Halldór nýr erindreki BÍS

Halldór nýr erindreki BÍS

Halldór Valberg hefur verið ráðinn til starfa sem erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta, en nýlega var tekin ákvörðun um að fjölga í teymi erindreka hjá Skátamiðstöðinni.

 

Halldór hefur verið í skátunum síðan hann byrjaði 12 ára í skátafélaginu Svönum þar sem Halldór hefur undanfarin ár starfað sem félagsforingi og átt hlut með öðrum frábærum sjálfboðaliðum í myndarlegum vexti félagsins. Halldór hefur setið í upplýsingaráði BÍS og fyllti sæti fráfarandi stjórnarmanns BÍS um tíma og starfaði síðast í öflugu teymi stýrihóps Heimsmarkmiðanna hjá BÍS og sat í stjórn Skátaskólans. Halldór er langt kominn með B.S. gráðu í tölvunarfræði og hefur unnið ýmis verkefni tengd vefsíðugerð, ljósmyndun og grafískri miðlun, hann hefur einnig starfað nokkur sumur hjá skátafélaginu Svönum sem útilífsskólastjóri.

 

Í teymi erindreki mun Halldór vinna við að styðja og þjónusta sjálfboðaliða BÍS í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Hann mun líka sinna allskyns átaksverkefnum sem miða af því að efla starfsumhverfi skátanna og að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi. Þá vinna erindrekar líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem það fyrirfinnst ekki í dag.

 

Við bjóðum Halldór velkominn til starfa!


Björgvin Magnússon farinn heim

Björgvin Magnússon farinn heim

Vinur okkar og skátabróðir, Björgvin Magnússon lést s.l. nótt 98 ára að aldri. Björgvin var öllum kær og hann hafði áhrif á okkur öll. Með Björgvin er genginn góður skáti sem ávallt og alls staðar dreifði gæsku og góðum straumum. Margs er að minnast en einkum nefnum við hér störf hans að Úlfljótsvatni allt frá árinu 1947 og málefnum Gilwellsþjálfunar á Íslandi. Björgvin lauk Gilwellþjálfun sinni í Gilwell Park 1948 og var einn aðal leiðbeinanda við fyrsta Gilwellnámskeiðið á Úlfljótsvatni 1959 og síðan stjórnandi fjölmargra slíkra í áratugi. Björgvin gerðist ungur skáti í Skátafélaginu Völsungum sem starfaði í tengslum við Laugarnesskólann í Reykjavík. Þegar Völsungar sameinuðust Skátafélagi Reykjavíkur starfaði Björgvin þar og sat m.a. í stjórn félagsins. Einnig starfaði hann um tíma sem félagsforingi Skjöldunga. Fyrir störf sín var Björgvin Magnússon sæmdur æðsta heiðursmerki íslensku skátahreyfingarinnar, Silfurúlfinum árið 1992 og riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu árið 2008 af forseta Íslands.

Í samráði við fjölskyldu Björgvins safnar BÍS minningarstyrkjum til heiðurs Björgvini sem mun renna óskipt til Gilwellskálans á Úlfljótsvatni. Áhugasöm geta fundið allar upplýsingar með því að smella hér.


Katrín ný verkefnastýra fræðslumála

Katrín ný verkefnastýra fræðslumála

Í haust var Katrín Kemp Stefánsdóttir ráðin til starfa til að sinna fræðslu og leiðtogaþjálfunar málum fyrir Bandalag íslenskra skáta.

Katrín hefur starfað innan skátahreyfingarinnar í 10 ár að fjölbreyttum verkefnum m.a sem aðstoðarfélagsforingi skátafélagsins Kópa undanfarin ár og sem sjálfboðaliði í leiðtogaþjálfunarteymi Gilwell skólans. Hún er með B.A. gráðu í uppeldis og menntunarfræði og er að klára masternám í sömu fræðum samhliða starfinu. Katrín hefur verið Útilífsskólastjóri nokkur sumur hjá skátafélaginu Kópum og starfað í leik- og grunnskólum.

