Viltu gerast sjálfboðaliði?
VILTU GERAST SJÁLFBOÐALIÐI?
Skátahreyfingin á Íslandi og um allan heim hefur reitt sig á krafta sjálfboðaliða sem eru reiðubúin til að starfa í þágu æskulýðsstarfs sem stuðlar að valdeflingu ungmenna, alþjóðlegu bræðralagi og bættum heimi.
Á þessari síðu finnur þú virk útköll eftir sjálfboðaliðum, upplýsingar um sjálfboðaliðastörf og ólíkar leiðir til að gerast sjálfboðaliði.
Ef þig langar að gerast sjálfboðaliði getur þú fyllt út umsókn!
Virk útköll eftir sjálfboðaliðum
7 leiðir til að taka þátt sem sjálfboðaliði
1 - Skapa upplifanir fyrir ungt fólk

Við leggjum kapp á að bjóða ungu skátunum okkar spennandi starf þar sem hvert og eitt getur vaxið og dafnað. Það eru ótal leiðir færar til að leggja því starfi lið hvort sem þig langar að prófa að vera leiðbeinandi í vikulega starfinu, mæta stöku sinnum til ólíkra hópa að deila færni sem þú býrð yfir eða með því að vera á útkallslista fyrir viðburði og stórmót. Við erum þakklát fyrir hvert framlag.
2 – Stuðningur við skátafélag
Skátafélögin eru lykileiningar í skátastarfinu og innan þeirra eru ótal spennandi verkefni sem styrkja félagsstarfið. Það er alltaf tekið vel á móti fólki sem vill styðja við félögin bæði í afmörkuðum verkefnum við fjáraflanir, hverfahátíðar eða viðhald eigna en líka í stærri verkefnum s.s. í fararstjórnum á stærri mót, umsjón skála og í stjórn félagsins. Það getur líka verið mjög dýrmætt fyrir félög að fá fersk augu inn í félagið til að rýna starfið til gagns.

3 – Bjóða fram færni þína

Skátarnir þurfa reglulega á fólki að halda með færni m.a. í iðngreinum, fjármálum, listgreinum, margmiðlun, matreiðslu, umönnun og upplýsingatækni. Við getum alltaf tengt fólk við verkefni þar sem kraftar þeirra nýtast þeim sjálfum og skátastarfi til heilla.
4 – Verkefnastjórnun
Skátastarf er frábær vettvangur til að öðlast reynslu í skipulagi og framkvæmd verkefna. Við getum ávallt nýtt fólk sem er reiðubúið að taka að sér stjórn stórra verkefna bæði á vettvangi skátafélaga og landssamtakanna. Þetta geta verið stórmót, þróun á dagskrá og stuðningsefni, skipulag ferða erlendis, stefnumótun og margt fleira.

5 – Fræðsla og þjálfun

Við leggjum okkur fram við að fræða og þjálfa fólkið okkar og höfum metnað fyrir því að skapa umhverfi þar sem þau sem stýra skátastarfinu geta sífellt bætt við sig hagnýtri reynslu. Við erum ávallt viðbúin að finna fólki vettvang sem er reiðubúið að bjóða öðrum fræðslu og þjálfun út frá reynslu sinni og sérþekkingu.
6 – Bakland
Mörg hafa ekki kost á að lofa sér í sjálfboðaliðastarf til skemmri né lengri tíma en vilja samt hjálpa þegar útkall eftir sjálfboðaliðum kemur sem hentar þeim. Það er dýrmætt geta kallað eftir aðilum úr baklandi til að hoppa í lítil verkefni eins og að elda eina máltíð í útilegu, til að flytja fólk eða búnað og taka þátt í tiltekt. Öll verk eru mikilvæg í stóru myndinni.

7 – Útilífsmiðstöð skáta

Á útilífsmiðstöðvunum á Hömrum og Úlfljótsvatni fer fram fjölbreytt starfsemi og ætíð nóg af verkefnum smá sem stór. Sama hvort þig langi bara að raka túnið eða að hjálpa við sumarbúðirnar, hvert unnið verk skiptir sköpum.
Umsókn um sjálfboðaliðastarf
Við bjóðum þeim sem hafa áhuga að reyna fyrir sér í sjálfboðaliðastarfi hjá skátunum að fylla út eftirfarandi umsókn. Starfsmaður landssamtaka skátanna setur sig svo í samband við þig og hjálpar þér að tengjast besta verkefninu fyrir þig.
Forsíða Page Title
VILTU TAKA ÞÁTT ?
Skátahreyfingin er alþjóðleg æskulýðshreyfing sem vinnur að valdeflingu ungmenna í þeim tilgangi að virkja þau til jákvæðra áhrifa í sínu samfélagi og til þátttöku í að bæta þann heim sem við búum í. Skátastarf er gefandi bæði fyrir ungt fólk og fullorðna sjálfboðaliða sem sinna starfinu með því. Í skátastarfi öðlast þú ekki eingöngu reynslu, kunnáttu og minningar heldur er félagsskapurinn líka frábær, tækifærin endalaus og starfið kemur í sífellu skemmtilega á óvart.
Fjölskylduskátar

FJÖLSKYLDUSKÁTAR
Ævintýri, náttúra og samvera
Í gegnum fjölskylduskátastarf gefst yngri börnum tækifæri til að kynnast skátastarfi ásamt einum eða fleiri fullorðnum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt.
Markmið
Útivist, samverustundir fjölskyldunnar og aukið sjálfstæði ungra barna. Í fjölskylduskátastarfinu er eitt af markmiðum þess að auka tengsl og styrkja samband milli barnsins og þess fullorðna sem stunda skátastarfið saman.
Fundarstarf
Fundarstaðir eru breytilegir eftir viðfangsefni og fjölskyldur fá tímanlega að vita staðsetningu fundarins. Í langflestum tilfellum eru fundir haldnir utandyra og því mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir séu klæddir eftir veðri.
Börnin fá möguleika á því að taka þátt í krefjandi og spennandi skátaupplifun þar sem þau fá að upplifa það að vera virk í náttúrunni og deila því með fjölskyldunni. Foreldri sem og aðrir fjölskyldumeðlimir eru virkir þátttakendur með börnunum á öllum skátafundum og eru þar til að upplifa sjálf skátastarfið og til að styðja börn sín og hvetja.
Að foreldrar og börn verji tíma saman í náttúrunni og geri eitthvað jákvætt og uppbyggilegt saman styrkir sjálfsmynd þeirra og félagsfærni. Í fjölskylduskátum eru foreldrarnir jafn miklir þátttakendur í skátastarfinu og ungskátarnir og þeir fá að reyna á eigin skinni út á hvað skátastarfið snýst.
Fundartímar eru vanalega aðra hverja helgi ca. tvo klukkutíma í senn

Fullorðnir (26 ára og eldri)
FULLORÐIN
26 ÁRA OG ELDRI
Hjálpsemi, traust og samvinnufýsni
Með reynsluna að vopni styðja fullorðnir við skátastarf yngri skáta. Skátastarfið heldur áfram að heilla og margir byrja í fyrsta sinn að starfa með skátunum á þessum aldri.
UM STARF FULLORÐINNA
Starf fullorðinna skáta er mjög fjölbreytt þar sem starfið veltur alveg á skátunum sjálfum og hvernig þau vilja stunda sitt skátastarf. Margir sinna sjálfboðaliðastörfum á borð við foringjastöður og stjórnarstöður eða koma inn í tímabundin verkefni.
Einnig eru skátahópar fyrir fullorðna þar sem eldri en 26 ára hittast og þróa með sér sitt skátastarf þannig það er aldrei of seint að byrja í skátunum!

HITTINGAR RÓVERSKÁTA
Ýmsir róverskátahópar starfa víðsvegar um landið. Á landsbyggðinni eru þessir hópar iðulega innan sama skátafélags en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sjaldnast bundnir einu skátafélagi. Þessir hópar hafa mjög ólíkan hátt á því hvernig þau hittast og hvað þau taka sér fyrir hendur. Sumir hópar starfa saman kringum afmörkuð verkefni eins og viðburðahald, foringjastörf eða samfélagsvinnu. Aðrir hópar starfa saman í þeim tilgangi að njóta félagsskapar hvert af öðru og sinna áhugamálum sínum innan skátastarfs í sameiningu. Þannig geta róverskátar starfað í skipulögðum og formföstum hópum eða í breytilegum félagsskap og jafnvel sem einstaklingar. Róverskátar eru sjaldnast með eldri skátaforingja heldur skipa einn leiðtoga úr hópnum eða skipta verkum með sér með óformlegri hætti.



VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Ferðalög og útilegur á róverskátaaldri eru með talsvert öðrum hætti en á yngri aldursbilum. Róverskátar eru fyllilega fær um að skipuleggja og fara í flestar ferðir sjálf fremur en að ferðir séu skipulagðar fyrir þau. Róverskátar hafa tækifæri að njóta til fulls alls þess sem býðst í ferða- og fjallamennsku á Íslandi og geta líka leitað ævintýranna utan landsteina. Róverskátar hafa gott aðgengi að ýmsum skálum og útivistarsvæðum víðsvegar um Ísland og því er eins farið í útlöndum. Í þessum ferðum spreyta róverskátar sig oft á nýrri og krefjandi dagskrá en stundum er megintilgangurinn einfaldlega að njóta félagsskapar hvers annars, bæði í innlendu og alþjóðlegu samhengi.
Skátafélögin skipuleggja stundum ferðir fyrir róverskáta sem þakklætisvott fyrir sjálfboðaliðastörf þeirra. Róverskátar eru iðulega á meðal þeirra sem skipuleggja og aðstoða við aðrar skipulagðar ferðir félagsins sem eru haldnar fyrir yngri skátana.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, geta róverskátar tekið þátt í ýmsum viðburðum en umgjörð þessara viðburða er önnur en þeirra viðburða sem bjóðast yngri skátum. Meiri áhersla er lögð á leiðtogaþjálfun og margir viðburðir snúa að mótun og ákvörðanatöku fyrir starf skátahreyfingarinnar á Íslandi. Oft standa róverskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að spennandi viðburðir standi til boða fyrir sitt aldursbil.
LANDSMÓT SKÁTA
Róverskátar geta farið sem sjálfboðaliðar á Landsmót skáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins hin glæsilegasta. Róverskátar eru oft í fararstjórn skátafélaganna sem undirbýr ferðina á mótið, skipuleggur tjaldbúð og búnað félagsins á mótinu, sinnir fjáröflunum og ferðast með yngri skátum í félaginu á mótið. Róverskátar geta líka gerst sjálfboðaliðar fyrir mótstjórn. Þau sem hafa ánægju af því að fá frábærar hugmyndir og sjá þær verða að veruleika geta komið að undirbúningi mótsins á meðan þau,sem finnst skemmtilegra að hoppa beint í iðustrauminn, geta komið að framkvæmd mótsins. Næsta landsmót verður haldið að Hömrum árið 2020.

ALÞJÓÐASTARF
Alþjóðastarf býður róverskátum risastór tækifæri. Ýmis skátamót sem sérstaklega eru ætluð róverskátum eru haldin reglulega um allan heim. Róverskátar geta líka gerst alþjóðlegir þjónustuliðar á öllum helstu alþjóðlegum mótum ætluð yngri skátum. Tækifæri til sjálfboðastarfa á alþjóðavísu bjóðast róverskátum líka sérstaklega, alþjóðlegar nefndir bæði innan og utan skátahreyfingarnar skipa róverskáta í vissan fjölda sæta, vissum ábyrgðarhlutverkum skátahreyfingarinnar geta eingöngu róverskátar sinnt og skátamiðstöðvar um allan heim bjóða róverskátum spennandi störf til skemmri og lengri tíma. Alþjóðaráð BÍS er síðan afar duglegt að leita uppi og miðla áfram til róverskáta viðburðum sem bjóðast í samstarfi við önnur landssamtök skáta þar sem þátttaka skátanna er gjarnan styrkt fjárhagslega af ýmsum sjóðum.


EINKENNI RÓVERSKÁTA
Klútur róverskáta er grár og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur róverskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna:
SKÁTALÖG RÓVERSKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Aldursmerki róverskáta er þríhyrningslaga og er saumað aftan á klútinn. Merkið er fjólublátt og ísaumur merkisins og brún þess er gyllt. Merkið fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.

STARF RÓVERSKÁTA
Róverskátar nefnist elsta aldursbil þátttakenda í skátastarfi um víða veröld. Aldursbilið er ekki bara alþjóðlegt að fyrirmynd heldur er starf róverskáta einnig alþjóðlegt og tækifærin í alþjóðastarfi á vegum skátahreyfingarinnar gífurlega mörg. Róverskátar sinna flestir einhverjum ábyrgðarstöðum ýmist innan skátafélaganna eða á breiðari vettvangi skátahreyfingarinnar á Íslandi. Markmið skátastarfs er að valdefla ungmenni og þannig gefst róverskátum færi að spreyta sig á verkefnastjórnun, viðburðahaldi, stjórnarsetu og ýmsum öðrum spennandi tækifærum sem bjóðast sjaldnar utan skátastarfs. Á róverskátaaldri eru skátar orðnir færir um að hrinda öllum sínum hugmyndum í framkvæmd, sama hvort þær snúi að þeirra eigin starfi eða annarra og til þess hafa róverskátar eins greiðan aðgang sem og að aðbúnaði skátahreyfingarinnar. Í róverskátunum er félagskapurinn alþjóðlegur, viðfangsefnin krefjandi, getan gífurleg og tækifærin því endalaus. Fjölmargir hefja skátastarf ekki fyrr en á róverskátaaldri þrátt fyrir að hafa aldrei tekið þátt í skátastarfi áður og fyrir þeim opnast nýr heimur ævintýra og upplifana. Sért þú á róverskátaaldri í leit að fjölbreyttu en spennandi félagsstarfi getur Skátamiðstöðin aðstoðað þig að komast í samband við skátafélag nálægt þér.
HITTINGAR RÓVERSKÁTA
Ýmsir róverskátahópar starfa víðsvegar um landið. Á landsbyggðinni eru þessir hópar iðulega innan sama skátafélags en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sjaldnast bundnir einu skátafélagi. Þessir hópar hafa mjög ólíkan hátt á því hvernig þau hittast og hvað þau taka sér fyrir hendur. Sumir hópar starfa saman kringum afmörkuð verkefni eins og viðburðahald, foringjastörf eða samfélagsvinnu. Aðrir hópar starfa saman í þeim tilgangi að njóta félagsskapar hvert af öðru og sinna áhugamálum sínum innan skátastarfs í sameiningu. Þannig geta róverskátar starfað í skipulögðum og formföstum hópum eða í breytilegum félagsskap og jafnvel sem einstaklingar. Róverskátar eru sjaldnast með eldri skátaforingja heldur skipa einn leiðtoga úr hópnum eða skipta verkum með sér með óformlegri hætti.

VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Ferðalög og útilegur á róverskátaaldri eru með talsvert öðrum hætti en á yngri aldursbilum. Róverskátar eru fyllilega fær um að skipuleggja og fara í flestar ferðir sjálf fremur en að ferðir séu skipulagðar fyrir þau. Róverskátar hafa tækifæri að njóta til fulls alls þess sem býðst í ferða- og fjallamennsku á Íslandi og geta líka leitað ævintýranna utan landsteina. Róverskátar hafa gott aðgengi að ýmsum skálum og útivistarsvæðum víðsvegar um Ísland og því er eins farið í útlöndum. Í þessum ferðum spreyta róverskátar sig oft á nýrri og krefjandi dagskrá en stundum er megintilgangurinn einfaldlega að njóta félagsskapar hvers annars, bæði í innlendu og alþjóðlegu samhengi.
Skátafélögin skipuleggja stundum ferðir fyrir róverskáta sem þakklætisvott fyrir sjálfboðaliðastörf þeirra. Róverskátar eru iðulega á meðal þeirra sem skipuleggja og aðstoða við aðrar skipulagðar ferðir félagsins sem eru haldnar fyrir yngri skátana.

VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, geta róverskátar tekið þátt í ýmsum viðburðum en umgjörð þessara viðburða er önnur en þeirra viðburða sem bjóðast yngri skátum. Meiri áhersla er lögð á leiðtogaþjálfun og margir viðburðir snúa að mótun og ákvörðanatöku fyrir starf skátahreyfingarinnar á Íslandi. Oft standa róverskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að spennandi viðburðir standi til boða fyrir sitt aldursbil.

LANDSMÓT SKÁTA
Róverskátar geta farið sem sjálfboðaliðar á Landsmót skáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins hin glæsilegasta. Róverskátar eru oft í fararstjórn skátafélaganna sem undirbýr ferðina á mótið, skipuleggur tjaldbúð og búnað félagsins á mótinu, sinnir fjáröflunum og ferðast með yngri skátum í félaginu á mótið. Róverskátar geta líka gerst sjálfboðaliðar fyrir mótstjórn. Þau sem hafa ánægju af því að fá frábærar hugmyndir og sjá þær verða að veruleika geta komið að undirbúningi mótsins á meðan þau,sem finnst skemmtilegra að hoppa beint í iðustrauminn, geta komið að framkvæmd mótsins. Næsta landsmót verður haldið að Hömrum árið 2020.
ALÞJÓÐASTARF
Alþjóðastarf býður róverskátum risastór tækifæri. Ýmis skátamót sem sérstaklega eru ætluð róverskátum eru haldin reglulega um allan heim. Róverskátar geta líka gerst alþjóðlegir þjónustuliðar á öllum helstu alþjóðlegum mótum ætluð yngri skátum. Tækifæri til sjálfboðastarfa á alþjóðavísu bjóðast róverskátum líka sérstaklega, alþjóðlegar nefndir bæði innan og utan skátahreyfingarnar skipa róverskáta í vissan fjölda sæta, vissum ábyrgðarhlutverkum skátahreyfingarinnar geta eingöngu róverskátar sinnt og skátamiðstöðvar um allan heim bjóða róverskátum spennandi störf til skemmri og lengri tíma. Alþjóðaráð BÍS er síðan afar duglegt að leita uppi og miðla áfram til róverskáta viðburðum sem bjóðast í samstarfi við önnur landssamtök skáta þar sem þátttaka skátanna er gjarnan styrkt fjárhagslega af ýmsum sjóðum.

