Námskeiðaáætlun Æskulýðsvettvangsins fyrir starfsárið 2023-2024

Námskeiðaáætlun Æskulýðsvettvangsins fyrir starfsárið 2023-2024 hefur verið birt!

Eitt af markmiðum Æskulýðsvettvangsins er að stuðla að aukinni fræðslu og forvörnum í íþrótta- og æskulýðsstarfi á Íslandi í þeim tilgangi að gera umhverfi barna og ungmenna í félagsstarfi öruggara. Námskeið Æskulýðsvettvangsins eru liður í því.

Það er mikilvægt að öll sem starfa með börnum og ungmennum séu meðvituð um skyldur sínar og ábyrgð og viti hvernig á að bregðast við þegar upp koma atvik eða áföll í starfinu. Því hvetjum við öll sem starfa fyrir Skátana, sjálfboðaliða og starfsfólk að skrá sig á námskeið Æskulýðsvettvangsins.
Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu!

Námskeið starfsársins 2023-2024 eru eftirfarandi:

21. ágúst – Verndum þau
15. nóvember – Samskipti og siðareglur
7. febrúar – Hinsegin fræðsla
20. mars – Verndum þau