völundarhús 4

Verkefni 17 - Búðu til þitt eigið spil

Verkefni 17 – Búðu til þitt eigið spil

Að spila er skemmtileg iðja fyrir alla fjölskylduna til að gera saman. Þið eruð mögulega búin að spila öll spilin sem þið eigið til heima og langar að prófa eitthvað nýtt. Hvernig væri þá að búa til spil? Það er ekki eins erfitt og það hljómar og þið getið leyft ímyndunaraflinu að ráða för!

Hér eru hugmyndir af þremur spilum sem þið getið prófað. Þegar spilið er tilbúið er hægt að bjóða fjölskyldunni upp á skemmtilegt spilakvöld. Hvernig væri að kíkja aftur á verkefni 9 áður en þið byrjið að spila 😉

Völundarhús

Það sem þú þarft:

  • Morgunkornskassa eða annan sambærilegan kassa
  • Skæri
  • Penna
  • Límband
  • Legókubba, rör, prjóna eða annað sambærilegt til að búa til veggi
  • Lítinn bolta

Aðferð:

  • Byrjaðu á því að klippa af eina hlið (framan eða aftan) af kassanum svo þú sérð inn í hann
  • Gott er að líma hliðarnar svo þær opnast ekki
  • Teiknaðu völundarhús inn í kassann sem þú vilt að boltinn fylgi
  • Síðan klippiru gat í eitt hornið sem er endastöðin 
  • Til þess að gera brautina erfiðari er hægt að klippa fleiri göt sem boltinn getur dottið í gegnum
  • Svo getur þú límt legó, prjónum, rörum eða sambærilegu til að búa til veggi
  • Svo skoraru á alla í fjölskyldunni til að prófa!

völundarhús
völundarhús 1
völundarhús 2
völundarhús 4

Trivia

Það sem þú þarft:

  • Blöð
  • Skæri
  • Penna

Aðferð:

  • Taktu eitt blað og teiknaðu á það nokkra kassa. Þú getur verið með raðirnar 3×3, 4×4 og fyrir lengra komna er hægt að vera með 5×5
  • Taktu annað blað og klipptu í kassa sem eru jafn stórir og kassarnir sem þú teiknaðir á fyrsta blaðið. Legðu svo kassana ofan á fyrsta blaðið
  • Veldu þema fyrir spilið þitt, eitthvað sem þér finnst skemmtilegt. Sem dæmi getur þú verið með Disney þema, Harry Potter, skátafélög, sundlaugar á Íslandi eða bara það sem þér dettur í hug!
  • Ef þú velur sem dæmi dýr þá skrifar þú dýr á alla kassana. Svo skrifar þú vísbendingu um annað dýr á spilaborðinu og færð þau sem eru að spila með þér til að giska á hvaða dýr það gæti verið
  • Svo er bara að skora á fjölskylduna þína til að giska á alla reitina
  • Þú getur líka prófað að hringja í vin í gegnum netið og leyft þeim að spreyta sig á spilinu!

trivia
trivia 1
trivia 3
trivia 4

Spilaborð

Það sem þú þarft :

  • Blað
  • Liti + blýanta/penna
  • Spilakalla (getur verið hvað sem er, gaman að hver leitar að einhverju til að vera sinn kall)
  • Tening eða pening

Aðferð:

  • Byrjaðu á að velja þema. Það getur verið geimurinn, neðansjávar, skátaútilega. Hvað sem þér dettur í hug
  • Hugsaðu hvernig form spilaborðið á að vera. Viltu búa til hring, zik-zak eða kannski kassa?
  • Svo veluru hvað á að vera á reitunum. Þú getur sett upp gildrur, áskoranir, spurningar. Notaðu ímyndunaraflið þitt og skapaðu skemmtilegt spilaborð!

