Rita ný kynningarmálastýra

Í haust var Rita Osório ráðin til starfa til að sinna kynningar og ímyndarmálum fyrir Bandalag íslenskra skáta og dótturfélög þess.

Rita hefur starfað sem skáti í Portúgal frá því áður en hún man eftir sér, hún útskrifaðist með BSc í „Technologies of multimedia communications“ frá School of Media Arts and Design í Porto í Portúgal. Hún starfaði sem sjálfboðaliði við samskiptamál í aðlþjóðlegu skátamiðstöðinni í Kandersteg árin 2018 – 2020 og kom síðan til Íslands í apríl 2021 og gerðist tímabundinn sjálfboðaliði hjá Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni. Þar tók hún meðal annars  að sér margmiðlun og ímyndarmál og sinnti þeim með glæsibrag!

Rita mun vinna að kynningar- og öðru útgefnu efni fyrir skátana, sinna samfélagsmiðlum og heimasíðum skátanna og dótturfélaga ásamt átaksverkefnum tengd upplýsingamálum í samstarfi við skátafélög. Það er okkur mikil ánægja að hafa fengið Ritu til starfa!