"fræin sem við sáum í dag hafa möguleika til að breyta heiminum"

Harpa Ósk Valgeirsdóttir, skátahöfðingi með stutta hugvekju um skátastarf. Þar rifjar hún upp minningu af sínu fyrsta landsmóti á Úlfljótsvatni, þjónustu Grænna skáta og því skemmtilega og mikilvæga starfi sem skátarnir sinna. Við mælum með að hlusta - smellið hér.
Skátar skemmtu sér í ýmsum veðrum

Um Hvítasunnuhelgina héldu Hraunbúar sitt árlega Vormót í 82. skipti. Vormót er mót fyrir fálkaskáta og eldri og fjölskyldur eru velkomnar í fjölskyldubúðir.
Eftirvæntingin var mikil og má segja að mótið hafi staðið undir væntingum þar sem skátar voru við leik og störf.
Veðrið var allskonar, all frá sól og blíðu yfir í rok, örlitla rigningu, pínulítið haglél og svo kórónað með tvöföldum regnboga, ekkert af þessu setti mótið út af laginu enda skátarnir við öllu búnir bæði með sólarvörn og pollagalla meðferðis.
Dagskrá mótsins var krefjandi og að hluta til miðuð við Rekkaskáta. Í boði voru göngur allt að 20km þar sem hægt var að vinna sér inn stiku- og/eða hæðarmerki, metnaðarfull útieldun þar sem hann Klási okkar kenndi skátunum að elda paellu yfir eldi og djúpsteikja ástarpunga, víkingarnir voru á sínum stað, kanóar og kayakar á Hvaleyrarvatni, ratleikir, hjólaferðir í sund og svo aðstoðaði hún Sigríður Júíla þátttakendur við að skreyta mótsklútana með útsaum, stimplun og fleiru.

Skátapartý, kvöldvaka og næturleikur eru fastir punktar á Vormóti og voru á sínum stað í dagskránni. Rekkaskátar fengu auk þess kvölddagskrá enda ekki annað hægt þegar um fjórðungur þátttakenda eru Rekkaskátar.

Það er fátt skemmtilegra en að vera á góðu skátamóti með góðum vinum og við vorum svo lánsöm að með okkur voru skátar frá Landnemum, Garðbúum, Fossbúum, Ægisbúum, Vífli, Mosverjum og Skjöldungum. Þau settu sinn svip á mótið með jákvæðni og gleði.
Á næsta ári verður Vormót 6.-9. júní svo ætla má að það verði ögn hlýrra þó það sé engin trygging eins og veðurglöggir skátar vita. Næsta ár markar einnig 100 ára samfellt skátastarf Hraunbúa í Hafnarfirði svo við höfum fulla ástæðu til að ætla að gleðin verði alls ráðandi á Vormóti 2025. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Texti og myndir: Harpa Hrönn Grétarsdóttir, Hraunbúi
Búnaðartilboð fyrir Landsmót í Skátabúðinni

Vertu klár með rétta búnaðinn fyrir Landsmót Skáta í sumar, og öll þín framtíðar ævintýri!
Í skátabúðinni getur þú fundið útivistarmerkið Asivik, hannað af skátum, fyrir skáta, og er nýtt vörumerki á Íslandi og er samstarf Skátabúðarinnar og Spejdersport í Danmörku.
Til að festa kaup á vörunum, þá sendir þú okkur tölvupóst með vörunum sem þú vilt kaupa. Við söfnum í pöntun og sendum út alla fimmtudaga, og varan er tilbúin til afhendingar 5-7 virka daga eftir útsenda pöntun.
Öll velkomin í Hraunbæ til að skoða vörur!
Vörur á tilboði
Asivik Ultralight 5.0 regular

Hefðbundin, létt og þæginleg uppblásanleg dýna.
Tilvalin í allar útilegur
R-Gildi (einangrunargeta) 3.5
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 15.990.- Tilboðsverð 13.990.-
Asivik Explore Large

Mjög létt og fyrirferðalítil uppblásanleg dýna. Einangrar vel. Dýna fyrir lengra komin.
R-Gildi (einangrunargeta) 5.0
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 28.990.- Tilboðsverð 24.990.-
Asivik Explorer 3S (-2.7) svefnpoki