Hugmyndir af reitum:

  • Einn áfram
  • Tvo áfram
  • Einn aftur á bak
  • Tveir aftur á bak
  • Stoppustöð (bíða eina umferð) (getur tengt þennan reit þemanu, bilað geimskip/berjast við geimverur, óreimaðir gönguskór, laus dreki, batterí búin í leikfangi, ofvaxið illgresi)

  • Verkefni (hægt er að útbúa bunka af verkefnum til að draga úr):
    • Segja brandara
    • Stanslaust tal í mínútu
    • Búa um rúmið
    • Taka úr uppþvottavélinni
    • Búa til hnút
    • Leysa hnút
    • Raða útiskónum
    • Gera grettu
    • Gera Daðadansinn
    • Syngja uppáhalds lagið þitt
    • Gera 3-5 armbeygjur
    • Standa á höndum (má vera upp við vegg)
    • Skæri, blað, steinn við leikfélaga
    • Halda bolta á lofti

spilaborð
spilaborð 1
spilaborð 2
spilaborð 3

ALHEIMSMÓT SKÁTA Á INTERNETINU

ALHEIMSMÓT Á INTERNETINU BOÐAÐ Í LJÓSI ÁSTANDSINS

Í ljósi heimsfaraldurs hefur verið ákveðið að boða til sérstaks alheimsmóts skáta á internetinu helgina 3.-5. apríl en mótið er fyrir alla skáta í heiminum. Allir skátar 13 ára eða eldri geta tekið þátt á mótinu sjálf en ætlast er til þess að skátar yngri en 13 ára taki þátt undir eftirliti foreldra. Alheimsmót skáta í loftinu og á internetinu, eða JOTA/JOTI eins og það er skammstafað á ensku, er skátamót sem haldið er á alþjóðavísu á hverju ári þriðju helgina í október. Þar gefst skátum allstaðar að úr heiminum tækifæri til þess að kynnast og gera ýmislegt saman gegnum veraldarvefinn eða með fjarskiptabúnaði. Mótið er á vegum WOSM, heimssamtaka skáta en í ljósi ástandsins ákváðu samtökin að boða nú til sérstaks aukamót um næstu helgi.

DAGSKRÁ, ÞÁTTTAKENDUR OG MÓTSVÆÐ HÝST Á NETINU

Alheimsmótið mun fara fram á heimasíðu mótsins, jotajoti.info, en þar hýsir mótið rafrænt mótsvæði fyrir mótið. Á meðan mótið stendur yfir geta skátar á öllum aldri tekið þátt í allskyns dagskrá í þema hinna ólíku dagskrárþorpa sem mynda hið rafræna mótsvæði. Áhersla í allri dagskrá mótsins verður andleg líðan og hvað við getum gert sem skátar á tímum COVID-19.

Hið rafræna mótsvæði JOTI mótsins sem mun fara fram á heimasíðu mótsins.

HVERNIG TEK ÉG ÞÁTT?

Til þess að taka þátt í mótinu þarf fyrst að búa til aðgang á scout.org og taka síðan þátt í netnámskeiði um öryggi á internetinu, þessum skrefum er hægt er að ljúka þessum tveimur skrefum áður en að mótið hefst. Þegar mótið hefst skrá þátttakendur sig síðan inn á mótið með þessum sama aðgangi.

Nýskráningar viðmót á heimasíðu WOSM, scout.org

ALDURSVIÐMIÐ MÓTSINS

Alheimsmót skáta á internetinu er fjölbreytt mót sem stendur öllum aldurshópum til boða en er þó fyrst og fremst hugsað fyrir skáta 13 ára og eldri. Þau sem eru 18 ára og eldri skrá sig til þátttöku og hegða sér í samræmi við reglur mótsins og skátalög.  Þau sem eru á milli 13 og 18 ára í aldri ber að láta forráðamann vita af þátttöku sinni og kynna umgjörð mótsins fyrir þeim, þau geta síðan tekið þátt í mótinu án frekari aðkomu fullorðinna og heita því að fylgja reglum mótsins og skátalögum. Þau sem eru yngri en 13 ára geta tekið þátt en ætlast er til þess að þau geri það undir eftirliti forráðamanns.

NÁNAR UM DAGSKRÁNA

Dagskrá mótsins skiptist eftir þema dagskrárþorpa rafræna mótsvæðisins.

