GÍTAR OG HRISTA
Nú er komið að því! Búðu til þína eigin hljómsveit með heimatilbúnum hljóðfærum. Skoðaðu leiðbeiningarnar hér að neðan og finndu til þá hluti sem þarf í þetta verkefni.
Gítar
Það sem þið þurfið:
- Skókassi eða annar kassi, t.d. kassi utan af íspinnum eða morgunkornskassi
- 6 teygjur
- Sterkt límband
- Skæri
- Snæri
- Blýantar
- Hólkur innan úr eldhúspappír
- Byrjið á því að teikna hring á kassann. Hafið hringinn nær öðrum endanum, ekki alveg í miðju kassans.

2. Klippið hringinn út. Gætið ykkar, kannski er gott að fá hjálp frá fullorðnum í þessu skrefi!

3. Klippið teygjurnar og festið þær vel með límbandi á þann enda kassans sem er nær gatinu.

4. Strekkið teygjurnar yfir gatið og festið með límbandi. Farið varlega hér, passið að teygjurnar skjótist ekki í ykkur.

5. Setjið tvo blýanta hvor sínum megin við gatið. Blýantana getiði notað til þess að stilla strengina.

6. Klippið upp í hólkinn.

7. Festið hólkinn með límbandi á kassann.

8. Festið snæri í gítarinn svo að hægt sé að hafa gítarinn um hálsinn. Þetta er þó ekki nauðsynlegt. Skreytið að vild.

Nú eruði komin með sannkallaðan kassagítar!
Hrista
Það sem þið þurfið:
- Tómt ílát, t.d. skyrdós, sultukrukka eða annað sem þið finnið í endurvinnslutunnunum heima.
- Hrísgrjón, poppbaunir, Cheerios eða annað smágert sem þið finnið í skúffunum heima.
- Dagblöð
- Límband
- Setjið hrísgrjón eða annað sem heyrist í ofan í ílátið.

2. Finnið skemmtilega síðu í dagblaðinu og festið hana á ílátið með límbandi. Gætið þess að festa dagblöðin vel á ílátið svo að hljóðgjafinn sullist ekki úr ílátinu.

Nú er bara að semja góðan slagara!
#stuðkví
Skemmtu þér vel! Sýndu okkur hljóðfærin þín með því að setja mynd eða myndband á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá!
Fleiri Stuðkví verkefni:
04/05/2020
Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar…
30/04/2020
Verkefni 46 – Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar…
29/04/2020
Verkefni 45 – Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
28/04/2020
Verkefni 44 – Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að…
27/04/2020
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar…
26/04/2020
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna…
25/04/2020
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins Stóri plokkdagurinn Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til…
24/04/2020
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar…
23/04/2020
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt…