Sem verkefnastýra fræðslumála BÍS hefur Katrín yfirumsjón með fræðsluefni, námskeiðaframboði og þjálfunum á vegum BÍS. Katrín vinnur að markmiðum BÍS um Skátaskólann og er í nánu samstarfi við sjálfboðaliðana sem mynda stjórn skólans. Hún vinnur mun líka hjálpa að móta og styðja leiðbeinendasveit BÍS sem ætlað er að sinna skipulagi og framkvæmd námskeiða með dyggum stuðningi hennar.

Það er okkur mikil ánægja að hafa fengið Katrínu til starfa!


Guðjón Rúnar Sveinsson og Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir fararstjórar á Alheimsmót

Guðjón Rúnar Sveinsson og Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir fararstjórar á Alheimsmót

Þau Guðjón Rúnar Sveinsson og Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir munu leiða fararhóp Bandalags íslenskra skáta á Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu 2023. Þau vinna nú að ljúka allri helstu áætlanagerð svo hægt verði að opna skráningu sem allra fyrst!

Alheimsmót skáta í Suður-Kóreu  er alþjóðlegt mót sem fer fram 1.-12. ágúst 2023 fyrir ungmenni fædd frá 22. júlí 2005 til 31. júlí 2009, en eldri skátar eiga möguleika á að fara sem starfsmenn mótsins, foringjar þátttakenda eða sem meðlimir fararstjórnar.

Ef þú hefur brennandi áhuga á að koma með á alheimsmótið 2023 í einhverju af þessum hlutverkum er forskráning núna opin án nokkurrar skuldbindingar um endanlega þátttöku. Þau sem eru forskráð munu reglulega fá upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.


Rita ný kynningarmálastýra

Rita ný kynningarmálastýra

Í haust var Rita Osório ráðin til starfa til að sinna kynningar og ímyndarmálum fyrir Bandalag íslenskra skáta og dótturfélög þess.

Rita hefur starfað sem skáti í Portúgal frá því áður en hún man eftir sér, hún útskrifaðist með BSc í „Technologies of multimedia communications“ frá School of Media Arts and Design í Porto í Portúgal. Hún starfaði sem sjálfboðaliði við samskiptamál í aðlþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg árin 2018 – 2020 og kom síðan til Íslands í apríl 2021 og gerðist tímabundinn sjálfboðaliði hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Þar tók hún meðal annars  að sér margmiðlun og ímyndarmál og sinnti þeim með glæsibrag!

Rita mun vinna að kynningar- og öðru útgefnu efni fyrir skátana, sinna samfélagsmiðlum og heimasíðum skátanna og dótturfélaga ásamt átaksverkefnum tengd upplýsingamálum í samstarfi við skátafélög. Það er okkur mikil ánægja að hafa fengið Ritu til starfa!


Pani nýr framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni

Pani nýr framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni

Bandalag íslenskra skáta hefur ráðið til starfa Javier Paniagua Petisco, gjarnan kallaður Pani, til þess að gegna stöðu framkvæmdastjóra Útilífsmiðstöðvar skáta við Úlfljótsvatn.

Pani hefur langa og ríkulega reynslu af skátastarfi bæði á Spáni, heimalandi sínu  sem og við alþjóðlegu skátamiðstöðina Kandersteg í Svissnesku Ölpunum hvar hann starfaði fyrst sem sjálfboðaliði og síðar sem starfsmaður. Pani hefur starfað sem sem dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni síðan í upphafi árs 2020 við góðan orðstír. 

Það er mikill fengur fyrir skátana  að Pani sé tilbúinn til að leggja allt sitt til Draumlandsins okkar allra við Úlfljótsvatn þar sem skátar, nemendur og allir aðrir gestir fá að njóta alþjóðlegs umhverfis í gamalgrónu umhverfi staðarins. Þar að auki mun Pani gegna starfi verkefna- og leiðtogaþjálfa fyrir BÍS og m.a. starfa náið með leiðbeinendasveitinni.

