Reglugerðir, stefnur og skýrslur BÍS
Á þessari síðu má finna yfirlit yfir gildandi reglugerðir og stefnur Bandalags íslenskra skáta (BÍS).
Skátarnir starfa samkvæmt lögum og grunngildum BÍS en auk þess getur stjórn BÍS sett reglugerðir um starfsemi skáta innan BÍS og aðra þætti starfsins, eftir því sem þurfa þykir hverju sinni, eins og segir í 24. grein laga. Markmið gildandi reglugerða er að samræma gott verklag um mikilvæga þætti í skátastarfinu.
Skátarnir setja sér meginstefnu til fimm ára í senn, en auk stefnu BÍS marka skátarnir líka oft stefnu um afmörkuð málefni sem eru okkur mikilvæg.