Lokafærslan: Happdrætti og merki
Happdrætti og merki
Við viljum byrja á því að þakka öllum fyrir frábæra þátttöku! Við sendum sérstakar þakklætiskveðjur til sjálfboðaliðanna okkar sem hjálpuðu til við að gera þetta verkefni að veruleika.
Við ætlum að draga út spennandi vinninga og deila út til þeirra sem tóku þátt. Til að fara í pottinn þarft þú að gera verkefni úr #stuðkví, setja á Instagram og merkja með myllumerkjunum #stuðkví og #skátarnir. Ef þið eruð með lokað Instagram eða notið ekki þann miðil geti þið sent tölvupóst á kolbrun@skatar.is og þá komist þið í pottinn!
Dregið verður í beinni á Facebook 18.maí kl 16:00
Auk þess fá allir sem vinna 10 verkefni sérstakt #stuðkví merki. Til að fá merkið þurfi þið að fylla út formið hér að neðan:
Verkefni 46 - Útieldun
Verkefni 46 – Útieldun
Ertu búin að ákveða hvað á að vera í matinn í dag? En ertu búin að ákveða hvar þú ætlar að elda? Við mælum með að fara út að elda í dag. Það er einfalt, gaman og skemmtileg tilbreyting í hversdagleikanum. Það eru nokkar leiðir til að elda úti. Hægt er að elda á báli, taka prímus með sér út eða einfaldlega kveikja í grillinu!
Margir þekkja hið sívinsæla hike brauð, sem er líka stundum kallaða skátabrauð eða snúrubrauð. Þekkir þú annað nafn yfir það?. Hér eru 3 aðferðir til að baka hike-brauð þannig þú getur reitt fram þriggja rétta máltíð sem allir munu elska!
Uppskrift af hike brauði
6 dl hveiti
2 msk matarolía
1/2 tsk salt
2/5 dl volgt vatn
1 bréf þurrger
Forréttur
BRAUÐBOLLUR
- Taktu klípu af hike-brauði og búðu til brauðbollu
- Skerðu niður ólívur og tómata og blandaðu við brauðbolluna
- Settu grind á eldinn
- Settu brauðbolluna ofan á grindina og bakaðu í 5-7 mín
- Passaðu þig þegar þú tekur brauðbolluna af, hún gæti verið heit
- Bon appetit!
Aðalréttur
PYLSUR OG PYLSUBRAUÐ
- Taktu pylsu og settu á grillpinna
- Taktu eina klípu af hike brauði og rúllaðu því upp í lengju
- Vefðu lengjunni í kringum pylsuna, passaðu bara að það sé ekki of þykkt (þá er það svo lengi að grilla)
- Grillaðu þangað til brauðið er tilbúið, þú getur séð það með því að taka smá bita úr brauðinu
- Settu svo þá sósu sem þú vilt á pylsuna
- Verði þér að góðu!
Eftirréttur
SNÚÐAR
- Byrjaðu á því að fletja út hike brauðið
- Dreifðu kanilsykri jafnt og þétt yfir deigið
- Rúllaðu deiginu upp og skerðu í jafna bita
- Taktu snúðinn og settu á grillpinna
- Grillaðu þangað til deigið er eldað
- Mundu að njóta þegar þú gæðir þér á gómsæta kanilsnúðnum þínum
Tilbreyting: Þú getur skipt úr kanilsykrinum fyrir súkkulaði og þá ertu komin með súkkulaðisnúða!



