Sumardeginum fyrsta fagnað um land allt

Sumardagurinn fyrsti var haldinn hátíðlegur um land allt fimmtudaginn 25. apríl. Hér má sjá skemmtilegar myndir frá nokkrum skátafélögum.

Félögin í Reykjavík skiptu sér upp eftir hverfum og voru 3 hátíðir í Reykjavík.

Ægisbúar héldu skemmtun við skátaheimilið sitt og voru með hoppukastala og veitingasölu, ásamt hike-brauðs gerð, og héldu síðan kvöldvöku í tilefni af 55 ára afmæli skátafélagsins.

Árbúar voru á Árbæjarsafni í annað sinn með veitingasölu, hike-brauðs gerð og skrúðgöngu um safnið, um 1.800 manns áttu leið í gegnum safnið.

 

Garðbúar, Landnemar og Skjöldungar sameinuðu krafta sína á ný og og héldu sín hátíðarhöld í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum. Boðið var uppá úrval af hoppuköstulum, súrraðar þrautabrautir, hike-brauð og veitingasölu. Um 2.600 manns gerðu sér góðan dag í garðinum.

Ljósmyndir: SSR – Daði Már Gunnarsson

 

Í Hafnarfirði voru Hraunbúar með skátadagskrá á Víðistaðatúni og á meðfylgjandi mynd eru þau að gera sig klár fyrir fánaborg í skrúðgöngu.

Ljósmynd: Vilhjálmur Þór Sigurjónsson

 

Í Reykjanesbæ voru Heiðabúar með skátamessu.

Ljósmynd: Haukur Hilmarsson

 

Á Akureyri var Klakkur með skrúðgöngu, skátamessu og skátadagskrá á Hömrum.

Ljósmynd: Ingimar Eydal