Pani nýr framkvæmdastjóri útilífsmiðstöðvar skáta Úlfljótsvatni

Bandalag íslenskra skáta hefur ráðið til starfa Javier Paniagua Petisco, gjarnan kallaður Pani, til þess að gegna stöðu framkvæmdastjóra Útilífsmiðstöðvar skáta við Úlfljótsvatn.

Pani hefur langa og ríkulega reynslu af skátastarfi bæði á Spáni, heimalandi sínu  sem og við alþjóðlegu skátamiðstöðina Kandersteg í Svissnesku Ölpunum hvar hann starfaði fyrst sem sjálfboðaliði og síðar sem starfsmaður. Pani hefur starfað sem sem dagskrárstjóri á Úlfljótsvatni síðan í upphafi árs 2020 við góðan orðstír. 

Það er mikill fengur fyrir skátana  að Pani sé tilbúinn til að leggja allt sitt til Draumlandsins okkar allra við Úlfljótsvatn þar sem skátar, nemendur og allir aðrir gestir fá að njóta alþjóðlegs umhverfis í gamalgrónu umhverfi staðarins. Þar að auki mun Pani gegna starfi verkefna- og leiðtogaþjálfa fyrir BÍS og m.a. starfa náið með leiðbeinendasveitinni.

Megi Pani ganga sem allra best í nýrri stöðu; Heill, gæfa gengi! Pani er með netfangið pani@skatar.is og hefur mikinn áhuga á að heyra frá skátum á öllum aldri af öllu landinu.