Könnuðamerkin eru mætt!

Könnuðamerkin eru nýjung í skátastarfi sem byggja á forsetamerkinu. Merkin eru hvatakerfi fyrir skáta og veitir þeim endamarkmið til að vinna að á síðasta ári hvers aldursbils.

Dreka-, fálka-, og dróttskátar sem eru að ljúka sínu aldursbili fá tækifæri á því að gerast könnuðir. Sem könnuðir þurfa þau að vinna að sérstökum verkefnum yfir starfsárið og halda utan um þau í könnuðamerkjabókinni sinni.

Verkefnin eru allt frá því að vinna að færnimerkjum, fara í útilegur og skipuleggja gönguferð yfir í að vinna að verkefnum sem þau velja sjálf og vinna að með flokknum eða sveitinni sinni. Skátarnir vinna sjálf að þessum verkefnum en njóta stuðnings sveitarforingja sinna.

Könnuðamerkjabækurnar er hægt að kaupa í Skátabúðinni eða prenta út sjálf í skátaheimilinu.

Könnuðamerkin sjálf fást svo í Skátabúðinni.