EINKENNI RÓVERSKÁTA
Klútur róverskáta er grár og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur róverskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna:
SKÁTALÖG RÓVERSKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður

Aldursmerki róverskáta er þríhyrningslaga og er saumað aftan á klútinn. Merkið er fjólublátt og ísaumur merkisins og brún þess er gyllt. Merkið fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.
Róverskátar (19 - 25 ára)

RÓVERSKÁTAR
19 - 25 ÁRA
Eldmóður, hugsjón og ástríða
Á elsta aldursbili þátttakenda verður ekkert ómögulegt. Möguleikar róverskáta eru endalausir en áherslur í starfi þeirra færast af þeim sjálfum og á aðra og nærumhverfið. Róverskátar taka við stjórntaumunum og verða á meðal burðastólpa í félagsstarfi skátanna.
UM STARF RÓVERSKÁTA
Róverskátar nefnist elsta aldursbil þátttakenda í skátastarfi um víða veröld. Aldursbilið er ekki bara alþjóðlegt að fyrirmynd heldur er starf róverskáta einnig alþjóðlegt og tækifærin í alþjóðastarfi á vegum skátahreyfingarinnar gífurlega mörg. Róverskátar sinna flestir einhverjum ábyrgðarstöðum ýmist innan skátafélaganna eða á breiðari vettvangi skátahreyfingarinnar á Íslandi. Markmið skátastarfs er að valdefla ungmenni og þannig gefst róverskátum færi að spreyta sig á verkefnastjórnun, viðburðahaldi, stjórnarsetu og ýmsum öðrum spennandi tækifærum sem bjóðast sjaldnar utan skátastarfs. Á róverskátaaldri eru skátar orðnir færir um að hrinda öllum sínum hugmyndum í framkvæmd, sama hvort þær snúi að þeirra eigin starfi eða annarra og til þess hafa róverskátar eins greiðan aðgang sem og að aðbúnaði skátahreyfingarinnar. Í róverskátunum er félagskapurinn alþjóðlegur, viðfangsefnin krefjandi, getan gífurleg og tækifærin því endalaus. Fjölmargir hefja skátastarf ekki fyrr en á róverskátaaldri þrátt fyrir að hafa aldrei tekið þátt í skátastarfi áður og fyrir þeim opnast nýr heimur ævintýra og upplifana. Sért þú á róverskátaaldri í leit að fjölbreyttu en spennandi félagsstarfi getur Skátamiðstöðin aðstoðað þig að komast í samband við skátafélag nálægt þér.
HITTINGAR RÓVERSKÁTA
Ýmsir róverskátahópar starfa víðsvegar um landið. Á landsbyggðinni eru þessir hópar iðulega innan sama skátafélags en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sjaldnast bundnir einu skátafélagi. Þessir hópar hafa mjög ólíkan hátt á því hvernig þau hittast og hvað þau taka sér fyrir hendur. Sumir hópar starfa saman kringum afmörkuð verkefni eins og viðburðahald, foringjastörf eða samfélagsvinnu. Aðrir hópar starfa saman í þeim tilgangi að njóta félagsskapar hvert af öðru og sinna áhugamálum sínum innan skátastarfs í sameiningu. Þannig geta róverskátar starfað í skipulögðum og formföstum hópum eða í breytilegum félagsskap og jafnvel sem einstaklingar. Róverskátar eru sjaldnast með eldri skátaforingja heldur skipa einn leiðtoga úr hópnum eða skipta verkum með sér með óformlegri hætti.



VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Ferðalög og útilegur á róverskátaaldri eru með talsvert öðrum hætti en á yngri aldursbilum. Róverskátar eru fyllilega fær um að skipuleggja og fara í flestar ferðir sjálf fremur en að ferðir séu skipulagðar fyrir þau. Róverskátar hafa tækifæri að njóta til fulls alls þess sem býðst í ferða- og fjallamennsku á Íslandi og geta líka leitað ævintýranna utan landsteina. Róverskátar hafa gott aðgengi að ýmsum skálum og útivistarsvæðum víðsvegar um Ísland og því er eins farið í útlöndum. Í þessum ferðum spreyta róverskátar sig oft á nýrri og krefjandi dagskrá en stundum er megintilgangurinn einfaldlega að njóta félagsskapar hvers annars, bæði í innlendu og alþjóðlegu samhengi.
Skátafélögin skipuleggja stundum ferðir fyrir róverskáta sem þakklætisvott fyrir sjálfboðaliðastörf þeirra. Róverskátar eru iðulega á meðal þeirra sem skipuleggja og aðstoða við aðrar skipulagðar ferðir félagsins sem eru haldnar fyrir yngri skátana.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, geta róverskátar tekið þátt í ýmsum viðburðum en umgjörð þessara viðburða er önnur en þeirra viðburða sem bjóðast yngri skátum. Meiri áhersla er lögð á leiðtogaþjálfun og margir viðburðir snúa að mótun og ákvörðanatöku fyrir starf skátahreyfingarinnar á Íslandi. Oft standa róverskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að spennandi viðburðir standi til boða fyrir sitt aldursbil.
LANDSMÓT SKÁTA
Róverskátar geta farið sem sjálfboðaliðar á Landsmót skáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins hin glæsilegasta. Róverskátar eru oft í fararstjórn skátafélaganna sem undirbýr ferðina á mótið, skipuleggur tjaldbúð og búnað félagsins á mótinu, sinnir fjáröflunum og ferðast með yngri skátum í félaginu á mótið. Róverskátar geta líka gerst sjálfboðaliðar fyrir mótstjórn. Þau sem hafa ánægju af því að fá frábærar hugmyndir og sjá þær verða að veruleika geta komið að undirbúningi mótsins á meðan þau,sem finnst skemmtilegra að hoppa beint í iðustrauminn, geta komið að framkvæmd mótsins. Næsta landsmót verður haldið að Hömrum árið 2020.

ALÞJÓÐASTARF
Alþjóðastarf býður róverskátum risastór tækifæri. Ýmis skátamót sem sérstaklega eru ætluð róverskátum eru haldin reglulega um allan heim. Róverskátar geta líka gerst alþjóðlegir þjónustuliðar á öllum helstu alþjóðlegum mótum ætluð yngri skátum. Tækifæri til sjálfboðastarfa á alþjóðavísu bjóðast róverskátum líka sérstaklega, alþjóðlegar nefndir bæði innan og utan skátahreyfingarnar skipa róverskáta í vissan fjölda sæta, vissum ábyrgðarhlutverkum skátahreyfingarinnar geta eingöngu róverskátar sinnt og skátamiðstöðvar um allan heim bjóða róverskátum spennandi störf til skemmri og lengri tíma. Alþjóðaráð BÍS er síðan afar duglegt að leita uppi og miðla áfram til róverskáta viðburðum sem bjóðast í samstarfi við önnur landssamtök skáta þar sem þátttaka skátanna er gjarnan styrkt fjárhagslega af ýmsum sjóðum.


EINKENNI RÓVERSKÁTA
Klútur róverskáta er grár og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur róverskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna:
SKÁTALÖG RÓVERSKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Aldursmerki róverskáta er þríhyrningslaga og er saumað aftan á klútinn. Merkið er fjólublátt og ísaumur merkisins og brún þess er gyllt. Merkið fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.

