Íslenskir skátar fordæma stríðsrekstur á Gaza


Bandalag íslenskra skáta skorar á íslensk stjórnvöld að fordæma allan stríðsrekstur á Gaza og kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðaraðstæðum. Skátar eru skelfingu lostnir yfir þeim hörmulegu aðstæðum sem ríkja nú á Gaza og því gífurlega manntjón sem þar hefur orðið. Yfir 11.000 hafa þegar týnt lífi, þar á meðal þúsundir barna og tala látinna á eftir að hækka.

Skátarnir eru stærsta friðarhreyfing heimsins og fordæma allt ofbeldi. Við hvetjum þjóðir heims til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda enda á öll stríðsátök og tryggja öryggi óbreyttra borgara.

www.unwomen.is
www.unicef.is
www.amnesty.is