Vinnudagur á ÚSÚ fyrir landsmót

Laugardaginn næstkomandi (6.júlí) ætlum við að byrja tjalda undirbúninginn á landsmóti og ætlum við að setja upp 2 tjöld ásamt sviðinu. Við óskum eftir hressu og skemmtilegu fólki til að koma að hjálpa okkur og taka þátt í undirbúningnum fyrir mótið. Einnig verður nóg af minni verkefnum tengd dagskrármálum og Úlfljótsvatni í boði fyrir þau sem vilja. Við hvetjum ykkur til að nýta tækifærið og koma í útilegu yfir helgina á Úlfljótsvatn.

Mótstjórn mætir á föstudaginn en aðal vinnan fer fram á laugardegi.

Vinsamlegast látið Benedikt Þorgilsson vita hér eða í facebook skilaboðum, ef þið mætið svo hægt sé að áætla matarmál, en ÚSÚ mun elda mat fyrir sjálfboðaliða.