STARF RÓVERSKÁTA
Róverskátar nefnist elsta aldursbil þátttakenda í skátastarfi um víða veröld. Aldursbilið er ekki bara alþjóðlegt að fyrirmynd heldur er starf róverskáta einnig alþjóðlegt og tækifærin í alþjóðastarfi á vegum skátahreyfingarinnar gífurlega mörg. Róverskátar sinna flestir einhverjum ábyrgðarstöðum ýmist innan skátafélaganna eða á breiðari vettvangi skátahreyfingarinnar á Íslandi. Markmið skátastarfs er að valdefla ungmenni og þannig gefst róverskátum færi að spreyta sig á verkefnastjórnun, viðburðahaldi, stjórnarsetu og ýmsum öðrum spennandi tækifærum sem bjóðast sjaldnar utan skátastarfs. Á róverskátaaldri eru skátar orðnir færir um að hrinda öllum sínum hugmyndum í framkvæmd, sama hvort þær snúi að þeirra eigin starfi eða annarra og til þess hafa róverskátar eins greiðan aðgang sem og að aðbúnaði skátahreyfingarinnar. Í róverskátunum er félagskapurinn alþjóðlegur, viðfangsefnin krefjandi, getan gífurleg og tækifærin því endalaus. Fjölmargir hefja skátastarf ekki fyrr en á róverskátaaldri þrátt fyrir að hafa aldrei tekið þátt í skátastarfi áður og fyrir þeim opnast nýr heimur ævintýra og upplifana. Sért þú á róverskátaaldri í leit að fjölbreyttu en spennandi félagsstarfi getur Skátamiðstöðin aðstoðað þig að komast í samband við skátafélag nálægt þér.
HITTINGAR RÓVERSKÁTA
Ýmsir róverskátahópar starfa víðsvegar um landið. Á landsbyggðinni eru þessir hópar iðulega innan sama skátafélags en á höfuðborgarsvæðinu eru þeir sjaldnast bundnir einu skátafélagi. Þessir hópar hafa mjög ólíkan hátt á því hvernig þau hittast og hvað þau taka sér fyrir hendur. Sumir hópar starfa saman kringum afmörkuð verkefni eins og viðburðahald, foringjastörf eða samfélagsvinnu. Aðrir hópar starfa saman í þeim tilgangi að njóta félagsskapar hvert af öðru og sinna áhugamálum sínum innan skátastarfs í sameiningu. Þannig geta róverskátar starfað í skipulögðum og formföstum hópum eða í breytilegum félagsskap og jafnvel sem einstaklingar. Róverskátar eru sjaldnast með eldri skátaforingja heldur skipa einn leiðtoga úr hópnum eða skipta verkum með sér með óformlegri hætti.

VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Ferðalög og útilegur á róverskátaaldri eru með talsvert öðrum hætti en á yngri aldursbilum. Róverskátar eru fyllilega fær um að skipuleggja og fara í flestar ferðir sjálf fremur en að ferðir séu skipulagðar fyrir þau. Róverskátar hafa tækifæri að njóta til fulls alls þess sem býðst í ferða- og fjallamennsku á Íslandi og geta líka leitað ævintýranna utan landsteina. Róverskátar hafa gott aðgengi að ýmsum skálum og útivistarsvæðum víðsvegar um Ísland og því er eins farið í útlöndum. Í þessum ferðum spreyta róverskátar sig oft á nýrri og krefjandi dagskrá en stundum er megintilgangurinn einfaldlega að njóta félagsskapar hvers annars, bæði í innlendu og alþjóðlegu samhengi.
Skátafélögin skipuleggja stundum ferðir fyrir róverskáta sem þakklætisvott fyrir sjálfboðaliðastörf þeirra. Róverskátar eru iðulega á meðal þeirra sem skipuleggja og aðstoða við aðrar skipulagðar ferðir félagsins sem eru haldnar fyrir yngri skátana.

VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, geta róverskátar tekið þátt í ýmsum viðburðum en umgjörð þessara viðburða er önnur en þeirra viðburða sem bjóðast yngri skátum. Meiri áhersla er lögð á leiðtogaþjálfun og margir viðburðir snúa að mótun og ákvörðanatöku fyrir starf skátahreyfingarinnar á Íslandi. Oft standa róverskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að spennandi viðburðir standi til boða fyrir sitt aldursbil.

LANDSMÓT SKÁTA
Róverskátar geta farið sem sjálfboðaliðar á Landsmót skáta. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins hin glæsilegasta. Róverskátar eru oft í fararstjórn skátafélaganna sem undirbýr ferðina á mótið, skipuleggur tjaldbúð og búnað félagsins á mótinu, sinnir fjáröflunum og ferðast með yngri skátum í félaginu á mótið. Róverskátar geta líka gerst sjálfboðaliðar fyrir mótstjórn. Þau sem hafa ánægju af því að fá frábærar hugmyndir og sjá þær verða að veruleika geta komið að undirbúningi mótsins á meðan þau,sem finnst skemmtilegra að hoppa beint í iðustrauminn, geta komið að framkvæmd mótsins. Næsta landsmót verður haldið að Hömrum árið 2020.
ALÞJÓÐASTARF
Alþjóðastarf býður róverskátum risastór tækifæri. Ýmis skátamót sem sérstaklega eru ætluð róverskátum eru haldin reglulega um allan heim. Róverskátar geta líka gerst alþjóðlegir þjónustuliðar á öllum helstu alþjóðlegum mótum ætluð yngri skátum. Tækifæri til sjálfboðastarfa á alþjóðavísu bjóðast róverskátum líka sérstaklega, alþjóðlegar nefndir bæði innan og utan skátahreyfingarnar skipa róverskáta í vissan fjölda sæta, vissum ábyrgðarhlutverkum skátahreyfingarinnar geta eingöngu róverskátar sinnt og skátamiðstöðvar um allan heim bjóða róverskátum spennandi störf til skemmri og lengri tíma. Alþjóðaráð BÍS er síðan afar duglegt að leita uppi og miðla áfram til róverskáta viðburðum sem bjóðast í samstarfi við önnur landssamtök skáta þar sem þátttaka skátanna er gjarnan styrkt fjárhagslega af ýmsum sjóðum.

EINKENNI RÓVERSKÁTA
Klútur róverskáta er grár og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur róverskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna:
SKÁTALÖG RÓVERSKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður

Aldursmerki róverskáta er þríhyrningslaga og er saumað aftan á klútinn. Merkið er fjólublátt og ísaumur merkisins og brún þess er gyllt. Merkið fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.
Rekkaskátar (16 -18 ára)

REKKASKÁTAR
16 - 18 ÁRA
Frelsi, seigla og útsjónarsemi
Flestir vegir verða færir, áhuginn ákveðnari og margir rekkaskátar hefja vegferð sína að forsetamerkinu. Stjórn á eigin starfi verður algjör en rekkaskátar byrja líka að hafa rödd í ýmsu málefnum skátahreyfingarinnar.
UM STARF REKKASKÁTA
Rekkaskátum býðst fjöldi nýrra tækifæra í eigin starfi og byrja að spreyta sig á hinum ýmsu ábyrgðarhlutverkum innan skátahreyfingarinnar. Rekkaskátar starfa gjarnan saman þvert á skátafélög og byrja þar að auki í auknum mæli að starfa með róverskátum (19 – 25 ára). Rekkaskátum býðst að taka þátt í ýmsum spennandi viðburðum bæði innanlands og utan og byrja rekkaskátar því gjarnan að mynda tengsl við aðra skáta þvert yfir hnöttinn. Á rekkaskátaaldri byrja flestir að sinna foringjastörfum eða öðrum hlutverkum innan skátafélaganna og því er boðið upp á fjölda námskeiða í leiðtogaþjálfun. Það er gífurlega reynslu að sækja í rekkaskátastarfið, reynslu sem mun nýtast við leik og launuð störf um ókomna tíð. Í rekkaskátastarfinu eru möguleikarnir jafn margir og þeir eru ólíkir og reynslan sem hver skáti öðlast því bundin áhugasviði, áherslum og iðkun hvers og eins Í rekkaskátastarfinu eru tækifærin endalaus, félagsskapurinn er frábær og starfið er ekki bara styrkjandi og skemmtilegt heldur kemur það líka sífellt á óvart.
REGLULEGIR HITTINGAR REKKASKÁTA
Rekkaskátar hittast reglulega yfir starfsárið. Skátafélög hafa ólíkan hátt á hvort þetta sé á föstum tímum eða á föstum stað og í mörgum skátafélögum hittast rekkaskátar og róverskátar saman. Yngri aldursbil vinna í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5 – 8 skátar mynda skátaflokk og starfa saman að flestu yfir starfsárið. Í rekkaskátum er hópskiptingin ekki jafn formföst, rekkaskátar taka sig saman um þá dagskrá sem þau hafa áhuga á og starfa því jafnvel í mörgum hópum samtímis og ólíkum hópum yfir árið. Rekkaskátar skipuleggja líka og framkvæma einstaklingsmiðaðri dagskrá og verkefni en áður, sérstaklega þau sem vinna að forsetamerkinu. Rekkaskátar eru færir um að halda utan um eigið starf en gjarnan er einn eða fleiri eldri skátaforingi þeim til halds og trausts. Hlutverk skátaforingjans er vera skátunum til stuðnings við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og leiðbeina þeim eftir þörfum, þá reynir skátaforinginn iðulega að miðla vissri kunnáttu, fræðslu og reynslu til rekkaskátanna og hvetja þau til að reyna nýja hluti í starfinu.




VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Á rekkaskátaaldri verða skátarnir mun sjálfstæðari í að ferðast á eigin vegum og hátta ferðalögum eins og hópnum eða einstaklingnum hentar. Áfram býðst að fara í bæði lengri og styttri ferðir sem skipulagðar eru af skátafélaginu en hlutverk rekkaskáta í þeim ferðum er nokkuð annað en yngri skáta.
Útilegur rekkaskáta eru afar fjölbreyttar. Rekkaskátar innan sama skátafélags taka sig stundum saman og fara í sameiginlega helgarferð en oftar en ekki er líka farið í slíkar ferðir með rekkaskátum úr öðrum skátafélögum. Slíkar útilegur eru eins tíðar og rekkaskátar vilja vegna þess að þau skipuleggja og fara í slíkar útilegur að mestu leyti sjálf en hafa til þess aðgang að fjölda skátaskála, tjaldsvæða og öðrum spennandi útivistarsvæðum. Í þessum útilegum spreyta skátarnir sig á ferða- og fjallamennsku, fara í göngur, kynnast hvert öðru og jafnvel nýju fólki. Stundum er farið í afslappaðri útilegur þar sem megintilgangurinn er einfaldlega að njóta félagsskaps hvors annars.
Rekkaskátar fara gjarnan í félagsútilegur ásamt yngri og eldri skátum í skátafélaginu. Rekkaskátar eru iðulega elstu þátttakendur í þeim útilegum en taka líka þátt á ýmsan hátt í framkvæmd hennar í þágu yngri skáta. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og þar fá rekkaskátar tækifæri til að tengjast stærri hópi sem þau tilheyra innan skátafélagsins. Rekkaskátum bjóðast gjarnan tækifæri til að taka þátt í skátamótum erlendis á vegum landssamtaka skáta víða um heim, oftast fá þau ráðið hvert sé farið. Að ferðast utan á skátamót er meðal skemmtilegustu upplifana í skátastarfinu, þar gefst færi á að kynnast samhuga jafnöldrum og kynnast ólíkum menningarheimum hvers annars. Dagskrá á slíkum skátamótum er jafnan metnaðarfull og ógleymanlega skemmtileg. Það er ekki síður spennandi að upplifa hvernig skátastarf er samtímis líkt en ólíkt víðsvegar um heiminn.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, er fjöldi viðburða haldinn fyrir rekkaskáta á ári hverju en umgjörð og fjöldi þeirra viðburða er breytilegur eftir áherslum sjálfboðaliðanna sem standa að þeim. Viðburðirnir snúast oftast um að gefa rekkaskátum færi á að stunda útivist eða afla sér einhverrar kunnáttu og fræðslu en allir eiga það sameiginlegt að gefa rekkaskátunum færi á að kynnast og stunda skátastarf með jafnöldrum úr öðrum skátafélögum. Oft standa rekkaskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að spennandi viðburðir standi til boða.
LANDSMÓT SKÁTA
Rekkaskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt og yngri skátar en rekkaskátar eru elstu þátttakendur á mótinu og er dagskráin ólík þeirri sem yngri skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta. Næsta landsmót verður haldið að Hömrum árið 2020.
LANDSMÓT REKKASKÁTA
Landsmót rekkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð miðast við þennan aldur. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Síðasta landsmót rekkaskáta var sameiginlegt með róverskátum og fór fram í tveimur hlutum. Á fyrri hluta mótsins var Laugarvegurinn genginn frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk á þremur dögum þar sem stöðvað var og gist á tjaldsvæðum í Landmannalaugum, Álftavatni og Emstrum. Síðari hluti mótsins var tjaldmót í Básum við Þórsmörk þar sem þátttakendum bauðst að síga um 30 metra í frjálsu falli, fara í allskyns gönguferðir en síðast en ekki síst voru unnin ýmis samfélagsverkefni fyrir svæðið. Þátttakendur gróðursettu tré, dreifðu fræjum til að græða land og báru 80 stykki af 12 metra löngum rörum um kílómetra leið upp í fjall fyrir staðarhaldara.
Næsta Landsmót rekkaskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.

ALHEIMSMÓT SKÁTA
Alheimsmót skáta er haldið víðsvegar um heim með fjögurra ára millibili. Rekkaskátar sem ekki eru orðnir 18 ára þegar mótið hefst geta farið sem þátttakendur, 18 ára og eldri geta tekið þátt sem alþjóðlegir þjónustuliðar. Alheimsmót eru stærstu viðburðir sem haldnir eru á heimsvísu á vegum skátahreyfingarinnar en skátar úr öllum heiminum koma þar saman, reisa tjaldbúð, kynnast hvert öðru og deila ólíkum menningarheim hvert með öðru. Dagskrá mótsins er einstök þegar horft er til stærðar og metnaðar. Fararhópur er myndaður af landssamtökum hvers lands og BÍS hefur tekið þátt í mótinu síðustu áratugi. Næsta alheimsmót verður haldið í Suður Kóreu árið 2023.


EINKENNI REKKASKÁTA
Klútur rekkaskáta er blár og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur rekkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna:
SKÁTALÖG REKKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Aldursmerki rekkaskáta er þríhyrningslaga og er saumað aftan á klútinn. Merkið er mosagrænt með nafni aldursbilsins og forsetamerkinu ísaumað með silfri, brún merkisins er einnig silfruð. Merkið fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent. Mörg skátafélög afhenda það ekki fyrr en eftir að rekkaskátar hafa lokið vegferð sinni að forsetamerkinu en önnur afhenda það þegar skáti byrjar að starfa innan aldursbilsins.
FORSETAMERKIÐ
Rekkaskátar geta unnið að forsetamerkinu séu þau áhugasöm um það og tekur vegferðin að forsetamerkinu rúmlega tvö ár. Rekkaskátar sem byrja að vinna að forsetamerkinu fá úthlutað sértilgert vegabréf til að halda utan um vegferðina. Til að hljóta forsetamerkið þarf rekkaskátinn að skipuleggja og framkvæma 24 verkefni sem falla undir einhvern af fjórum verkefnaflokkum forsetamerkisins. Í hverjum verkefnaflokki þarf að ljúka einu skylduverkefni og að minnsta kosti tveimur valverkefnum.
VERKEFNAFLOKKARNIR
Ferðalög og alþjóðastarf
Útilífsáskoranir
Samfélagsþátttaka
Lífið og tilveran
SKYLDUVERKEFNIN
Þátttaka í skátamóti, sem varir 5 daga eða lengur
Ferðast 45 km eða lengra, á eigin afli
Helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun
Skyndihjálparnámskeið
Hver rekkaskáti þarf síðan að taka þátt í undirbúningi, framkvæmd og endurmati á tveimur stærri verkefnum sem taka 3 – 12 mánuði. Þetta getur verið viðburðahald, aðstoð með starf yngri skáta, stjórnarseta fyrir félagið eða eitthvað sem er gert utan skátastarfs. Þegar rekkaskátar hefja vegferð að forsetamerkinu lista þau upp væntingar sínar um hvaða kunnáttu og vöxt þau muni hljóta á vegferð sinni og að leiðarlokum líta þau aftur á afrek sín og ígrunda hvaða áhrif vegferðin hafði í raun á þau. Að vegferð lokinni fá rekkaskátar forsetamerkið afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn að Bessastöðum og að athöfn lokinni býður forsetinn jafnan forsetamerkishöfum og gestum þeirra til kaffisamsætis þar sem þeim gefst færi á að kynnast forsetanum og starfsemi embættisins örlítið betur.



STARF REKKASKÁTA
Rekkaskátum býðst fjöldi nýrra tækifæra í eigin starfi og byrja að spreyta sig á hinum ýmsu ábyrgðarhlutverkum innan skátahreyfingarinnar. Rekkaskátar starfa gjarnan saman þvert á skátafélög og byrja þar að auki í auknum mæli að starfa með róverskátum (19 – 25 ára). Rekkaskátum býðst að taka þátt í ýmsum spennandi viðburðum bæði innanlands og utan og byrja rekkaskátar því gjarnan að mynda tengsl við aðra skáta þvert yfir hnöttinn. Á rekkaskátaaldri byrja flestir að sinna foringjastörfum eða öðrum hlutverkum innan skátafélaganna og því er boðið upp á fjölda námskeiða í leiðtogaþjálfun. Það er gífurlega reynslu að sækja í rekkaskátastarfið, reynslu sem mun nýtast við leik og launuð störf um ókomna tíð. Í rekkaskátastarfinu eru möguleikarnir jafn margir og þeir eru ólíkir og reynslan sem hver skáti öðlast því bundin áhugasviði, áherslum og iðkun hvers og eins Í rekkaskátastarfinu eru tækifærin endalaus, félagsskapurinn er frábær og starfið er ekki bara styrkjandi og skemmtilegt heldur kemur það líka sífellt á óvart.

