Agora 2024

Skátamótið Agora fór fram í Göransborg skátamiðstöð í Svíþjóð fyrstu helgina í apríl. Um 56 þátttakendur frá 22 löndum tóku þátt og fóru tveir skátar frá Íslandi. Agora er skátamót skipulagt og haldið af róverskátum fyrir róverskáta.

Á mótinu var mikið rætt um mismunandi róverstarf eftir löndum og valdeflingu ungs fólks. Eitt af markmiðum Agora er að vera samkomustaður róverskáta til að ræða drauma, tilfinningar, áhyggjur, upplifanir og hugmyndir, sækja innblástur og orku og að geta verið til staðar hvort fyrir annað og kennt hvort öðru nýja hluti.

Ljósmyndir: Scouting in Europe