  • Spjallsvæði mótsins (e. JOTI Chat) er vinsælasta þorpið á hverju ári, þar geta skátar hvaðanæva úr heiminum talað saman í gegnum ScoutLink forritið en þar er hægt að finna umræðuhópa út frá tungumáli sem viðkomandi talar eða út frá umræðuefni sem viðkomandi langar að ræða.
  • Leikjasvæði mótsins (e. Fun Zone) mun bjóða þátttakendum að tengjast saman gegnum ólíka miðla til að fara saman í leiki, kenna dansa, fara í allskyns keppnir og jafnvel spila saman tölvuleiki
  • Hæfileikakeppni mótsins (e. Youth Got Talent Stage) er rafrænt svæði þar sem þátttakendur geta skoðað myndbönd af skátum að leika allskyns listir sínar og gefið þeim atkvæði sitt. Þá geta þátttakendur sjálf lagt sína hæfileika í púkk á slóðinni tribute.co/joti/
  • Griðarstaður heilsu og vellíðan (e. Health and Wellbeing Oasis) mun halda úti dagskrá, fræðslu, samkomum og umræðum tengdum því hvernig við hugum að líkamlegri og andlegri heilsu okkar, fjölskyldna okkar, vina okkar og samfélags á þessum skrítnu tímum.
  • Mannúðar miðstöðin (e. Humanitarian Hub) mun safna saman hugmyndum og lykilupplýsingum um hvernig megi tryggja öryggi með bestum máta og reyna að miðla skilning á ólíkum áhrifum COVID-19 víða um heim og hvernig við getum öll hjálpast að við þær áskoranir að heiman.
  • Bæli rafrænna heimsborgara (e. Digital Citizenship Den)  verður samkomustaður þeirra sem nota internetið til að leiða til góðra áhrifa í heiminum. Þar geta þátttakendur bæði fræðst af öðrum og miðlað af eigin reynslu til annarra.
  • Tjaldsvæði skátaforingjans (e. Leader's Camp) mun afla og miðla út upplýsingum og stuðningsefni til að skátaforingjar geti haldið sínum skátum virkum en þó öruggum í skátastarfi á þessum krefjandi tímum.
  • Hlaðvarp mótsins (e. JOTI Radio) mun varpa út þáttum, viðtölum, tónlist og fræðslu, áhersla verður lögð á efni tent andlegri líðan
  • Streymisveita mótsins (e. JOTI live) mun vera með beint streymi af viðtölum við skáta um allan heim sem deila góðum fréttum og sögum tengt núverandi ástandi. Einnig verður völdum hlutum streymt frá öðrum dagskrárþorpum s.s. frá mannúðar miðstöðinni og griðarstað heilsu og vellíðan.

TAKTU ÞÁTT

Við hvetjum alla til þess að fylgjast vel með framvindu mótsins og taka þátt í því. Engar kröfur eru gerðar um það að fólk sé skátar að fyrra bragði og ekki þarf að vera með frá upphafi til enda. Hver sem er getur slegist í hópinn hvenær sem er svo lengi sem þau fylgja reglum mótsins og hegða sér í samræmi við alþjóða bræðralag og friðarhugsjón skátahreyfingarinnar á heimsvísu.


Verkefni 16 - NáttúruBINGÓ

Verkefni 16 – NáttúruBINGÓ

Verkefni dagsins er náttúruBINGÓ! Þið getið prentað spjöldin út eða notað símann ykkar. Svo er bara að fara út, muna að klæða sig vel, og reyna að vera fyrst/ur til að finna alla hlutina á spjaldinu. Ekki gleyma að öskra eins hátt og þú getur BINGÓ þegar þú ert búin/n að finna alla hlutina. Reyndu að öskra þannig að allir skátar á Íslandi heyri í þér!

Svo deiliru með okkur myndum af hlutnum sem þú finnur – og auðvitað sigurvegaranum!

Skemmtið ykkur vel 🙂


Verkefni 15 - Íslenski fáninn

ÍSLENSKI FÁNINN

Þekkir þú íslenska fánann?

Svarið er örugglega JÁ. Fáninn okkar er blár, rauður og hvítur. Krossfáni eins og hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Við flöggum við ýmis tækirfæri, veifum fánanum á hátíðardögum, skreytum kökur og heimili á afmælisdögum. Við málum okkur í framan þegar landsliðin eru að keppa o.fl. ofl.

En vissir þú að það eru til fánalög í mörgum liðum? Lögin fjalla meðal annars  um hvenær við megum draga fána að húni og hvernig. Það er líka bundið í lög í hvaða litum fáninn á að vera og stærðir og hlutföll.

Efni: Pappír, litir, trépinni, lím, bandspotti, aðgangur að interneti

Verkefni 1

Nú skalt þú skoða hvaða reglur eru um hlutföll og stærð fánans. Skoðaðu þessa síðu á vefsíðu Stjórnarráðs Íslands. Þar sérðu ýmis lög og reglugerðir og neðst á síðunni eru hlutföll fánans. Kynntu þér hvað litirnir eiga að tákna.
Finndu til pappír, reglustiku, blýant og liti. Glímdu við að teikna fánann í réttum hlutföllum (7 – 1 – 2 - 1 – 14 og 7 - 1 - 2 - 1 -7) og litaðu í eins réttum litum og þú átt. Ef þú átt rúðustrikað blað þarftu ekki reglustiku.