REGLULEGIR HITTINGAR REKKASKÁTA
Rekkaskátar hittast reglulega yfir starfsárið. Skátafélög hafa ólíkan hátt á hvort þetta sé á föstum tímum eða á föstum stað og í mörgum skátafélögum hittast rekkaskátar og róverskátar saman. Yngri aldursbil vinna í svokölluðum skátaflokkum þar sem 5 – 8 skátar mynda skátaflokk og starfa saman að flestu yfir starfsárið. Í rekkaskátum er hópskiptingin ekki jafn formföst, rekkaskátar taka sig saman um þá dagskrá sem þau hafa áhuga á og starfa því jafnvel í mörgum hópum samtímis og ólíkum hópum yfir árið. Rekkaskátar skipuleggja líka og framkvæma einstaklingsmiðaðri dagskrá og verkefni en áður, sérstaklega þau sem vinna að forsetamerkinu. Rekkaskátar eru færir um að halda utan um eigið starf en gjarnan er einn eða fleiri eldri skátaforingi þeim til halds og trausts. Hlutverk skátaforingjans er vera skátunum til stuðnings við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd og leiðbeina þeim eftir þörfum, þá reynir skátaforinginn iðulega að miðla vissri kunnáttu, fræðslu og reynslu til rekkaskátanna og hvetja þau til að reyna nýja hluti í starfinu.

VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Á rekkaskátaaldri verða skátarnir mun sjálfstæðari í að ferðast á eigin vegum og hátta ferðalögum eins og hópnum eða einstaklingnum hentar. Áfram býðst að fara í bæði lengri og styttri ferðir sem skipulagðar eru af skátafélaginu en hlutverk rekkaskáta í þeim ferðum er nokkuð annað en yngri skáta.
Útilegur rekkaskáta eru afar fjölbreyttar. Rekkaskátar innan sama skátafélags taka sig stundum saman og fara í sameiginlega helgarferð en oftar en ekki er líka farið í slíkar ferðir með rekkaskátum úr öðrum skátafélögum. Slíkar útilegur eru eins tíðar og rekkaskátar vilja vegna þess að þau skipuleggja og fara í slíkar útilegur að mestu leyti sjálf en hafa til þess aðgang að fjölda skátaskála, tjaldsvæða og öðrum spennandi útivistarsvæðum. Í þessum útilegum spreyta skátarnir sig á ferða- og fjallamennsku, fara í göngur, kynnast hvert öðru og jafnvel nýju fólki. Stundum er farið í afslappaðri útilegur þar sem megintilgangurinn er einfaldlega að njóta félagsskaps hvors annars.
Rekkaskátar fara gjarnan í félagsútilegur ásamt yngri og eldri skátum í skátafélaginu. Rekkaskátar eru iðulega elstu þátttakendur í þeim útilegum en taka líka þátt á ýmsan hátt í framkvæmd hennar í þágu yngri skáta. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og þar fá rekkaskátar tækifæri til að tengjast stærri hópi sem þau tilheyra innan skátafélagsins. Rekkaskátum bjóðast gjarnan tækifæri til að taka þátt í skátamótum erlendis á vegum landssamtaka skáta víða um heim, oftast fá þau ráðið hvert sé farið. Að ferðast utan á skátamót er meðal skemmtilegustu upplifana í skátastarfinu, þar gefst færi á að kynnast samhuga jafnöldrum og kynnast ólíkum menningarheimum hvers annars. Dagskrá á slíkum skátamótum er jafnan metnaðarfull og ógleymanlega skemmtileg. Það er ekki síður spennandi að upplifa hvernig skátastarf er samtímis líkt en ólíkt víðsvegar um heiminn.

VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, er fjöldi viðburða haldinn fyrir rekkaskáta á ári hverju en umgjörð og fjöldi þeirra viðburða er breytilegur eftir áherslum sjálfboðaliðanna sem standa að þeim. Viðburðirnir snúast oftast um að gefa rekkaskátum færi á að stunda útivist eða afla sér einhverrar kunnáttu og fræðslu en allir eiga það sameiginlegt að gefa rekkaskátunum færi á að kynnast og stunda skátastarf með jafnöldrum úr öðrum skátafélögum. Oft standa rekkaskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að spennandi viðburðir standi til boða.

LANDSMÓT SKÁTA
Rekkaskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt og yngri skátar en rekkaskátar eru elstu þátttakendur á mótinu og er dagskráin ólík þeirri sem yngri skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára og eldri þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta. Næsta landsmót verður haldið að Hömrum árið 2020.
LANDSMÓT REKKASKÁTA
Landsmót rekkaskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð miðast við þennan aldur. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Síðasta landsmót rekkaskáta var sameiginlegt með róverskátum og fór fram í tveimur hlutum. Á fyrri hluta mótsins var Laugarvegurinn genginn frá Landmannalaugum niður í Þórsmörk á þremur dögum þar sem stöðvað var og gist á tjaldsvæðum í Landmannalaugum, Álftavatni og Emstrum. Síðari hluti mótsins var tjaldmót í Básum við Þórsmörk þar sem þátttakendum bauðst að síga um 30 metra í frjálsu falli, fara í allskyns gönguferðir en síðast en ekki síst voru unnin ýmis samfélagsverkefni fyrir svæðið. Þátttakendur gróðursettu tré, dreifðu fræjum til að græða land og báru 80 stykki af 12 metra löngum rörum um kílómetra leið upp í fjall fyrir staðarhaldara.
Næsta Landsmót dróttskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.

ALHEIMSMÓT SKÁTA
Alheimsmót skáta er haldið víðsvegar um heim með fjögurra ára millibili. Rekkaskátar sem ekki eru orðnir 18 ára þegar mótið hefst geta farið sem þátttakendur, 18 ára og eldri geta tekið þátt sem alþjóðlegir þjónustuliðar. Alheimsmót eru stærstu viðburðir sem haldnir eru á heimsvísu á vegum skátahreyfingarinnar en skátar úr öllum heiminum koma þar saman, reisa tjaldbúð, kynnast hvert öðru og deila ólíkum menningarheim hvert með öðru. Dagskrá mótsins er einstök þegar horft er til stærðar og metnaðar. Fararhópur er myndaður af landssamtökum hvers lands og BÍS hefur tekið þátt í mótinu síðustu áratugi. Næsta alheimsmót verður haldið í Suður Kóreu árið 2023.

EINKENNI REKKASKÁTA
Klútur rekkaskáta er blár og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur rekkaskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna:
SKÁTALÖG FÁLKASKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Aldursmerki rekkaskáta er þríhyrningslaga og er saumað aftan á klútinn. Merkið er mosagrænt með nafni aldursbilsins og forsetamerkinu ísaumað með silfri, brún merkisins er einnig silfruð. Merkið fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent. Mörg skátafélög afhenda það ekki fyrr en eftir að rekkaskátar hafa lokið vegferð sinni að forsetamerkinu en önnur afhenda það þegar skáti byrjar að starfa innan aldursbilsins.

FORSETAMERKIÐ
Rekkaskátar geta unnið að forsetamerkinu séu þau áhugasöm um það og tekur vegferðin að forsetamerkinu rúmlega tvö ár. Rekkaskátar sem byrja að vinna að forsetamerkinu fá úthlutað sértilgert vegabréf til að halda utan um vegferðina. Til að hljóta forsetamerkið þarf rekkaskátinn að skipuleggja og framkvæma 24 verkefni sem falla undir einhvern af fjórum verkefnaflokkum forsetamerkisins. Í hverjum verkefnaflokki þarf að ljúka einu skylduverkefni og að minnsta kosti tveimur valverkefnum.

VERKEFNAFLOKKARNIR
Ferðalög og alþjóðastarf
Útilífsáskoranir
Samfélagsþátttaka
Lífið og tilveran
SKYLDUVERKEFNIN
Þátttaka í skátamóti, sem varir 5 daga eða lengur
Ferðast 45 km eða lengra, á eigin afli
Helgarnámskeið í leiðtogaþjálfun
Skyndihjálparnámskeið
Hver rekkaskáti þarf síðan að taka þátt í undirbúningi, framkvæmd og endurmati á tveimur stærri verkefnum sem taka 3 – 12 mánuði. Þetta getur verið viðburðahald, aðstoð með starf yngri skáta, stjórnarseta fyrir félagið eða eitthvað sem er gert utan skátastarfs. Þegar rekkaskátar hefja vegferð að forsetamerkinu lista þau upp væntingar sínar um hvaða kunnáttu og vöxt þau muni hljóta á vegferð sinni og að leiðarlokum líta þau aftur á afrek sín og ígrunda hvaða áhrif vegferðin hafði í raun á þau. Að vegferð lokinni fá rekkaskátar forsetamerkið afhent af forseta Íslands við hátíðlega athöfn að Bessastöðum og að athöfn lokinni býður forsetinn jafnan forsetamerkishöfum og gestum þeirra til kaffisamsætis þar sem þeim gefst færi á að kynnast forsetanum og starfsemi embættisins örlítið betur.
Dróttskátar (13 - 15 ára)