Megi Pani ganga sem allra best í nýrri stöðu; Heill, gæfa gengi! Pani er með netfangið pani@skatar.is og hefur mikinn áhuga á að heyra frá skátum á öllum aldri af öllu landinu.


Tilmæli um viðburði

Tilmæli um viðburði

Til Skátamiðstöðvarinnar hafa leitað skátafélög sem höfðu í einhvern tíma stefnt á að vera með viðburði um komandi helgi 29.-31. október. Skátafélög hafa verið að spyrja starfsfólk Skátamiðstöðvar hvað BÍS ráðleggi þeim að gera í ljósi ástandsins og í ljósi þess að sóttvarnarlæknir sagði í fjölmiðlum í dag, 28. október, að aðilar sem stefndu á stóra viðburði um helgina ættu að endurskoða það.

Þegar skýrar leiðbeiningar hafa ekki borist okkur frá yfirvöldum eða okkar ráðuneyti í formi reglugerðar er erfitt að setja boð eða bönn og vera viss um að þau séu rétt. Skátamiðstöðin leitaði til covid.is eftir ráðgjöf en þar var vísað til 2000 manna samkomutakmarkanna sem væru nú í gildi.

Skátamiðstöðin ráðleggur því öllum skátafélögum að fara varlega og hugsa sig vel um. Í slíku mati gæti verið gott að hugsa hvort hópurinn sem myndi mætast á viðburðinum sé þegar að blandast í skólastarfi eða ekki. Ef viðburðir eru skipulagðir skal fyrst kanna hug meðal sjálfboðaliða, þátttakenda og forráðafólks til að meta hvort það sé áhugi á að viðburðum sé haldið til streitu. Ef viðburðir eru haldnir leggjum við til að gætt sé upp á sóttvarnir meðan að á þeim stendur byggt á þeirri reynslu sem við eigum öll að hafa eftir tæp tvö ár af þessu ástandi.

Við höfum fengið fregnir af því að í öðru ungmennastarfi sé verið að gera það að kröfu að öll sem hyggist mæta á viðburði um helgina fari í hraðpróf 48 klst fyrir komu, en slík má t.d. bóka á hradprof.covid.is.

Ef skátafélögin eru óörugg og vilja heldur fresta eða aflýsa viðburðum sem þau höfðu skipulagt hvetjum við þau til að vera óhrædd að gera það og útskýra fyrir sínum skátum og forráðafólki þeirra að það sé gert í öryggisskyni og að skátafélagið treysti sér ekki til annars.

Við hvetjum fólk að vera skynsamt og fylgja samvisku sinni. En einnig að muna að skáti er tilitssamur.


Lokað fram yfir Verslunarmannahelgi

Lokað fram yfir Verslunarmannahelgi

Skátamiðstöðin verður lokuð dagana 26. júlí til 2. ágúst vegna sumarfrís starfsfólks.

Starfsfólk fer aftur að týnast til vinnu úr sumarfríi þriðjudaginn 3. ágúst.


Sumarlokun Skátamiðstöðvarinnar

Sumarlokun Skátamiðstöðvarinnar

Skátamiðstöðin og Skátabúðin eru lokuð vegna sumarleyfa frá 23. júlí og fram yfir Verslunarhelgi.

Endurvinnslumóttaka Grænna skáta er opin eins og venjulega virka daga 9 – 18 og um helgar 12 – 16:30
Beiðnir um að sækja dósir í fyrirtækjaþjónustu má senda á netfangið graenir@skatar.is

Vegna fyrirspurna um Tjaldsvæðið á Úlfljótsvatni er sími Tjaldvarðar 618-7449


Starfslok

Starfslok

Jakob Guðason staðarhaldari á Úlfljótsvatni hefur ákveðið að láta af störfum hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni.

Jakob mun sinna ákveðnum verkefnum á uppsagnartímanum.

Skátar og stjórn ÚSÚ þakka Jakobi fyrir vel unnin störf í þágu skáta og Útilífsmiðstöðvar skáta og óska honum alls hins besta í framtíðinni.


Privacy Preference Center