Léttur, mjúkur og þæginlegur svefnpoki sem hentar vel bæði í tjald og skálaferðir.
Kemur í 3 lengdum.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 24.990.- Tilboðsverð 19.990.-
Asivik Hiker bakpoki

Flottur og stillanlegur 60L bakpoki sem hentar vel fólki frá 150cm hæð til 185cm.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 17.990.- Tilboðsverð 15.990.-
Asivik Travel duffel (70L)

Flottur og vatnsheldur duffel sem hægt er að hengja á öxl og bera á baki. Slitsterkt efni og rennilás.
Fáanlegur í bláum og svörtum lit
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 16.990.- Tilboðsverð 14.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Rúmgott og létt tjald. Fer lítið fyrir og auðvelt að tjalda.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 37.990.- Tilboðsverð 31.990.-
Asivik Wilderness 3ja persónu tjald

Flott og rúmgott tjald. Gott rými í fortjaldi fyrir töskur og búnað. Hægt að kaupa footprint með.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni.
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 51.990.- Tilboðsverð 44.990.-
Asivik Explorer 3 - 3ja persónu tjald

Frábært, fislétt og rúmgott tjald . Opnanlegir gluggar í báðum endum til að auðvelda loftflæði.
Vatnsþéttni: 2.000mm á himni og 3.000mm á botni
Ítarupplýsingar af heimasíðu Spejdersport
Fullt verð 94.990.- Tilboðsverð 79.990.-
Asivik Wool Crewneck, Junior ullarnærföt

Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Barnastærðir: 115, 128, 140, 152, 164
Ítarupplýsingar Barnabolir / Barnabuxur af heimasíðu Spejdersport
Barnastærðir bolir - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Barnastærðir buxur - Fullt verð 7.495.- Tilboðsverð 5.990.-
Asivik Explorer Merinould Crew neck, Fulllorðins



Frábært, hágæða ullarnærföt úr 100% Merino ull. Einn mikilvægasti búnaður í alla útiveru. Ull er gull!
Karlasnið: S, M, L, XL, XXL
Kvennasnið: S, M, L, XL, XXL
Ítarupplýsingar Karlabolir / Karlabuxur / Kvennabolir / Kvennabuxur af heimasíðu Spejdersport
Fullorðinsstærðir bolir - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-
Fullorðinssstærðir buxur - Fullt verð 14.495.- Tilboðsverð 11.990.-
Agora 2024

Skátamótið Agora fór fram í Göransborg skátamiðstöð í Svíþjóð fyrstu helgina í apríl. Um 56 þátttakendur frá 22 löndum tóku þátt og fóru tveir skátar frá Íslandi. Agora er skátamót skipulagt og haldið af róverskátum fyrir róverskáta.
Á mótinu var mikið rætt um mismunandi róverstarf eftir löndum og valdeflingu ungs fólks. Eitt af markmiðum Agora er að vera samkomustaður róverskáta til að ræða drauma, tilfinningar, áhyggjur, upplifanir og hugmyndir, sækja innblástur og orku og að geta verið til staðar hvort fyrir annað og kennt hvort öðru nýja hluti.
Ljósmyndir: Scouting in Europe

Sumardeginum fyrsta fagnað um land allt

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 25. apríl. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá nokkrum skátafélögum.
Félögin í Reykjavík skiptu sér upp eftir hverfum og voru 3 hátíðir í Reykjavík.
Ægisbúar héldu skemmtun við skátaheimilið sitt og voru með hoppukastala og veitingasölu, ásamt hike-brauðs gerð, og héldu síðan kvöldvöku í tilefni af 55 ára afmæli skátafélagsins.
Árbúar voru á Árbæjarsafni í annað sinn með veitingasölu, hike-brauðs gerð og skrúðgöngu um safnið, um 1.800 manns áttu leið í gegnum safnið.

Garðbúar, Landnemar og Skjöldungar sameinuðu krafta sína á ný og og héldu sín hátíðarhöld í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Boðið var uppá úrval af hoppuköstulum, súrraðar þrautabrautir, hike-brauð og veitingasölu. Um 2.600 manns gerðu sér góðan dag í garðinum.