DRÓTTSKÁTAR
13 - 15 ára
Sjálfstæði, færni og valdefling
Viðburðir opnast innan landsteina og utan á sama tíma og umhverfisvernd og samfélagsleg meðvitund fléttast við starfið í auknum mæli. Dróttskátar fá aukið frelsi til að ferðast sjálf á viðburði og kynnast öðrum ungmennum allstaðar af landinu.
UM STARF DRÓTTSKÁTA
Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um landið sem þau gátu ekki sótt áður sökum aldurs ásamt því að fá sín fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu. Margir skátar taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum. Í dróttskátastarfinu fá ungmenni tækifæri til að ferðast og spreyta sig á krefjandi verkefnum í hópi jafnaldra sem að standa þétt saman í starfinu. Þau kynnast ekki bara öðrum og ýmislegu um samskipti og samstarf. Þau kynnast líka sjálfum sér, eigin verðugleikum og getu í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi.
VIKULEGIR HITTINGAR DRÓTTSKÁTA
Yfir starfsárið hittast dróttskátarnir vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Dróttskátar starfa í svokölluðum skátaflokkum, líkt og fálkaskátar, þar sem 5 – 8 skátar vinna saman innan skátasveitarinnar yfir starfsárið. Samvinna innan dróttskátaflokksins er formfastari heldur en á yngri aldursbilum og skátarnir verða færari um að skipta með sér hlutverkum eftir styrkleikum hópsins. Dróttskátar sníða oft dagskrá algjörlega út frá eigin hugmyndum en hafa einnig aðgengi að tilbúinni dagskrá sem skátaflokkurinn mótar síðan áfram eftir sínu höfði. Dróttskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar dróttskáta tryggja þeim æskileg tól og fræðslu til að mæta áskorunum aldurbilsins og hvetja þau til að finna í sífellu nýjar leiðir til að ögra sjálfum sér í skátastarfi.



VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Innan skátafélagsins hafa dróttskátar tækifæri til að fara í fjölda ferða. Líkt og skátar á yngri aldursbilum býðst dróttskátum að fara í dagsferðir á vegum félagsins eða í félagsútilegur ásamt öllum í skátafélaginu en á dróttskátaaldri byrja skátarnir að geta farið í ferðir og útilegur sem þauþeir skipuleggja sjálf auk þeirra sem skipulagðar eru fyrir þau.
Líkt og hjá fálkaskátum eru sveitarútilegur þar sem dróttskátar úr sama félagi fara saman í helgarferð, stór hluti af starfi þeirra en á þessum aldri er skipulag og framkvæmd sveitarútilegna meira í höndum dróttskátanna með dyggri leiðsögn skátaforingja. Dróttskátarnir ráða ekki eingöngu dagskránni heldur oft líka hvert skal haldið, hvernig skal fara þangað, hvort gist sé í tjaldi eða skála, hvað sé á matseðlinum, hvernig skal elda og ýmsu öðru tengt ferðinni. Í sveitarútilegum vinna dróttskátarnir náið saman og tengslin á milli þeirra verða ennþá sterkari, þau eignast sameiginlegar sögur og minningar og liðsandi sveitarinnar eflist til muna.
Dróttskátar fara í félagsútilegur þar sem þau taka þátt í dagskrá ásamt yngri og eldri aldursbilum. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og þar fá dróttskátar tækifæri til að tengjast stærri hópi skáta sem þau tilheyra innan skátafélagsins.
Í mörgum skátafélögum byrja dróttskátar að fá tækifæri til að taka þátt í skátamótum erlendis á vegum landssamtaka skáta víða um heim og stundum fá þau ráðið hvert sér farið. Að ferðast utan á skátamót er á meðal skemmtilegustu upplifana í skátastarfinu, þar gefst færi á að kynnast samhuga jafnöldrum og kynnast ólíkum menningarheimum hvors annars. Dagskrá á slíkum skátamótum er jafnan metnaðarfull og ógleymanlega skemmtileg. Það er ekki síður spennandi að upplifa hvernig skátastarf er samtímis líkt en ólíkt víðsvegar um heiminn.
VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, er fjöldi viðburða haldinn fyrir dróttskáta á ári hverju en umgjörð og fjöldi þeirra viðburða er breytilegur eftir áherslum sjálfboðaliðanna sem standa að þeim. Viðburðirnir snúast oftast um að gefa dróttskátum færi á að stunda útivist eða afla sér einhverrar kunnáttu og fræðslu en eiga það allir sameiginlegt að gefa dróttskátunum færi á að kynnast og stunda skátastarf með jafnöldrum úr öðrum skátafélögum. Stundum standa dróttskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að viðburðir standi til boða sem þeim þykja skemmtilegir.
VETRARÁSKORUN CREAN
Crean vetraráskorun fyrir dróttskáta er haldin í febrúar ár hvert. Viðburðurinn er samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta þar sem 20 íslenskir skátar og 20 írskir skátar fara í tveggja vikna útivistarævintýri þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum fjallaferða og vetrarferðamennsku við alvöru aðstæður. Áður en lagt er upp í tveggja vikna ferðalag taka dróttskátarnir þátt í tveimur undirbúningshelgum þar sem þau fá þjálfun í þeim þáttum sem verður reynt á í ferðinni svo þau séu vel reiðubúin. Dróttskátar þurfa að sækja um þátttöku og geta eingöngu tekið þátt í viðburðinum í eitt skipti.
LANDSMÓT SKÁTA
Dróttskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt og fálkaskátar en á dróttskátaaldri er dagskráin ólík þeirri sem yngri skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta. Næsta landsmót verður haldið á Hömrum árið 2020.
LANDSMÓT DRÓTTSKÁTA
Landsmót dróttskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð miðast við þennan aldur. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Næsta Landsmót dróttskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.



EVRÓPUMÓT SKÁTA
Evrópumót skáta verður haldið nálægt Gdansk í Póllandi dagana 27. júlí – 7. ágúst árið 2020. Dróttskátar eru yngstu skátarnir sem geta tekið þátt í mótinu. Íslenskur fararhópur ætlar á mótið og áætlað er að dvelja í Gdansk nokkra daga eftir mót.
ALHEIMSMÓT SKÁTA
Alheimsmót skáta er haldið víðsvegar um heim með fjögurra ára millibili og eru dróttskátar yngstu skátarnir sem geta tekið þátt í mótinu. Alheimsmót eru stærstu viðburðir sem haldnir eru á heimsvísu á vegum skátahreyfingarinnar en skátar úr öllum heiminum koma þar saman, reisa tjaldbúð, kynnast hvert öðru og deila ólíkum menningarheim hvert með öðru. Dagskrá mótsins er einstök þegar horft er til stærðar og metnaðar. Fararhópur á mótið er myndaður af landssamtökum hvers lands og hefur BÍS tekið alltaf tekið þátt í mótinu síðustu áratugi. Næsta alheimsmót verður haldið í Suður Kóreu árið 2023.
EINKENNI DRÓTTSKÁTA
Klútur dróttskáta er grænn og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur dróttskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna.
SKÁTALÖG DRÓTTSKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Aldursmerki dróttskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur dróttskátans þar sem brons er fyrir 13 ára, silfur fyrir 14 ára og gull er fyrir 15 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.


FÆRNIMERKI DRÓTTSKÁTA
Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Á dróttskátaaldri standa öll færnimerkin til boða en mörg þeirra færnimerkja sem dróttskátar geta unnið að eru lokastig þeirra merkja sem skátar á yngri aldursbilum geta unnið að.

UM STARF DRÓTTSKÁTA
Fjölmargir nýir möguleikar bjóðast skátum þegar þau komast á dróttskátaaldur. Þau geta tekið þátt í fjölda viðburða víðsvegar um landið sem þau gátu ekki sótt áður sökum aldurs ásamt því að fá sín fyrstu tækifæri til að ferðast á skátamót erlendis. Dróttskátar eru í virkara samráði við sína foringja um eigið starf og hljóta þannig aukið frelsi til að hrinda eigin hugmyndum í framkvæmd. Samhliða því vex ábyrgð þeirra á eigin starfi og á starfinu í skátafélaginu. Margir skátar taka sín fyrstu skref í foringjastörfum á þessum aldri og stendur því til boða að taka þátt í ýmsum námskeiðum tengd foringjastörfum. Í dróttskátastarfinu fá ungmenni tækifæri til að ferðast og spreyta sig á krefjandi verkefnum í hópi jafnaldra sem að standa þétt saman í starfinu. Þau kynnast ekki bara öðrum og ýmislegu um samskipti og samstarf. Þau kynnast líka sjálfum sér, eigin verðugleikum og getu í fjölbreyttu og skemmtilegu starfi.
VIKULEGIR HITTINGAR DRÓTTSKÁTA
Yfir starfsárið hittast dróttskátarnir vikulega á föstum tímum í skátaheimili síns félags og nágrenni þess, sá hópur myndar skátasveit. Dróttskátar starfa í svokölluðum skátaflokkum, líkt og fálkaskátar, þar sem 5 – 8 skátar vinna saman innan skátasveitarinnar yfir starfsárið. Samvinna innan dróttskátaflokksins er formfastari heldur en á yngri aldursbilum og skátarnir verða færari um að skipta með sér hlutverkum eftir styrkleikum hópsins. Dróttskátar sníða oft dagskrá algjörlega út frá eigin hugmyndum en hafa einnig aðgengi að tilbúinni dagskrá sem skátaflokkurinn mótar síðan áfram eftir sínu höfði. Dróttskátasveitin starfar líka oft sem heild eins og þegar stærri dagskrárliðir eru á dagskrá og í undirbúningi ferða. Skátaforingjar dróttskáta tryggja þeim æskileg tól og fræðslu til að mæta áskorunum aldurbilsins og hvetja þau til að finna í sífellu nýjar leiðir til að ögra sjálfum sér í skátastarfi.