Verkefni 2

Fáninn sem við þekkjum í dag hefur ekki alltaf verið fáni Íslendinga. Lengi vel var Ísland hluti af danska ríkinu. Þá flögguðum við danska fánanum. Um tíma vildu Íslendingar nota „hvítbláa fánann“, og einnig voru hugmyndir að gera fálkafánann að þjóðarfána. Löngu fyrr, var hér maður að nafni Jörgen Jörgensen sem vildi gera Íslendinga að sjálfstæðri þjóð. Hann útbjó sérstakan fána fyrir Íslendinga sem var kallaður fáni Jörundar. Vegna þess að Íslendingar kölluðu Jörgen alltaf Jörund.
Leitaðu að myndum af fánunum sem eru feitletraðir í textanum og veldu þér tvo til að teikna. Eða alla.

Verkefni 3

Flestir fánar tákna eitthvað sérstakt. Það er sýnt með litum eða táknum.
Nú skalt þú búa til eigin fána, fyrir þig eða fjölskyldu þína. Þú getur síðan klippt hann út og límt á grillpinna úr tré (ef þú finnur heima) eða fest marga litla á snúru og hengt upp til skrauts. Hvaða litir eru sérstakir fyrir þig?

Verkefni 4

Æfðu þig í að gera fánahnútinn. Hann er oft notaður til að festa fána á fánalínu svo hægt sé að draga fána að húni á fánastöng. Hér getur þú fundið leiðbeiningar og frekari upplýsingar um notkun fánans.

 

 

#stuðkví

Skemmtu þér vel! Sýndu okkur verkefnin þín með því að setja mynd eða myndband á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá!


Snjókarl

Verkefni 14 - Útisamvera

Verkefni 14 – Útisamvera

Verkefni dagsins snýst um að ljúka við verkefnalistann hér að neðan í góðri útivist. Byrjaðu á því að fá alla fjölskylduna þína með þér út að leika og við mælum með því að smyrja nesti og njóta! Takið, auk þess, með ykkur poka fyrir rusl og hanska (ef þið viljið).

Gangi ykkur vel og við hlökkum til að sjá útkomuna! Ekki gleyma að deila með okkur myndum undir #skátarnir og #stuðkví.

útisamvera

Verkefni 13 - Jarðarstund

JARÐARSTUND

Frá 2007 hefur verið haldið upp á viðburðinn "Earth Hour" eða Jarðarstund seinasta laugardag í mars á hverju ári. Markmið Jarðarstundarinnar er að vekja íbúa heims til umhugsunar um loftlagsbreytingar sem eiga sér stað í heiminum, með því að slökkva ljósin í klukkustund. Öll lönd munu því reyna að gera sitt besta, og hvetja sína íbúa til þess að slökkva ljós í klukkutíma kl. 20:30. Undirbúðu kvöldið og taktu saman kerti, spil og bækur og vertu tilbúinn að slökkva ljósin kl. 20:30!

Á þessari vefsíðu er hægt að lesa meira um viðburðinn, og finna ýmsar fróðlegar upplýsingar ásamt verkefnum sem hægt er að gera.


sápuský 4

Verkefni 12 - Tilraunir með sápu

Verkefni 12 – Tilraunir með sápu

Það er hægt að leika sér endalaust með sápu. Hér koma nokkrar hugmyndir að tilraunum sem hægt er að gera með sápustykkjum! Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgi börnunum sínum vel í þessum tilraunum.

Sápuský

Fyrsta tilraunin er að sjá hvað gerist þegar þú setur sápu í örbylgjuofn. Fylgdu leiðbeiningunum vel og fylgstu með hvað gerist. Verður þín sápa að sápuskýi?

Það sem þú þarft:

  • Disk
  • Sápustykki
  • Örbylgjuofn

Aðferð:

  • Sápustykkið tekið úr umbúðum og sett á disk
  • Diskurinn er settur í örbylgjuofn
  • Settu tímann á 80-90 sekúndur, fylgstu vel með

sápuský 1
sápuský 2
sápuský 3
sápuský 4

Sápufroða

Önnur tilraunin snýst um að búa til froðu úr sápunni. Við mælum með að taka froðuna með í baðið eða út að leika! Þú getur skipt froðunni upp í nokkrar skálar og litar þær allar með sitthvorum litnum!

