FJÖLSKYLDUSKÁTAR

Ævintýri, náttúra og samvera

Í gegnum fjölskylduskátastarf gefst yngri börnum tækifæri til að kynnast skátastarfi ásamt einum eða fleiri fullorðnum á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. 


Markmið

Útivist, samverustundir fjölskyldunnar og aukið sjálfstæði ungra barna. Í fjölskylduskátastarfinu er eitt af markmiðum þess að auka tengsl og styrkja samband milli barnsins og þess fullorðna sem stunda skátastarfið saman. 

Fundarstarf

Fundarstaðir eru breytilegir eftir viðfangsefni og fjölskyldur fá tímanlega að vita staðsetningu fundarins. Í langflestum tilfellum eru fundir haldnir utandyra og því mikilvægt að allir fjölskyldumeðlimir séu klæddir eftir veðri.

Börnin fá möguleika á því að taka þátt í krefjandi og spennandi skátaupplifun þar sem þau fá að upplifa það að vera virk í náttúrunni og deila því með fjölskyldunni. Foreldri sem og aðrir fjölskyldumeðlimir eru virkir þátttakendur með börnunum á öllum skátafundum og eru þar til að upplifa sjálf skátastarfið og til að styðja börn sín og hvetja. 

Að foreldrar og börn verji tíma saman í náttúrunni og geri eitthvað jákvætt og uppbyggilegt saman styrkir sjálfsmynd þeirra og félagsfærni. Í fjölskylduskátum eru foreldrarnir jafn miklir þátttakendur í skátastarfinu og ungskátarnir og þeir fá að reyna á eigin skinni út á hvað skátastarfið snýst.

Fundartímar eru vanalega aðra hverja helgi ca. tvo klukkutíma í senn 

Yfirlit yfir félög sem eru með fjölskylduskátastarf