Houens Odde Spejdercenter – Danmörku

Houens Odde er stærsta skátamiðstöð í Norður-Evrópu, staðsett í Danmörku. Houens Odde er skagi staðsettur í hjarta Danmerkur, umkringdur vatni. Á skaganum eru 15 tjaldsvæði, sum inni í skógi en önnur á opnum svæðum.

Hægt er að skipuleggja sína eigin ferð með skátasveitinni sinni, og skipuleggja dagskrá innan- og utandyra. En einnig er hægt að taka þátt í skipulagðri dagskrá miðstöðvarinnar.

Danskir sjálfboðaliðar kallast „Houmen“ og sjá um að skipuleggja dagskrá og fleira fyrir skáta og skátaforingja bæði frá Danmörku og allstaðar að úr heiminum.

Hægt er að gerast sjálfboðaliði frá 2 – 12 mánuðum í senn ef þú ert á aldrinum 18 – 30 ára. Einnig er hægt að gerast sjálfboðaliði í styttri tíma yfir sumarið. Til að fá nánari upplýsingar er hægt að skoða þessa síðu hér.