Verði ykkur að góðu! Ekki gleyma að deila með okkur þinni útieldun undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví
Verkefni 45 - Moltutunna
Verkefni 45 – Moltutunna
Eitt af helstu markmiðum okkar í tengslum við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna er að minnka úrganginn sem kemur frá okkur. Til eru margar leiðir til að minnka úrgang; kaupa minna, endurnýta hluti, flokka úrganginn svo hægt sé að endurvinna hann. Svo er líka hægt að molta lífrænan úrgang en það er ferli þar sem lífrænn úrgangur er brotinn niður í mold og honum skilað aftur í jörðina.
Skátamiðstöðin hefur verið að nota bokashi aðferina til að molta en það er japönsk aðferð til heimajarðgerðar sem felst í því að brjóta niður lífræna úrganginn með hjálp örvera sem gerja hann í loftfirrtum aðstæðum. Aðferðin er nánast lyktarlaus og getur skilað næringarríkri og nýtanlegri moltu á einungis 6 vikum.
Það góða við bokashi aðferðina er að hún bindur gróðurhúsalofttegundir sem annars losna í klassískri moltugerð og urðun lífræns úrgangs.
Moltutunna heima
Auðvelt er að búa til moltutunnu sem þið getið notað heima eða verið með í skátaheimilinu ykkar. Mikið af upplýsingum er að finna á netinu um hvernig á að molta og því er gott að afla sér upplýsinga áður en þið byrjið að molta. Ef þið viljið prófa bokashi aðferðina þá er Facebook hópur sem heitir Jarðgerðarfélagið – Bokashi, þar sem þið getið nálgast upplýsinga, fengið ráð og spjallað um hvernig ykkur gengur.
Heimagerð moltutunna
Það sem þú þarf:
- Tvær fötur
- Eitt lok
- Bor
- Trétappa eða krana (hægt að endurnýta kork t.d.)
- Bokashi ger (fæst t.d. hjá Jarðgerðarfélaginu)
Aðferð
- Boraðu göt í eina fötuna. Boraðu um 20-30 göt og gott er að götin séu um 3-5 mm.
- Settu fötuna með götunum ofan í hina fötuna. Þú getur notað taulímband (duct-tape) til að festa föturnar vel saman svo það komist pottþétt ekki loft á milli þeirra.
- Settu lokið á fötuna, passaðu að það lokist alveg. Til að úrgangurinn gerjist vel þá þarf að passa að sem minnst af lofti komist inn í föturnar.
- Ef þú vilt þá getur þú sett kranann eða trétappann á neðri fötuna. Þá verður auðveldara að losa vökvann sem verður til við jarðgerðina.
- Svo getur þú byrjað að búa til þína fyrstu Bokashi jarðgerð!

Gangi ykkur vel, ekki hika við að senda á okkur spurningar eða leita upplýsinga hjá öðrum!
#skátarnir #stuðkví
Verkefni 44 - Vinabönd
Verkefni 44 – Vinabönd
Heimsmarkmið númer 17 er samvinna um heimsmarkmiðin þar sem mikilvægt er að allar þjóðir vinni saman í því að ná þeim markmiðum sem við settum okkur. En það líka við um öll verkefni sem við tökum okkur fyrir hendur, það er mikilvægt að gott samstarf ríki milli þeirra sem taka þátt í verkefninu, hvort sem það er á skátafundi, í skólanum eða heima. Traust og heiðarleiki eru eiginleikar sem eru mjög mikilvægir að tileinka sér þegar við vinnum með öðru fólki og eru sem dæmi hluti af skátalögunum okkar.
Vinátta er dæmi um verkefni eða samstarf milli mismunandi einstaklinga þar sem allir aðilar vinna saman í því að halda sambandinu góðu og rækta vinskapinn. Vinátta sem byggir á trausti og heiðarleika er einmitt dæmi um góða vináttu. Verkefni dagsins er því að búa til vinaband sem þið getið gefið vinum ykkar. Vinabandið getur verið tákn um traustið sem ríkir ykkar á milli, skemmtilegan brandara sem þið eigið ykkar á milli eða bara það sem ykkur langar til að það tákni 🙂
Mismunandi gerðir af vinaböndum
Til eru allskonar mismunadi gerðir af vinaböndum og hér eru dæmi um þrjár mismunandi aðferðir til að búa til vinabönd.
Hringstiginn
Þetta vinaband lítur út eins og hringstigi, skemmtilegt vinaband sem kemur mjög vel út á úlnliði.
Það sem þú þarft:
- Bönd í þeim litum sem þú vilt
- Þú mátt hafa eins mörg bönd og þú vilt, en því fleiri bönd sem þú notar því þykkara verður armbandið
- Pappa til að festa böndin í
Horfðu á þetta myndband til að sjá hvernig þú býðr til armbandið


Tyrkjahnútur
Tyrkjahnút er hægt að nota í margvíslega hluti. Það er hægt að gera hann að armbandi og að skátahnút sem dæmi. Það fer bara eftir því hversu mikið af bandi þú notar. Best er að nota þykkt band ef þú ætlar að gera skátahnút og ef þú ætlar að gera vinaband getur þú notað þunnt band. Gott er að vera með töng (t.d. flísatöng) til að nota til að auðvelda aðeins verkið.
Hér getur þú séð myndband um hvernig á að binda tyrkjahnút.
Fiskibeinamynstur
Fiskibeinamynstur eða ‘Chevron’ er skemmtilegt mynstur sem er eins og v í laginu. Þú getur verið með mismunandi liti, bara eftir því hvað þér finnst fallegt. Þetta er búið til úr hnútum og er ekki eins erfitt og það lítur út fyrir að vera.
Hér er flott myndband sem útskýrir vel hvernig þú býrð til fiskibeinamynstur.