Það sem þú þarft:

  • Matskeiðar
  • Desilítramál
  • Blandara eða hrærivél
  • Uppþvottalög
  • Maíssterkju
  • Matarliti

Aðferð:

  • 0,75 dl vatn
  • 2 msk uppþvottalögur
  • 2 msk maíssterkja
  • Matarlitur (ég var með grænan uppþvottalög sem blandaðist síðan við litina)
  • Allt sett í blandara og blandað saman
  • Þegar ágætis froða er komin þá er henni hellt í baðið, balann eða vaskinn
  • Litunum blandað við og þá er ekkert eftir nema leika sér með froðuna 

sápufroða1
sápufroða2
sápufroða3
sápufroða4

Tunglsandur

Næsta tilraun er að búa til leir eða tungsland (moon sand fyrir þau sem þekkja það) með sápu sem hægt er að nýta til handþvottar eftir tilraunina.

Það sem þú þarft:

  • Skál
  • Skeið til að hræra
  • Maíssterkju
  • Kókosolíu
  • Sturtusápa (body wash) (handsápa var notuð í sýnimyndum)
  • Matarlitur (getur splittað deiginu og sett nokkra liti, mæli með að vera í hönskum)
  • Ilmolía (valkvætt, ekki nauðsynlegt)

Aðferð:

  • 2,5 dl maíssterkja
  • 1,25 dl sturtusápa
  • 1 msk kókosolía
  • Dropar af ilmolíu (þarf ekki)
  • Öllu blandað vel saman
  • Matarlitum bætt við ef þið viljið
  • Leika sér með áferðina og litina
  • Gaman að nýta þetta í bað eða sturtu

tungsandur1
tungsandur2
tungsandur3
tungsandur4

Óvæntur glaðningur inn í sápunni

Það er líka hægt að búa til óvæntan glaðning fyrir fjölskyldu og/eða vini 🙂 Búðu til sápubolta og feldu óvænta glaðninginn (lítið leikfang, skopparabolta…) inn í boltanum.

Það sem þú þarft:

  • Sápustykki
  • Lítið leikfang
  • Rifjárn
  • Skál
  • Örlítið af vatni, gott að hafa það í spreybrúsa

Aðferð:

  • Notaðu rifjárnið til að skræla sápuna í spænir
  • Taktu síðan smá sápu í hendina og leikfangið
  • Sprautaðu nokkrum dropum af vatni á sápuna og byrjaðu að móta
  • Bættu síðan við sápu og vatni eftir þörfum 
  • Gott að setja meira vatn en lítið svo hún haldist vel saman, líka hægt að bæta við kókosolíu. 
  • Hægt að setja í ísskápinn í smá stund til að hún festist betur saman
  • Leika sér með sápuna í baði eða gefja einhverjum hana

Óvæntur glaðningur1
Óvæntur glaðningur2
Óvæntur glaðningur3
Óvæntur glaðningur4

Verkefni 11 - Góðverkagangan

Verkefni 11 – Góðverkagangan

Skáti er hjálpsamur og á tímum sem þessum er mikilvægt að halda í útiveru og vera dugleg að fá okkur ferskt loft. Verkefni dagsins sameinar þetta tvennt en það er að fara í göngutúr og gera góðverk í leiðinni. Góðverkið má vera af hvaða toga sem er en hér eru nokkrar hugmyndir:

Gefðu fuglunum að borða.

Þú getur nýtt verkefni 8 þar sem sýndar voru ýmsar aðferðir til að búa til fuglafóður. Svo tekuru fóðrið með þér í göngutúr og setur þar sem fuglarnir eru.

Mundu bara að taka það niður þegar fuglarnir eru búnir að borða fóðrið.

Gleðja fólk í sóttkví

Hefur þú séð myndbönd af fólki syngja fyrir þau sem sitja heima í sóttkví? Lesa fyrir börn í gegnum netið? Nýttu göngutúrinn til að banka á glugga hjá þeim sem eru í sóttkví og gleðja þau með skemmtilegum bröndurum, söng eða jafnvel smá leikþætti. Ef það er nóg af snjó getur þú líka sett upp skemmtilega snjófígúru til að gleðja.

