Birta - Við varðeldinnBirta við varðeldin er vönduð söngbók og góður félagi gítarleikarans. Í bókinni er að finna ýmis góð ráð og nákvæmar leiðbeiningar fyrir gítarleikara sama hvort þeir hafi aldrei áður mundað gítarinn eða eru hoknir af reynslu.

Fyrir byrjendur má finna fingrasetningu gítargripa ásamt léttum æfingum til að æfa sig á þeim og venjast því að skipta á milli þeirra.

Í bókinni er nokkur fjöldi skátasöngva og hrópa ásamt uppástungum að lagalista fyrir tvær kvöldvökur. Þannig er hún gagnleg hinum almenna kvöldvökustjóra og ekki síður hinum almenna skáta sem enn eiga eftir að læra textana utanbókar.

Á síðunni má bæði nálgast bókina í heild sinni eða skoða í annarri röðun á síðunni sjálfri, þetta er gert til að auðvelda notkun hennar. Síðan er sérstaklega hönnuð með farsímanotendur í huga.

Bókina má sækja í heild sinni með að smella hér.

 
Ýmislegt um gítarinn

Birta Ýmislegt um gítarinn

 
Skátasöngvar

Birta Skátasöngvar

 
Skátahróp

Birta Skátahróp

 
Tillögur að kvöldvökum

Birta Tillögur að kvöldvökum

 
Gítaræfingar

Birta Gítaræfingar

 
Gítargrip

Birta Gítargrip