Sýndu okkur þín vinabönd undir myllumerkjunum #skátarnir og #stuðkví 😀
Verkefni 43 - Hunangsflugur
Verkefni 43 – Hunangsflugur
Hvað hefur þú séð margar hunangsflugur í sumar? Það hafa tvær risa stórar komið í heimsókn í Skátamiðstöðina! En hvað veist þú mikið um þær? Vissir þú að þær eru með 5 augu og 6 fætur? Verkefni dagsins er að fræðast um hunangsflugur og sjá hvað við getum gert til að vera góðar við þær og hjálpa þeim við þeirra störf.

Á Íslandi lifa býflugur ekki villtar en hunangsflugur gera það. Hér ætlum við því að læra smá um hungangsflugur.
Staðreyndir um hunangsflugur:
- Hunangsflugur eru mjög mikilvægir frjóberar fyrir blóm, ávexti og grænmeti. Sem þýðir að þær hjálpa öðrum plöntum að vaxa með því að bera frjókorn á milli plantna.
- Hunangsflugur eru félagsskordýr og þær búa til bú þar sem tvær kynslóðir búa saman. Móðirin eða drottningin eins og margir kannast við, og dætur hennar en þær þjóna búinu og eru kallaðar þernur.
- Ólíkt býflugum sem gera sér stór bú ofanjarðar, þá gera hunangsflugur bú sín í jörðu.
- Bú hunangsflugna er ekki varanlegt og búa drottningarnar því til nýtt bú á hverju vori.
- Hunangsflugur lifa eingöngu á afurðum blóma og sjást því oft í blómaskrúði.
- Hunangsflugur þurfa að hita upp líkama sinn áður en þær taka á loft og því sjást þær oft í sólbaði fyrir utan búið sitt á morgnanna að drekka í sig hitann af sólarljósinu. Flugvöðvarnir þurfa að ná 32°C áður en þær hefja sig til flugs.
1. Drykkjarstöð fyrir hunangsflugur
Hunangsflugur vinna mikið og gott verk og þær verða oft mjög þyrstar. Þú getur hjálpað þeim með því að setja drykkjarstöð fyrir þær út á svalir eða í garðinn þinn. Hunangsflugum finnst best að drekka úr grunnu vatni og því er best að taka skál og fylla hana af steinum eða marmarakúlum og setja svo vatn í skálina. Svo getur þú skreytt skálina með blómum ef þú vilt.


