Læst inni í Garðbúaheimilinu

Síðastliðinn þriðjudag spreyttu róverskátar sig á nýju flóttarými (escape room) í Garðbúaheimilinu. Flóttarýmið var sett upp sem dagskrá fyrir róverskáta og eldri skáta og fékk styrk frá Evrópusambandinu. Þetta flóttarými, Föst á fjöllum, var með skátaþema þar sem skátaflokkur í fortíðinni fór í útilegu í fjallaskála og dularfullir atburðir áttu sér stað. Skátarnir sem prófuðu flóttarýmið leystu svo þrautir og gátur til að komast að því hvað hefði gerst og opna lásinn á herberginu til að komast sjálf út.

Viðburðurinn var vel heppnaður og er nú hægt að fá allan búnað í flóttarýmið lánaðan til að setja upp í sínu skátafélagi. Þeir sem hafa áhuga á að setja upp flóttarýmið fyrir dróttskáta, rekkaskáta, róverskáta eða eldri hafið samband við skatarnir@skatarnir.is