Verkefni 21 – Páskakanína
Leynast einstæðir sokkar heima hjá þér sem þú veist ekki alveg hvað þú átt að gera við og þú þorir ekki alveg að henda þeim þar sem þú ert alltaf að bíða eftir því að hinn sokkurinn birtist! Nú er um að gera að gefa þessum sokkum nýtt líf. Hér er uppskrift af páskakanínu sem þið getið föndrað í sameiningu.
Það sem þig vantar:
- Sokkur
- Hrísgrjón
- Penni
- Snæri
- Borði
- Skæri
- Teip
Fyrst skalt þú byrja á því að fylla sokkin með hrísgrjónunum. Þið getið hjálpast að svo að hrísgrjónin fari ekki út um allt gólf. Fylltu upp að hælnum á sokknum, eins og sést á myndinni.
Næst skaltu nota snærið til að hnýta fyrir opið á sokknum þannig að engin grjón komist í gegn.
Svo er að búa til eyrun á kanínuna. Klippið úr stroffi sokksins þannig að það myndi tvö eyru, eins og sést á myndinni hér að neða. Takið svo límband, sem annað hvort er með lím báðum megin eða setjið límbandið í hring, þar sem límið vísar út þannig það sé lím á báðum hliðunum. Leggið svo límbútana inn í eyrun á kanínunni svo að hliðarnar leggist saman.
Nú er komið að því að búa til haus á kanínuna. Skiptið búknum á kanínunni (þennan sem er fullur af grjónum) í þrjá helminga og hausinn á að vera um 1/3 af búknum. Notið borðann til að mynda hausinn og bindið slaufu. Notaðu svo pennan og gerðu tvo punkta fyrir augu og eitt x fyrir muninn.
Svo verðum við náttúrlega að setja dindil á kanínuna! Veltu henni á magann og klíptu út nokkur hrísgrjón svo þau myndi dindil. Notaðu snæri og hnýttu í kringum dindilinn eins og sést á myndinni.
Nú er kanínan þín tilbúin og þá vantar bara að finna fyrir hana góðan stað. Gleðilega páska!
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…