2. Plantaðu blómum í garðinn þinn
Hunangsflugur elska blóm og þá sérstaklega blá, fjólublá og gul blóm. Hugmyndir af blómum sem þú getur plantað í garðinn þinn eða út á svalir eru:
- Bláklukkur
- Skriðsóley
- Blálilja
Svo er bara að vera góð/ur við hunangsflugurnar og muna eftir því að þær eru mikilvægir vinir okkar. Ef þú sérð hunangsflugu í vanda reyndu að hjálpa henni 🙂
Verkefni 42 - Heimsmarkmiðin heim
Verkefni 42 – Heimsmarkmiðin heima
Í dag er markmiðið að vita meira um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og sjá hvað við getum gert heima hjá okkur til að ná heimsmarkmiðunum. Heimsmarkmiðin eru 17 og hafa skátarnir bætt við 18 markmiðinu sem er Styrkja og virkja ungt fólk.
Það er mikið sem hægt er að gera og hér er listi með 5 atriðum sem þú getur byrjað á. Þegar þú ert tilbúin/n getur þú svo bætt við listann atriðum sem þér finnast mikilvæg.
Heimsmarkmiðin heima:
1. Kynntu þér heimsmarkmiðin
Auðvelt er að finna fullt af upplýsingum um heimsmarkmiðin á netinu og gott er að skoða heimasíðu Stjórnarráðssins um markmiðin en hún segir frá hverju markmiði fyrir sig. Auk þess er verkefnabæklingurinn Byggjum betri heim góð leið til að kynnast markmiðunum í gegnum leik.
2. Segðu vinum þínum og fjölskyldu frá heimsmarkmiðunum
Talaðu um markmiðin við fólkið í kringum þig. Fáðu þau til að ræða með þér um hvað þau snúast, hver uppáhalds markmiðin ykkar eru og þið getið horft saman á kennslumyndbönd um markmiðin. Þú getur sagt frá þeim í kynningu í skólanum eða spjallað um þau yfir kaffitímanum.
3. Lærðu um hvernig þú getur hjálpað nærumhverfi þínu
Markmiðin eru mörg og oft á tíðum mjög stór og erfið. Skoðaðu hvernig nærumhverfið þitt er að vinna með heimsmarkmiðin og hvað þú getur gert til að hjálpa til við það. Til dæmis getur þú skoðað:
- Er skólinn þinn að vinna með heimsmarkmiðin? Hvernig?
- Er hverfið þitt að vinna með heimsmarkmiðin? Hvernig?
4. Tileinkaðu þér heimsmarkmiðin í þínu lífi
Finndu út hvaða heimsmarkmið skipta þig máli og hvernig þú getur hjálpað til við það. Stærstu heimsmarkmiðin sem við getum hjálpað til með snúast um að minnka neysluna sem á sér stað í mörgum samfélögum. Við getum til dæmis fundið leiðir til að endurnýta hlutina okkar, skipst á hlutum/fötum þegar við erum orðin leið á þeim eða þurfum nýtt og fundið út hvernig við hendum sem minnstum mat á heimilunum okkar. Fáðu alla á heimilinu þínu til að vinna saman að því að ná ykkar markmiðum og sjáið hvað þið getið gert flotta hluti heima hjá ykkur.
5. Fáðu skátafélagið þitt til að grípa til aðgerða
Fáðu skátafélagið þitt til að grípa til aðgerða í tengslum við heimskarmiðin. Þið getið til dæmis valið ykkur heimsmarkmið til að vinna eftir, fundið verkefni og boðið svo foreldrum og vinum að koma og sjá. Þið getið líka hjálpað ykkar hverfi í að vinna að heimsmarkmiðunum og dreift út upplýsingum um það sem þið eruð að gera sem hvetur aðra til að gera það líka.
Gangi ykkur vel 😀
#stuðkví #skátarnir
Verkefni 41 - Dagur umhverfisins
Verkefni 41 – Dagur umhverfisins
Stóri plokkdagurinn
Í dag blæs Félagsskapurinn Plokk á Íslandi til Stóra plokkdagsins til stuðnings heilbrigðisstarfsfólki með þakklæti og virðingu og er því markmið sett á heilbrigðisstofnanir landsins, sjúkrahús, heilsugæslustöðvar og dvalar- og hjúkrunarheimili. Með því erum við að sýna þakklæti í verki, enda hefur okkar heilbrigðisstarfsfólk verið undir miklu álagi í langan tíma.
Terra og Krónan aðstoða plokkara
Tvær plokkvaktir
Félagsskapurinn Plokk segir frá plokktrixunum í bókinni:
Verkefni dagsins er því að taka þátt og leggja okkar af mörkum í að plokka. Við hvetjum ykkur til að mæta með skátaklút og hvetja alla í kringum ykkur til að taka þátt. Ef þið komist ekki á þá staði sem voru taldir hér upp að ofan þá má auðvitað bara fara út í nágrenni og plokka þar. Allt hjálpar 😀
#stuðkví #skátarnir
Verkefni 40 - Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Verkefni 40 – Ræktaðu þitt eigið grænmeti
Í dag ætlum við að setja upp aðstöðu til þess að rækta okkar eigið grænmeti! Það þarf ekki mikið til þess að rækta sitt eigið grænmeti, en það er mikilvægt að fylgjast vel með því og vökva plönturnar reglulega. Það er mjög skemmtilegt að rækta grænmeti og sjá t.d. þegar litlir tómatar byrja að myndast á plöntunni.
Það sem þú þarft:
- Mold
- Fræ
- Þú getur bæði keypt fræ eða nýtt fræin úr grænmetinu heima
- Best er að nota fræ úr íslensku grænmeti
- Blómapott
- Þú getur líka notað dollur sem falla til á heimilinu, eins og skyr dósir