VIÐBURÐIR Á VEGUM SKÁTAFÉLAGSINS
Innan skátafélagsins hafa dróttskátar tækifæri til að fara í fjölda ferða. Líkt og skátar á yngri aldursbilum býðst dróttskátum að fara í dagsferðir á vegum félagsins eða í félagsútilegur ásamt öllum í skátafélaginu en á dróttskátaaldri byrja skátarnir að geta farið í ferðir og útilegur sem þauþeir skipuleggja sjálf auk þeirra sem skipulagðar eru fyrir þau.
Líkt og hjá fálkaskátum eru sveitarútilegur þar sem dróttskátar úr sama félagi fara saman í helgarferð, stór hluti af starfi þeirra en á þessum aldri er skipulag og framkvæmd sveitarútilegna meira í höndum dróttskátanna með dyggri leiðsögn skátaforingja. Dróttskátarnir ráða ekki eingöngu dagskránni heldur oft líka hvert skal haldið, hvernig skal fara þangað, hvort gist sé í tjaldi eða skála, hvað sé á matseðlinum, hvernig skal elda og ýmsu öðru tengt ferðinni. Í sveitarútilegum vinna dróttskátarnir náið saman og tengslin á milli þeirra verða ennþá sterkari, þau eignast sameiginlegar sögur og minningar og liðsandi sveitarinnar eflist til muna.
Dróttskátar fara í félagsútilegur þar sem þau taka þátt í dagskrá ásamt yngri og eldri aldursbilum. Félagsútilegur eru gjarnan einu sinni á önn og þar fá dróttskátar tækifæri til að tengjast stærri hópi skáta sem þau tilheyra innan skátafélagsins.
Í mörgum skátafélögum byrja dróttskátar að fá tækifæri til að taka þátt í skátamótum erlendis á vegum landssamtaka skáta víða um heim og stundum fá þau ráðið hvert sér farið. Að ferðast utan á skátamót er á meðal skemmtilegustu upplifana í skátastarfinu, þar gefst færi á að kynnast samhuga jafnöldrum og kynnast ólíkum menningarheimum hvors annars. Dagskrá á slíkum skátamótum er jafnan metnaðarfull og ógleymanlega skemmtileg. Það er ekki síður spennandi að upplifa hvernig skátastarf er samtímis líkt en ólíkt víðsvegar um heiminn.

VIÐBURÐIR Á VEGUM BÍS
Á vegum Bandalags íslenskra skáta (BÍS), landssamtaka skátafélaganna, er fjöldi viðburða haldinn fyrir dróttskáta á ári hverju en umgjörð og fjöldi þeirra viðburða er breytilegur eftir áherslum sjálfboðaliðanna sem standa að þeim. Viðburðirnir snúast oftast um að gefa dróttskátum færi á að stunda útivist eða afla sér einhverrar kunnáttu og fræðslu en eiga það allir sameiginlegt að gefa dróttskátunum færi á að kynnast og stunda skátastarf með jafnöldrum úr öðrum skátafélögum. Stundum standa dróttskátar sjálfir fyrir viðburðum þar sem þeir bjóða jafnöldrum úr öðrum skátafélögum og tryggja þannig enn betur að viðburðir standi til boða sem þeim þykja skemmtilegir.

VETRARÁSKORUN CREAN
Crean vetraráskorun fyrir dróttskáta er haldin í febrúar ár hvert. Viðburðurinn er samstarfsverkefni íslenskra og írskra skáta þar sem 20 íslenskir skátar og 20 írskir skátar fara í tveggja vikna útivistarævintýri þar sem þau kynnast undirstöðuatriðum fjallaferða og vetrarferðamennsku við alvöru aðstæður. Áður en lagt er upp í tveggja vikna ferðalag taka dróttskátarnir þátt í tveimur undirbúningshelgum þar sem þau fá þjálfun í þeim þáttum sem verður reynt á í ferðinni svo þau séu vel reiðubúin. Dróttskátar þurfa að sækja um þátttöku og geta eingöngu tekið þátt í viðburðinum í eitt skipti.
LANDSMÓT SKÁTA
Dróttskátar geta tekið þátt í Landsmóti skáta með sínu skátafélagi líkt og fálkaskátar en á dróttskátaaldri er dagskráin ólík þeirri sem yngri skátarnir taka þátt í. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, ýmist á Úlfljótsvatni og að Hömrum við Akureyri. Landsmótið er vikulangt mót fyrir alla skáta 10 – 18 ára og eldri þar sem skátar af öllu landinu koma saman og reisa tjaldbúð. Það má með sanni segja að á Landsmóti sé öllu til tjaldað og er dagskrá mótsins því hin glæsilegasta. Næsta landsmót verður haldið á Hömrum árið 2020.
LANDSMÓT DRÓTTSKÁTA
Landsmót dróttskáta er nokkurra daga skátamót í tjaldbúð þar sem öll dagskrá og umgjörð miðast við þennan aldur. Mótið er haldið á fjögurra ára fresti, alltaf tveimur árum eftir Landsmót skáta og því er aldrei langt á milli stórra skátamóta. Næsta Landsmót dróttskáta verður haldið árið 2022 en staðsetning er óákveðin.

EVRÓPUMÓT SKÁTA
Evrópumót skáta verður haldið nálægt Gdansk í Póllandi dagana 27. júlí – 7. ágúst árið 2020. Dróttskátar eru yngstu skátarnir sem geta tekið þátt í mótinu. Íslenskur fararhópur ætlar á mótið og áætlað er að dvelja í Gdansk nokkra daga eftir mót.
ALHEIMSMÓT SKÁTA
Alheimsmót skáta er haldið víðsvegar um heim með fjögurra ára millibili og eru dróttskátar yngstu skátarnir sem geta tekið þátt í mótinu. Alheimsmót eru stærstu viðburðir sem haldnir eru á heimsvísu á vegum skátahreyfingarinnar en skátar úr öllum heiminum koma þar saman, reisa tjaldbúð, kynnast hvert öðru og deila ólíkum menningarheim hvert með öðru. Dagskrá mótsins er einstök þegar horft er til stærðar og metnaðar. Fararhópur á mótið er myndaður af landssamtökum hvers lands og hefur BÍS tekið alltaf tekið þátt í mótinu síðustu áratugi. Næsta alheimsmót verður haldið í Suður Kóreu árið 2023.

EINKENNI DRÓTTSKÁTA
Klútur dróttskáta er grænn og festur með skátahnút sem skátarnir útbúa sjálfir eða bundinn með vinahnút. Klútinn fá skátarnir afhentan til að marka að þau séu vígðir meðlimir í skátahreyfingunni og hafi lokið vígslugrunni síns aldursbils. Vígslugrunnur dróttskáta er að vinna skátaheitið, þekkja kjörorð skáta og tileinka sér allar tíu greinar skátalaganna.
SKÁTALÖG DRÓTTSKÁTA
Skáti er hjálpsamur
Skáti er glaðvær
Skáti er traustur
Skáti er náttúruvinur
Skáti er tillitssamur
Skáti er heiðarlegur
Skáti er samvinnufús
Skáti er nýtinn
Skáti er réttsýnn
Skáti er sjálfstæður
Aldursmerki dróttskáta eru þríhyrningslaga og eru saumuð aftan á klútinn. Brún merkisins markar aldur dróttskátans þar sem brons er fyrir 13 ára, silfur fyrir 14 ára og gull er fyrir 15 ára. Merkin fá skátarnir afhent frá sínum skátafélögum sem hafa ólíkan hátt á því hvernig og hvenær þau eru afhent.

FÆRNIMERKI DRÓTTSKÁTA
Færnimerkin eru ofin merki sem skátarnir geta unnið sér inn með því að ljúka tilteknum dagskrárgrunni sem liggur að baki hverju merki. Dagskrá færnimerkjanna þekur breitt áhugasvið og eru þess eðlis að einstakir skátar geta unnið að þeim á eigin vegum, í smærri hópum skáta eða með allri skátasveitinni. Á dróttskátaaldri standa öll færnimerkin til boða en mörg þeirra færnimerkja sem dróttskátar geta unnið að eru lokastig þeirra merkja sem skátar á yngri aldursbilum geta unnið að.