Minningarstyrkir um Björgvin Magnússon

Eftir fjölda fyrirspurna frá skátum hefur stjórn Bandalags íslenskra skáta í samráði við fjölskyldu Björgvins Magnússonar ákveðið að safna minningarstyrkjum til heiðurs Björgvini sem munu óskipt renna til Gilwell skálans á Úlfljótsvatni.

Fyrir hvern minningarstyrk verður útbúið sérstakt minningarkort sem verður afhent fjölskyldu Björgvins. Hægt er að leggja upphæð að eigin vali á styrktarsjóð skáta og senda okkur tölvupóst á skatarnir@skatarnir.is um hvaða nöfn eigi að setja á minningarkortið. Einnig er hægt að koma við í Skátamiðstöðinni í Hraunbæ 123 til að undirrita slíkt kort og/eða ganga frá minningarstyrknum í persónu.

Björgvin Magnússon kom að Úlfljótsvatni fyrst sem skólastjóri Skátaskólans 1947 og gegndi því starfi til fjölda ára. Björgin var jafnframt einn aðal leiðbeinanda við fyrsta Gilwellnámskeiðið á Úlfljótsvatni 1959 og síðan stjórnandi og merkisberi fjölmargra slíkra í áratugi. Gamli skátaskálinn að Úlfljótsvatni, nú nefndur Gilwellskálinn var Björgvini alla tíð afar hugleikinn og var hann einn forgöngumanna um endurreisn hans fyrir fáum árum. Gilwellskálinn var hans staður.

Styrktarsjóður Skáta:
Reikningsnúmer – 528-14-403279
Kennitala – 4401692879