Ljósmyndir: SSR - Daði Már Gunnarsson
Í Hafnarfirði voru Hraunbúar með skátadagskrá á Víðistaðatúni og á meðfylgjandi mynd eru þau að gera sig klár fyrir fánaborg í skrúðgöngu.
Ljósmynd: Vilhjálmur Þór Sigurjónsson
Í Reykjanesbæ voru Heiðabúar með skátamessu.
Ljósmynd: Haukur Hilmarsson
Á Akureyri var Klakkur með skrúðgöngu, skátamessu og skátadagskrá á Hömrum.
Ljósmynd: Ingimar Eydal
Nuestra Cabaña - Mexico

Nuestra Cabaña er ein af 5 alþjóðaskátamiðstöðvum WAGGGS og er staðsett í Mexico. Þann 22. febrúar 1956 gaf Lady Baden-Powell miðstöðinni bláa hurð sem tekur á móti öllum þeim sem koma í Nuestra Cabaña. Skátamiðstöðin var svo formlega opnuð í júlí 1957. Í Nuestra Cabaña er að finna, svefnálmur, fundaraðstöður, sundlaug, eldstæði, tjaldsvæði, blakvelli og tennisvelli og margt fleira. Ef þú hefur áhuga á að kynnast Nuestra Cabaña betur þá getur þú skoðað það hér.
Hér getur þú nálgast nánari upplýsingar til að gerast sjálfboðaliði hjá þeim.
Kusafiri - Afríku

Kusafiri er ein af alþjóðlegu skátamiðstöðvum WAGGGS. Kusafiri þýðir á Swahili, "að ferðast". Dagurinn sem haldið er upp á sem stofndag Kusafiri er 15. júlí 2011, en hér má lesa nánar um stofnun Kusafiri.
Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði í Kusafiri getur þú haft samband við þau hér!
Sangam - Indlandi

Sangam er ein af 5 alþjóðlegu skátamiðstöðvum WAGGGS. Sangam þýðir "að koma saman". Hægt er að skipuleggja ferðir til Sangam og fá þar gistingu og mat, synda í sundlauginn eða slaka á í heita pottinum, skreppa svo út og skoða nærumhverfið. Hér er hægt að fræðast meira um Sangam.
Sangam er ávallt til í að fá fólk til liðs við sig, hvort sem um ræðir starfsfólk eða sjálfboðaliða í styttri og lengri tíma.
Vässarö - Svíþjóð

Vässarö er skógi vaxin eyja í Svíþjóð með nokkrum gömlum húsum sem í dag eru notuð sem skrifstofur og skátamiðstöð yfir sumartímann. Ekki er hægt að komast til eyjunnar frá október til lok apríl vegna veðurs og annara utanaðkomandi aðstæðna. En hér má lesa nánar um sögu Vässarö.
Vässarö er í eigu nokkurra skátafélaga í Svíþjóð sem tilheyra öll undir Stockholm scout district of Sweeden en þar starfa 6 starfsmenn sem færa bækistöðvar sínar yfir til Vässarö á sumrin. Auk starfsfólks eru sjálfboðaliðar sem skipuleggja dagskrá og sjá um viðhald á eyjunni. Sjálfboðaliðar á Vässarö kallast "Funk", og þú getur orðið einn af þeim!
Ef þú ert 18 ára eða eldri og hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði á Vässarö getur þú skoðað þessa síðu fyrir nánari upplýsingar.
Houens Odde Spejdercenter - Danmörku

Houens Odde er stærsta skátamiðstöð í Norður-Evrópu, staðsett í Danmörku. Houens Odde er skagi staðsettur í hjarta Danmerkur, umkringdur vatni. Á skaganum eru 15 tjaldsvæði, sum inni í skógi en önnur á opnum svæðum.
Hægt er að skipuleggja sína eigin ferð með skátasveitinni sinni, og skipuleggja dagskrá innan- og utandyra. En einnig er hægt að taka þátt í skipulagðri dagskrá miðstöðvarinnar.
Danskir sjálfboðaliðar kallast "Houmen" og sjá um að skipuleggja dagskrá og fleira fyrir skáta og skátaforingja bæði frá Danmörku og allstaðar að úr heiminum.
Hægt er að gerast sjálfboðaliði frá 2 - 12 mánuðum í senn ef þú ert á aldrinum 18 - 30 ára. Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði í styttri tíma yfir sumarið. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að skoða þessa síðu hér.