Moka innkeyrslur eða göngustíga

Nú þar sem enn snjóar þá er um að gera að grípa með sér skóflu í göngutúrinn og moka hjá nágrönnum þínum! Fátt sem kætir jafn mikið og aðstoð frá nágrönnum og þú færð góða hreyfingu í þokkabót.

Snjókarl

Góðverk smita

Segðu frá hvernig þú nærð að gleðja þá sem eru í kringum þig, það smitar og getur gefið öðrum hugmyndir um góðverk til að gefa áfram. Það er svo gaman að sjá hvernig þið tæklið þessi verkefni þannig ekki gleyma að sýna okkur undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví. Haldið áfram að gera heiminn að betri stað!


Verkefni 10 - Gítar og hrista

GÍTAR OG HRISTA

Nú er komið að því! Búðu til þína eigin hljómsveit með heimatilbúnum hljóðfærum. Skoðaðu leiðbeiningarnar hér að neðan og finndu til þá hluti sem þarf í þetta verkefni.

Gítar

Það sem þið þurfið:

  • Skókassi eða annar kassi, t.d. kassi utan af íspinnum eða morgunkornskassi
  • 6 teygjur
  • Sterkt límband
  • Skæri
  • Snæri
  • Blýantar
  • Hólkur innan úr eldhúspappír
  1. Byrjið á því að teikna hring á kassann. Hafið hringinn nær öðrum endanum, ekki alveg í miðju kassans.

2. Klippið hringinn út. Gætið ykkar, kannski er gott að fá hjálp frá fullorðnum í þessu skrefi!

3. Klippið teygjurnar og festið þær vel með límbandi á þann enda kassans sem er nær gatinu.

4. Strekkið teygjurnar yfir gatið og festið með límbandi. Farið varlega hér, passið að teygjurnar skjótist ekki í ykkur.

5. Setjið tvo blýanta hvor sínum megin við gatið. Blýantana getiði notað til þess að stilla strengina.

6. Klippið upp í hólkinn.

7. Festið hólkinn með límbandi á kassann.

8. Festið snæri í gítarinn svo að hægt sé að hafa gítarinn um hálsinn. Þetta er þó ekki nauðsynlegt. Skreytið að vild.

Nú eruði komin með sannkallaðan kassagítar!

Hrista

Það sem þið þurfið:

  • Tómt ílát, t.d. skyrdós, sultukrukka eða annað sem þið finnið í endurvinnslutunnunum heima.
  • Hrísgrjón, poppbaunir, Cheerios eða annað smágert sem þið finnið í skúffunum heima.
  • Dagblöð
  • Límband
  1. Setjið hrísgrjón eða annað sem heyrist í ofan í ílátið.

2. Finnið skemmtilega síðu í dagblaðinu og festið hana á ílátið með límbandi. Gætið þess að festa dagblöðin vel á ílátið svo að hljóðgjafinn sullist ekki úr ílátinu.

Nú er bara að semja góðan slagara!

#stuðkví

Skemmtu þér vel! Sýndu okkur hljóðfærin þín með því að setja mynd eða myndband á samfélagsmiðla undir myllumerkinu #skátarnir og #stuðkví. Hlökkum til að sjá!


Verkefni 9 - Örbylgjuskátabollakaka

Í stuðkví dagsins kennum við einfalda en stórskemmtilega leið til að baka súkkulaðiköku í bolla.

Það sem þarf:

  • Örbylgjuofn
  • Bolla
  • Góða skapið
  • Salt
  • Vanilludropa
  • Súkkulaði
  • Olíu
  • Mjólk
  • Egg
  • Kakóduft
  • Sykur
  • Hveiti

Hægt er að gera kökuna vegan: 1/2 banana í staðinn fyrir egg, vegan mjólk í staðinn fyrir mjólk

Blandið hráefnunum í bolla eins og myndin sýnir hér að neðan. Mælt er með því að þurrefnum sé ekki blandað við vökva fyrr en skömmu áður en allt er tilbúið og hægt er að hræra hráefnin vel saman. Setjið bollan næst inn í örbylgjuofn og gætið þess að stilla örbylgjuofninn ekki á lengri tíma en tvær mínútur og hafið vökult auga með bakstrinum meðan bollinn er inni í ofninum.

Að 2 mínútum loknum ætti afurðin að vera bragðgóð súkkulaðikaka til að njóta!


Privacy Preference Center