Halldór nýr erindreki BÍS

Halldór Valberg hefur verið ráðinn til starfa sem erindreki hjá Bandalagi íslenskra skáta, en nýlega var tekin ákvörðun um að fjölga í teymi erindreka hjá Skátamiðstöðinni.

 

Halldór hefur verið í skátunum síðan hann byrjaði 12 ára í skátafélaginu Svönum þar sem Halldór hefur undanfarin ár starfað sem félagsforingi og átt hlut með öðrum frábærum sjálfboðaliðum í myndarlegum vexti félagsins. Halldór hefur setið í upplýsingaráði BÍS og fyllti sæti fráfarandi stjórnarmanns BÍS um tíma og starfaði síðast í öflugu teymi stýrihóps Heimsmarkmiðanna hjá BÍS og sat í stjórn Skátaskólans. Halldór er langt kominn með B.S. gráðu í tölvunarfræði og hefur unnið ýmis verkefni tengd vefsíðugerð, ljósmyndun og grafískri miðlun, hann hefur einnig starfað nokkur sumur hjá skátafélaginu Svönum sem útilífsskólastjóri.

 

Í teymi erindreki mun Halldór vinna við að styðja og þjónusta sjálfboðaliða BÍS í félagsstarfi skátafélaganna um land allt. Hann mun líka sinna allskyns átaksverkefnum sem miða af því að efla starfsumhverfi skátanna og að framþróun og innleiðingu nýs dagskrárefnis í skátastarfi. Þá vinna erindrekar líka að því að fjölga bæði sjálfboðaliðum og þátttakendum í skátastarfi og geta liðsinnt við að koma á fót skátastarfi í byggðarlögum þar sem það fyrirfinnst ekki í dag.

 

Við bjóðum Halldór velkominn til starfa!