Nuestra Cabaña – Mexico

Nuestra Cabaña er ein af 5 alþjóðaskátamiðstöðvum WAGGGS og er staðsett í Mexico. Þann 22. febrúar 1956 gaf Lady Baden-Powell miðstöðinni bláa hurð sem tekur á móti öllum þeim sem koma í Nuestra Cabaña. Skátamiðstöðin var svo formlega opnuð í júlí 1957. Í Nuestra Cabaña er að finna, svefnálmur, fundaraðstöður, sundlaug, eldstæði, tjaldsvæði, blakvelli og tennisvelli og margt fleira. Ef þú hefur áhuga á að kynnast Nuestra Cabaña betur þá getur þú skoðað það hér. 

Hér getur þú nálgast nánari upplýsingar til að gerast sjálfboðaliði hjá þeim.