þar sem hvert og eitt getur vaxið og dafnað. Það eru ótal leiðir færar til að leggja því starfi lið hvort sem þig langar að prófa að vera leiðbeinandi í vikulega starfinu, mæta stöku sinnum til ólíkra hópa að deila færni sem þú býrð yfir eða með því að vera á útkallslista fyrir viðburði og stórmót. Við erum þakklát fyrir hvert framlag.

Gerast sjálfboðaliði

2 – Stuðningur við skátafélag

Skátafélögin eru lykileiningar í skátastarfinu og innan þeirra eru ótal spennandi verkefni sem styrkja félagsstarfið. Það er alltaf tekið vel á móti fólki sem vill styðja við félögin bæði í afmörkuðum verkefnum við fjáraflanir, hverfahátíðar eða viðhald eigna en líka í stærri verkefnum s.s. í fararstjórnum á stærri mót, umsjón skála og í stjórn félagsins. Það getur líka verið mjög dýrmætt fyrir félög að fá fersk augu inn í félagið til að rýna starfið til gagns.

Gerast sjálfboðaliði

3 – Bjóða fram færni þína

Skátarnir þurfa reglulega á fólki að halda með færni m.a. í iðngreinum, fjármálum, listgreinum, margmiðlun, matreiðslu, umönnun og upplýsingatækni. Við getum alltaf tengt fólk við verkefni þar sem kraftar þeirra nýtast þeim sjálfum og skátastarfi til heilla.

Gerast sjálfboðaliði

4 – Verkefnastjórnun

Skátastarf er frábær vettvangur til að öðlast reynslu í skipulagi og framkvæmd verkefna. Við getum ávallt nýtt fólk sem er reiðubúið að taka að sér stjórn stórra verkefna bæði á vettvangi skátafélaga og landssamtakanna. Þetta geta verið stórmót, þróun á dagskrá og stuðningsefni, skipulag ferða erlendis, stefnumótun og margt fleira.

Gerast sjálfboðaliði

5 – Fræðsla og þjálfun

Við leggjum okkur fram við að fræða og þjálfa fólkið okkar og höfum metnað fyrir því að skapa umhverfi þar sem þau sem stýra skátastarfinu geta sífellt bætt við sig hagnýtri reynslu. Við erum ávallt viðbúin að finna fólki vettvang sem er reiðubúið að bjóða öðrum fræðslu og þjálfun út frá reynslu sinni og sérþekkingu.

Gerast sjálfboðaliði

6 – Bakland

Mörg hafa ekki kost á að lofa sér í sjálfboðaliðastarf til skemmri né lengri tíma en vilja samt hjálpa þegar útkall eftir sjálfboðaliðum kemur sem hentar þeim. Það er dýrmætt geta kallað eftir aðilum úr baklandi til að hoppa í lítil verkefni eins og að elda eina máltíð í útilegu, til að flytja fólk eða búnað og taka þátt í tiltekt. Öll verk eru mikilvæg í stóru myndinni.

Gerast sjálfboðaliði

7 – Útilífsmiðstöð skáta

Á útilífsmiðstöðvunum á Hömrum og Úlfljótsvatni fer fram fjölbreytt starfsemi og ætíð nóg af verkefnum smá sem stór. Sama hvort þig langi bara að raka túnið eða að hjálpa við sumarbúðirnar, hvert unnið verk skiptir sköpum.

Gerast sjálfboðaliði

Umsókn um sjálfboðaliðastarf

Við bjóðum þeim sem hafa áhuga að reyna fyrir sér í sjálfboðaliðastarfi hjá skátunum að fylla út eftirfarandi umsókn. Starfsmaður landssamtaka skátanna setur sig svo í samband við þig og hjálpar þér að tengjast besta verkefninu fyrir þig.

Veldu allt sem þú telur þig hafa áhuga á
Veldu allt sem á við fyrir þig
Valkvætt