Settu mold í blómapott og búðu til gat, þú getur t.d. notað skaftið á pensli til að gera gatið. Settu nokkur fræ í moldina.
Settu pottinn á góðan stað, en það er mismunandi hversu mikið sólarljós plöntur þurfa. Leitaðu á internetinu eða athugaðu hvort það standi eitthvað utan á pakkanum af fræjunum.
Mundu að vökva plöntuna og fylgjast með henni! Grænmeti tekur mis langan tíma að vaxa þannig það er mismunandi hversu lengi þú þarft að bíða. Blómkál er dæmi um grænmeti sem er fljótt að vaxa og því sérðu plöntuna vaxa fljótt. Einnig er gaman að byrja á að rækta kál þar sem það er fljótt að vaxa og gefur mikið af sér.



Verkefni 39 - Heimagerður ís í poka
Verkefni 39 – Heimagerður ís í poka
Gleðileg sumar! Nú er sumarið, sem flestir eru búin að bíða spennt eftir, loksins komið 😀 Gott er að nýta daginn í eitthvað skemmtilegt, fara út að leika og búa til heimagerðan ís. Njótið dagsins og skemmtið ykkur vel 🙂
Uppskrift:
- 2 teskeiðar af sykri
- 1 bolli af mjólk
- 1/2 teskeið vanilludropar
- 1 1/2 teskeið af bragðefni af þínu vali
- Þú getur sett það bragðefni sem þú vilt, súkkulaðisósa, sýróp, karmellusósa eða það sem þig langar í
Áhöld til að nota:
- Klakar
- Hálfur bolli af grófu salti
- Tveir lásapokar (ziplock)
- Einn þarf að vera stærri en hinn
En hvernig bý ég til ísinn?
Fyrsta skref: Taktu minni lásapokann og settu í hann mjólkina, sykurinn, vanilludropa og bragðefnið sem þú valdir. Lokaðu pokanum vel.
Annað skref: Taktu stærri lásapokann og fylltu hann til hálfs með klaka. Dreifðu saltinu yfir klakann.
Þriðja skref: Settu minni lásapokann ofan í stærri lásapokann og lokaðu vel fyrir.
Passaðu að báðir pokarnir séu lokaðir mjög vel.
Fjórða skref: Nú er komið að því að hrista! Hrista eins mikið og þú getur. Settu á góða tónlist og dansaðu eins og enginn sé morgundagurinn. Hristu þangað til ísinn er tilbúinn.
Fimmta skref: Svo er bara að njóta 🙂 Settu ísinn í skál og þú getur bætt við ávextum eða það kurl sem þig langar í.
Mundu svo að þrífa pokana svo þú getir notað þá aftur 🙂
Gleðilegt sumar 😀
Verkefni 38 - Heimagert kerti úr appelsínu
Verkefni 38 – Heimagert kerti úr appelsínu
Flest erum við að gera okkar besta til að hugsa vel um jörðina okkar og þarf af leiðandi erum við að reyna að finna hluti sem fara betur með jörðina okkar. Verkefni dagsins er einmitt ein hugmynd um hvernig þið getið nýtt heila appelsínu, meira að segja börkinn og þegar þið eruð búin með verkefnið þá er hægt að molta appelsínuna. En fyrir ykkur sem þekkið ekki moltun þá er molta jarðvegur unnin úr lífrænum úrgangi. En það er efni í annað verkefni 🙂

Leiðbeiningar:
Auðvelt er að búa til appelsínukerti en gott er að fá hjálp frá fullorðnum við verkefnið. Mikilvægt er að hafa eitthvað undir appelsínunni svo þetta sullist ekki út um allt.
Það sem þið þurfið er:
- Appelsína (megið gera úr fleiri en einni appelsínu)
- Ólífuolía
- Skeið
Leiðbeiningar til að búa til kertið:
- Taktu appelsínuna úr berkinum og skildu miðjuna eftir. Gott er að nota skeið í þetta verkefni.
- Fylltu hálfa appelsínuna með ólífuolíu.
- Svo er bara að að kveikja á kertinu og njóta.
- Mundu að þegar kertið klárast þá getur þú moltað börkinn.









